Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Um 200 fyrirtæki og stofnanir stunda pappírslaus viðskipti Vilja samstarf við bankana HAGSMUNAFÉLÖG um papp- írslaus viðskipti hafa skorað á viðskiptabankana að gefa við- skiptavinum sínum kost á stöðl- uðum pappírslausum viðskipt- um. Um 200 fyrirtæki og stofn- anir hérlendis stunda nú slík við- skipti að einhveiju marki. Mikil þróun hefur orðið á þessu sviði hérlendis, sérstak- lega hvað varðar stöðlun papp- írslausra viðskipta. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa nýtt sér þessa hagræðingu í viðskipt- um og má þar nefna tollyfirvöld, innflytjendur, farmflytjendur og kaupendur og seljendur vöru. Gamla tollskýrslan hverfur í nýsamþykktum tollalögum er skýrt kveðið á um að frá og með 1. janúar árið 2000 verði einungis hægt að tollafgreiða vöru með pappírslausum sam- skiptum samkvæmt hinum al- þjóðlega EDIFACT-staðli. Því mun tollskýrslan, eins og margir þekkja hana nú, heyra sögunni til sem pappírseyðublað. Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri EDI-félags- ins, og ICEPRO, samstarfs- nefndar um skjalalaus viðskipti milli tölva, segir að með sam- þykkt tollalaganna hafi Alþingi markað skýra stefnu um papp- írslaus viðskipti. „Lagasetningin er til marks um hvernig þessi viðskiptamáti er að ryðja sér til rúms. En það er nauðsynlegt að stuðla áfram að þeirri hagræð- ingu, sem felst í pappírslausum viðskiptum af þessu tagi og við teljum að nú sé komið að bönk- unum. EDI-félagið og ICEPRO hafa skorað á forsvarsmenn í íslensku bankakerfi að beita sér fyrir því að viðskiptavinir bank- anna geti sem fyrst hafið við- skipti með pappírslausum við- skiptum, sem byggi á ED- IFACT-staðlinum. Reiknistofa bankanna hefur lýst sig reiðu- búna til samstarfs og hefur þeg- ar unnið mikla undirbúnings- vinnu vegna þessa. Bankarnir eru að einhveiju marki farnir að huga að þessu og erum við að vonast til að þeir fari undan- tekningarlaust að bjóða við- skiptavinum sínum að eiga við- skipti við sig samkvæmt þessum alþjóðlega staðli. Gífurleg hagræðing í beinu framhaldi af því er ljóst að forsvarsmenn fyrirtækj- anna muni krefjast þess af skatt- yfirvöldum að hægt sé að nota þennan samskiptamáta við þau. Það með væri náð fram gífur- legri hagræðingu fyrir alla, sem málið snertir,“ segir Jakob Fal- ur. Islandsbanki opnar Heimabanka á alnetinu ÍSLANDSBANKI hefur opnað fyrir aðgang að Heimabanka sínum í gegnum alnetið, fyrstur íslenskra banka. Þeir notendur sem hafa að- gang að reikningum sínum í gegn- um Heimabankann geta því skoðað yfirlit yfir reikninga sína, kredit- kortafærslur og nálgast aðrar upp- lýsingar sem þar er að finna, á al- netinu. Fyrst um sinn verður hins vegar ekki hægt að millifæra eða fram- kvæma neinar aðrar fjárhagslegar færslur í gegnum alnetið, að sögn Hilmars Gunnarssonar hjá Islands- banka. Hann segir að þessi hluti þjónustunnar hafi verið tilbúinn og því hafi verið talið rétt að opna fyrir hana í fyrstu og sjá hvernig viðskiptavinir bankans myndu bregðast við henni. Hins vegar sé unnið að því að koma upp fullri þjónustu í gengum alnetið og verði hún tilbúin innan skamms. Oryggi á að vera tryggt Öryggi alnetsins hefur verið mjög til umræðu að undanförnu, og hefur fólk m.a. verið varað við því að setja kreditkortanúmer sín þar inn, þar sem hætta sé á því að þau komist í rangar hendur. Hilmar segir að sá öryggisútbún- aður sem notaður sé í Heimabank- anum sé mjög góður og eigi að tryggja að ekki sé hægt að bijótast inn í bankann eða stela