Morgunblaðið - 30.07.1996, Side 10

Morgunblaðið - 30.07.1996, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Héraðsdómur Norð- urlands eystra Dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt rúmlega-þrítugan karlmann í fjögurra mánaða fang- elsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir kynferðisbrot. Jafnframt er ákærða gert að greiða allan sak- arkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sl. vetur komið óboðinn að nóttu til í herbergi konu, sest við rúmstokk hennar en hún lá þá á nærbuxum einum fata undir sæng, talað á klám- fenginn hátt til hennar, þrifíð í sæng- ina, strokið innanverð læri hennar og neitað að yfirgefa húsið umbeð- inn. Ákærði viðurkenndi fyrir dómi skýlaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök. —...♦ ♦ ♦--- Dagur-Tíminn Nýr ritstjóri ráðinn í dag GERT er ráð fyrir að á stjómarfundi í Dagsprenti sem haldinn verður í dag verði gengið frá ráðningu rit- stjóra sameinaðs dagblaðs, Dags- Tímans. Starfsfólk Dagsprents kom saman á fundi í gærmorgun þar sem einnig voni fulltrúar Fijálsrar fjölm- iðlunar. Á fundinum var farið yfir stöðu mála, en ekki var tilkynnt um nýjan ritstjóra blaðsins. Fram kom á fundinum að tveir einstaklingar væru inni í myndinni, en ekki væri ljóst hvor yrði fyrir valinu. Samkomulag hefur orðið um að fulltrúar Fijálsrar fjölmiðlunar ráði nýjan ritstjóra að blaðinu, en núver- andi stjórn Dagprents þurfí að sam- þykkja hann. Núverandi ritstjórar Dags eru bræðurnir Óskar Þór og Jóhann Ólafur Halldórssynir. Hlut- hafafundur hefur verið boðaður á fimmtudag þar sem m.a. verður lögð fram tillaga um að að auka hlutafé um helming, í 47 milljónir króna. Samkomulag hefur orðið um að Fijáls fjölmiðlun kaupi það hlutafé og eignist meirihluta í félaginu. Starfsfólk Dagprents hefur verið nokkuð uggandi, en það hefur lagt á sig mikla vinnu undanfarin ár við að rétta af hag félagsins. Hörður Blöndal framkvæmdastjóri sagði að ótti starfsfólk beindist fremur að því hvað yrði um Dag við sameininguna, en á fundinum í gær hefði áhersla verði lögð á að stefna blaðsins yrði áfram sú sama. Einn starfsmanna orðaði það svo að fólk væri vissulega dálítið hrætt um sameiningin yrði til að veikja stöðu Dags á Akureyri. (W/Hótel Harpa Akureyri Gisting við allra hæfi. Pú velur: Fjörið í miðbænum. Friðsældina í Kjarnaskógi eða lága verðið á gistiheimilinu Gulu villunni gegnt sundlauginni. Sími 461 1400. Morgunblaðið/Margrét Þóra MIKILL fjöldi heimsótti nýja skrifstofu Morgunblaðsins við formlega opnun síðastliðinn laugardag. Morgunblaðið/Kristján SYSTURNAR íris Eva, sem er 8 ára, og Halla Laufey, fjög- urra ára, drógu út nöfn 50 krakka sem skiluðu inn litaðri mynd af myndasöguhetjunum Gretti, Jóni og Odda. KRAKKARNIR fengu ís, blöðrur og límmiða. Skrifstofa Morgunblaðsins flutt í nýtt húsnæði Yfir tvö þúsund manns heimsóttu skrifstofuna YFIR TVÖ þúsund manns heim- sóttu nýja skrifstofu Morgun- blaðsins á Akureyri við formlega opnun hennar síðastliðinn laugardag. Skrifstofan er í ný- byggingu við Kaupvangsstræti 1, í miðbæ Akureyrar. Rúm tíu ár eru frá því Morgunblaðið opnaði skrifstofu á Akureyri og hefur starfsemin farið ört vaxandi frá þeim tíma. Nú starfa fimm manns á skrif- stofunni sem sjá um Akur- eyrarsíðu, sem birtist alla út- gáfudaga nema sunnudaga, dreifingu, auglýsingar og ýmis- legt annað. Fyrir nokkru var tekin upp sú nýbreytni að aka Morg- unblaðinu að næturlagi frá prentsmiðjunni í Reykjavík norður yfir heiðar, þannig að blaðið á að vera komið til áskrif- enda fyrir kl. 8 á morgnana og hafa áskrifendur tekið því fagn- andi. í tilefni dagsins var börnum boðið að skila inn litaðri mynd af myndasöguhetjunum Gretti, Jóni og Odda sem birtast í Myndasögum Moggans á hveij- um miðvikudegi og skiluðu 862 börn inn myndum. Systurnar íris Eva og Halla Laufey Hauksdætur voru fengnar til að draga út nöfn 50 heppinna krakka sem hlutu vinning, bíómiða fyrir tvo í Borg- arbíó auk þess sem hvert barn fékk ýmist íþróttatösku, bol með Gretti, húfu, vekjaraklukku eða svifdisk. Kynntu sér starfsemi blaðsins Flestir hafa þegar sótt vinn- inga sína en starfsmenn blaðsins munu hafa samband við þá sem enn eiga ósótta vinninga. Gestum var boðið að kynna sér starfsemi blaðsins og þá þjónustu sem þar er veitt. Boðið var upp á ís, kaffi og kransakökur og börnin fengu blöðrur og límmiða. O.PNUM F.I'TIR 3 DAGA................... oUB Fyrirlestur um Jakob for- lagatrúar FRIÐRIK Rafnsson heldur fyrirlest- ur í Deiglunni í kvöld, þriðjudags- kvöldið 30. júlí kl. 20.30 um Jakob forlagatrúar eftir Dcnis Diderot, en bókin kemur út í þýðingu hans í haust. Jakob forlagatrúar er annað af tveimur þekktustu skemmtiverkum franskra upplýsingabókmennta, en hitt er Birtingur eftir Voltaire. Bæði verkin fjalla um tilgang og eðli mannsins og hafa heimspekileg- an undirtón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.