Morgunblaðið - 30.07.1996, Page 8

Morgunblaðið - 30.07.1996, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stórlax áefsta svæði Norðurár JÓN Þorsteinn Jónsson fékk á fimmtudag stærsta lax sumarsins í Norðurá. Hann fékk þrjá laxa, 3 pund, 5 pund og þann stóra, sem var 18,5 pund og þó orðinn tölu- vert leginn. Hængurinn tók Collie Dog 1/4 túbu á Hvassármótum upp undir Fomahvammi. Tók um 30 mínútur að landa fískinum. Þetta mun vera stærsti laxinn úr ánni í sumar. Þessar tölur eru fengnar mánu- daginn 29. júlí 1996. Nafn - fjöldi laxa - (fjöldi stanga) Morgunblaðið/Ámi Heiðberg JÓN Þorsteinn Jónsson hampar hér stærsta laxinum sem fengist hefur úr fengsælustu laxveiðiá landsins, Norðurá, í sumar. L. 1. Norðurá 1.240 (15 st.) 2. Langá á Mýrum 850 (12 st.) 3. Þverá/Kjarrá 780 (14 st.) 4. Grímsá 702 (10 st.) 5. Rangárnar 535 (12 st.) 6. Elliðaár 532* (12 st.) 7. Laxá í Þingeyjarsýslu 520 (20 st.) 8. Laxá í Leirársveit 500 (7 st.) 9. Laxá í Kjós 385 (10 st.) 10. Hofsá í Vopnafirði 320 (7 st.) * Tölur frá 26.7. Hæstiréttur gaf út kjörbréf forseta HÆSTIRÉTTUR kom saman í gærmorgun til að fara yfir fram- kvæmd og úrslit forsetakosninga, eins og honum ber að loknum for- setakosningum samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta ís- lands, lýsa úrslitum og gefa út kjör- bréf til rétt kjörins forseta. Fundurinn var auglýstur í Lög- birtingarblaðinu og til hans boðaðir forsetaframbjóðendur eða umboðs- menn þeirra. Að sögn Haraldar Henryssonar, forseta Hæstaréttar, mætti enginn þeirra til fundarins. Réttinum bárust engar kærur vegna kosninganna. Fyrir fundinum lágu bréf frá öll- um yfirkjörstjórnum landsins með úrslitum úr hverju kjördæmi og fjögur utankjörstaðaatkvæði frá Austurlandi sem athugasemdir höfðu verið gerðar við á fundi yfir- kjörstjórnar þar. Að sögn Haraldar var þeim ekki fylgt eftir með kærum eða kröfum til Hæstaréttar þannig að úrskurður yfirkjörstjórnar var látinn standa. Bréf Guðrúnar Pétursdóttur, þar sem hún dró framboð sitt til emb- ættis forseta íslands til baka, fylgdi með bréfi frá dómsmálaráðuneytinu til Hæstaréttar. Engin athugasemd var gerð við meðferð ráðuneytisins á málinu og fékk það, að sögn Haraldar, ekki frekari umfjöllun á fundi Hæstaréttar í gær. Þegar Hæstiréttur hafði farið yfir þau bréf sem fyrir fundinum lágu og lýst úrslitum kosninganna var gefið út kjörbréf til Ólafs Ragn- ars Grímssonar og verður það af- hent við athöfn í Alþingishúsinu 1. ágúst nk. Fundinn sátu allir reglulegir dómarar Hæstaréttar utan Péturs Kr. Hafstein, sem bauð sig fram til embættis forseta. í hans stað hafði verið skipaður sérstaklega til að fjalla um þetta mál Gunnar M. Guðmundsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari. Flóttamannahjálp Rauða krossins í Tanzaníu Fleiri flóttamenn á hverjum degi Ómar Valdimarsson OMAR Valdimarsson er kunnur af störf- um sínum sem blaða- og fréttamaður. f janúar síðastliðnum hélt hann til starfa fyrir Rauða krossinn í flóttamannabúð- um í Tanzaníu og ér nú nýkominn heim. Hvert var hlutverk þitt þarnu suður í Ta.nza.niu? „Ég starfaði sem upplýs- ingafulltrúi alþjóðasam- bands Rauða krossins í Tanzaníu og hafði aðsetur í Ngara í norðvesturhorni landsins, alveg við landa- mærin við hvort tveggja Búrúndí og Rúanda. Þar eru miklar flóttamanna- búðir, í aðeins 20-30 km fjarlægð frá hvorum landa- mærum fyrir sig. Þarna búa nú um 500.000 flóttamenn í 6 flóttamannabúðum. Um það leyti sem ég kom á staðinn var einmitt vérið að opna nýjar búðir fyrir Rúandamenn, sem höfðu setzt að í búðum í Búrúndí eftir þjóðarmorðið í Rú- anda á árinu 1994 en Búrúndí- menn ráku úr landi. Þetta fólk var rekið úr landi undan byssustingjum hersins í Búrúndí. Tanzaníska stjórnin opn- aði Iandamærin fyrir því. Fyrstu dagana komu um 10-12.000 manns. í þessar nýju búðir komu flestir í janúar og febrúar en svo hélt straumurinn áfram fram eftir árinu unz safnazt höfðu um 40.000 manns í þær. Tæpur helm- ingur þeirra var þá orðinn Búr- úndí-menn. Eftir