Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C 171. TBL. 84.ARG. ÞRIÐJUDAGUR 30. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Erbakan milli steins og sleggju Ankara. The Daily Telegraph. Reuter. FASTLEGA er búist við því að tyrk- neska þingið samþykki í dag að fram- lengja stuðning sinn við fjölþjóðlegar aðgerðir í suðurhluta landsins, 'sem miða að því að veita Kúrdum vernd gegn íraska hernum. Hefur Necmett- in Erbakan, forsætisráðherra Tyrk- lands, heitið að styðja aðgerðirnar, gegn því að Tyrkir fái að flytja inn olíu frá írak. Erbakan er á milli steins og sieggju í málinu; flokkur hans er andvígur of miklum samskiptum við Vesturlönd en Atlantshafsbandalag- ið og tyrkneski herinn þrýsta á um áframhald aðgerða. Talsmaður flokks forsætisráðherr- ans staðfesti að stjórnin hefði gert samning við Bandaríkin, Bretland og Frakkland um að Tyrkir fái bætta þá 1.330 milljarða ísl. kr., sem þeir segjast hafa tapað vegna viðskipta- banns Sameinuðu þjóðanna á írak. Ætlunin með samningnum er margþætt. í honum er lögð áhersla á að írak sé eitt land, en með því vilja Bandaríkjamenn slá á ótta Tyrkja við kröfur Kúrda í N-írak um sjálfstæði. Þá gerir hann Tyrkjum kleift að halda áfram baráttu gegn Verkamannaflokki Kúrda (PKK). Kúrdar segja að innrásir Tyrkja inn í írak til að leita uppi félaga í PKK hafi ýtt undir svipaðar árásir af hálfu Irana á hendur íröskum Kúrdum. Á sunnudag héldu um 2.000 íranskir hermenn inn í Norður- írak og fullyrða Kúrdar að íjöldi manns hafi látið lífið í árásinni. Landnemar vonsviknir Reuter P ALESTIN SKUR verkamaður leggur járn í nýtt íbúðarhús ísra- elskra landnema á Vesturbakk- anum í gær. Leiðtogar ísraelsku landnemanna áttu í gær fund með Benjamin Netanyahu for- sætisráðherra og væntu þeir þess að hann tilkynnti um frekara landnám allt að 50.000 gyðinga á Vesturbakkanum og Gaza- ströndinni. Fyrri ríkissljórn stöðvaði frekara landnám og tak- markaði framkvæmdir í byggð- um landnema er hún féllst á sjálf- stjórn Palestinumanna á svæðun- um. Þar búa um tvær milijónir araba og um 130.000 gyðingar. Að fundinum loknum lýstu leiðtogar iandnema yfir von- brigðum sínum vegna þess að forsætisráðherrann hafði ekki gefið nein fyrirheit. Einn þeirra kvaðst þó sannfærður um, að ákvörðun um stækkun svæðanna, samkvæmt loforði sem Netan- yahu gaf fyrir kosningarnar i Israel í maí, yrði tekin á næst- unni. Eftir fundinn sagði Net- anyahu að stjórn hans myndi koma saman fljótlega og ákvörð- unar um landnám væri að vænta innan tíðar. Skallagen- ið fundið? Washing^on. Reuter. ALÞJÓÐLEGUM hópi vís- indamanna hefur tekist að einangra gen sem hefur áhrif á hárvöxt. Þessi upp- götvun kann að leiða til þess að langþráð „lækning" við skalla finnist, að því er segir í nýjasta hefti Nature Gen- etics. Sé genið gallað, veldur það því að karlar missa hárið, tennur og hafa lítt þroskaða svitakirtla. Undir venjuleg- um kringumstæðum hefur genið hins vegar áhrif á hár- vöxt karla. Segjast vísinda- mennirnir ekki enn vita ná- kvæmlega hvert hlutverk gensins er, en telja mögulegt að það sé nauðsynlegt til að viðhalda hárvexti. Clinton vill hertar aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum Þingmenn taka vel í tillögur forsetans Teikningar birtar af grunuðum tilræðismönnum í Atlanta Mikill mannskaði í flóðum í N-Kóreu Tókýó. Reuter. FLOÐ sökum meiri rigninga „en dæmi eru um“ í N-Kóreu, hafa kostað f|öl- mörg mannslíf undanfamar vikur, að því er segir í tilkynningu hinnar opin- beru fréttastofu landsins (KCNA). Óvenjulegrar hreinskilni þykir gæta í henni en þar segir að rigningar í ár hafi valdið meira tjóni en á síðasta ári. Flóðin í fyrra ollu uppskerubresti sem leiddi til hungursneyðar í Norður- Kóreu. Ástandið nú er sagt enn verra. Verst er ástandið sagt í héruðum sem liggja að Suður-Kóreu, en þar í landi hafa flóðin einnig valdið miklu tjóni. í frétt KCNA segir að „mikill mannskaði" hafi orðið en engar tölur eru gefnar um fjölda látinna. ■ Mikil flóð/18 Atlanta, París. Reuter. The Daily Telegraph. UMFANGSMIKIL leit stendur nú yfir í Bandaríkjunum að manni sem talinn er hafa staðið að sprengjutil- ræðinu á Ólympíuleikvanginum í Atlanta aðfaranótt laugardags. I gærkvöldi birtu franskar sjónvarps- stöðvar teikningar sem þær sögðu vera frá lögreglu og sýna tvo grun- aða. