Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, undirbýr flutning frá Bessastöðum „Staður skáldanna“ VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Islands, hefur síðustu daga unnið af kappi við að pakka saman eig- um sínuni á Bessastöðum áður en hún lætur af embætti á fimmtudaginn kemur. Ætlar að gefa bækur Þegar Morgunblaðið heimsótti Vigdísi í gærmorgun var hún að flokka bækur úr veglegu einka- safni sínu með góðri aðstoð sr. Axels Arnasonar prests á Stóra- Núpi. Vigdís kveðst alla tíð hafa þráð bækur. „Tólf ára átti ég tuttugu bækur og kunni utan að bókaskáp föður míns,“ rifjar hún upp. Bækurnar eru aftur á móti orðnar það margar nú að Vigdís hefur ákveðið að deila þeim með öðrum. Ymsar erlendar bækur sem fræðimenn og rithöfundar hafa sent henni hyggst hún gefa Landsbókasafninu. „Hér er til að mynda ævisaga norska rithöf- undarins Knuts Hamsun,“ segir Vigdís og biður Axel um að koma henni fyrir í kassa merktum Þjóðarbókhlöðunni. íslenskar bækur, einkum skemmtibók- menntir, hefur hún tekið frá til að fylla bókaskápa í íbúðum sem ætlaðar eru fólki sem kemur ut- an af landi til að heimsækja ætt- ingja sína á sjúkrahúsum í Reykjavik. Hún segir að alla tíð hafi henni verið sérstaklega annt um að halda upp á bækur sem börn eða unglingar hafi gagn eða gaman af. Skilur ljóðin eftir Vigdís segir að auðvitað verði mikið af bókum eftir á Bessastöð- um. Eiginlegt bókasafn embætt- isins er bókasafn Boga Ólafsson- ar, fyrrum enskukennara í Menntaskólanum. Þá er til mikið safn bóka um sögu héraða eða byggðarlaga. Eitt hefur þó sérstöðu hjá Vig- dísi. Hún ætlar að skilja eftir mikið safn ljóðabóka sem hún hefur safnað í gegnum árin. Stór- ar sem smáar ljóðabækur, ýmist eftir ung eða aldin skáld, eru geymdar I veglegum bókaskáp, sem nefndur er Ljóðaskápurinn, í Thomsens-herbergi, skrifstofu forseta Islands á Bessastöðum. „Ljóð eiga að vera á Bessastöðum því að þetta er staður skáld- anna,“ segir Vigdís. Vigdís segir að allar opinberar gjafir verði áfram á Bessastöðum Morgunblaðið/Sverrir en flestar einkagjafir taki hún með sér. „Hér á Bessastöðum eiga Islendingar að geta gengið að gjöfum sínum til forsetans. Eg hef átt mér þann draum að opinberar gjafir verði til sýnis í sýningarskápum á Bessastöð- um,“ segir Vigdís. Æsa skoð- uð með neð- ansjávar- myndavél UNNIÐ hefur verið að rann- sókn á orsökum þess að kú- fiskveiðiskipið Æsa ÍS-87 frá Flateyri sökk í Arnarfirði sl. fimmtudag og fjörur hafa verið gengnar til að leita mannanna tveggja sem fórust með skipinu. Jónas Þór, lögreglumaður á Patreksfirði, segir að mynd- ir hafi verið teknar af skipinu úr Óríon II með neðansjávar- myndavél aðfaranótt laugar- dags og laugardag og séu þær í höndum rannsóknar- nefndar sjóslysa. Félagar úr björgunarsveit- um Slysavarnafélags íslands á Bíldudal og Þingeyri gengu fjörur utan til í Arnarfirði á sunnudag. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvenær leit verður haldið áfram. Að óbreyttu hætta 127 heilsugæslu- læknar 1. ágúst Reynsla sjúklinga á Vogi, yngri en 25 ára, af amfetamíni Ár Fjöldi sjúklinga Hafa prófað amfetamín Fjöldi Hlutfall Stórneytendur amfetamíns Fjöldi Hlutfall ,-c. :"^~*** Hafa sprautað sig 1993 210 97 46% 45 21% Hafa reynt E-pilluna Stórneytendur E-pillunnar 30 1994 222 103 46% 37 17% 37 1995 222 125 56% 54 24% 43 10 44 1996 270 186 69% 112 41% 102 32 52 Ný samantekt SAA um neyslu amfetamíns Ungir neytendur helm- ingi fleiri en í fyrra ÁRANGURSLAUS sáttafundur var haldinn í deilu heilsugæslu- lækna og ríkisins hjá ríkissátta- semjara í gær. Horfir þunglega í deilunni og ber enn mikið í milli, að sögn Þóris Einarssonar ríkis- sáttasemjara, sem hefur boðað deiluaðila til annars fundar kl. 10 í dag. Að öllu óbreyttu láta 127 heilsugæslulæknar við 54 heilsu- gæslustöðvar um allt land af störf- um 1. ágúst. Að sögn Gunnars Inga Gunnars- sonar, formanns samninganefndar heilsugæslulækna, er staðan í deil- unni erfið. „Ég hef ennþá þá trú og von að menn leysi þetta,“ sagði hann í gærkvöldi. Jón Sæmundur Siguijónsson, sem sæti á í samn- inganefnd ríkisins, sagði að engin hreyfíng hefði orðið á fundinum í gær en hann gerði ráð fyrir að haldinn yrði stífur samningafundur í dag og þá yrði ailt sett á fulla ferð. 36 heilsugæslustöðvar yrðu læknislausar Alls hafa 127 læknar við 54 heilsugæslustöðvar á landinu sagt upp og að sögn Gunnars Inga yrði afleiðingin sú ef læknarnir láta af störfum að 36 stöðvar yrðu læknislausar en aðrar stöðvar yrðu undirmannaðar. Á höfuð- borgarsvæðinu, allt frá Hafnar- firði og upp í Mosfellsbæ, starfar í dag 61 læknir á 13 heilsugæslu- stöðvum en eingöngu myndu átta læknar starfa áfram eftir mánaða- mótin á fjórum stöðvum á þessu svæði, að sögn hans. Auk þess yrði enginn læknir við störf á Læknavaktinni. Sérstakur hópur sem hefur það hlutverk að skipuleggja starfsemi heilsugæslunnar víðs vegar um landið, tók til starfa sl. laugardag. Ef til þess kemur að læknarnir láti af störfum um mánaðamótin mun heilbrigðisráðuneytið birta auglýsingar með leiðbeiningum fyrir íbúa um hvar þeir geti aflað sér upplýsinga um heilsugæslu og læknisþjónustu í einstökum héruð- um, að sögn Davíðs Á. Gunnars- sonar, ráðuneytisstjóra í heilbrigð- isráðuneytinu. „Landlæknir hefur verið að athuga fyrir okkur hvern- ig ástandið er í hinum ýmsu héruð- um og allavega fyrst um sinn verð- ur ekki neyðarástand neins stað- ar,“ sagði hann. Aðspurður um það ástand sem skapast ef læknarnir láta af störf- um, sagði Gunnar Ingi að ef menn gengju út frá því að heilsugæslan í landinu sinnti einhveijum verk- efnum að ráði, væri það engin spurning að neyðarástand myndi skapast. FYRSTU sex mánuði þessa árs hefur misnotkun amfetamíns meðal fólks sem er 24 ára og yngra næst- um tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá SÁÁ yfir þá sem leituðu meðferðar á Vogi fyrstu mánuði þessa árs og var niðurstað- an borin saman við niðurstöður fyrstu sex mánuði áranna frá 1993. Tölulegar upplýsingar um amfet- amínneyslu gefa til kynna að ástand sé mjög slæmt hjá þeim sem eru yngri en 25 ára. Fjöldi ungs fólks í meðferð eykst verulega frá því í fyrra vegna amfetamínneyslu og aldur hefur lækkað. Tveir af hveijum þremur sjúk- lingum á Vogi yngri en 25 ára hafa prófað amfetamín og tæplega helmingur karlmanna á þessum aldri greinist stórneytendur