Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 56
varða ■■■■■■ víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sprautunálar finnast oft á leik- svæðum barna Skýrar leiðbeiningar um meðferð nálanna skortir, að mati barnaslysavarnafulltrúa TILFINNANLEGA skortir hér á landi leiðbeiningar frá heilbrigð- isyfirvöldum um það hvernig fólk, börn jafnt sem fullorðnir, eigi að umgangast sprautunálar, sem finnast á víðavangi, að mati Herdísar; Storgaard barna- slysavarnafulltrúa. Herdís segir að börn finni iðulega sprautunálar, bæði notaðar og nýjar, á berangri og algengt sé að þær finnist á leiksvæðum þeirra, faldar í sandi eða annars staðar innan vallanna. Hún segir að í ljósi þess raun- veruleika að hér á landi séu til sprautufíklar rétt eins og annars staðar, sé nauðsynlegt fyrir heil- brigðisyfirvöld að bregðast við með því að leiðbeina fólki um meðferð slíkra tóla enda geti þau haft í för með sér alvarlega smit- og sýkingarhættu. „Við þurfum að fá að vita hvernig við eigum að taka þess- ar sprautur upp og hvað við eig- um að gera við þetta. Það er engin lausn að henda þessum sprautum í ruslafötuna því þá getur bara einhver annar komið og stungið sig á þessu,“ segir Herdís. Sjö ára drengir stungu sig Tveir sjö ára drengir stungu sig á fimmtudagskvöld á notaðri sprautunál, sem þeir fundu nærri heimilum sínum í Kópavogi. Sævar Halldórsson, barnalæknir á barnadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur, segir að stungusár hafi ekki verið greinileg en gera verði ráð fyrir að nálin hafi komist inn fyrir húð drengjanna. Sævar segir að í tilvikum sem þessum megi helst óttast að við- komandi hafi smitast af lifrar- bólguvírus, en lifrarbólga getur verið lífshættuleg. Hann telur heldur ekki hægt að útiloka að HlV-veiran smitist af sprautu- nálum. Aldrei of varlega farið Blóðprufur voru teknar af drengjunum en síðan verður fylgst með því hvort mótefni myndast, t.d. gegn lifrarbólgu. Sævar segir að nokkur tími þurfi að líða áður en hægt sé að úti- loka lifrarbólgusmit. Sævar segir aldrei of varlega farið í umgengni við notaðar sprautur og hvetur hann for- eldra að brýna fyrir börnum sín- um að snerta ekki sprautur eða nálar sem kunna að finnast á víðavangi. Herdís segir mikilvægt að hrinda umræðu af stað um þessi mál til að vekja foreldra til vit- undar um alvarleikann, sem þessu getur fylgt, þannig að þeir geti síðan frætt börnin sín. Ekki síður væri alvarlegt þegar fólk væri að kafa í ruslakassa og tunnur, leitandi að flöskum eða einhvetju nýtanlegu. Það væri stórhættulegt enda gætu notaðar sprautunálar leynst alls staðar. ftflsptegni Morgunblaðið/Golli SVIFIÐ UM SUNDIN Sements- sala eykst um 16% ■0. .§ALA á sementi jókst um 16% á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Stjórnendur Sementsverksmiðjunnar áætluðu í upphafi þessa árs að se- mentssala á árinu yrði 11,5% meiri en í fyrra, en mikil sala á fyrstu mánuðum ársins bendir til þess að salan í ár geti orðið nokkru meiri en áætlanir gera ráð fyrir, samkvæmt Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Sóknarfæri fyrir íslensk fyrirtæki á sviði orkumála könnuð Möguleikar taldir á verk- efnum í Mið-Ameríku SÓKNARFÆRI í Mið-Ameríku eru töluverð fyr- ir íslensk fyrirtæki á sviði raforkumála að mati Eiríks Briem, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Rafmagnsveitna ríkisins. Eiríkur er nýkominn úr kynnisferð til Haítí og Dóminíska lýðveldisins ásamt Kristjáni Jónssyni Rafmagnsveitustjóra. Eiríkur segir að íslensku orkufyrirtækin ættu að huga betur að verkefnaútflutningi líkt og allar stærstu orkuveitur Norðurlanda geri. Alþjóðlegt fjármagn tjl landanna Eiríkur segir sambönd við frammámenn í lönd- unum tveimur hafa komist á að tilstuðlan Pét- urs Guðjónssonar ráðgjafa _sem vel þekki til mála í þessum heimshluta. I Port au Prince á Haítí hafi þeir Kristján hitt iðnaðar- og viðskipta- ráðherra og orkuráðherra landsins og hafi þeir verið mjög áhugasamir. Þá hafi þeir heimsótt sendiráð ESB á Haítí og hitt þar yfirmann orku- mála. Hann hafi sýnt mikinn áhuga og gefið vilyrði fyrir upplýsingum og aðstoð þegar fram í sækti. Eiríkur segir pólitískt ástand á Haítí nú sæmi- lega stöðugt og þangað streymi alþjóðlegt fjár- magn, m.a. frá Sameinuðu þjóðunum, Evrópu- sambandinu, Alþjóðabankanum og Ameríska þróunarbankanum. „Við vorum að kynna okkur möguleika á að íslendingar, hugsanlega í samvinnu við aðra, komist inn í verkefni í þessum löndum. Við höf- um hugsað okkur að RARIK og aðrar veitur hefðu yfirumsjón og stjórnun með þeim en reyndu jafnframt að greiða fyrir að íslenskar verkfræðistofur fengju verkefni. Þessir fyrstu fundir voru til að kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi,“ sagði Eiríkur. 200 milljóna kr. verkefni í Eistlandi Eiríkur segir ástand orkumála ekki alveg eins bágborið í Dóminíska lýðveldinu og á Haítí. Hins vegar sé flutningur og dreifing í molum í báðum löndum og ekki síst hin viðskiptalega hlið rekstrarins. Þar telur Eiríkur að að íslensk- ir aðilar geti veitt ráðgjöf og hjálpað verulega til. Eiríkur segir að nú séu menn að reyna að opna augun fyrir möguleikum til verkefnaút- flutnings. RARIK sé t.d. samstarfsaðili að verk- efni í Eistlandi með Landsvirkjun, Vattenfall í Svíþjóð og rafveitum í Eistlandi og Lettlandi. Þijár íslenskar verkfræðistofur verða undirverk- takar í verkefninu, Línuhönnun, Afl og Atorka. Nú liggi umsókn hjá Evrópusambandinu upp á 200 milljóna króna styrk til verkefnisins og segist Eiríkur bjartsýnn á að það komist á. Hann telur það vera fyrsta íslenska útflutnings- verkefnið á sviði raforku, nokkur verkefni á sviði hitaveitu séu hins vegar þegar í gangi. Ekki síður mikilvægt að selja þekkingu Eiríkur segir ekki síður skynsamlegt að reyna að selja þá þekkingu sem til er á sviði orku- mála en að fá erlend stóriðjufyrirtæki hingað til lands. Á þessum markaði sé gríðarleg velta og miklir möguleikar sem reyna eigi að nýta. Hann telur æskilegt að fá norræna aðila til sam- starfs, enda standi allar stærstu orkuveitur Norð- urlanda í verulegum verkefnaútflutningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.