Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ GOÐRARVONARHOFÐI - TROLLASKAGI- l.áfangi Suður-AMka lögð að velll Hjónin Friðrik Már Jónsson og Bima Hauksdóttir em nú á ævin- týralegu ferðalagi með börnum sínum þremur, Andra Fannari, Stefáni Hauki og Rannveigu. Eftir langa dvöl og störf í Namib- íu, lögðu þau leið sína til syðsta odda Afríku, Góðrarvonarhöfða, og þaðan á að aka sem leið ligg- ur á Tröllaskaga jeppa þeirra hjóna. Er gert ráð fyrir að ferð- inni ljúki einhvem tíma í sumar- lok. Fjölskyldan mun skrifa ferðalýsinguna fyrir Morgun- blaðið, og hér segir frá fyrsta áfanganum á þessari löngu för. VIÐ LÖGÐUM í hann kl. 5 að morgni frá Swakopmund eftir höfðinglegan morgun- mat hjá hjónunum Stefáni og Helgu. Er við snerum rassinum í Swakop og héldum inn í eyðimörk- ina minnti veðrið á Reykjavík á slæmum sumardegi, kaldur vindur blés inn frá Atlantshafinu og ömur- Ieikinn lá yfír bænum. Ekki höfðum við keyrt nema í um klukkutíma þegar komin var svækjuhiti og loft- kælingin hafði tekið við af miðstöð- inni. Eftir því sem við klifum hærra inn í eyðimörkina og hitastigið óx, minnkaði krafturinn í bílnum. Veg- urinn var í frekar bágu ásigkomu- lagi, það ásamt um 1.000 kg hleðslu gaf ekki möguleika á miklum hrað- akstri. Það varð fljótlega ljóst að við myndum ekki ná til Suður-Afr- íku á einum degi, eins og ætlunin var í upphafi. I stað þess keyrðum við til Keetmannshoop, sem er í um 200 km fjarðlægð frá landamærun- um og þar var slegið upp fyrstu tjaldbúðum ferðarinnar. Ógleymanleg eyðimörk Ferðin suður Namib-eyðimörkina var ógleymanleg. Þegar sandöldun- um sleppti tók við stórbrotið lands- lag, fjöllótt og alsett gljúfrum og uppþomuðum árfarvegum. Mikið af strútum var við veginn og ein- staka antilópa (oryx) var einnig sjá- anleg, en yfirleitt tóku þær á rás er þær sáu bílinn nálgast. Fyrir þá sem áhuga hafa á skuggalegri hlið- um dýralífsins, hlýtur Namib-eyði- mörkin að vera hrein paradís. Gnægð er þar af baneitruðum snák- um og sporðdrekum, alls konar eðl- um og fleiri miður skemmtilegum skorkvikindum. Sem betur fer komumst við ekki í nána snertingu við þessi kvikindi, nema ef vera kynni að eitthvað af þeim hafi kramist undir 33“ BF Goodrich-hjólbörðunum. Benda má á að í suðurjaðri Namib er hið stór- brotna „Fish River Canyon“, sem mun vera næststærsta gljúfur í heimi, á eftir hinu ameríska „Grand Canyon". Fátt bar til tíðinda frá landamær- um Suður-Afríku og Namibíu til Höfðaborgar. Við tjölduðum í krummaskuði, sem heitir Van Rhynsdorp, eða þorpið hans Van Rhyns. Þar fengum við upplýsingar um gott tjaldstæði í norðurhluta Höfðaborgar. Leiðbeiningarnar sem við fengum miðuðu að því að við kæmumst á leiðarenda án þess að þurfa að fara um neitt af skugga- legri hverfum borgarinnar, en eins og sönnum sveitamönnum sæmir rammvilltumst við í borginni og þegar við loks skröltum inn á tjald- stæðið höfðum við þrætt flestöll „slummin“ sem fyrirfinnast í Höfðaborg. íslensk verslunarmannahelgi Við vorum á þessu tjaldstæði í 3 nætur og má segja að þetta hafi verið eins og íslensk verslunar- mannahelgi. Mígandi rigning og kuldi. Þegar ég kom úr bænum einn daginn með Rannveigu og Stefán mætti okkur kostuleg sjón. Þar stóðu Birna og Andri í regnkápum og voru að grilla. Birna sagði að þau væru í útilegu og það fylgdi útilegum að grilla og þýddi ekkert að Iáta smá úða hafa áhrif á sig. Ekki er ég viss um að hinir tjald- búðagestimir, sem