lykilorðum notenda. Notast sé við helstu örygg- isforrit sem notuð séu á alnetinu. Raunar er fjallað sérstaklega um öryggisþáttinn á heimasíðu Heima- bankans. Þar kemur m.a. fram að mjög náið verði fylgst með þeim sem komi þar inn og ef einhver reyni að brjótast inn í tölvukerfi bankans verði hans strax vart. Tek- ið er fram að harkalega verði brugð- ist við slíkum innbrotstilraunum og megi þeir sem það reyni búast við málssókn. Heimasíðan opnaði í gær og seg- ir Hilmar að töluverð umferð hafi verið inn á hana. Slóðin á heimasíðu Islandsbanka er http://www.isbank.is/ Núverandi notendur Heimabankans þurfa þó fyrst að fara inn í Heimabankann með hefðbundnum hætti til þess að skrá sig sem notendur á alnetinu. 6,5 % 6,0 Ávöxtunarkrafa húsbréfa ojg spariskírteina á Verðbréfaþingi Islands 5.5 5,0 4.5 4,0 HÚSBRÉF[h? J SPARISKÍRTEINI ■ 3-5 ára fl. 1994 1995 1996 J FMAMJ JÁS0NDJ FMAMJ JAS0NDJ FMAMJ J Meðalvextir vísitölubundinna útlána banka 9,0 % 8,6 8.4 8,2 8,0 7,8 7,6 7.4 7,2 7,0 k^ // // II f 1994 1995 1996 J FMAMJ JAS0NDJ FMAMJ JAS0NDJ FMAMJ J Tekjur ríkissjóðs jukust samhliða minni lánsfjárþörf á fyrri árshelmingi þessa árs Skiptar skoðanir um vaxtaþróun íkjölfarið EKKI eru allir á einu máli um hvort auknar tekjur ríkissjóðs og minni lánsfjárþörf muni hafa áhrif til vaxtalækkana á næstunni. Eins og fram kom í fréttum Morgunblaðsins í síðustu viku jukust tekjur ríkissjóðs um 15% á fyrri helmingi þessa árs og var halli af rekstri hans mun minni en ráð hafði verið fyrir gert. Lýsti Friðrik Soph- usson, fjármálaráðherra, því yfír í tilefni þessa að minni lánsíjárþörf ríkissjóðs væri til þess fallin að koma á meira jafnvægi á lánsfjármark- aði og stuðla að vaxtalækkunum. Þeir aðilar sem Morgunblaðið ræddi við á verðbréfamarkaði í síðustu viku eru þó ekki á einu máli um hver þróunin verði á næstunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa vextir farið hækkandi að undanförnu eftir miklar vaxtalækkanir sl. vor. Þannig hefur ávöxtunar- krafa húsbréfa hækkað um 0,15-0,17% frá því sem lægst var og svipuð hækkun hefur átt sér stað á ávöxtunarkröfu spariskírteina. Margt bendir til vaxtalækkana Davíð Björnsson, deildarstjóri hjá Landsbréf- um, segir að flestir telji að lánsfjárþörf ríkis- sjóðs verði lítil það sem eftir lifí þessa árs og minnki jafnvel enn meira á því næsta. Því séu í það minnsta ekki líkur á því að vextir muni hækka héðan af. „Sú vaxtahækkun sem menn voru að búast við á síðari hluta ársins virðist því vera komin fram að fullu núna,“ segir Davíð. „Menn eru hins vegar mjög varfærnir varð- andi framhaldið. Auðvitað ætti þetta að geta þýtt að vextir geti lækkað eitthvað á komandi mánuðum, t.a.m. þegar lánsfjárlög verða lögð fram. Hins vegar hefur enginn treyst sér til að fullyrða neitt um það. Eins og er virðist vera ágætt jafnvægi á markaðnum. Hins vegar er vitað að það er mik- ið fé til staðar á skammtímamarkaði og því er það spurning hvað gerist þegar þetta fé leitar hugsanlega af skammtímamarkaði aftur. Maður veit svo sem ekkert um það en það er margt sem bendir til þess að þá ættu langtímavextir að lækka frekar en hitt.“ Ólafur Örn Ingólfsson, forstöðumaður fjár- reiðudeildar Landsbankans, segir að þar sem ríkissjóður sé mjög ráðandi aðili á ljármagns- markaði þá ætti betri afkoma og minnkandi láns- fjárþörf hans frekar að ýta undir lækkanir en hitt. í það minnsta sé allt tal um vaxtahækkan- ir út í hött. „Við sjáum frekar teikn á lofti um lækkun heldur en hækkun.