Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 33
JONAS ÞORARINN
ÁSGEIRSSON
+ Jónas Þórarinn
Ásgeirsson fv.
kaupmaður og sölu-
fulltrúi var fæddur
á Húsavík 25. ágúst
1920. Hann lést á
heimili sínu í Kópa-
vogi 14. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Sólveig Helga Gísla-
dóttir húsmóðir,
ættuð úr Svarfað-
ardal, f. 31. október
1890, d. 14. maí
1968, og Ásgeir Jón-
asson, kaupmaður á
Siglufirði, ættaður
úr Þingeyjarsýslu, f. 31 október
1890, d. 28. maí 1957. Þau hjón
fluttu til Siglufjarðar árið 1922
og bjuggu þar alla tíð. Jónas var
einkasonur þeirra hjóna.
Hinn 13. júní 1945 kvæntist
Jónas eftirlifandi eiginkonu
sinni, Margréti Ólafsdóttur, f.v.
læknaritara frá Hlíð í Siglu-
firði, f. 1. september 1921. For-
eldrar hennar voru Þorfinna
Sigfúsdóttir matráðskona á
Sjúkrahúsi Siglufjarðar, f. 3.
maí 1903, d. 4. febrúar 1990, og
Ólafur Vilhjálmsson, skrifstofu-
maður, f. 25. mars 1898, d. 30.
janúar 1947. Börn þeirra eru:
1) Sólveig Helga Jónasdóttir
myndlistarkennari,
f. 12. apríl 1945, eig-
inmaður hennar er
Einar Long Sigur-
oddsson aðstoðar-
skólastjóri, f. 2. nóv-
ember 1944. Dætur
þeirra eru: Margrét
Einarsdóttir nemi í
MHÍ, f. 2. maí 1967,
og Fanney Long
Einarsdóttir nemi í
HÍ, f. 27. júlí 1974.
2) Ásgeir Jónasson,
lærður stýrimaður,
starfar hjá Osta- og
smjörsölunni, f. 26.
ágúst 1948. Eigin-
kona hans er Ásdís Hinriksdótt-
ir hjúkrunarfræðingur, aðstoð-
ardeildarstjóri á Borgarspítala,
f. 3. júlí 1955. Sonur þeirra er
Jónas Ásgeir Ásgeirsson, f. 2.
júlí 1993.
Jónas Þ. Ásgeirsson rak versl-
unina Ásgeir á Siglufirði ásamt
konu sinni í ellefu ár. Þau flutt-
ust til Reykjavíkur 1968. Þar
vann hann sem sölufulltrúi hjá
Sveini Egilssyni fram til ársins
1989 er hann lét af störfum.
Útför Jónasar Þ. Ásgeirsson-
ar fer fram frá Fossvogskirkju
á morgun, mánudaginn 24. júní,
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Við barnabörnin viljum skrifa
nokkur minningarorð um góðan afa
og mann sem við fengum að njóta
í mislangan tíma. Litli nafni hans
sem aðeins er tæpra þriggja ára var
lítill sólargeisli í lífi afa. Þeir voru
nánir þrátt fyrir stutt kynni. Við
systurnar höfum átt lengri samveru-
stundir með honum og höfum margs
að minnast.
Okkur þremur þótti óumræðulega
vænt um afa okkar. Hann var svo
skemmtilegur og litríkur persónu-
leiki, aukin heldur var hann góður
vinur okkar. Það var alltaf gleði og
léttleiki í kringum hann því þannig
vildi hann hafa það. Hann Jónas afi
var ekki fyrir lofræður um sjálfan
sig og var snillingur í að gera grín
að sjálfum sér og sjá spaugilegu
hliðarnar á hlutum sem upp komu.
Við gætum, þess vegna, skrifað heila
bók bara um brandarana hans og
ef hann sjálfur mætti ráða yrði þessi
minningargrein að hans skapi ef hún
væri í léttum dúr þannig að við
mættum brosa og helst skellihlæja.
Sumar sögur sagði afi okkur aftur
og aftur í gegnum árin og alltaf
gátum við hlegið að þeim. Hann
hafði líka sérstaka tilburði í frammi.
Þeim fylgdu miklar handsveiflur og
eins og allir sögumenn kunni hann
að bæta frásögnina með skemmti-
legum ýkjum. Fastur liður var að
hefja og ljúka frásögn með yfirlýs-
ingu um að um sanna sögu væri að
ræða. Við góðar undirtektir magnað-
ist hann_ allur og á eftir fylgdu fleiri
sögur. Úr varð oft mikili spuni og
skemmtan fyrir okkur í fjölskyld-
unni.