því sem ástandið í Búrúndí versnaði, skærubardag- ar jukust, flúðu æ fleiri þaðan. Flestir flóttamannanna í Tanzaníu eru þó hútúar frá Rúanda." Fjörutíu þúsund manna flótta- mannabúðir teljast þó ekki vera stórar á þessum slóðum? „Nei. Stærstu búðirnar telja um 160.000 manns - á svæði sem er ekki stærra en 12 ferkílómetrar. Aðrar búðir eru með um og yfir 100.000 manns, nær eingöngu Rúandamenn, en þarna eru einnig einar litlar búðir með um 20 þús- und Búrúndímenn, sem flýðu til Tanzaníu haustið 1993 í kjölfar morðsins á Ndandaye forseta. Auk alls þessa höfum við alltaf verið að búast við fleira fólki vegna hins ótrygga ástands í Búrúndí. Þess vegna höfum við verið að gera áætlanir um það hvernig bregðast skyldi við ef flótta- mannabylgjur skella á. 50.000 manns eða fleiri geta komið í einu ef eitthvað alvarlegt gerist." Er það Rauði krossinn sem ger- ir þessar áætlanir? „Ekki eingöngu. En Rauði krossinn er stærsta stofnunin sem er að vinna þarna, fyrir utan Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna, sem hefur yfírstjórn allrar alþjóðlegu flóttamannahjálparinn- ar með höndum. En Rauði krossinn er sú stofnun sem hefur mesta burði af framkvæmdahliðinni, sjálfri vinnunni. Það er starfsfólk Rauða krossins sem hefur sett all- ar þessar búðir upp og svo hafa aðrir tekið við. Rauði krossinn hefur safnað mestu reynsl- unni af sjálfri uppsetn- ingu búða af þessu tagi, og býr nú að henni. Sá búnaður sem þarf til uppsetningu búðanna er í eigu Rauða krossins og hann býr yfir þónokkru eigin fjármagni til framkvæmda. Margar hinna minni hjálparstofnana sem starfa þarna hafa sáralitla eigin fjár- muni; þær hafa flestar ekki annað en Flóttamannahjálp SÞ, UNHCR, leggur þeim til.“ ► V. Ómar Valdimarsson blaða- maður er fæddur þ. 23.3.1950 í Reykjavík. Hann útskrifaðist með HS Diploma frá Malabar High School í Mansfield í Bandaríkjunum i Ohio árið 1968) stundaði nám við Columb- ia Graduate School of Journal- ism í New York 1973 og hefur sótt margvísleg fagleg nám- skeið, aðallega í Svíþjóð og Danmörku. Hann hóf störf sem blaðamaður við Vikuna árið 1969 en hefur komið víða við í fjölmiðlaflóru Islands síðan. Hann hefur starfað í blaða- mennsku fyrir Tímann, Alþýðu- blaðið, Dagblaðið, Helgarpóst- inn og Morgunblaðið. Ömar var fréttamaður Stöðvar 2 1986 til 1988 en frá árinu 1989 hefur hann verið framkvæmdasljóri, blaðamaður og einn eigenda Athygli ehf. Eiginkona Ómars er S. Dagmar Agnarsdóttir og eiga þau fjögur börn. Rekstur svona búða er dýr? „Já, þetta kostar feiknalega fjármuni. í flóttamannabúðum í Tanzaníu, Búrúndí og Zaíre eru um tvær milljónir manna. Rekstur allra þessara búða kostar á að gizka eina milljón bandaríkjadala á dag [um 67 milljónir króna]. Fjármögnunin er hins vegar mjög erfið, sérstaklega eftir því sem lengra líður frá atburðunum sem fólkið var að flýja. Þegar þjóðar- morðið í Rúanda var mest í heims- fréttunum streymdu peningarnir inn í hjálparstarfið, en svo missir heimsbyggðin áhugann og snýr sér að öðru - það eru alltaf ein- hvers staðar hamfarir og hörm- ungar.“ Og það er ekkert útlit fyrir að þetta fólk muni geta flutt heim til sín? „Því miður eru mjög litlar líkur á því. Allt þettá fólk er ekki á heimleið í bráð. Vandamálið er jafn stórt og áður þarna á þessu svæði. Og það stækkar meira að segja með hveijum deginum, jafn- vel án þess að fleiri flóttamenn bætist við, því fólksfjölgun í búð- unum er í kring um 6%.“ Er ekkert gert til að reyna að takmarka þessa fjölgun? „Jú, vissulega, Það eru rekin námskeið og áróður fyrir takmörkun barneigna í öllum búðunum. En það ber ekki svo mikinn árangur. Þetta fólk er fyrst og fremst kaþó- likkar auk þess sem því finnst það þurfa að safna fólki til að „taka landið sitt“ aftur. Það er sannfært um að geta ekki snúið heim aftur fyrr en það getur tekið landið án þess að vera uppá náð ríkisstjórn- ar og hers tútsí-manna komið.“ 160.000 flóttamenn á 12 km2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.