Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Sprengjutilræðið í Atlanta fordæmt um allan heim
Grunur beinist
✓ .
að bandarískum
öfgahópum
ENGINN hefur enn lýst yfir ábyrgð
á sprengjutilræðinu í Ólympíugarð-
inum í Atlanta, aðfaranótt laugar-
dagsins, en talsmenn bandarísku
alríkislögreglunnar, FBI, sögðust
vongóðir um að þeir myndu komast
að því hver hefði komið sprengjunni
fyrir. Ein kona lést er sprengjan
sprakk og 111 slösuðust. Þá fékk
tyrkneskur myndatökumaður
hjartaáfall og lést er hann hljóp á
vettvang til að taka myndir strax
eftir sprenginguna.
FBI hefur látið vinna teikningar
eftir lýsingum sjónarvotta af grun-
samlegum einstaklingum er voru á
kreiki í garðinum kvöldið sem
sprengjan sprakk. David Tubbs,
fulltrúi hjá FBI, sagði að margar
haldgóðar vísbendingar hefðu borist
og góðar líkur væru á að tilræðis-
maðurinn myndi nást. Meðal annars
er talið að upptökur fjögurra örygg-
ismyndavéla í garðinum kunni að
koma að góðu gagni við rannsókn-
ina. Að sögn FBI er enn ekki vitað
hvort að hópur eða einstaklingur
hafi staðið að sprengingunni.
Ólympíugarður opnaður í dag
Ólympíugarðurinn hefur verið
lokaður almenningi frá því á laugar-
dag og hafa sérfræðingar fínkembt
garðinn í leit að fleiri sprengjum
og sönnunargögnum. Til stendur
að opna hann á ný í dag en öryggis-
gæsla í honum verður tvöfölduð.
Gestir geta átt von á því að leitað
verði í handtöskum þeirra, lögreglu-
mönnum í garðinum verður fjölgað
og málmleitartækjum komið upp á
þeim stöðum þar sem gengið er inn
í hann.
Lögreglan segist sannfærð um
að hvítur Bandaríkjamaður beri
ábyrgð á tilræðinu og að hann sé
sami maðurinn og hringdi inn til-
kynningu um sprengjuna átján mín-
útum áður en að hún sprakk. Sím-
talið kom frá sjálfsala fýrir utan
Days Inn-hótel í miðborg Atlanta,
skammt frá Ólympíugarðinum.
Síminn hefur verið sendur til höfuð-
stöðva FBI í Virginíu til rannsókna.
Rétt viðbrögð
Beverly Harvard, yfirmaður lög-
reglunnar í Atlanta, hefur vísað á
bug fullyrðingum þess efnis að ekki
hafí verið brugðist nógu hratt við
sprengjuhótuninni. Hún segir að
SPRENGJULEIT.
farið hafi verið í einu og öllu eftir
þeim reglum er giltu í tilvikum sem
þessum, lögreglumaður hefði verið
sendur að símanum og haft var
samband við Iöggæslumenn í garð-
inum og sprengjusérfræðinga.
„Sá er hringdi greindi einungis
frá því að sprengja væri í garðinum
án þess að greina nánar frá því
hvar,“ sagði Harvard.
Konan, er lét lífið er sprengjan
sprakk, hét Alice Hawthome. Hún
var 44 ára gömul og kom frá borg-
inni Albany í Georgíu. Hún hafði
heimsótt Atlanta sem ferðamaður
ásamt fjórtán ára dóttur sinni sem
særðist í sprengingunni. Tyrkneski
kvikmyndatökumaðurinn er lét lífið
hét Melih Uzunyol. Hann fékk
hjartaáfall er hann hljóp á vettvang
eftir að sprengjan sprakk.
Tíu hinna særðu voru lögreglu-
menn er höfðu byrjað að rýma
svæðið tveimur til þremur mínútum
áður en sprengingin varð.
Sprengjan sjálf var að sögn sér-
fræðinga einföld rörasprengja,
framleidd úr hlutum, sem hægt er
að kaupa í öllum bandarískum
byggingavöruverslunum. Þremur
slíkum sprengjum, fylltum af byssu-
púðri, nöglum og skrúfum hafði
verið komið fyrir í bakpoka í garðin-
um. Er talið að eitt til þijú kíló af
sprengiefni hafi verið í rörunum.
Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN
greindi frá því um helgina að tíma-
búnaður hefði verið á sprengjunni.
