Morgunblaðið - 30.07.1996, Side 19

Morgunblaðið - 30.07.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 19 ERLENT 1»STUTT Lúkashenko Mask- hadov sýnt bana- tilræði ÓÞEKKTIR menn hófu í gær skothríð á bifreið Aslans Maskhadovs, yfirmanns hers tsjetsjenskra aðskilnaðar- sinna, nálægt þorpi í suðaust- urhluta Tsjetsjníju. Mask- hadov sakaði ekki en einn líf- varða hans særðist. Ekki var vitað hvort rússneskir her- menn, tsjetsjenskir banda- menn Rússa eða andstæðingar Maskhadovs meðal aðskilnað- arsinna hefðu gert árásina. Lúkashenko bannar mótmæli ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, kvaðst í gær ætla að banna alla mótmæla- fundi á upp- skerutím- anum. Hann sagði að til- raunir til að koma hon- um frá yrðu ekki liðnar og kvaðst ætla að gegna for- setaembættinu í tvö kjörtíma- bil til viðbótar. Hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir samninginn um nánari sam- vinnu við Rússa. Bakteríuleit hætt í Japan HEILBRIGÐISYFIRV ÖLD í Japan sögðust í gær hafa ákveðið að hætta tilraunum til að finna 0-157 bakteríuna í skólamáltíðum eftir að rann- sókn á 1.500 matarsýnum bar ekki árangur. Alls hafa sjö manns látið iífið og 9.000 veikst af völdum bakteríunnar, þar af 6.500 skóiabörn í hafn- arborginni Sakai. Ákveðið var að gefa fólki, sem fékk bakter- íuna en hefur ekki veikst, sýklalyf en sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni nokkurra sér- fræðinga, sem segja að þótt lyfin drepi bakteríuna geti meðferðin leyst úr læðingi eit- urefni, sem bakterían mynd- aði, og orðið fólkinu að bana. Oeirðir í Jakarta SKRIFSTOFUM, bönkum og verslunum var lokað í Jakarta vegna sprengjuhótana í gær eftir mestu óéirðir í borginni í 20 ár. Óeirðirnar hófust á laugardag eftir að lögreglan réðst inn í höfuðstöðvar Lýð- ræðisflokks Indónesíu. Þrír menn biðu bana, 54 særðust og 249 voru handteknir. Kiszczak sýknaður DÓMSTÓLL í Varsjá sýknaði í gær Czeslaw Kiszczak, inn- anríkisráðherra Póllands á valdatíma kommúnista, af ákærum um að hafa heimilað lögreglunni að skjóta á kola- námamenn sem efndu til mót- mæla nálægt Katowice árið 1981. Níu námamenn biðu bana í árásinni og 25 særðust. Misheppnað tilræði við Saddam Irakar skella skuldinni á CIA Kúveit. Reuter. EINN af leiðtogum stjórnarand- stöðunnar í írak sagði í gær, að yfirvöld í írak hefðu komið í veg fyrir tilraun til að steypa Saddam Hussein íraksforseta af stóli vegna mistaka CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Mohammad Bager al-Hakim, sem er í útlegð í Iran og forseti æðstaráðs íslömsku byltingarinn- ar, sagði í viðtali við kúveiska dagbiaðið al-Rai al-Aam, að allt að 30 foringjar í íraska Lýðveldis- verðinum hefðu verið líflátnir eftir að upp komst um samsærið. Tala um samsæri „Bandaríkjastjórn í samvinnu við stjórnvöld í Jórdaníu og annað arabaríki lögðu á ráðin um breytta skipan mála í írak en yfirvöld þar komust að því og kæfðu tilraunina í fæðingu," sagði Hakim í viðtal- inu, sem var tekið í Teheran. ísraelska ríkissjónvarpið sagði sl. fimmtudag, að Saddam hefði komist naumlega lífs af þegar sprengja sprakk í einni af höllum hans fyrr í þess- um mánuði en ekki hefur tekist að fá þá frétt staðfesta. 