Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA SOFFÍA ÞORGILSDÓTTIR + Helga Soffía Þorgilsdóttir var fædd í Knarrar- höfn í Hvammssveit, Dalasýslu, 19. nóv- ember 1896. Hún andaðist á Drop- laugarstöðum í Reykjavík 11. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Þorgils Frið- riksson, bóndi og kennari, f. 12. ágúst 1860, d. 29. janúar 1953, og Halldóra Ingibjörg Sig- mundsdóttir, f. 30. apríl 1866, d. 28. september 1909. Systkini Helgu voru Friðjón Ágúst, dó tæpra 6 ára, Steinunn, hús- freyja á Breiðabólsstað, gift Þórði Kristjánssyni, Sigmund- ur, skólastjóri undir Eyjafjöll- um, kvæntur Björgu Jónsdótt- ur, Egill, skipstjóri á Trölla- fossi, kvæntur Sigríði Guð- mundsdóttur, Friðjón Hjörleif- ur, dó við laganám í Háskólan- um, Ari, fulltrúi hjá Pósti og síma, kvæntur Helgu Jónsdótt- ur, Friðrik Helgi, dó ársgam- all, Þórhallur, bókavörður og kennari í Reykjavík, kvæntur Bergþóru Einarsdóttur, Sigríð- ur, húsfreyja, gift Inga Krist- manns í Reykjavík, Kjartan, kennarí, Jóhannes, ldæðskeri, Kristján, dó við menntaskóla- nám á Ákureyri. Yngsta systir- in, Fríða, er nú ein á lífi af 14 systkinum. Helga ólst upp í foreldrahús- um, en fór ung að heiman til náms. Hún lauk kennaraprófi 1919, sótti handavinnu- og teikninámskeið í Kaupmanna- höfn 1927 og kennaranámskeið í Vadstena í Svíþjóð 1935. Hún starfaði sem kennarí í Ftfótshlíð 1919-21, var heimiliskenn- ari í Bjarnanesi í Hornafirði 1921-22, starfaði við baðvörslu í Mið- bæjarskóla Reykja- víkur 1922-23 og kenndi við barna- skólann á Stokks- eyri 1923-24. Helga var skóla- stjóri barnaskólans á Húsatóftum á Skeiðum 1924-30 og kennari við Miðbæjarskólann 1939-46 og Melaskólann 1946, yfirkenn- ari frá 1947 til starfsloka. Hinn 16. júní 1946 giftist Helga Þorsteini Arnóri Arnórs- syni, skipstjóra og síðar starfs- manni Útvegsbankans. Hann var ekkjumaður og átti fímm börn. Gekk Helga þeim í móð- urstað. Tvö þeirra eru nú látin, Hulda og Þórður, en þijú eru á lífi: Valmundur, fv. skipstjóri, Valgerður, húsfreyja í Reykja- vik og Gunnfínna Green, hús- freyja, búsett í New York. Þor- steinn andaðist 3. janúar 1962. Helga starfaði mikið að fé- lagsmálum bæði fyrir vestan og í Reykjavík. Hún var um langt árabil í stjóm kvenfélags Hvita- bandsins og í sjúkrahúsráði í fjögur ár. Helga var sæmd ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu árið 1976. Útför Helgu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 24. júní, og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður, SVAVARSGUÐBRANDSSONAR rafvirkja, Espigerði 4, Reykjavík. Ragnhildur Óskarsdóttir, Svavar Geir Svavarsson. t Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns og föður, PÉTURS ÞÓRÐAR INGJALDSSONAR fv. prófasts. Guðs blessun fylgi okkur öllum. Dómhildur Jónsdóttir, Pétur Ingjaldur Pétursson, Jón Hallur Pétursson og fjölskylda. t Hjartansþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRIS G. ÓLAFSSONAR bifreiðastjóra. Stefanía Guðmundsdóttir, Þórey S. Þórisdóttir, Ólafur Geir Jóhannesson, Klara Rut, Snævar Örn, Bergsteinn Ingi, systkini og aðrir aðstandendur. Kynni okkar Helgu Þorgilsdótt- ur hófust stuttu áður en við Þor- steinn hófum búskap. Kynnin þró- uðust og urðu að djúpri vináttu og