Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 31
Aðalverktökum gekk hann mikið
og las alveg ógrynni af bókum jafn-
vel fimm bækur á viku. Reyndar
þekki ég engan mann sem hefur
lesið eins mikið af bókum um ævina.
Meðan hann var suður á velli kom
hann ekki alltaf heim á kvöldin en
eyddi þeim í lestur bóka. Hann
nýtti bókasöfn alveg ótrúlega vel
og þegar hann dó þurftu Peta og
Sigga að skila 12 bókum sem hann
hafði nýlega fengið hjá bókasafn-
inu.
Ég og öll mín systkini höfum
þekkt Boga frá fæðingu. Meðan
amma og afi voru á lífi hittumst
við systkinin og Sigga frænka ýmist
heima hjá foreldrum okkar Sigur-
oddi og Fanneyju eða hjá Petrínu
og Boga (Petrína og Siguroddur eru
systkini). Oftast hittumst við þó
sameiginlega hjá Pálínu ömmu okk-
ar og Magnúsi afa á Urðarstígnum
því þar voru veislur á aðfangadags-
kvöldum og mörgum afmælum á
ári. Bogi naut þessara samveru-
stunda og þó hann tæki ekki þátt
í ættjarðar- eða sálmasöng þá kunni
hann urmul af kvæðum og sálmum
og fylgdist vel með öllu sem fram
fór. Hann var alia tíð barngóður.
Bogi var hamingjusamur í sínu
einkalífi. Hann dáði eiginkonu sína
fyrir atorku, dugnað, myndarskap
og fallega heimilið, sem hún skóp
honum. Augasteinar lífs hans voru
Sigga dóttir hans og hennar fögru
og góðu börn sem dáðu hann og
elskuðu. Þeim hefur alltaf þótt gott
að koma til afa og ömmu og þau
tekið á móti þeim með hlýju og
umhyggju. Hann hefur líka orðið
fyrir mótlæti. Kringum 1950 var
hann tvisvar skorinn upp við maga-
sári og maginn fjarlægður að
mestu. Mig grunar að þrátt fyrir
atorku og dugnað hafi hann oft
verið veikur en hann kvartaði aldr-
ei. Undir það síðasta var hann orð-
inn mjög grannur en gekk undir
uppskurð, sem líkaminn ekki þoldi,
en andinn og skynsemin voru í besta
lagi. Hann fylgdist með öllu fram
á síðustu mínútu og þó hann væri
kvöldi með fyrirbænum. Og á frels-
ara sem gefur fyrirheit um endur-
fundi. Eðlisþættir Axels endur-
spegluðu dýpt og næmi myndlist-
armannsins, dansarans og leikar-
ans. Reisn og snyrtimennska
herramannsins, hann var höfðingi
heim að sækja.
Hann var ástúðlegur vinur vina
sinna, veitull og þakklátur. Það eru
forréttindi að fá að eiga samleið
með og kynnast manni eins og
Axel.
Við vottum bróður hans, mág-
konu, bræðrabörnum og öðrum
ástvinum samúð.
Sambýlis- og samstarfsfólk í
Stuðlaseli 2, Reykjavík.
Kæri vinur og frændi.
Þegar bróðir þinn hringdi fyrir
örfáum dögum og tilkynnti mér
andlát þitt, varð mér illa brugðið.
Þótt við sæjumst síðast í sex-
tugsafmæli þínu 15. apríl í fyrra
og við töluðumst aðeins örsjaldan
við í síma eftir það, var sú tíðin
að við vorum nánari.
Við vorum systrasynir og fædd-
umst báðir árið 1935, en í þá daga
voru fjölskylduböndin mun sterkari
en nú er. Til marks um það vorum
við skírðir saman og síðar vorum
við fermdir saman.
Einkennileg örlög mæðra okkar.
Þær eignuðust báðar þijá syni.
Fyrstu synir þeirra beggja dóu
reifabörn. Þeir næstu, ég og bróð-
ir þinn, erum báðir með sömu
menntun og þeir síðustu, þú og
bróðir minn voruð báðir öryrkjar.