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður neitað að birta myndirnar. Bill Clinton Bandaríkja- forseti átti í gær fundi með fulltrú- um flokkanna á Bandarikjaþingi og yfirmanni FBI til að kanna stuðning þeirra við lög um hertar aðgerðir gegn grunuðum hryðjuverkamönn- um. Höfðu þeir uppi góð orð um stuðning við aðgerðir gegn hryðju- verkum. Tilræði beint gegn lögreglu? Getgátur eru uppi um að ætlun mannsins sem kom rörasprengju fyrir í Ólympíugarðinum hafi fyrst og fremst verið að vinna löggæslu- mönnum mein. Maðurinn hringdi og varaði við því að sprengja væri í garðinum, sagði að hún spryngi eftir hálftíma en gaf ekki upp hvar hún væri. Mikill fjöldi lög- reglumanna og öryggi- svarða hóf þegar leit að sprengjunni, sem sprakk 13 mínútum síðar. Sagði Jackie Barret, lögreglu- stjóri í Fulton, að með þessu kynni maðurinn að hafa viljað ná eins mörgum lög- reglumönnum inn í garðinn og unnt var. Tveir létust í tilræðinu og 111 slösuðust, þeirra á meðal sex lögreglu- menn. NBC-sjónvarpsstöð- in fullyrti í gærkvöldi að sprengjuhótunin hefði bor- ist 10 mínútum fyrr en sagt er en vegna tæknibilana hafi verið brugðist of seint við henni. FBI segist hafa fengið fjölda visbendinga sem nú er unnið út frá. Hún hefur ekki viljað stað- festa frétt í Washington Post þess efnis að þijú vitni hafí lýst manni í herklæðum, skammt frá þeim stað sem sprengingin varð. Lögin sem Clinton Bandaríkja- forseti reynii' nú að fá þingið til að Kjamorkutilraun sögð fyrirlitleg Tókýó, Peking, Washington, London. Rcuter. JAPANIR hafa lagt fram formleg mótmæli við síðustu kjamorkutilraun Kínveija, sem sprengdu kjarnorkusprengju neðanjarðar í gær, og lýstu því yfir að þeir myndu banna frekari kjarnorkutilraun- ir frá og með deginum í dag. Var tilrauninni mótmælt víða um heim. Ástralskir jarðvísindamenn sögðu að sprenging- in hefði mælst 4,3 stig á Richter. í yfirlýsingu sem gefin var út í Peking að tilrauninni lokinni segja stjórnvöld að þau muni virða bann við til- raunum með kjarnavopn og skrifa undir alþjóðlegt bann við þeim. Afvopnunarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í Genf í gær, eftir mánaðarlangt hlé, skömmu eftir að tilraunasprengingin var gerð í Kína. Á ráðstefnunni verður reynt að ná endanlegu sam- komulagi um alþjóðlegt bann við tilraunum með kjarnavopn, en bæði Indveijar og Kínveijar hafa áður sagt að þeir muni ekki skrifa undir þann samning sem lagðut' hefur verið til. Bandarískir FÉLAGAR í Greenpeace í Japan mæla kjarnorkutilraun Kínverja við ráð Kína í Tókýó í gær. Reuter mót- sendi- og rússneskir embættismenn hafa þó sagst sann- færðir um að hægt yrði að fá Kínverja til þess að skrifa undir, þannig að hægt yrði að hafa sam- komulagið tilbúið til undirritunar í september. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar sagði í gær, að stjórninni þætti miður að Kínvetjar skyldu gera tilraunina, en fagnaði því, að þeir hyggðust ekki gera frekari tilraunir. I sama streng tók utanrík- isráðherra Ástralíu, Alexander Downer, en í Ástr- alíu og Japan voru sendiherrar Kína boðaðir á fund utanríkisráðherra landanna og þeim afhent formleg mótmæli við kjarnorkutilrauninni. Bresk samtök, sem beijast fyrir eyðingu kjarna- vopna, sögðu í gær að tilraun Kínvetja væri „alger- lega fyrirlitleg", en vonandi væri, að kínversk stjórnvöld stæðu við þau orð sín, að gera ekki frekari tilraunir. Sú ákvörðun að gera tilraun með kjarnavopn sama dag og Afvopnunarráðstefnan hófst á ný hafi verið eins og að „sprengja sprengju beint undir samningaborðinu". Reuter TEIKNINGARNAR sem frönsku sjón- varpsstöðvarnar birtu í gær, voru af 25-30 ára gömlum hvítum, dökkhærðum manni með burstaklippingu, og hvítum manni eða konu með skollitt hár. samþykkja, voru lögð fyrir í apríl sl. en náðu ekki fram að ganga. Um er að ræða lög um hertar að- gerðir gegn grunuðum hryðju- verkamönnum, sem rýmka m.a. heimildir FBI og annarra löggæslu- stofnana til hlerana. Þá er einnig lagt til að framleiðendur sprengi- efnis verði skyldaðir til að merkja framleiðsluna með efnum sem auð- velda lögreglu að rekja sprengjur. Rýmka leyfi til hlerana Við upphaf fundarins með þing- mönnunum sagði Clinton að um „langt, agað og samstillt átak“ yrði að ræða. Newt Gingrich og Trent Lott, leiðtogar repúblikana í full- trúa- og öldungadeiid þingsins, hétu stuðningi sínum og sögðust fyllilega reiðubúnir til viðræðna við forset- ann um hvernig mætti styrkja að- gerðir gegn hryðjuverkamönnum. Enn er þó of snemmt að segja til um hvort þingið muni styðja áður- nefnda lagasetningu, vegna and- stöðu ýmissa hópa við aukið vald ríkisins sem felist í rýntkuðu leyfi til hlerana. Þá er félag skotvopna- eigenda (NRÁ) andvígt merking- um á sprengiefni. Grunur beinist/20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.