áttum við margar góðar stundir saman þar sem tekið var á ýmsum málum. Oftar en ekki barst talið að réttindmálum kvenna og var gott að fá að njóta reynslu henn- ar. Man ég sérstaklega eftir í því sambandi að eitt sinn var ég afar reið vegna þess að bankinn minn neitaði mér um lán og fannst ekki tekið tillit til mín sem sjálfstæðs einstaklings sem aflaði tekna. Ég sagði Helgu frá þessu og sagðist hafa sagt upp viðskiptunum. Taldi hún að ég hefði gert rétt og hvatti mig til þess að standa á því að mér bæri sama þjónusta og aðrir sem hefðu ámóta tryggingu af launum sínum án tillits til hjúskap- arstöðu. Síðan sagði hún mér frá viðskiptum sínum við bankakerfið þegar hún einhleyp konan ákvað að byggja sér hús fyrr á öldinni. Þá ætlaði kerfið að neita henni um fyrirgreiðslu vegna þess að hún væri kona. Hún krafðist þess að fá sömu þjónustu og aðrir kennar- ar nytu. Eg sá í anda hvernig hún hæglát og smávaxin setti fram sín- ar kröfur og fékk þeim framgengt með vitsmunina, rökin og seigluna að vopni. Jafnframt gerði ég mér grein fyrir því að það voru einmitt konur eins og hún sem ruddu fyrir okkur hinar yngri brautina og gerði það að verkum að við vorum þegar allt kom til alls komnar mun lengra áleiðis. Helga var þannig að einhvern veginn var maður alltaf að læra af henni án þess þó að finnast hún vera að kenna. Henni var lagið að gera þetta á afar jákvæðan hátt þannig að hún lagði áherslu á það sem vel var gert fremur en að vanda um og það fordæmi sem hún gaf var og er líklegt til farsældar. Þegar hún leysti upp heimilið og flutti á Droplaugarstaði bauð hún mér að velja einhveija hluti til minningar. Valdi ég tvo hluti sem mér þóttu dæmigerðir fyrir hana, tröppu og níðþunga steikarp- önnu úr potti. Tröppuna valdi ég vegna þess að mér fannst hún lýsa svo vel viðhorfi sem einkenndi hana, til þess að ná hærra þarf að nýta vitsmunina og afla sér undir- stöðu. Á pönnunni hafði hún hins vegar skömmu áður steikt handa mér físk. Reyndar hélt ég á þeim tíma að það væri ég sem væri að aðstoða hana, en Helgu fannst allt- af betra að gefa en þiggja. Hún var þá orðin mjög farin að líkam- legai afli, en viljinn var með fullum þrótti. Enn þann dag í dag get ég ekki skilið hvernig hún kom pönn- unni upp á eldavélina, en þar kraumaði þó fiskurinn þegar ég kom að. Mér lærðist að þó verkið virðist þungt og jafnvel óyfirstíg- anlegt er ekki víst að það sé ófram- kvæmanlegt ef vilji og vit eru fyr- ir hendi. Helga var góð vinkona, amma og langamma og það var einstak- lega gott að eiga hana að. Að telj- ast til hennar fólks var dýrmætt. Enn dýrmætara er þó að eiga þann sjóð sem minningarnar eru og vita að í þeim leynast leiðbeiningar sem gott getur verið að grípa til þegar á þarf að halda. Einlæg virðing, væntumþykja og þökk eru kveðja mín er leiðir skiljast. Martha Á. Hjálmarsdóttir. Lof sé þér um ár og öld, mikli Drottinn dýrðarinnar, dýrðar vil ég minnast þinnar. Þér sé vegsemd þúsundfóld. Þannig byrjar síra Valdimar Bri- em einn sinna fögru sálma. Elsku- legi barnakennarinn minn hefur kvatt vorn heim eftir eina öld, í fátt fáum mánuðum. Það var hún Helga kennari, eins og hún oftast var kölluð, sem sat við rúm sálmaskáldsins Valdimars Briem á Stóranúpi, þegar hann var