Ég minnist þess hvernig glað-
værðin tók ætíð völdin, þegar við
hittumst. Þegar þú komst í árlega
nokkurra daga heimsókn í sumar-
bústað foreldra minna í Hveragerði
og við veltumst um í sundlauginni
þar heilu dagana og áfram var
haldið á nóttunni því þú varst
nærri drukknaður í herberginu sem
við sváfum saman í. Ég vaknaði
um miðja nótt og þú gekkst með
fárveikur mátti hann ekki missa af
síðustu eldhúsdagsumræðum frá
Alþingi. Hann hafði mörg orð um
þau fullkomnu tæki sem voru á
gjörgæslu spítalans og var mjög
þakklátur fyrir þá umönnun sem
hann fékk.
Elsku Peta, Sigga og börn. Góð-
ur drengur er genginn inn á nýjar
brautir. Stórt skarð hefur myndast
í raðir ykkar, sem aldrei verður
fyllt. Ég votta ykkur mína dýpstu
samúð og segi eins og Bogi sagði
svo oft: Guð veri með ykkur.
Magnús Siguroddsson.
Afi okkar Bogi Ingjaldur Guð-
mundsson er látinn, Minningin um
hann mun ávallt lifa í hjörtum okk-
ar barnabarnanna hans. Hann
fæddist á Hellissandi og ólst upp
við Breiðafjörð, sem óneitanlega
mótaði alla skapgerð hans og per-
sónu. Líkt og margir samtímamenn
hans fór hann ungur til sjós en
atvikin höguðu því þannig til að
hann varð verkstjóri en lagði sjó-
mennskuna ekki fyrir sig sem ævi-
starf. Afi var sjálfum sér sam-
kvæmur hvort heldur var um menn
eða málefni. Hann hnikaði hvergi í
sannfæringu sinni um að allir menn
væru jafnir.
Afi var bókhneigður og víðlesinn.
Sú minning sem stendur okkur
næst hugskotsjónum er af afa í
stólnum sínum með bók í hönd.
Annars lýsir Minningarljóð Þorska-
bíts afa best;
Þú varst prúðleiks þokka gæddur
þeim sem fólkið að sér drepr.
Augun frán og síung sýndust,
svipurinn hreinn og karlmannlegur.
Öllum vel í vanda reyndist,
vildir ei af hólmi renna.
Ekki síst þá aðrir brugðust,
einkenni það er göfugmenna.
Elsku afi.
Blessuð sé minning þín.
Þór, Pétur Bogit Stephanie
Sunna og Allan Orn.
veggjum korrandi og frussandi en
steinsofandi og reynandi að kom-
ast upp á bakkann, sem enginn
var. Þegar ég loks áttaði mig og
leiddi þig að þinni hvílu hélstu
bara áfram að sofa.
Það voru mörg ævintýrin sem
við lentum í þegar við unnum sam-
an í verkamannavinnu á sumrin á
skólaárum mínum og ekki má
gleyma gömlu dönsunum, sem við
undum okkur við margar glaðar
stundir.
Þannig hefur ævin liðið, en fjöl-
skylduböndin hafa gliðnað í tímans
rás og við sést æ sjaldnar, og sí-
fellt stijálli símtöl hafa verið látin
duga.
Það er eitt sem ég hef ætíð
öfundað þig af, en það er hæfi-
leiki þinn til að eignast góða og
trausta vini. Ég kynntist að vísu
mörgum þessara vina þinna, en
við upprifjun á nöfnum kemur í
ljós að mjög margir þeirra hafa
nú þegar kvatt þennan heim. Ég
ætla ekki að fara að telja upp
nöfn, en get þó ekki látið hjá líða
að nefna frænku okkar, Sigríði
Sigurðardóttur á Káratanga, sem
lést fyrir fáum dögum og Friðrik
mann hennar, sem einnig er lát-
inn. Ég veit að hjá þeim hjónum
dvaldir þú oft um tíma og þar var
löngum sungið dátt.
Eg veit að bróðir þinn og mág-
kona og fjölskyldur barna þeirra
reyndu alla tíð að gera þér lífið
bærilegt.
Eins og ég sagði þér í upphafi
bréfsins var mér illa brugðið við
andlátsfrétt þína. Kannski er það
vegna þess hve samband hefur
yerið stopult síðustu árin eða vegna
þess að við erum jafnaldrar og
fréttin minnti mig óþyrmilega á
það, en eitt er víst að kynni okkar
hafa haft djúpstæð og varanleg
áhrif á mig.