Eitt okkar bjó úti á landsbyggð-
inni um tíma og þurfti fólk að fara
nokkuð langa leið til að komast í
sundlaug. Afi kom í heimsókn og
vildi gjarnan gleðja dótturdóttur sína
með sundferð. Tilhlökkunin var mik-
il og miklar umræður um sund
komnar af stað. Þegar komið var á
áfangastað vildi ekki betur til en að
sama sem ekkert vatn var í laug-
inni. Afi hugsaði um það eitt að
barnabarnið yrði ekki fyrir vonbrigð-
um og fór í sund með þeirri stuttu
og lét eins og laugin væri full af
vatni. Hann lét vatnsskortinn ekki
aftra sér heldur gerði úr mikla
skemmtan. Þessi sundlaugarferð er
sú eftirminnilegasta laugarferð sem
þessi fyrrnefnda hnáta hefur farið á
sínum yngri árum. Þennan atburð
kunni afi að nota og bjó til lifandi
frásögn sem enn er í minnum höfð
innan fjölskyldunnar. Hann sá alltaf
spaugilegu hliðarnar á öllum málum
og naut þess líka í ríkum mæli að
koma okkur til að hlæja með því að
skrýða hversdagsleikann fyndni og
skemmtilegum frásögnum.
Afi var alltaf tilbúinn að gera allt
sem hann gat fyrir okkur og bar
hag okkar fyrir bijósti. Við vissum
alltaf að hann fylgdist með okkur
og hafði áhuga á því sem við gerð-
um. Ef einhvetjir dagar liðu og við
höfðum ekki haft samband hringdi
hann og spurði hvort allt væri í lagi.
Hann hefði sennilega viljað hafa
lengri tíma til að fylgjast með nafna
sínum en við vitum að hann gerir
það þótt á annan hátt sé. Við tvær
sem eldri erum munum vera ósparar
á að fræða hann um þann góða og
skemmtilega afa sem við fengum
tækifæri á að kynnast svo vel. Við
munum reyna að viðhalda sögunum
sem hann bjó til og komu sannarlega
frá hjartanu. Þær munu lifa með
okkur í minningunni.
Skíði áttu mikinn þátt í lífi afa
okkar og sá hann um að við lærðum
plóginn og á gönguskíði og nafni
hans var varla farinn að standa í
fæturna þegar skíðakennslan byijaði
frammi á gangi, allt í rólegheitum,
mikilvægt var að spara asann og
gefa sér frekar meiri tíma í lærdóm-
inn. Hann var góður kennari og spar-
aði okkur ekki hólið hvort sem það
var um að ræða skíðakunnáttu okk-
ar eða einfaldlega það annað sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Viðmótið sem maður fékk frá
honum og sem hann sýndi börnum
sérstaklega, var einstaklega hlýtt.
Það er börnum svo mikils virði þeg-
ar fullorðnir sýna þeim virðingu og
athygli sem væru þau sjálf fullvaxin
og þessa viðhorfs nutum við í ríkum
mæli. Slík framkoma ætti að vera
öllum sjálfsögð.
Við systur erum mjög þakklátar
fyrir að fá að eyða dýrmætum stund-
um með honum síðustu mánuðina í
lífi hans og fyrir að hafa fengið að
hjúkra honum þegar hann var sem
veikastur. Það var okkur einkar ljúf
skylda. Nú orðið er það fágæt
reynsla að fá að vera með ættmenn-
um síðustu andartök í lífi þeirra.
Kynnin við þig hafa að stóru leyti
gert okkur að þeim manneskjum sem
við erum í dag og með þessum orðum
viljum við kveðja þig, elsku afi:
Öll list er tileinkuð gleðinni,
og ekki er til neitt háleitara eða
brýnna ætlunarverk
en að fjörga mannkynið.
(Friedrich Schiller.)
Margrét, Fanney og Jónas
Ásgeir.
Ei glóir æ á grænum lauki
sú gullna dögg um morgunstund,
né hneggjar loft af hrossagauki,
né hlær við sjór og brosir grund.
Guð það hentast í heimi fann,
það hið blíða
blanda striðu;
allt er gott er gjörði hann.