að deyja. Hún var hjá honum hina síðustu stund, að ósk hans. Helga kom sem skólastjóri og eini bamakennari á Skeiðum 1924. Kennt var í þinghúsi á Húsatóftum. Skólinn stóð frá 3. okt. til apríl- loka. Tilhlökkun mín var mikil, að ganga í skólann. Helga Þorgilsdóttir, skólastjóri, heilsaði okkur börnunum broshýr og vingjarnleg. Ég man hana best í kennslustofunni. Hún var ekki há, mjög grönn, hátt enni, falleg, stór gráblá augu, stóð birta af svipnum. Hún hafði dökkjarpt hár, þykkt sterkt, dálítið bylgjað og fór vel. Hún bar mikinn persónuleika. Hún vakti áhuga nemenda sinna á nám- inu. Hún lét mig lesa upp kvæði á barnaskemmtunum. Hún var ávallt uppörvandi til framfarar. Hún átti langt á aldur fram mikið innra sól- skin. Rödd hennar var fremur veik en málfar skýrt. Hún skipti börnunum í tvær deildir. Þetta var tilhlökkunarskóli. Hálfa viku hlökkuðum við til að fara næst í skólann og í næstu viku að vera heima. Börn komu tíu ára gömul í skólann, áttu að vera læs. Frú Helga komst áreiðanlega yfir allt tilskilið námsefni í þessum sjö mánaða skóla. Mikið var lært af sálmum og kvæðum líka. Helga gaf oft forskrift. Hún hafði skýra dráttfagra hönd. Ég man það úr kristnifræðitíma, að kennarinn sagði: „Minnist þess, að skyldur kristins manns eru óendanlegar.“ Helga skólastjóri bauð öllum skólabörnunum á jólaskemmtun. Hún kostaði það ein. Tilhlökkun okkar var mikil. Mannhæðarhátt, grænt, lifandi jólatré stóð á miðju gólfi í skólastofunni. Jólaskraut og litlar kröfur voru á trénu og mörg marglit kerti í klemmum prýddu tréð. Okkur þótti mikil ljósadýrð, þegar kveikt var á öllum kertunum. Ég man hvað augu barnanna ljóm- uðu við kertaljósin. Gengið var í kringum tréð og sungnir jóla- og nýárssálmar, sem allir kunnu. Svo fengu börnin sælgæti úr körfunum. Allra síðast sitt eplið hvert. Hjá mörgum var það eina jólaeplið sem þau fengu. Þannig jólaskemmtun hélt hún börnunum á hveiju ári, meðan hún var á Skeiðum. Systurnar Helga og Steinunn gáfu saman út ljóðabók seint á ævi. Bók þessi heitir: „Úr handrað- anum“. Hugljúf og falleg kvæði, vel gerð. Helga varð kennari og síðan yfírkennari í Reykjavík. Á þeim tíma giftist hún Þorsteini Am- órssyni, skipstjóra frá ísafirði. Börn hans frá fyrra hjónabandi voru upp- komin og farin að heiman, nema tvær dætur, önnur, Valgerður, 15 ára, hin, Guðfinna Sesselja, þá ófermd. Helga gekk þeim í móður- stað. Önnur systranna, frú Valgerður Þorsteinsdóttir, gat þess að þegar hún hugsar til sjúpu sinnar, kemur henni í hug tilvitnun, er hún notaði í ávarpi á fjölmennu skátamóti fyr- TÖLUVERÐUR fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morgunblað- inu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og greinar birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin tilmæli Morgunblaðs- ins til greinahöfunda, að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili eða að hámarki 6.000 tölvuslögum. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá gengin. Ákjósanlegast er að fá greinamar jafnframt sendar á disklingi, þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word- Perfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka. Merkið disklingana vel og óskið eftir endursendingu. Ritstj. ir allmörgum ámm: „Að skila heim- inum betri en við tökum við hon- um.