Ég votta þínum nánustu samúð
mína og kveð þig að sinni.
Hittumst heilir,
Bjarni Garðar Guðlaugsson.
ÞORODDUR TH.
SIGURÐSSON
+ Þóroddur Th.
Sigurðsson
verkfræðingur
fæddist á Patreks-
firði 11. október
1922. Hann lést á
Landspítalanum 14.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Andres Guðmunds-
son, skipstjóri og
bóndi þar, og Svan-
dís Árnadóttir, ætt-
uð frá Akranesi.
Systkini hans eru:
Árni, sem er látinn,
Sigurður, Ásta, Ingveldur, Guð-
mundur, sem er látinn, Guð-
ríður Soffía, Anna María, sem
er látin, Rögnvaldur __ Geir,
Svandís, sem er látin og Ásgeir
Hjálmar.
Þóroddur var stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
1943. Hann lauk prófi í verk-
fræði frá HÍ árið 1946 og prófi
í vélaverkfræði frá DTH í Kaup-
mannahöfn árið 1950. Hann
starfaði sem vatnsveitustjóri í
Reylqavík frá 1958 til 1993.
Hinn 12. ágúst 1949 kvæntist
Þóroddur Kristínu
Guðmundsdóttur
frá Harðbak á Mel-
rakkasléttu, f. 18.
júlí 1923. Börn
þeirra eru: 1) Mar-
grét, f. 1946, hag-
fræðingur. Maður
hennar er Jean-
Claude Piris, lög-
fræðingur. Börn
hennar: Mark,
fæddur 1981, og
Anna Soffía, fædd
1992. Þau eru bú-
sett í Brussel. 2)
Sigurður Andrés, f.
1951, lögfræðingur. Kona hans
er Kristín Högnadóttir hjúkr-
unarfræðingur. Börn þeirra:
Þóroddur, f. 1982, og Högni,
f. 1989. 3) Guðmundur, f. 1957,
verkfræðingur. Kona hans er
Halldóra Björnsdóttir, læknir.
Börn þeirra: Kristín, f. 1993,
og Björn, f. 1995. 4) Þóroddur
Ari, f. 1966, hagfræðingur.
Kona hans er Marinella Linda
Salientes, hagfræðingur. Þau
eru búsett í New York.
Útför Þórodds fór fram í
kyrrþey.
„Sá sem hefir fáar óskir, mun
fá þær uppfylltar. Sá, sem girnist
margt, missir af því. Þess vegna
ástundar hinn vitri einfeldni og
verður fýrirmynd allra. Hann býst
ekki í skart, þess vegna ljómar
hann. Heldur sér ekki fram og það
er ágæti hans. Hann er laus við
sjálfhælni og þess vegna er hann
vitur. Hann er laus við sjálfsþótta
og ber því af öðrum, og af því að
hann keppir ekki við aðra, getur
enginn keppt við hann.“ (Lao-Tse.)
Mér finnast þessar setningar eiga
svo vel við hann Þórodd bróður
minn, að ég get ekki látið hjá líða
að skreyta þessar fátæklegu línur,
sem mig langar að setja á blað um
hann. Systkinahópurinn á Geirseyri
við Patreksfjörð var stór, sex piltar
og sex stúlkur. Nú hefir fækkað í
þeim hópi, svo að ekki eru eftir
nema sex af tólf, þijár systur og
þrír bræður. Fyrir tæpum fjórum
mánuðum lézt Guðmundur bróðir
okkar, og nú Þóroddur.
Dauðinn er ætíð sár, þó hann sé
það eina, sem við vitum með vissu
að bíður okkar allra. Við dánarbeð
þjóta um hugann ýmsar minningar.
Hugurinn reikar til æskuáranna, ég
sé fyrir mér glaðan og stóran barna-
hóp í íþróttaleilqum. Þóroddur sveifl-
ar sér í stangarstökki og mikið var
ég hrifin og stolt af því, hve flinkur
hann var. Eða æfingamar okkar á
slánni, sem var í garðinum okkar.