Þótt rörasprengjur byggi á ein-
faldri tækni geta þær valdið miklum
skaða og tjóni, ekki síst ef þær eru
fylltar af málmhlutum, líkt og
sprengjan í Atlanta.
Þykir sprengjan benda til að ekki
hafí verið um alþjóðlega hryðju-
verkamenn að ræða þó að það hafi
enn ekki verið útilokað.
Ofgahópar hafa notað
rörasprengjur
Mörg dæmi eru um það að banda-
rískir öfgahópar, m.a. í Georgíu,
noti sprengjur af þessu tagi. Hefur
þar ekki slst verið um að ræða
hópa kynþáttahatara og pólitískra
öfgamanna, áþekkum þeim er stóðu
að sprengjutilræðinu í Oklahoma-
borg á síðasta ári. Sérfræðingar
segja að fjöldi slíkra hópa, ekki síst
I Georgíu, hafi margfaldast í kjölfar
Oklahoma-tilræðisins.
í apríl handtók lögreglan þijá
menn, skammt frá Atlanta, er lágu
undir grun um að undirbúa tilræði
á Ólympíuleikunum. Meðal þess
sem fannst á vettvangi voru röra-
sprengjur. I skýrslu var þeirri kenn-
ingu slegið fram að verið væri að
hlaða upp birgðir af rörasprengjum
til að nota á Ólympíuleikunum
Sprengingin hefur ekki orðið til
að raska framkvæmd leikanna að
öðru leyti nema hvað að einstaka
tafir hafa orðið í samgöngumálum
vegna herts öryggiseftirlits og
sprengjuleitar. Tugir sprengjuhót-
ana hafa borist eftir sprenginguna
á laugardag en þær hafa ekki
reynst á rökum reistar.
Öryggisgæsla hefur verið mjög
umfangsmikil í Atlanta frá því að
leikarnir hófust og er um umfangs-
mesta öryggisviðbúnað í sögu
Bandaríkjanna að ræða. 30 þúsund
lögreglumenn, hermenn og vakt-
menn frá einkafyrirtækjum eiga að
tryggja öryggi gesta og þátttak-
enda og hafa yfirvöld margsinnis
lýst því yfir að Atlanta eigi að vera
öruggasti staður í heimi þá daga
er leikarnir standa. Gæslan var hins
vegar ekki nærri jafn umfangsmik-
il í Ólympíugarðinum og í sjálfu
Ólympíuþorpinu og á keppnisstöð-
um og í raun eini vettvangur leik-
anna sem almenningur hafði óheft-
an aðgang að. Þá hefur það torveld-
að gæslu að ieikarnir eru þeir um-
fangsmestu til þessa.
Þrátt fyrir hinn mikla viðbúnað
hafa ýmsar gloppur komið í ljós.
Meðal annars tókst vopnuðum
manni að komast inn á ólympíuleik-
vanginn við opnun leikanna.
Morgunblaðið/Kristinn
LEITAÐ á manni morgnninn eftir sprenginguna.
Morgunblaðið/Kristinn
LÖGREGLUMENN leita sönnunargagna þar sem sprengjan
sprakk í Ólympíugarðinum.
Vekur upp minningar um
Miinchen
Öryggismál hafa ávallt verið of-
arlega á baugi á Ólympíuleikum
allt frá sumarleikunum í Munchen
árið 1972. Er leikarnir voru hálfn-
aðir tókst palestínskum hryðju-
verkamönnum úr samtökunum
Svarta september að komast inn í
Ólympíuþorpið og réðust inn í búðir
ísraela. Myrtu þeir tvo íþróttamenn
og tóku níu í gíslingu.
Kröfðust þeir þess að 200 palest-
ínskum föngum í ísraelskum fang-
elsum yrði sleppt úr haldi en stjórn-
völd I ísrael neituðu að verða við
kröfum þeirra. Þýsku lögreglunni
tókst að fá hiyðjuverkamennina til
að yfirgefa Olympíuþorpið en til
skotbardaga kom er sérsveitir
reyndu að frelsa gíslana. Féllu allir
gíslarnir, einn lögreglumaður og
fimm af átta hryðjuverkamönnum.
Þá líkt og nú var ákveðið að halda
leikunum áfram.
Atburðirnir í Munchen höfðu hins
vegar mikil áhrif á síðari Ólympíu-
leika og nú hafa yfirvöld í Sydney
í Ástralíu, þar sem næstu leikar
fara fram, lýst því yfir að öryggis-
gæsla verður stórhert á leikunum
árið 2000.
