Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 11
 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson NÝJA kirkjan í Reykholti sem var vígð á sunnudag. Ný kirkja vígð í Reykholti á sunnudag Um sexhundruð manns sóttu athöfnina Sólbyrgi, Reykholtsdal - Ný kirkja var vígð í Reykholti í Borg- arfirði á sunnudag en þar á staðn- um hefur verið kirkja frá því skömmu eftir árið 1000. Á milli fimm- og sexhundruð manns voru viðstaddir vígsluna. Athöfnin hófst í Gömlukirkju með því að sunginn var sálmurinn „Guðs kirkja er byggð á bjargi". Lesinn var 84. Davíðssálmur, flutt bæn og stutt ræða, þar sem vígslu- biskup afhenti sóknarnefnd húsið til umráða. Síðan var prósessía til nýrrar kirkju. Vígslubiskup, herra Sigurður Sigurðarson í Skálholti, vígði hina nýju kirkju. Kórar Reykholts- og Hvanneyrarsóknar sungu. Organ- istar voru Bjarni Guðráðsson og Haukur Guðlaugsson. Söngstjóri var Bjarni Guðráðsson. Að lokinni vígslu var gestum boðið að þiggja veitingar í kjallara kirkjunnar, í boði sóknarnefndar. Eftir kaffi var samkoma í nýju kirkjunni; þar voru ávörp flutt. Guðlaugur Óskarsson, formaður sóknarnefndar, þakkaði einstakl- ingum innan sóknar og utan fjár- framlög og sjálfboðavinnu. Hönn- uðum og öllum iðnaðarmönnum þakkaði hann einnig þeirra alúð sem þeir hefðu lagt í verk sín, byggingarnefnd óbilandi elju og áhuga formanns hennar, Bjarna Guðráðssonar í Nesi og konu hans Sigrúnar Einarsdóttur sem hefði verið honum ómetanleg stoð. Einn- ig þakkaði hann sóknarpresti, séra Geir Waage og konu hans Dagnýju Emilsdóttur margþættan stuðning þéirra allan tíma verksins, öllu tón- iistarfólki og vígslubiskupi fyrir vígslu hinnar nýju kirkju. Gleðidagur Diðrik Jóhannsson á Hvanneyri færði kirkjunni Vejsenhus-biblíu frá 1747 að gjöf. Stefán Ólafsson byggingameistari og menn hans færðu kirkjunni bakstursdósir úr silfri. Ingibjörg Pálmadóttir flutti heillaóskir frá þingmönnum Vest- urlands og sagði þennan dag mik- inn gleðidag og að góður andi væri í hinni nýju kirkju. Sérstak- lega þakkaði hún Bjarna Guðráðs- syni hans framlag, hvort væri til byggingar eða til tónlistarflutnings sem svo fagurlega hljómaði í kirkj- unni. Séra Björn Jónsson prófastur á Akranesi sagði í sinni ræðu að þaðværi hér sem hendur hefðu lyft bjargi og hér stæði fögur og stíl- hrein bygging og að turninn sem benti upp til drottins gæti einnig EFTIR að gamla kirkjan hafði verið afhelguð var prósessía til nýrrar kirkju. BJARNI Guðráðsson, formaður byggingarnefndar Reykholts- kirkju, Andrés Narfi Andrésson, arkitekt, sr. Geir Waage, sóknarprestur og herra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, sungu Te Deum við vígsluna. verið ritblý Snorra Sturlusonar. Að lokum tilkynnti hann að Hér- aðsnefnd Borgarfjarðar og Mýra- sýslu hefði ákveðið að gefa kirkj- unni hátíðarhökul. Séra Brynjólfur Gíslason sókn- arprestur í Stafholti færði kirkj- unni, fyrir hönd Hallgrímsdeildar prestafélags íslands, biblíu að gjöf. Ýmsar góðar gjafir, fjárframlög og gripir hafa kirkjunni verið gefn- ar á undanförnum árum. Að lokum þakkaði Guðlaugur Óskarsson öllum þeiin sem fluttu ávörp og gáfu góðar gjafir og sagði „þær eru okkur dýrmætar, dýr- mætar vegna þess hveijar þær eru og þó ekki síður fyrir það að sú vinátta sem bundin er góðri gjöf er eitt það dýrmætasta sem hver og einn getur átt í sjóði“. Kirkja í þúsund ár Kirkja hefur verið á Reykholti frá því skömmu eftir árið 1000 en Gamlakirkja í Reykholti var reist 1887. Það var á hvítasunnudag 1988 að biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, tók fyrstu pálsstunguna að Reykholts- kirkju og Snorrastofu. Arkitekt er Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins _og byggingameistari er Stefán Ólafsson á Litlu-Brekku. Reykholtsmáldagi er elsta skjal sem varðveitt er í frumriti á nor- rænu máli á íslandi. Elsti hluti hans mun vera frá því um 1150 en yngri hlutarnir frá 13. öld. Greinir hann eignir og réttindi kirkju á staðnum. Þar á kann að vera rithönd Snorra Sturlusonar. ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 11 MorgunblaðiðTheodór BÖRN Friðriks Þorvaldssonar og Helgu G. Ólafsdóttur við minnismerkið, frá vinstri: Jónas Gunnar, Þorvaldur Thor, Eð- varð, Guðmundur, Ólafur Helgi og Elsa. Aldarminning Friðriks Þorvaldssonar Minnismerki af- hjúpað 1 Borgamesi Borgarnesi - Minnismerki um Frið- rik Þorvaldsson var nýverið afhjúpað í Skallagrímsgarði í Borgarnesi að viðstöddum ættingjum hans og íjölda Borgnesinga. í ávarpi sínu við athöfnina sagði Guðmundur Guðmarsson forseti bæj- arstjórnar Borgarness meðal annars; „Ég vil fyrir hönd bæjarstjómar Borgarbyggðar þakka aðstandend- um Friðriks Þorvaldssonar fyrir að standa að því að koma hér upp minn- ismerki um hann, nú þegar eru rétt um 100 ár frá fæðingu hans. Friðrik Þorvaldsson flutti hingað um 1920 og bjó hér fram á sjötta áratuginn. Lengst af var hann starfsmaður Skallagríms hf. og sá um afgreiðslu skipa við Borgarneshöfn. Hann tók virkan þátt í félagslífi, sat í.hrepps- nefnd, var formaður ungmennafé- lagsins, organisti við kirkjuna á Borg, stundaði garðrækt og tijárækt og ýmislegt fleira sem má minnast hans fyrir. Friðrik Þorvaldsson var eldhugi sem gekk ótrauður fram við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Hann átti sér lengi þann draum að brúa Hvalfjörð og skrifaði margar greinar um það efni og afl- aði sér margvíslegrar upplýsinga. Þessi draumur hans lifði með honum alla tíð. Hann lifði það að sjá Borgar- Qorð bniaðan áður en hann lést árið 1983. Á meðan hann bjó hér og var félagi og stjómarmaður í ungmenna- félaginu Skallagrími í Borgarnesi beitti hann sér fyrir því að tijágróðri var plantað hér sem við stöndum nú og lagði þannig grundvöllinn að þeim Skallagrímsgarði sem við þekkjum í dag. Það er nauðsynlegt fyrir okkur sem hér búum, það er hollt fyrir okk- ur líka, að minnast þess manns sem gerði þetta, minnast hans með þakk- læti. Það er enginn staður betur við hæfi fyrir þetta minnismerki en ein- mitt hér í Skallagrímsgarðinum sem varð til fyrir hans tilstuðlan og í næsta nágrenni við hús það sem hann bjó lengst af í meðan hann var hér. Ég flyt ykkur kærar kveðjur og þakkir, aðstandendur Friðriks Þorvaldssonar." Eftir ávarp forseta bæjarstjórnar og afhjúpun minnismerkisins stigu fram nokkrar síungar ungmennafé- lagskonur, sumar reyndar rétt rúm- lega áttræðar, og sungu nokkur ætt- jarðarlög. Nokkrar af þessum síungu konum plöntuðu reyndar fyrstu trjánum í Skallagrímsgarðinum með Friðriki Þorvaldssyni á sínum tíma. ÞÆR tóku sig til og sungu ættjarðarlijg að sönnum ungmennafé- lagssið. Frá vinstri, Olína Gísladóttir, Oddný Þorkelsdóttir, Ragney Eggertsdóttir, Ragnheiður Ásmundsdóttir, Freyja Bjarnadóttir, Anna Þórarinsdóttir og Guðrún Daníelsdóttir. Arleg íþróttahátíð haldin á Flateyri Flateyri - Að þessu sinni kom það í hlut Flateyrar að halda íþrótta- hátíð sem haldin hefur verið ýmist á Suðureyri eða Þingeyri. Hér er um að ræða íþróttahátíð yngri aldursflokka grunnskólabarna, Keppt. var í ýmsum greinum frjáls- íþrótta, 100 m og 400 m hlaupi, spjótkasti, hástökki, langstökki, kúluvarpi o.fl. Hátíðina sóttu börn úr nálægum sveitarfélögum og síð- an var att kappi. Það var ekki laust við að áhrifa Ólympíuleikanna gætti í keppnisskapi þátttakenda. Hinir sem ekki tóku þátt, þ.e. for- eldrar og allra smæsta kynslóðin, hvöttu óspart sína aðila. Morgunblaðið/Egill Egilsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.