Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Dregið,
ekki kreist
TÓNLEIKAGESTIR í Skálholtskirkju.
TÓNLIST
Skálholtskirkja
SUMARTÓNLEIKAR
Biber: Passacaclia í g-moll; J. S.
Bach: Sónata nr. 1 í g-moll; Partíta
nr. 2 í d-moll. Jaap Schröder,
barokkfiðla. Skálholtskirkju,
Iaugardaginn 27. júli kl. 15.
TÓNLEIKA- og fræðslustarfsemi
laugardagsins síðastliðna á vegum
Sumartónleikanna í Skálholti hófst
kl. 14 með erindi Hans Jóhannsson-
ar fiðlusmiðs um þróun strokhljóð-
færa frá endurreisnartíma fram á
okkar daga, og varð, víðfeðmis
vegna, eðlilega að stikla á stóru.
Erindið var engu að síður fróðlegt,
og komu ýmsar upplýsingar fíðlu-
smiðsins hugarfluginu af stað hjá
áheyrendum. T.a.m. verða táknræn
tengsl fiðlunnar við myrkrahöfðingj-
ann ögn skiljanlegri, að alþýðusögn-
um um sáluveð Paganínis slepptum,
ef haft er í huga, að fiðlan var í
öndverðu uppskafningur; skrækur
götustrákur strengjafjölskyldunnar
miðað við hina hávelbornu og óm-
þýðu víólu da gamba (sem hún end-
aði með að leysa af hólmi) og varla
I húsum hafandi.
Snobbið kringum Stradívaríusar-
fiðlur, sem nú til dags Ieika á tug-
milljónum króna og eru því oftar en
ekki hafðar í bankahólfum frekar
en á hljómleikapöllum, bar einnig á
góma, og kom fram að mælanlegur
munur á hljómgæðum þeirra og
beztu nýsmíða 20. aldar er miklu
minni en á milli stakra hljóðfæra frá
barokktíma. Skýhá verðlagning
Stradívaríusanna á okkar tímum
væri þá, samkvæmt því, álíka raung-
ilt og gallprentað frímerki - en sjálf-
sagt engu að síður ómetanlegur and-
legur stuðningur flestum fiðluleikur-
um á þessari rímlausu skeggöld að
vera með ekta „Strad“ undir hök-
unni...
Jaap Schröder er, eins og tón-
leikaskráin orðaði það, „einn af
brautryðjendum þess að flytja tónlist
frá 17.-19. öld á upprunalegan hátt“
og hefur starfað með virtum ár-
hyggjutúlkendum eins og Franz
Bruggen, Gustav Leonhardt og Chri-
stopher Hogwood. Stofnaði hann
m.a. Eszterhazy strengjakvartett-
inn, fyrsta kvartett sem lék á upppr-
unaleg hljóðfæri eftir að þau lögðust
af, og er undirrituðum ógleymanleg
kliðfögur útfærsla fjórmenninganna
á „Haydn" kvartettum Mozarts í
hljóðritun frá 1978 - hvort sem nú
gömlu 18. aldar meistarahljóðfært
hópsins hafi þar haft eitthvað að
segja eða ekki, með tilliti til fyrr-
greinds erindis. Schröder er einnig
kunnur háskólakennari I fornum stíl,
og hlýtur koma hans að vera Bac-
hsveitinni I Skálholti mikill hvalreki,
þótt ekki geti hann starfað jafn lengi
með henni í senn og æskilegt mætti
ætla.
Schröder lék fyrst Passacaglíuna
úr 15. og síðustu „Talnabands“-
sónötum Heinrichs Bibers fyrir und-
irleikslausa fiðlu frá um 1680. Biber
átti ríkan þátt í að móta tóngreinina
og er ein af forsendum snilldarverka
Bachs innan hennar. Mun passacagl-
ían þykja eitt mesta meistaraverkið
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
JAAP Schröder leikur
á barokkfiðlu.