“ Engar forsendur til vaxtalækkana Siguijón Árnason, forstöðumaður hagfræði- og áætlanadeildar Búnaðarbankans, segist hins vegar frekar reikna með því að vextir muni fara upp á við á næstunni. „Við erum þó ekki að fara að hækka vexti. Við fylgdum síðustu lækk- unum ekki alveg eftir, enda töldum við að þær héídu í mjög takmarkaðan tíma. Ég met það þannig að vextir muni frekar þokast eitthvað upp á við. í fyrsta lagi finna allir fyrir þeim þenslueinkennum sem eru í þjóð- félaginu í dag. I öðru lagi er ekki gert ráð fyrir því að halli ríkissjóðs verði minni en reiknað var með í fjárlögum, þrátt fyrir að tekjurnar hafí aukist. Lánsfjárþörf ríkissjóðs ætti því að verða svip- uð í ár og ráð var fyrir gert. Auk þess fékk ríkis- sjóður minna til baka í innlausninni heldur en nam þeim 17 milljörðum sem komu til innlausn- ar. Þar vantaði 5 milljarða upp á. Hluti þess verður væntanlega fjármagnaður með erlendum lánum, en hugsanlega mun ríkis- sjóður sækja eitthvað meira inn á innlendan lánsfjármarkað. Ég sé því ekki neina vaxtalækk- un í spilunum á næstunni. Hins vegar yrði held- ur ekki um neina verulega hækkun að ræða,“ segir Siguijón. Vextir vísitölubundinna útlána hafa setið eftir í síðasta tölublaði Hagvísa, sem Þjóðhags- stofnun gefur út, er vakin athygli á því að meðal- vextir af vísitölubundnum útlánum hafi ekki fylgt eftir lækkun á ávöxtunarkröfu spariskír- teina, þrátt fyrir að hafa hækkað verulega í maí 1995 í kjölfar þess að ávöxtunarkrafa spari- skírteina hækkaði. Ólafur segir að ávöxtunarkrafa spariskírteina hafi að vísu hækkað lítillega á nýjan leik, en hins vegar hafi engar ákvarðanir verið teknar um þessi mál. „Ég held að menn muni skoða þetta í kringum þessa opinberu vaxtabreytingar- daga. Hins vegar gildir það um vexti í dag eins og aðra vöru að ef þú selur hana ekki þá þarftu að endurskoða verðið. Við erum líka komnir í allt annað umhverfi í dag. Það þarf engan þrýsting á bankana til þess að þeir lækki vextina. Menn verða einfald- lega að fylgja þróun markaðarins eða sitja eftir.“ Siguijón bendir á að hér sé verið að tala um meðalvexti þessara lána og ekki megi gleyma þeirri þróun sem verið hafi á lánsfjármarkaði að undanförnu. Þannig hafi stærri fyrirtæki verið að fjármagna sig í auknum mæli sjálf á markaði í stað þess að fara í gegnum bankana. „Þarna er um að ræða stærri viðskiptavini sem hlotið hafa hvað hagstæðustu kjörin. Það er því ekki -óeðlilegt þó að meðalvextir haldist uppi þegar þessum viðskiptavinum fer fækkandi." Vextir og hlutabréf þokast upp LANGTÍMAVEXTIR hafa haldið áfram að þokast upp á verðbréfamarkaði og var ávöxtunarkrafa húsbréfa komin í 5,6% hjá Landsbréfum í gær samanborið við 5,57% á föstudag. Hefur krafan nú hækkað um 22 punkta frá því í júní þegar hún varð lægst 5,38%. Þá hækkuðu hlutabréf á Verðbréfaþingi og Opna til- boðsmarkaðnum umtalsvert á ný í verði í gær eftir lækkanir í síðustu viku. Mesta athygli vekur tæplega 15% hækkun á gengi hlutabréfa í Haraldi Böðvarssyni í gær og má ugg- Iaust rekja hana til frétta um að fyrirtækið eigi í viðræðum við þijú önnur sjávarútvegs- fyrirtæki um sameiningu. Var gengi bréfanna komið í 4,75 við lokun markaða samanborið við 4,14 á föstudag. Þingvísitala hækkar um 0,9% Þá hækkuðu hlutabréf í Eimskip, Flugleiðum, ís- landsbanka og Eignarhalds- félaginu Alþýðubankanum, svo dæmi séu tekin. Þessar hækkanir ollu því að þingvísitala hlutabréfa hækk- aði um 0,92% og fór aftur yfir 2 þúsund stig. Nemur hækkun vísitölunnar nú 45,09% frá áramótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.