allir voru inni í sínum hústjöldum, hafi verið sam- mála þessu. Þegar við vöknuðum að morgni þriðja dags í Höfðaborg, kl. 5 að morgni, við bænasöngl múslima nokkurs sem tónaði ofan af þaki stutt frá (hann tónaði á hveijum morgni), ákváðum við að fara í vín- leiðangur. Enginn getur sagst hafa farið til Höfðaborgar nema hann fari í vínsmökkunarferð til Stellen- bosh eða Paarl. Við eyddum einum fögrum degi (engin rigning) í að þræða ýmsa vínbúgarða Stellen- bosh. Vínrækt er stunduð í Cape samkvæmt franskri hefð, en það voru eimmitt franskir Hugenottar sem kenndu Suður-Afríkumönnum að brugga mjöðinn fyrir um 300 árum. Suður-afrísk vín eru talin mjög góð og gerðum við þeim góð skil þennan dag. Maður rennir upp- að einhveijum búgarðinum, borgar nokkrar krónur og smakkar svo ýmsar gerðir og árganga fram- leiðslunnar. Það er um að gera að vera nógu spekingslegur á svipinn, þefa af glundrinu, dreypa á því og horfa dreyminn út í loftið. Sannir vín- smakkarar spýta gjarna víninu út úr sér og dreypa á vatni á milli tegunda. Þetta fannst okkur hin mesta firra og allt fór þetta á rétt- an stað niður í maga. Enda kom á daginn að eftir þriðju stoppistöðina vorum við orðnir ansi reikul í spori og fannst þá fararstjóra dagsins, Birnu, mál til komið að hafa okkur heim. Það mun víst vera algengt að menn keyri drukknir í Suður- Afríku, enda er umferðarmenningin þar vart á færi allsgáðra. Það kom líka á daginn að aldrei hefur okkur gengið betur að keyra í Höfðaborg, þar sem hnefarétturinn gildir í umferðinni, en einmitt þennan dag. Fjórða morguninn sem við vökn- uðum upp við múslímskt bænasöngl og rigningu, gáfumst við upp og bönkuðum upp á hjá kunningjum okkar Birnu í Hout Bay, sem er lítið þorp í útjaðri borgarinnar. Þá fyrst fórum við að kanna borgina og þvílíkur staður. Borgin fagra Höfðaborg er einstaklega falleg og skemmtileg borg. Hún er ásamt San Fransisco talin af mörgum „fegurst borga vesturheims". Olíkt öðrum borgum Suður-Afríku er andrúmsloftið þar afslappað og ferðamenn geta verið öruggir um sig, svo fremri sem þeir álpast ekki inn í svörtu hverfin, en þar eru rán og ofbeldi hluti af hinu daglega lífi. Borgin sjálf er iðandi af lífi og næturlíf er þar fjörugt, en áhuga- verðasti staðurinn er án efa „Victor- ia and Alfred Waterfront". Þetta er hafnarsvæði Höfðaborgar, þar sem ægir saman veitingahúsum, pöbbum, listamiðstöðum og skemmtilegum verslunum. Þar er einnig hið stórfenglega sædýrasafn „Two ocean world“, sem er vel þess virði að eyða 2-3 tímum í. Eftir á er tilvalið að fá sér hress- ingu í „the pump room“, sem er pöbb/veitingastaður við hlið sæ- dýrasafnsins. Þetta er dælustöð sem byggð var undir dælur þurrdokkar- innar, sem var á sínum tíma (upp úr aldamótum) sú stærsta í heimi. Maður sötrar í sig bjórinn innan um allan gamla vélarbúnaðinn, en dælur þær sem dæla úr og í þurr- dokkina eru í kjallara hússins. Þarna er einnig í boði lifandi tón- list. Fyrir um 300 krónur er hægt að fara hálftíma siglingu um hafn- arsvæðið en best fannst mér að sitja á einhveijum hinna fjölmörgu úti- kaffihúsa, njóta veðurblíðunnar og hins ágæta suður-afríska rauðvíns og virða fyrir mér mannlífið. Hið mjög svo fræga Table Mountain (Borðfjall) gnæfir yfir borginni í suðri, það mun vera um 1.100 m á RANNVEIG og Stefón ó svölunum á vitahúsinu ó Góórarvonarhöfóa, upphafi ferðarinnar. Þar sjóst greinilega litaskilin ó Indlandshafinu og Atlantshafinu