Franjois Carrard, framkvæmda-
stjóri Ólympíunefndarinnar, hefur
lýst því yfir að hann beri fyllsta
traust til skipulags öryggismála I
Atlanta. „Ólympíuhreyfingin hefur
í hundrað ára sögu sinni vanist því
að búa við heiminn eins og hann
er. Þessa dagana er heimurinn langt
frá því að vera fullkominn og ein-
kennist af slysum og hryðjuverk-
um,“ sagði Carrard.
Ráðamenn um allan heim hafa
um helgina fordæmt tilræðið í At-
lanta og heitið því að sameinast í
hertri baráttu gegn hryðjuverkum.
Bandarískir fjölmiðlar greina frá kenningum um afdrif TWA þotunnar
Sprengja í far-
angnrsrými sögð
orsök slyssins
Fréttum um
fall Aideeds
vísað á bug
Nairobi. Reuter.
ÚTVARPSSTÖÐ Mohameds Farah
Aideeds, stríðsherra í Sómalíu, vís-
aði á bug orðrómi um að hann hefði
fallið I átökum við andstæðinga sína
og sagði hann hafa flutt ávarp til
sómölsku þjóðarinnar á sunnudag.
Útvarpsstöðin hafði eftir Aideed
að fréttir um að hann hefði fallið
eða særst væru einskær „ósk-
hyggja" af hálfu óvina hans.
Engin ríkisstjórn hefur verið við
völd I Sómalíu frá því Mohamed Siad
Barre einræðisherra var steypt af
stóli árið 1991. Hann og Aideed
gera báðir tilkall til forsetaembættis-
ins.
Smithtown. Reuter.
SPRENGJA I fremra farangursrými
Boeing 747-100 þotu bandaríska
flugfélagsins Trans World Airways
(TWA) olli því að vélin sprakk
skömmu eftir flugtak frá Kennedy-
flugvelli I New York fyrir rúmri viku,
og hrapaði I Atlantshafíð. Með henni
fórust 230 manns.
Bandaríska sjónvarpsstöðin Cable
News Network (CNN) hafði þetta
eftir ónafngreindum heimildamönn-
um á sunnudag. Er haft eftir téðum
heimildamönnum, að þeir, sem rann-
saka orsakir flugslyssins, telji, að
sprengingin hafí brotið þotuna I
tvennt rétt framan við aðalvængina
og hafí hún flogið I tvennu lagi I
um 10 sekúndur áður en hún hrap-
aði. Það sé skýringin á því að tveir
deplar hafi sést á ratsjárskjám, að
því er sagði I frétt CNN.
Enn er leitað að líkum þeirra er
fórust með vélinni, og vísbendingum
um, hvað olli slysinu. Þeir, sem sinna
rannsókn málsins, hafa ekkert full-
yrt um, hvort sprengja eða flug-
skeyti hafi grandað vélinni, eða
hvort bilun hafí valdið slysinu.
Bandaríska dagblaðið The New York
Times greindi frá því á sunnudag,
að embættismenn telji, að yfirvöld
muni innan skamms, ef til vill á
næstu dögum, hafa nægar sannanir
til þess að geta fullyrt opinberlega
að skemmdarverk hafi verið orsök
slyssins. Yrði þessu lýst yfir gæti
alríkislögreglan (FBI) tekið við
rannsókn málsins.
Listi yfir kenningar
Samkvæmt frétt The New York
Times er fylgst með „þekktum
stuðningsmönnum hiyðjuverka-
manna“ I New York og þar I grennd.
Hefur blaðið eftir ónafngreindum,
háttsettum, mönnum sem sinna
rannsókn málsins, að búinn hafi ver-
ið til listi yfir kenningar um, hvers
vegna einhver kynni að hafa ráðist
á þotu TWA.
Meðal þeirra, sem til greina þykja
koma, eru Mið-Austurlandabúar og
herskáar fylkingar bandarískra
öfgamanna, og er talið mögulegt að
ástæða árásar gæti hafa verið trygg-
ingasvindl, persónulegar deilur, sem
einhver farþeganna hefði átt I, eða
sjálfsmorð.
Kafarar hafa athugað þá tvo
hreyfla þotunnar, sem fundist hafa,
á 30 metra dýpi út af strönd New
York-ríkis, en hafa ekki fundið „neitt
óvenjulegt“, að sögn varaformanns
öryggis- og samgöngunefndar
Bandaríkjanna.