af þessu tagi fyrir daga Bachs, og
lék Schröder hana af íhugulli kyrrð,
en þó með þeirri lausnarþreyju und-
ir niðri í göfuglyndum barokktóni
sínum og fagurlega dregnum hend-
ingum, að manni kom í hug kantötu-
titill úr dagskrá seinni tónleika dags-
ins, „Liebster Jesu, mein Verlang-
en.“
Einleiksfíðluverk Bachs spanna
stærra tilfínningasvið, og hin fremur
hlédræga nálgun Schröders átti bet-
ur við suma þætti en aðra; t.d. hefði
mátt hugsa sér meiri eldmóð í Sicil-
iana-þætti Sónötunnar og í Gigu
Partítunnar, og rúbató Schröders
varð nærri því rómantískt í loka-
þætti fyrra verksins (Presto) og í
hægum Allemöndu- og Saraböndu-
þáttum hins síðara. Sannaðist þar
með, ef ekki væri ljóst fyrir löngu,
að jafnvel forvígismenn árhyggju-
fagnaðarerindis í túlkunarmáta eru
farnir að slaka á klónni og hleypa
mannlegum tilfinningum að. Þó fór
súbató einleikarans aldrei yfir mörk
truflunar; örtempóbreytingar hans
lágu í heild innan ramma púlsins og
gegndu upphaflegri merkingu rúbat-
ós, þ. e. „rændur" tími, sem ber að
skila aftur, en voru ekki hrein tima-
viðbót, eins og maður heyrir hjá
sumum spilurum. Leikurinn var
músíkalskt sannfærandi, og dans-
sveiflan var á sínum stað þar sem
vera bar.
Mátti merkilegt heita, hvað ald-
urinn hefur færzt létt yfir einleikar-
ann, því varla gat að heyra falska
nótu, þótt lítið væri víbratóið að
styðjast við. Tónninnn var léttur og
loftkenndur, „dreginn fremur en
kreistur", eins og Hans orðaði það
í erindi sínu fyrr um daginn, þegar
borinn var saman fiðluleikur að
fornu og nýju.
Burtséð frá áðurnefndum skorti á
eldmóði á stöku stað var undirrit-
aður eiginlega aðeins ósáttur við
eitt, nefnilega þegar Schröder
sleppti stundum fyrirskrifaðri end-
urtekningu á seinni hlutum dans-
þáttanna í Partítunni, sérstaklega
þegar lengdarhlutföll milli fyrri og
seinni hluta röskuðust áberandi sem
afleiðing af því, þ.e.a.s. þegar báðir
kaflar voru jafnlangir á prenti - ráð-
stöfun sem því miður sést allvíða,
m.a.s. á hljómplötum hjá fullkomn-
unarfíklum eins og Glenn Gould.
Sjakonnan myndaði verðugan
endapunkt, og sýndi Jaap Schröder
í þessu stórbrotna meistaraverki er
gæti hafa verið „svar“ Bachs við
Talnabandspassacaglíu Bibers, alla
þá ríkulega reynslu og insæisdýpt
sem er gjöfulasti ávöxtur langrar
og fjölbreyttrar starfsævi í fylking-
arbijósti.
Ríkarður Ö. Pálsson
Blekkingarvefur
í brellumynd
Oður til
náttúrunnar
KVIKMYNDIR
Bíóborgin, Bíóhöll-
in, Háskólabíó,
Borgarbíó
Sendiförin „Mission:
Impossible" ★ ★ ★
Leikstjóri: Brian De Palma. Handrit: David
Koepp og og Robert Towne. Aöalhlutverk:
Tom Cruise, Jon Voight, Emmanuelle Bé-
art, Vanessa Redgrave, Emilio Estevez.
Paramount. 1996.
EINHVERJUM kann að þykja það
undarlegt að leikstjórinn Brian De
Palma, sem þekktastur er fyrir litlar
en verulega útpældar sakamála-
myndir í anda Hitchcocks, skuli búa
til eina af metsölubombum sumars-
ins, Sendiförina eða „Mission: Im-
possible" með Tom Cruise. De Palma
hefur reyndar slegið áður í gegn I
miðasölunni og þá einnig með bíó-
mynd sem byggði á vinsælum banda-
rískum sjónvarpsþáttum, Hinum
vammlausu, er bendir til að hann
hafí alveg sérstaka hæfileika til að
breyta sjónvarpsefni í velheppnaðar
stórmyndir. Hver er galdurinn?