bak við þau. hæð og 3 km á breidd. Við tókum okkur far með klif- feiju upp á topp og áður en haldið var upp sagði feijustjórinn okkur að kláfurinn hefði verið byggður árið 1929 og síðan hafi hann flutt 11 milljónir manns á toppinn án áfalla. Ég gaf lítið fyrir þessa töl- fræði og Birna og Andri ennþá minna því þau urðu eftir niðri. Síð- ustu hundrað metrarnir eru ansi skuggalegir því þá klífur kláfurinn lóðrétt upp með klettaveggnum. Ég var orðinn ansi fölur, en það var ekki hægt að sjá annað en Stefán og Rannveig skemmtu sér kostu- lega. Þegar upp er komið er útsýn- ið yfir borgina stórfenglegt. Þar eru útsýnispallar og veitinga- staður. Sniðugt er að taka kláf upp á fjall seinnipart dags, snæða þar kvöldverð á veitingastaðnum og fylgjast með sólsetrinu og hvernig ljós borgarinnar kvikna eitt af öðru, taka síðan síðasta kláfinn niður kl. 10 að kvöldi. í rósmarkinu Eftir sex daga í Höfðaborg var kominn tími til að koma sér á rás- markið, Góðravonarhöfða. Frá Hout Bay til Góðravonarhöfða er keyrt eftir vegi sem kallast „Chapmanns Peak Drive“. Hann var höggvinn í fjallið af ítölskum stríðsföngum í seinni heimsstyijöldinni. Vegurinn er frekar mjór og hangir í þverhníp- inu. Þennan veg, eins og reyndar flesta vegi aðra, aka Suður-Afrík- anar á seinna hundraðinu, en við fórum þetta með hraða snigilsins, enda vorum við komin með dágóða lest af pirruðum bílstjórum á eftir okkur. A Góðravonarhöfða skoðuð- um við gamla vitann þar sem mað- ur sér bæði yfir Indlandshaf og Atlantshaf, tókum nokkrar myndir af bíl og fólki, til sönnunar þess hversu sunnarlega leiðangurinn hafði náð og héldum síðan af stað í austurátt. Að komast út úr Höfðaborg á N2 hraðbrautina, sem liggur austur með ströndinni, er ekki heiglum hent. Þegar um er að ræða síðdegis- umferðina og haft er í huga að bíl- stjórinn okkar er alinn upp á Siglu- firði, þar sem hámarkshraði er 35 km/klst., má segja að þetta sé næsta ómögulegt. Bílalestin þokað- ist framhjá okkur óslitin en við sát- um föst á afleggjaranum. Sveittar hendur bílstjórans krepptust utan um stýrið, hann bölvaði og ruddi bílnum inn í þvöguna. í eitt andar- tak stoppaði tíminn, skerandi ískur í bremsum fyllti loftið og flautur voru þeyttar. Nokkrir bílstjórar steyttu hnefann í átt til okkar og ég er ekki frá því að nokkrir hafi verið það ósvífnir að sýna okkur upprétta löngutöng, en við höfðum yfirburði í okkar þriggja tonna bíl og rúlluðum í áttina að Port Elisa- beth. Frá Höfðaborg til Port Elisabeth (PE) er keyrt yfir hina svokölluðu „Garden Route“. Þetta er ólýsan- lega fögur leið, skógi vaxin, hæðótt landslag með mikið af fallegum vötnum. í Mekka brimbrettanna Við stöldruðum við í bænum Knysna, sem í huga margra Suður- Afríkubúa er hinn eini sanni sumar- leyfisstaður. Þar er allt krökkt af hótelum og veitingastöðum og gát- um við étið okkur stútfull fyrir lít- inn pening. Við gistum í litlum bæ sem heitir Jeffrey’s Bay og er hann Mekka brimbrettamanna í sunnan- verðri Afríku. Það hefðum við betur látið ógert. Þarna var allt fullt af brimbrettahippum, sólbrúnum og sællegum. Karlmennirnir líktust grískum guðum og kvenfólkið var eins og það væri rétt í þann mund að slá í gegn í fyrirsætuheiminum. Ég var mest hissa á að sjá ekki menn frá Coca Cola vera að gera auglýsingamynd þarna, þetta hlýtur að vera upplögð uppstilling fyrir þá. Við, luralegir Islendingarnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.