Það er margs að minnast. Þóroddur
var góður bróðir, þó hann væri ekki
margmáll. Ég sé fyrir mér blárósótt-
an silkivasaklút, sem var jólagjöf frá
honum og gladdi mig mikið, þá litla
hnátu. Það var líka mikil hvatning
fyrir mig, þegar hann bað mig að
senda sér allar upplýsingar um
námsárangur minn í bamaskólan-
um, en þá dvaldi hann á Akureyri
við nám í menntaskólanum. Systk-
inahópurinn tvístraðist með ámnum,
eins og við var að búast. Sumir fóm
á SV-homið og aðrir til útlanda.
Makar bættust í hópinn svo og börn.
Lífsbaráttan var hafin. Þóroddur
hefir skilað glæsiiegu ævistarfi, sem
mun halda miningu hans lifandi um
ókomin ár. Hann var sívinnandi og
farsæll í starfi. Fyrir um það bil 25
ámm vomm við systkinin flest orðin
búsett á höfuðborgarsvæðinu og þá
bar fundum okkar oft saman. Við
hittumst alltaf um hátíðamar með
fjölskyldum okkar. Það vora góðar
stundir. Næst mun okkur þykja
komið stórt skarð í hópinn.
Lífsföranautur Þórodds, Kristín
Guðmundsdóttir, var honum til mik-
illar gæfu. Á þeirra heimili hefur
ætíð verið tekið glæsilega á móti
öllum, sem þar hafa komið. í veik-
indum Þórodds hefur hún staðið
eins og hetja við hlið hans og hefði
þó þurft að vera á tvennum víg-
stöðvum um tíma.
Öll vitum við að líf okkar tekur
enda, en um leið og einhver manni
náinn og kær er burt kallaður, finn-
ur maður fyrir tómarúmi og lífs-
myndin breytist. Sárastur er sökn-
uður eiginkonu, barna og barna-
barna. Guð veri með ykkur.
Guðríður.
Kær vinur og samverkamaður
er nú fallinn frá. Hugurinn fyllist
trega og því næst hefst upprifjun
á fjölda samverustunda í leik og
starfí. Þóroddur var svo leiftrandi
skemmtilegur í viðkynningu, þótt
ekki væri alltaf gefið eftir og hann
stæði fastur á sínu, allt eftir því
hvernig málefnin stóðu.
Suðurnesjamönnum reyndist það
mikið happ er Þóroddur var skipað-
ur í fyrstu stjóm Hitaveitu Suður-
nesja árið 1975. Uppbygging fyrir-
tækisins var að hefjast og i mörg
horn að líta fyrir stjórn fyrirtækis-
ins. Lifandi lærifaðir og ómetanleg
hjálparhella reyndist hann verk-
fræðingi hitaveitunnar, þá nýkomn-
um úr námi. Hafa verður það í
huga að á þessum tíma gengu menn
ekki í sjó reynslunanr um nýtingu
háhita til slíkra nota á Islandi.
Stjórnar fyrirtækisins, hönnuða og
starfsmanna beið því verðugt verk-
efni, sem tekist var á við af festu.
Svo hefur reyndar verið alla tíð,
því hjá hitaveitunni hefur ávallt
verið tími nýjunga og uppbygging-
ar. Notkun háhitans í iðnaði var
mikið áhugamál Þórodds og setti
hann mark sitt á stefnu fyrirtækis-
ins í þeim efnum. Þóroddur Th.
Sigurðsson stóð í fremstu röð þeirra
sem ruddu áðumefnda braut. Af
einstökum dugnaði og áhuga gaf
hann sig í verkefnið langt umfram
það sem hægt var að krefjast af
stjórnarmanni. Hæfni hans og
þekking nutu sín í hvívetna og
smituðu gjarnan út frá sér til ann-
arra þeirra er að verki komu. Fund-
ir urðu oft langir, ekki síst fyrir
það að hjá Þóroddi var ekkert til
sem hét hálfur skilningur, hann var
að svo lengi sem þurfti til að menn
næðu innihaldinu. Stundum voru
menn orðnir hálfdasaðir. En Þór-
oddur var kjölfesta ákvarðanatöku
verklegra framkvæmda og hefur
enginn orðið svikinn af. Hann var
einnig í samninganefndum við varn-
arliðið um kostnaðarþætti um upp-
byggingu hitaveitunnar og einnig
verðlagningu vatns. Þar tókst hon-
um vel upp og hefur fyrirtækið
notið sannfæringarkrafts hans og
hæfni við þá samninga.