efnis- ins, þ.e. hafa notað það minnst einu sinni í viku í hálft ár eða lengur áður en þeir komu í meðferð. Rekja má faraldurinn til síðustu verslunarmannahelgar Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að rétt sé að tala um amfetamínfaraldur. Aukningin sé mjög mikil og skyndileg frá miðju ári 1995 eftir tiltölulega jafnt ástand undanfarin ár. Rekja megi upphaf þessa faraldurs eitt ár aft- ur. „Um þetta leyti í fyrra keyptu hundruð ungmenna sér í fyrsta sinn E-pillu eða amfetamín. Hámarki var náð um verslunarmannahelgina og fræg var Uxahátíðin svokallaða. Amfetamín- og E-pilluballið hélt svo áfram á skemmtistöðum í Reykjavík um haustið. Við þetta breyttust ungmenni sem áður voru röskir skemmtanadrykkjumenn í fíkna amfetamínneytendur. Um haustið flosnaði margt af þessu fólki upp úr vinnu og skóla og leit- aði sér meðferðar í fyrsta sinn hjá SÁÁ. Ekki er enn séð fyrir endann á þessum vanda og þrátt fyrir góð- an ásetning og vilja, sitja ungmenni hundruðum saman í klóm amfetam- ínsins." Þórarinn segir að ekki sé hægt að sjá neinn sameiginlegan félags- legan bakgrunn hjá amfetamín- neytendunum. Margir séu í fjöl- brautaskólum og einnig séu þess dæmi að háskólamenntað fólk komi í meðferð. Samfélagsleg staða fólks segi ekkert um það hvort það ánetj- ist vímuefnum, eins og áður var talið, heldur vímutegundin. „Skýr- ingin á þessari fjölgun amfetamín- neytenda virðist liggja í þvi hvað efnið er aðgengilegt. Einnig virðist unga fólkið hvorki telja það svo hættulegt né óeðlilegt að prófa amfetamín þegar það skemmtir sér,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að amfetamín sé jafnhættulegt vímuefni og kókaín og helmingur amfetamínfíkla sprauti efninu í æð. „Sprautufíklar sáust ekki á íslandi fyrir 1983, en með amfetamíninu fór að bera á þeim. Vandi þeirra verður meiri og sýnilegri með hveijum mánuðinum sem líður. Á síðustu fimm árum hafa komið 532 einstaklingar á Vog sem hafa sprautað sig með vímu- efnum í æð og 223 þeirra hafa feng- ið C-lifrarbólgu. Á síðasta ári höfðu 16% allra sjúklinga sem komu á Vog sprautað sig í æð einhvern tíma á ævinni og 125 þeirra sprautuðu sig reglulega. Fjölcli sprautufíkla hefur því aldrei verið meiri." Þórarinn segir að ætla megi að fjöldi ungs fólks prófi amfetamín eða E-pillu í fyrsta sinn í kringum verslunarmannahelgina eins og í fyrra. Bendir hann á að flest þeirra ungmenna sem hafa komið í með- ferð á þessu ári hafa sagst hafa fyrst prófað amfetamín eða E-pillu í kringum verslunarmannahelgina. Ertu með debetkort? Þau sem eai með debetkort: Notarðu debetkortið við eftirtalið? Dagleg innkaup \~ Úttekt úr hraðbanka Sem tékkaábyrgðarkort | 28,7% Sem persónuskilriki I 26,5% 7,0% Hvaða debetkortið ert þú með? ■HS 28,5% Bæði | Maestro | Electron | NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr, eru allir Islendingar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands. Hvert prósentustig í könnuninni samsvarar þvi um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niðurstöðum i könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð i mannfjölda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.