Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ1996 23 STRENGJASVEIT Tónlistarskólans í Garðabæ á opnunarhátíð Vinabæjamótsins í Jakobstad. Djúpt snortnir áheyrendur tjáðu hrifningu sína GARÐABÆR hefur undanfarin ár verið í vinabæjatengslum við sveitarfélög á Norðurlöndum. I júnílok lauk vinabæjamóti sem að þessu sinni var haldið í Jakobstad í Finniandi. Með íslensku þátttak- endunum fimmtíu var strengja- sveit efri deilda Tónlistarskólans í Garðabæ sem skipuð er 13 nem- endum 11-21 árs. Unnur María Ingólfsdóttir fiðlu- leikari stjórnaði strengjasveitinni og varð. frammistaða tónlistar- fólksins tilefni blaðaskrifa og eftir- tektarverður þótti áhrifamikill flutningur íslenskra þjóðlaga. Stóðust álagið vel „Þetta framlag vakti verðskuld- aða athygli og að mínu mati var þetta besta framlag íslendinga til þessa, á vinabæjamóti," sagði Smári Ólason yfirkennari í tónlist- arskóla Garðabæjar. „Ég hef aldr- ei upplifað sterkari þjóðernisvit- und en þegar strengjasveitin lék á tónleikum fyrir norðurlandaþjóð- irnar.“ Alls hélt strengjasveitin fimm tónleika á þremur dögum og lék sveitin fyrst á opnunarhátíð móts- ins þann 28. júní þar sem ein- göngu voru leikin íslensk lög. Daginn eftir birtist forsíðumynd af sveitinni í Jakobstíðindum ásamt umfjöllun. Annan dag móts- ins lék sveitin þrisvar sinnum og byijaði á því að leika á eftirmið- dagstónleikum undir berum himni. Um kvöldið lék strengjasveitin síð- an blandaða efnisskrá á tónleikum í boði bæjarstjórans að viðstöddum 500 manns. „Það var hápunktur mótsins og að loknum tónleikunum komu djúpt snortnir áheyrendur og tjáðu okkur hrifningu sína, sér- staklega á íslensku Iögunum,“ segir Unnur María. Meðal íslensku laganna voru á efnisskránni Hani, krummi.., í útsetningu Jóns Leifs, ísland, farsælda frón, Sofðu unga ástin mín, Land míns föður og verk úr Gullna hliðinu eftir Pál ísólfsson. Að endingu þann daginn lék strengjasveitin Gefðu að móð- urmálið mitt, á miðnæturtónleik- um í Jakobstadkirkjunni ásamt kirkjutónlist eftir Bach, Purcell og Handel. „Ég var afar ánægð með frammistöðu nemendanna og það var stórkostleg upplifun að sjá og heyra þetta unga fólk spila. Þau stóðu sig með prýði á öllum tón- leikunum og stóðu fyllilega undir því mikla álagi sem fylgir svona þéttskipaðri dagskrá," segir Unn- ur María. „Það er kraftaverki lík- ast hversu góður árangur náðist miðað við þann stutta undirbún- ingstíma sem við höfðum fyrir tónleikana." Síðasta daginn lék strengja- sveitin svo tvö verk eftir Bach á lokahátíð mótsins við guðþjónustu í Pedersörekirkjunni. Með í för var íjölskylda Unnar og hafði eiginmaður hennar, Thom- as Stankiewicz á orði að sér hefði fundist mikið til um hversu nem- endurnir hefðu tekið hlutverk sitt alvarlega. „Þetta voru sannarlega boðberar framtíðar og vonar og íslenska tónlistin tjáði bæði lífs- kraft og stolt. Ég sá greinilega að það snart fólk að verða vitni að slíkum flutningi," segir Thomas. Vinabæjamótin eru haldin á vegum Norræna félagsins og hafa það að markmiði að skapa tengsl við önnur sveitarfélög. Mótin eru haldin annað hvort ár og eru ætl- uð bæjarbúum viðkomandi sveitar- félaga. Þess á milli eru haldin milliþingamót þar sem forsvars- mönnum sveitarfélaganna gefst kostur á að ræða málefni sín. „Vinabæjamótin eru skenimtileg- ur vettvangur samskipta og sem dæmi um gagnsemi tengslanna má nefna að kynningar á hagnýt- um nýjungum eiga auðveldar upp- dráttar ef forsvarsmenn sveitarfé- laga hafa séð hvernig tiltekin nýj- ung hefur gagnast í nágranna- löndunum," segir Smári Olason að lokum. HÁPUNKTUR mótsins voru tónleikar í boði bæj'arstjóra Jakob- stad að viðstöddum 500 áheyrendum. . ■ ■ ■ wisiits Jón Sigurðsson, sumarbústaðareigandi Þúsundir notenda NMT farsímans geta vitnaö um notagildi hans sem öryggistækis. Ad auki fylgja NMT simanum ómæld þægindi og hann sparar þér mörg sporin. Hefur þú kynnt þér kosti fristundafarsimans? Ef þin not af simanum eru fyrst og fremst á kvöldin og um helgar er frístundafarsiminn kostur fyrir þig. Stofngjald og afnotagjald NMT símans er umtalsvert lægra ef þú skráir hann sem fristundafarsima og þú hringir að vild á kvöldin og um helgar fyrir 16,60 minútuna. NMT farsíminn er alltaf með • för þegar ég fer í Skorra- dalinn og ég Hef tilkynnt nokkra árekstra og jafnvel alvarlegri slys. Ég hef kallað eftir aðstoð vegna eldsvoða og farsíminn kom í góðar þarfir þegar skriða skall á bústaðinn minn. Svo hef ég nú líka tekið símann með mér í fjallgöngur og á rjúpu án þess að hann íþyngi mér. Já, NMT er mjög áreiðanlegt öryggistœki, a.m.k. vildi ég ekki vera án hans i sumar- bústaðnum." PÓSTUR OG SÍMI Orucfft o g ánœgjulegt ferðalag með NMT farsíma Skorradalur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.