Svo orti Sveinbjörn Egilsson og
þannig er nú komið, að Þórarinn
Ásgeirsson hlær ekki lengur við ver-
öldinni, en þannig minnist ég helst
Jónasar tengdapabba, glettinn á brá
með spaugsyrði á vörum. Sendandi
frá sér beinskeyttar athugasemdir
um menn og málefni og koma þann-
ig þeim er með honum voru í um-
ræðuham. Oftar en ekki voru háv-
aðasamræður einkenni á afmælis-
boðum á mínu heimili þar sem tek-
ist var á um dægurmál líðandi stund-
ar. Hann hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum en fáa hef ég
hitt sem hafa haft jafn ríka tilfinn-
ingu fýrir að allir menn ættu að vera
jafnir fyrir Guðs og manna lögum
og ættu jafnan rétt til lífsins gæða
og möguleika í lífinu. Réttsýni hans
var viðbrugðið og honum fannst sem
fleirum að ýmislegt mætti betur fara
í okkar litla þjóðfélagi.
Þátttöku Jónasar í íþróttum, eink-
um skíðakeppnum og árangri hans
í þeim geri ég ekki skil, það vita
aðrir betur um, en hitt veit ég að
ýmsir munu minnast þátttöku hans
í ýmsum öðrum íþróttagreinum. Það
var honum mikið ánægjuefni á 70
ára afmælinu að hljóta gullmerki ÍSÍ
sem verðskuldaða viðurkenningu
fyrir störf sín að íþróttamálum á
Siglufirði.
Það var með miklum söknuði sem
Jónas varð að hverfa frá verslun
SuöurlanásbrauMO
108 Reykjavík • Sími 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um hclgar.
Skrcvtingar íyiir oll tílcfni.
:
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ELÍNBORGAR K. STEFÁNSDÓTTUR,
Kleppsvegi 120,
Reykjavík.
Þórður Sveinbjörnsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Þórarinn Sveinbjörnsson, Þórgunnur Jónsdóttir,
Grima Sveinbjörnsdóttir, Stefnir Helgason,
Vilborg Sveinbjörnsdóttir, Kenneth Wilson,
Stefanía Þ. Sveinbjörnsdóttir, Raymond Dignum,
barnabörn og barnabarnabörn.
sinni á Siglufirði, en flutti suður og
hóf störf við bílasölu hjá kunningja
sínum og skíðafélaga, Þóri Jónssyni,
1967, og hjá fyrirtæki hans starfaði
hann þar til hann ákvað að hætta
störfum og njóta elliáranna.
Fljótlega eftir að suður kom festu
þau Magga kaup á íbúð í Vestur-
bergi 8 og þar undu þau vel í nærri
20 ár. Árið 1992 fluttu þau í Kópa-
voginn.
Hreyfing og útivera voru aðal-
áhugamál Jónasar eftir að suður
kom. Skíðin voru sem fyrr í fyrsta
og öðru sæti. Þegar vinnu lauk settu
langir göngutúrar um nágrenni
heimilisins einnig lit sinn á líf hans
sem og lestur góðra bóka.
Hér að framan er ótalinn þáttur
Jónasar í lífi fjölskyldu sinnar, dótt-
urdætranna og síðar sonarsonarins.
Hann var ávallt boðinn og búinn að
gera það sem hann hafði tök á til
að létta okkur lífið, að snúast eitt
og annað. Það voru einkum stelpurn-
ar sem nutu þessarar ósérhlífni hans
og þær nutu ástar og umhyggju
hans meðan heilsan leyfði. Litíi sól-
argeislinn í fjöiskyldunni, Jónas Ás-
geir, varð strax eftirlæti afa síns.
Einhvern veginn fannst mér Jónas
aldrei verða gamall. Hann var ætíð
ungur í anda og naut þess að vera
með ungu fólki. Það hægði að vísu
eitthvað á hreyfingum hans en hann
var ávallt kvikur og snar í snúning-
um og tígulegur á velli.
En nú ertu burt kallaður, en eftir
stendur minning um skemmtilegan,
ógleymanlegan persónuleika sem
fylgir okkur ætíð. Hafðu kæra þökk
fyrir samfylgdina.
Einar Long Siguroddsson.
Það er margs að minnast þegar
litið er yfir farinn _veg af kynnum
mínum af Jónasi Ásgeirssyni, vini
mínum og svila. Jónas var litríkur
persónuleiki, fjölhæfur íþróttamaður
og mikill keppnismaður. Hann fylgd-
ist vel með þjóðmálum og voru um-
ræður um íþróttir og hin margvísleg-
ustu dægurmál oft íjörlegar á heim-
ili þeirra Möggu og Jónasar í Hlíð
á Siglufirði í gamla daga þegar fé-
lagamir komu saman.