í báðum tilvikum skapar hann
eitthvað nýtt og næstum mikilfeng-
legt úr efni sem maður gæti haldið
að hefði sungið sitt síðasta fyrir
löngu síðan. Vald De Palma á kvik-
myndamiðlinum er aðdáunarvert og
fáum gefið enda hefur hann reynt
sig áfram mynd fram af mynd og
þróað persónulega og einstaka frá-
sagnartækni. í Sendiförinni er hann
á heimavelli því myndin sameinar
áhuga hans á að feta í fótspor meist-
ara síns, Hitchcocks, sem næstum
gamaldags njósnamynd, en er í leið-
inni nútímalegur tæknitryllir er
hentar vel frásagnarstíl De Palma.
Myndin er völundarhús þar sem
blekking fylgir blekkingu, svik rað-
ast á svik ofan og engum er að
treysta. Þú þarft helst að sjá mynd-
ina tvisvar til að skilja hana til fulls.
Sem afþreying er Sendiförin veru-
lega skemmtileg, spennandi og
skreytt með tæknidóti og tölvugræj-
um eins og hver vill og einhvetjum
besta lestarhasar sem filmaður hefur
verið. Sem mynd fyrir aðdáendur
Brian De Palmas er hún, eins og svo
margar aðrar frá honum, sérstakt
augnayndi.
David Koepp og Robert Towne
eru skrifaðir fyrir hinu flókna hand-
riti. Lista yfir CIA-njósnara í aust-
urblokkinni hefur verið rænt og
gengur kaupum og sölum í Evrópu
en listinn er það sem Hitchcock kall-
aði „MacGuffm" myndarinnar; það
sem söguþráðurinn snýst um en
skiptir í raun engu máli. Jon Voight
stjómar sérsveitarhópnum, sem
fenginn er til að ná listanum aftur,
en sá brattasti í hópnum, Tom Cru-
ise, kemst brátt að því að maðkur er
í mysunni, hann sjálfur er látinn líta
út fyrir að vera þjófurinn og snýst
til varnar þegar í óefni er komið.
En þetta er aðeins yfirborðið. Undir
niðri er ofinn blekkingarvefur sem
þú festist í því betur sem þú reynir
að beijast um og losna og skilja.
De Palma sameinar á einhvern
furðulegan hátt í Sendiförinni há-
tæknilegan spennutrylli nútímans og
njósnamynd af gamla skólanum,
sem ber með sér gamalkunnugt and-
rúmsloft kalda stríðsins. Stór hluti
myndarinnar gerist í leynikompum
í Evrópu, í Prag og London, og þar
liggur skýringin að einhveiju leyti.
Tæknigaldurinn er enn skemmtilegri
í slíku umhverfi. Tölvuskjáir glóa
hvert sem Iitið er, þú veist að ein-
hverskonar skýring er í nánd þegar
menn taka að rífa utan af sér andlit-
in, það rýkur upp úr segulbandstækj-
um sem eyða sér af sjálfsdáðum
(frægasta brellan úr sjónvarpsþátt-
unum), litlar myndavélar eru í gler-
augunum sem þú setur upp og
ALLT á hvolfi; atríði
úr Sendiförinni.
merkilega skýr sjónvarpsskermur er
þar sem armbandsúrið er venjulega.
Þetta er þó ekki óskeikul tækni; hún
reiknar ekki með litlum svitadropa
sem getur orðið þér að falli.
Persónusköpun vill kafna í sjón-
arspili eins og þessu þar sem hraðinn
í frásögninni skiptir öllu máli og
tæknibrellur eru í aðalhlutverki. Það
er eins og mannshöndin hafi hvergi
komið nærri gerð þessarar myndar.
Maður hefur engan tíma til að fínna
til með eða skilja eða nálgast persón-
ur De Palmas. Þær verða aðeins
hluti af púsluspilinu, jafn mannlegar
í rauninni og tæknibrella. Leikhópur-
inn er engu að síður ákaflega kræsi-
legur. Cruise lýsir af ákveðni og
greind í eltingarleik sínum við spurn-
ingar og svör en kemur í rauninni
aldrei inn úr kuldanum, Jon Voight
er ábúðamikill yfirmaður hans, Em-
manuelle Béart er fínleg fylgdar-
kona og Vanessa Redgrave er óvænt
ánægjuefni og sérstaklega heppileg
í hlutverk vopnasalans Max.