“ Það finnst frú Valgerði eiga vel við Helgu stjúpu sína. Frú Helga var ekki síðri húsmóðir en kennari. Frú Valgerður veitti Helgu stjúpu sinni mikla umhyggju á hennar síð- ustu dögum og hélt í hönd hennar þegar hún dó. Jólaljósin sem kennarinn gaf okkur skólabörnum sínum fylgja okkur alla ævi í fagurri minningu. Að lokum skal vitnað í jólasöng, sem Helga orti fyrir börn. Viðlagið er: Gleðileg jól! hljómar í kotum og höllum. Himnanna Guð veitir öllum Gleðileg jól! Við komum hér saman að syngja um þig, sem sólina og lífíð gefur, sem bömin þín yfir bemskustíg blessað og verndað hefur. Þú lætur englana annast mig um óttu’ er jörðin sefur. Hún var mannlífs geisli. Lifi hún nú í ríki ljóssins og him- insins í gleði Guðs og friði. Samúðarkveðja, Rósa B. Blöndals. Haustið 1952 gerðist ég kennari við Melaskóla og hafði þá nýlokið kennaraprófi. Mér var falið að kenna 12 ára bömum en yfirkenn- arinn, Helga S. Þorgilsdóttir, kenndi nokkra tíma á viku í bekkn- um. Seinna tók ég við skólastjórn meðan hún enn var þar yfirkenn- ari. Þannig atvikaðist það að hún leiðbeindi mér og studdi fyrstu skrefin á kennslubrautinni og ekki síður naut ég reynslu hennar, ljúf- mennsku og hollra ráða eftir að ég varð skólastjóri. Þetta vil ég þakka sérstaklega nú að leiðarlokum. Helga tók kennarapróf 1919 og sótti síðar handavinnu- og teikni- námskeið í Kaupmannahöfn og enn- fremur kennaranámskeið í Vadst- ena í Svíþjóð. Kennsluferil sinn hóf hún sem farkennari í sveit, kenndi í sjávarþorpi og stjórnaði skóla um 6 ára skeið í Húsatóftum á Skeiðum (nú Brautarholtsskóli). Haustið 1930 fluttist Helga til Reykjavíkur og kenndi við Miðbæjarskólann þar til hún gerðist yfirkennari við Mela- skóla er hann tók til starfa í októ- ber 1946. Því starfi gegndi hún í 20 ár. Helga hafði því víðfeðma þekk- ingu og fjölþætta reynslu af skóla- starfi er hún kom að Melaskóla. Hún var dugmikil, samviskusöm og farsæl í störfum. Hún var ákaflega næm og glögg á menn og málefni og þeir hæfileikar nýttust vel í vandasömum störfum yfirkennar- ans. Eftir að Helga lét af störfum sem yfirkennari vann hún í nokkur ár á bókasafni skólans. Þar sem annars staðar naut hún sín vel. Hún lagði sig fram um að glæða áhuga barn- anna á bókum og leiðbeindi þeim um val á lestrarefni. Sjálf hafði hún yndi af lestri góðra bóka og var mjög vel ritfær og skáldmælt. Þess nutum við samstarfsmenn hennar oft á gleðistundum. Árið 1973 kom út bókin „Úr handraðanum" - ljóð og stökur - eftir systurnar Helgu og Steinunni Þorgilsdætur. Þar er að finna ljóðið „Nútímamaðurinn“ eftir Helgu sem endar á þessum ljóðlínum: Það verður að lokum þinn lífsins fengur að lifa sem gðður drengur. Hér setur Helga fram lífsviðhorf sitt í stuttu en skýru máli. Þeirri lífsskoðun sinni var hún ætíð trú. Að lokum eru Helgu, yfirkenn- ara, færðar alúðarþakkir fyrir störf sín í Melaskóla og þann hlýhug sem hún bar til stofnunarinnar alla tíð. Aðstandendum öllum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðar- kveðjur við fráfall óvenju dugmikill- ar og merkrar konu. Ingi Kristinsson. • Fleiri minningargreinar um Helgu Soffíu Þorgilsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.