150 handteknir Hakim sagði, að bandaríska leyniþjónustan hefði ekki staðið sig í stykkinu og með þeim afleiðingum, að um 150 foringjar í Lýðveldisverðinum hefðu verið handteknir og allt að 30 líflátnir. Sakaði Hakim CIA um að gæta aðeins sinna hagsmuna og skeyta engu um örlög þeirra, sem með henni störfuðu. Hakim sagði ekki hvetjir hefðu staðið að tilrauninni til að steypa Saddam en blaðið hafði eftir öðr- um heimildum, að CIA hefði greitt Iyad al-Alawi, leiðtoga „sam- starfshóps" íraskra stjórnarand- stæðinga, fimm milljónir dollara, um 330 millj. ísl. kr., fyrir að skipuleggja hana. Búrúndí Buyoya sver hófsama stefnu Hujumbura, Genf. Reuter. PIERRE Buyoya, leiðtogi herfor- ingjastjórnarinnar sem tók völdin í Búrúndí sl. fimmtudag, lýsti því yfir um helgina, að brottrekstri flótta- manna af hútú-ættbálki yfir landa- mærin til Rúanda yrði hætt. Vest- rænum sendimönnum sagði Buyoya í gær, að aðgerðirnar sem herinn hefði gripið til væru aliar til þess ætlaðar að stöðva drápin sem lát- laust hefðu átt sér. „Ríkisstjórnin mun virða alþjóða- lög, þar með talið vernd flóttamanna á okkar landssvæði," sagði Buyoya. Hann sagði sig sjálfan aðeins vera tímabundinn ieiðtoga landsins þar til takast muni að setja upp þjóð- stjórn allra „friðelskandi Búrúndí- manna“. Talið er að með þessum yfirlýsingum vilji Buyoya sefa gagn- rýnisraddir alþjóðasamfélagsins gegn stjórn sinni og minnka hættuna á að erlendur herafli verði sendur inn í landið. Stjórnmálaskýrendur segja að nokkur stuðningur frá hútú-mönnum sé nauðsynlegur, vilji herforingja- stjórn Buyoyas eiga frekari lífslíkur. Um 85 af hundraði íbúa Búrúndí eru af hútú-ættbálki, tútsar hafa hins vegar frá fornu fari tögi og hagldir í stjórnkerfi og her landsins. Leonard Nyangoma, leiðtogi Þjóð- arráðsins til verndar lýðræðinu (CNDD), sem eru ein helztu stjórn- málasamtök hútú-manna, endurtók hins vegar hótanir um að skæruliðar hútú-manna myndu gera allt sem í þeirra vaidi stæði til að steypa her- stjórninni. Hann hvatti þó lands- menn sína til að sýna stillingu og „úthella ekki blóði nágranna" sinna. Fregnir bárust í gær af átökum stríðandi fylkinga í Mið-Búrúndí. Leiðtogar Afríkuríkja ætla að taka ákvörðun um samræmd við- brögð við valdaráninu á fundi i Arus- ha í N- Tanzaníu á miðvikudag, en Samtök Afríkuríkja höfðu áður boð- izt til að leggja til hermenn til frið- argæzlu í Búrúndí, að því gefnu að hin velmegnandi ríki borgi brúsann. Móttaka 500 þúsund flóttamanna undirbúin Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) tilkynnti í Genf í gær, að hún héldi áfram starfsemi sinni í Búrúndi. Jafnframt væri ver- ið að ganga frá neyðaráætlunum, sem skipulegðu viðtöku allt að 500.000 flóttamanna frá Búrúndí. Nú þegar eru um tvær milljónir flóttamanna frá Rúanda og Búrúndí í flóttamannabúðum í nágrannaríkj- unum Tanzaníu og Zaíre. TJÖLO v allt sem þú þarft... TjÖLD verð frá 4.900.- Cydlst SVEFNPOKAR verð frá 3.900.- Swift 400 2 manna göngutjald 3,1 kg. Kr. 9.900,- Adventuro ISO ■ I5°C I 2,1 kg. Áður 6.200,- nú 3.900.- Swallow 350 kúlu fjölskyldutjaíc með tvelmur inngöngum. Kr. 19.900.- Puffin spplanc loygahimni 5 nianna * Áður kr. 31.900,- nú 26.000.- ■I0°C 1.8 kg. Verð 4.900 Ultralito ISOO Vango manna kúlutjald, mjög stöðugt 3,4 kg. Kr. 9.900.- Hiker Dome útlvlstarbúnnður Dallas hi 4 mafi Eltt það vandaðasta Kr. 65.000.- Adventu IOO -IO°Cf 1,5 kg. Léttur göngusvefnpoki MP 350 2 mann _____ 3,4 kg. Kr. 579ÖÍT Ferðasett -15° 2,0 kg. _ Vandaður og þægllegur alhliða ivefnpokl Verð 8.560.- 2 stólar, 2 kollar og borð Áður 5.600 nú 3.990 3 manna ' kúlutjald 3,4 kg. Áður kr. 8.900.- nú kr. 7.600.- Opifl á finrimtudagskvöldum til kl.21 oo ...þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík S. 51 I 2200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.