Hér eru skiiaboð sem eyðast ekki
af sjálfu sér: Sjáðu Sendiförina.
Arnaldur Indriðason
BOKMENNTIR
HÚS Á HEIÐINNI - LJÓÐ
FRÁ ÞINGVÖLLUM
eftir Steinunni Asmundsdóttur.
Prentuð í Prentsmiðjunni
Hjá GuðjónÓ. 45 bls.
Útgefandi er Andblær 1996.
LJÓÐ FRÁ Þingvöllum er undir-
titill ljóðabókar Steinunnar Ás-
mundsdóttur, Hús á heiðinni. Stað-
setningin kveikir strax hugsanir
um náttúru og sögu í huga lesand-
ans en þetta eru einmitt tvö megin-
þemu bókarinnar. í eftirmála henn-
ar segir höfundur að ljóð hennar
séu ávextir dvalar hennar sem
landvarðar á Þingvöllum í nokkur
sumur. Bókina mætti reyndar lesa
sem dýrðaróð til náttúrunnar. I
síðasta ljóðinu má lesa þessa lof-
gjörð:
Megir þú alltaf vera
vaxandi náttúra,
vaxandi uppspretta,
sjálfri þér nóg
um vöxt þinn
og fegurð þína.
í bókinni eru dregnar upp marg-
víslegar myndir af lífi bæði manna,
dýra og náttúrufyrirbæra á Þing-
völlum. Ljóðin lýsa náttúruferlinu;
vetur, vor, sumar, haust. Í fyrsta
ljóðinu, Öxarárfoss I, er tónninn
gefinn þar sem náttúran og tíminn
mynda saman sinn órofa vef: „Hvíl-
ir/ í böndum// ísfoss// fjötraður/
af fallþunga/ tímans." Þetta er vet-
ur en brátt kemur vorið og leysir
ísa: „Veröldin umhverfis/ að bráðna
saman/ í nýtt upphaf" (Vorið). Síð-
an kemur fiskiflugan og „suðar
sumarið á gluggann" (Fiskifluga).
En í fyrstu næturfrostum verður
aljt öðruvísi:
„Ármannsfellið
fjólublátt,/
söngur fuglanna
hljóðlátari/ og
ilmur andvar-
ans/ var ilmur
haustsins.//
Brátt breiða sig
logandi litir/ um
laufíð og svörð-
inn/ og náttúran
sofnar“ (Fyrstu
næturfrost).
Sagan er á margan hátt einnig
tengd náttúrunni í ljóðum Steinunn-
ar. Lögberg sjálft getur sagt langa
sögu lítillar þjóðar: „Segðu mér
sögu/ um tilurð þjóðarý lítillar þjóð-
ar/ er skóp sig/ í viðjum þínum,//
með von um réttlæti/ og farsæld"
(Saga þjóðar). Sagan er einnig ná-
læg í ljóði um Ölkofra sem sagt er
frá í Olkofra sögu: „Þú varst nú
meiri/ ólánsauminginn Ölkofri,/ að
brenna skóginn goðanna/ fyrir of-
urlítinn lúr/ á miðjum degi kola-
gerðar“, segir meðal annars í ljóð-
inu Ölkofradalur.
Ef staðsetja ætti kveðskap Stein-
unnar væri réttast að segja að hún
orti sig inn í hina rómantísku hefð;
náttúrudýrkunin og áherslan á sög-
una eru ekki aðeins til merkis um
það heldur einnig stílblærinn sem
er eilítið gamall í sér, ljóðrænn og
svolítið upphafinn á köflum: „Við
svartblikandi/ fjaðrahaminn/ liggur
vængstýfð sorg/ augna þinna."
(Krummaljóð)
Það er annars augljóst að höf-
undur hefur vandað til þessarar
þriðju bókar sinnar sem er ánægju-
leg útgáfa á fremur þunnu bók-
menntasumri.
Þröstur Helgason
Steinunn
Ásmundsdóttir