Við hitaveitumenn nutum einnig
samskipta við Þórodd utan daglegs
erils. Kynnin af honum og ínu voru
öll á einn veg, ánægjuleg og gef-"*
andi. Löngu eftir að Þóroddur hætti
í stjórn Hitaveitu Suðumesja þótti
gott að leita hollráða hjá honum.
Það gaf einnig tækifæri til fleiri
samvemstunda með þeim hjónum
og fjölskyldu. Þær stundir em nú
þakkaðar af alhug sem og allt hans
uppbyggingarstarf.
Kæra ína. Fyrir hönd eldri sem
yngri stjómar- og samstarfsmanna
hjá Hitaveitu Suðurnesja, sem og
eiginkvenna, eru þér og fjölskyldu
færðar innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu góðs drera-;s.
Finnbogi Bjömsson, Júlíus
Jónsson, Albert Albertsson.
Þóroddur Th. Sigurðsson sundfé-
lagi okkar lést 14. júní sl.
Með honum sér 8-9 pottflokkur-
inn í Laugardal á bak traustum liðs-
manni til margra ára. En Þóroddur
og kona hans, Kristín Guðbjörg, eða
ína eins og við kölluðum hana, fylltu
þann flokk með mikilli og góðri
ástundan.
Voru þau hjón þar aufúsugestir
og lögðu sig fram um að taka þátt
í því selskapslífi, sem menningar-
starfsemi flokksins tilheyrir. En þar
til falla heimsóknir ýmsar, bæðiHPk
einkaheimili og starfsstöðvar fé-
lagsmanna.
Minnumst við nú slíkra stunda,
bæði heima hjá þeim Þóroddi og
Kristínu Guðbjörgu og í Heiðmörk
meðan Þóroddur var vatnsveitustjóri
í Reykjavík. En þar átti Þóroddur
þátt í að skapa ein sérstæðustu verk-
fræðilegu mannvirki, sem hér er að
fínna. En dælustöð Vatnsveitunnar
er sannkölluð álfaborg, svo dulúðug
er hún og samin af list inn í berg-
vegginn. Mátti finna að Þórodduí*-
var stoltur af ríki sínu þar efra.
í þessari hamraborg hélt Þórodd-
ur upp á sjötugsafmæli sitt að okk-
ur viðstöddum fyrir fjórum árum.
Var það ógleymanleg stund þeim
mikla fjölda sem þar var og mátti
þar sjá, hversu vinmargur hann var.
Þóroddur var stilltur maður í allri
framgöngu og yfirvegaður. Húmor-
inn var líka þeirrar ættar og var
athugasemdunum gjarnan svona
rennt fram góðlátlega en með
hnitmiðuðum árangri. Hann var sjór
af fróðleik og sér í lagi um ýmis
verkfræðileg efni.
Hann vissi og meira um stjóm-
mál, menn og málefni, en marga
granaði. Sagt var, að hann hefði*átt
mikinn hlut í myndun ríkisstjómar
frænda síns, Gunnars Thoroddsens.
En ekki vildi hann gera mikið úr
sínum hlut í því máli við okkur né
ræða sérstaklega, enda málið um-
deilt og pottflokkurinn auk þess
heldur ódæll í pólitík.
Að leiðarlokum kveðjum við Þór-
odd Thoroddsen Sigurðsson og ósk-
um honum góðrar vistar í hinum
eilífu sundlaugum fyrir austan sól
og sunnan mána, þar sem við tökum
öll upp þráðinn í fyllingu tímans.
Eftirlifandi ástvinum sendum við
samúðarkveðjur.
F.h. sundfélaganna.
Halldór Jónsson.^.
APÓTEK
AUSTURBÆJAR
Háteigsvegi 1
BREIÐHOLTS
APÓTEK
Álfabakka 12
eru opin tii kl. 22
—
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Apótek Austurbæjar