Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ „ÁHUGINN er geysilegnr, svo mik- ill að við vorum með tvö námskeið í forritun fyrir 10 til 14 ára krakka í síðustu viku auk eins fyrir yngri börn, 6 til 10 ára, í meiri grunn- þekkingu," segir Guðmundur Áma- son og bætir við að námskeiðin hafi verið skipuð ellefu og tólf strákum hvort. Engin stelpa? „Ekki í forrituninni. Einhverra hluta vegna virðist áhugi stúlkna vera minni, að minnsta kosti á þessu aldursskeiði. Á þessu sviði virðist vera talsverður munur á kynjunum. Mér hefur dottið í hug að það stafi af því að strákar hafa löngum ver- ið meira fyrir tæki og tól ýmis kon- ar og þeir líti í fyrstu á tölvur sem viðbót á því sviði. Smám saman læra þeir meira á tölvurnar og þar reynum við að koma til skjalana. Hvað eru eldri krakkarnir að gera? „Eins og nafnið bendir til, forrit- un, þá eru krakkamir að læra forrit- un. Þeir eru t.d. að læra að búa til leiki. Era mikið í leikjum og í raun miklu klárari heldur en við þeir fullorðnu á því sviði," segir Guð- mundur og heldur áfram: „Það sem við erum auk þessa að kenna þeim er meiri alhliða notkun á tölvunni og þeim möguleikum sem hún hefur upp á að bjóða. Að hugsa um harða diskinn, gæta þess að Ný kynslóð forritara Tölvuskóli Reykjavíkur hefur verið með námskeið í forritun fyrir böm og unglinga að undanfömu. Þátttaka hefur veríð geysi- góð og segir Guðmundur Ámason skóla- stjóri að með ólíkindum sé hversu mikla þekkingu sum bömin hafa, sérstaklega strákar á aldrinum 10 til 14 ára. Hafí kennaramir vart undan á stundum. Guðmundur Guðjónsson bað nafna sinn skólastjórann að segja örlítið frá gangi mála. hann fyllist ekki, passa sig á vírusum og að koma skipulagi á hlutina. Það er alltaf markaður fyrir forritunar- kennslu fyrir unglinga og til að gera námskeiðin enn skemmtilegri blönd- um við saman við kynningu og kennslu á Internetið..“ Að lesa og skrifa Guðmundur er spurður hvort að almenningur sé vel upplýstur um vaxandi vægi tölva og hversu æski- legt það er að þekkja hausinn og sporðinn á þeim tækjum. Hann seg- ir að aðalstarfssvið Tölvuskóla Reykjavíkur sé að kenna fólki á tölvur, hvort heldur er ritvinnslu, bókhald, almennt skrifstofuhald og margt fleira. Aðsókn hafi lengst af verið góð, en hefði dottið nokkuð niður samhliða niðursveiflu í efna- hagslífinu. í seinni tíð hefði áhugi vaknað á ný með batnandi um- hverfi og aukinni bjartsýni. „Áhug- inn er mikill og fólk er vel meðvitað um að það er orðið jafn mikilvægt að kunna á tölvur og það er að geta lesið og skrifað. Hver veit nema að innan tíðar verði allt les- efni inni í tölvunum. Auk þess hafa tölvur verið mikið að breytast í seinni tíð, þær eru vinalegri og þægilegri en áður og fólk er fljót- ara að ná tökum á þeim upp á eig- in spýtur.“ Lærði að skiljatölv- una betur DAGUR Eyjólfsson heitir 13 ára strákur. Hann hefur ný- lokið 8. bekk í Réttarholts- skóla. Heima hjá honum er tölva sem hann fékk virkileg- an áhuga á fyrir svona tveim- ur árum. Aður var hann í Breiðagerðisskóla, en þar voru engar tölvur í tíð hans þar. Dagur segist vera fljótur að læra þegar tölvur eru ann- ars vegar. A námskeiðinu lærði hann að búa til forrit. Það vefst þó fyrir honum að útskýra betur hvað fram fór á námskeiðinu, „þetta er erfið spurning,“ er það eina sem togast upp úr honum. Eftir nokkra íhugun svarar hann þó síðan hægt og varfærnis- lega að eftir standi að hann hafi lært að skilja betur tölv- una og nýta betur allt vinnu- svið hennar. Nú sé hinum efst í huga að læra enn meira, halda áfram að mennta sig á þessu sviði. Er Dagur er spurður hvort leiðin í eitthvert frekara nám sé greið, eða hvort einhver námskeið bíði innan seilingar fyrir dreng á hans reki með hans tölvukunnáttu, svarar hann: „Nei, það er ekkert. Fyrst um sinn verð ég að sitja einn yfir tölvunni heima og læra sjálfur á hana.“ mmm aópftn ftSTÆP «r Smelltu þér á miðvikudaginn. vikan frá aðeins Kr. 34,500 á mann Barnaafsláttur að 16 ára! Airline o( the Year 94/95 RATVÍS Hamraborg 10 - S. 564 1522 V/SA mmaasaasm Blað allra landsmanna! -kjarm malsms! Með algjöra tölvudellu Helgi Bjarnason er 13 ára strákur úr Arbænum. Nem- andi í Árbæjar- skóla. Það er ekki nema ár síðan að hann fór að fikra sig áfram í leynd- ardómum tölvunn- ar. Þau tímamót í lífi hans urðu þeg- ar fjölskyldan tók sig til og keypti tölvu inn á heimil- ið. Helgi var á for- ritunarnámskeiði í Tölvu- skóla Reylgavíkur á dögun- um. „Það er ár síðan að ég byij- aði á tölvunni heima. Fyrst fiktaði ég sjálfur og lærði svo af strákum. Ég fékk fljótt algjöra tölvudellu,“ segir Helgi, en hvað segir hann um námskeiðið, hvaða gagn hafði hann af því? „Okkur var kennt að for- rita. Það er m.a. fólgið í því að setja upp vissa takta, for- rita þá svo að þeir virki þegar smellt er á þá. Það var margt þarna sem ég þekkti ekki áður og ég fékk meiri alhliða þekk- ingu á tölvunni og hvernig hún virkar. Þá fengum við kennslu í að búa til skrár í Windows. Það var síðan að- eins komið inn á Alnetið. Ég hef að- eins verið að kíkja á það. Það er heill frumskógur, en jafn framt stærsta alfræðibók í heimi. Ég reikna með því að fikra mig meira áfram þar í náinni framtíð," segir Helgi. Kann hann einhverjar skýringar á því hvers vegna stelpur deila ekki tölvuáhuga strákanna? „Nei, eiginlega ekki.“ Finnst ykkur það ekki verra að þær séu ekki í þessu með ykkur? „Það væri ágætt ef stelpur hefðu líka áhuga á tölvum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.