Skíðaíþróttin átti hug hans allan
og varð hann fyrst íslandsmeistari
aðeins átján ára gamall. Hann var
stórhuga og áræðinn. Á árinu 1947
keppti hann á Holmenkollen-pallin-
um í Noregi ásamt félaga sínum
Jóni Þorsteinssyni. Hann tók þátt í
fyrstu vetrarólympíuleikum, sem ís-
lendingar tóku þátt í, en það var í
St. Moritz í Sviss árið 1948. Jónas'
varð sjö sinnum íslandsmeistari í
skíðastökki og fimm sinnum í nor-
rænni tvíkeppni. Hann var einstak-
lega laginn og leikinn, en í stökkinu
naut sín hans alkunna öryggi og
áræði sem við hinir yngri dáðumst
að.
Jónas þreyttist aldrei á því að
segja okkur sem yngri vorum til í
stökkinu og sá áhugi hans dvínaði
aldrei. Jónas gaf mér fyrstu stökk-
skíðin á árinu 1950, þá tólf ára göml-
um, en erfitt var að ná í slík skíði
þá. Síðan eignuðumst við bræður
skíðin sem hann hafði stokkið á í
St. Moritz og voru þau mikið notuð.
Hann var sífellt að hvetja okkur til
dáða og leiðbeina hinum yngri.
Jónas fór yfirleitt ekki troðnar
slóðir heldur hafði sinn stíl til orðs
og æðis, líka sinn sérstæða en ör-
ugga stökkstíl. Hann var hrókur alls
fagnaðar á keppnisferðum og hvar
sem hann fór og var hvergi neinn
meðalmaður. Jónas var myndarlegur
á velli, alltaf snyrtilegur, bæði innan
vallar sem utan, og drengilegur í
allri framgöngu í íþrótt sinni.
Á Siglufirði stundaði Jónas lengst
af verslunaretörf og ráku þau hjónin
Verslunina Ásgeir á Siglufírði í rúm-
an áratug. Jónas hóf síðan störf hjá
Ford-umboðinu, Sveini Egilssyni hf.
í Reykjavík á árinu 1967, þar sem
hann starfaði í rúm 20 ár. Hann sat
í stjórn Skíðafélags Reykjavíkur og
í Skíðaráði Reykjavíkur. Á árinu
1990 var hann sæmdur gullmerki
íþróttasambands íslands.
Við systkinin, Anna, Bogi og
Gústav og fjölskyldur okkar sendum
Margréti, börnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur og þakkir
fyrir ógleymanlegar stundir á liðnum
árum. Minningin um góðan dreng
mun lifa um ókornin ár.
Ólafur Nilssou.
• Fleiri minningprgreinar um
Jónas Þórarinn Ásgerisson bíða
birtingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
t
Hugheilar þakkir til ykkar allra sem
sýnduð okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HRAFNHILDAR SVEINSDÓTTUR
(STELLU).
Sérstakar þakkir til Agústu og Margrétar, starfsmanna Félags
húseigenda á Spáni fyrir hlýhug og einlæga vináttu.
Kristín Eyþórsdóttir, Hartmann Guðmannsson,
Lilja Dóra Eyþórsdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Margrét Óskarsdóttir, Björn H. Einarsson,
Hrafnhildur Eyþórsdóttir, Sævar Ástráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk-
ur samúð og hlýhug við andlát og útför
RÍKARÐS REYNIS :,,Á
STEINBERGSSONAR. ■ ^ f f \
Valdís Garðarsdóttir,
Sumarrós Snorradóttir,
Jóna Steinbergsdóttir,
Steinberg Ríkarðsson, Ásta Óskarsdóttir,
Hildur Rikarðsdóttir, Ellert Már Jónsson,
Heimir Ríkarðsson,
Reynir Ríkarðsson,
Ingimundur Bergmann, Þórunn Kristjánsdóttir,
Matthildur Guðmundsdóttir,
Garðar Skaptason, W. Klarstam,
Birgir Skaptason, Kristin Blöndal Magnúsdóttir,
Þóroddur Skaptason, Brynja Þorbergsdóttir,
Steinunn Skaptadóttir, Mogens Lundahl,
Unnur Dís Skaptadóttir,
Guðmundur R. Guðmundsson
og barnabörn.