Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Umferðarslys - hvað svo? Á UNDANFÖRNUM vikum hef- ur hrina umferðarslysa dunið yfir og fréttir af slíkum slysum eru nánast orðnar daglegar. Erum við e.t.v. að verða ónæm fyrir sh'kum fréttum, líkt og daglegum fréttum frá stríðshrjáðum svæð- um heimsins? Við meg- um þó aldrei gleyma að þessar fréttir snúast um fólk eins og þig og mig, fólk sem fótunum er kippt undan í einu vet- fangi. Afleiðingar umferðarslysa Allt frá stofnun Grensásdeildar Sjúkra- húss Reykjavíkur fyrir nærri 24 árum hefur þar verið lögð áhersla á þjón- ustu við sjúklinga sem þurfa mikla og sérhæfða endurhæfíngu. Allir sem hljóta mænuskaða í slysum svo og margir þeirra sem hljóta heila- skaða/höfuðáverka í slysum koma á deildina til endurhæfingar. Einnig er lögð áhersla á þjónustu við sjúkl- inga sem hljóta fjöláverka í slysum og þurfa mikla endurhæfíngu. Við sem störfum á Grensásdeildinni sjáum því einmitt afleiðingar alvar- legra umferðarslysa. Það er ótrúlegt álag að lenda í, þeirri hræðilegu lífsreynslu að liggja allt í einu lamaður eða illa brotinn á gjörgæsludeild, geta ekki hreyft legg eða lið og vera gjörsam- lega háður öðrum auk þess sem enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Einstaklingnum er í raun kastað inn í ókunnan og óraunveru- legan heim sem er fullur af skelf- ingu og vandamálum. Álag á að- standendur er oft ekki minna á þessum fyrstu dögum og vikum eftir umferðarslys á meðan þeirra nánasti liggur í lífshættu eða mjög alvarlega slasaður. Hvað tekur svo við? Það er sammerkt þessum sjúkl- ingum að dvöl þeirra á sjúkrastofn- un er oft æði löng og endurhæfing tekur langan tíma. Markmið endurhæfingar Markmið endurhæfíngarinnar er að einstaklingar endurvinni fyrri fæmi eða nái aukinni fæmi með það að markmiði að ná sem mestri sjálfsbjargargetu og komast sem fyrst út í þjóðfélagið að nýju. Árangursrík endurhæfíng er mikil- væg fyrir einstaklinginn sjálfan, fyrir fjölskyldu hans og fyrir þjóðfé- lagið. Endurhæfíng felur í sér lík- amlega, andlega og félagslega þætti. Hún krefst samstillts átaks margra sérhæfðra starfsmanna og ekki síst virkrar þátttöku sjúklings- ins sjálfs og aðstandenda hans. Þrátt fyrir að árangur endurhæf- ingar sé oftast góður og flestir nái að verða sjálfbjarga og vinnufærir að nýju þurfa margir að læra að lifa lífínu að nýju við gerólíkar aðstæð- ur, oft varanlega fatlaðir og bundn- ir hjólastól. í mjög mörgum tilfellum er þetta einmitt ungt fólk sem hefur orðið fórnarlömb umferðarslysa. Dæmi um afleiðingar umferðarslysa (Dæmin um slysin eru tilbúin en afleiðingar slysanna eru dæmigerð- ar). í fréttum heyrum við um um- ferðarslys þar sem ungur piltur slasast alvarlega í hörðum árekstri á þjóðvegi. Hann er fluttur með þyrlu á Borgarspítalann. í fréttun- um kemur fram að pilturinn sé lífs- hættulega slasaður og liggi á gjör- gæsludeild. Þremur vikum seinna birtist örstutt klausa einhvers stað- ar inni í blaði um að pilturinn sé úr lífshættu. En hvað gæti svona frétt þýtt í raun? Við komu á sjúkrahúsið vár pilt- urinn með höfuðáverka og mar á heila, bijóstholsáverka og var ann- að lungað fallið saman, kviðarhols- áverka með innvortis blæðingum, m.a nýmablæðingu, lærbrot, kurlað fót- brot og taugaskaða með lömun á fæti. Pilturinn var í önd- unarvél í tvær vikur og var haldið sofandi fyrstu dagana. Hann kom á Grensásdeild 5 vikum eftir slysið eft- ir að búið var að gera margar skurðaað- gerðir til að gera við áverkana. Hann var þá hjólastólsbundinn. Hann var í kröftugri þjálfun á Grensás- deild í 4 mánuði, en hélt síðan áfram þjálfun á göngudeild. Innvortis meiðsli jöfnuðu sig smám saman. Einu ári eftir slysið gekk hann enn með tvær hækjur, fótbrot- ið var enn ekki gróið og enn var töluverð kraftminnkun í fætinum. Hann verður varanlega fatlaður. í fréttum heyrum við um annað alvarlegt umferðarslys þar sem bfll hefur oltið á þjóðvegi. Farþegi í bfln- um, sem ekki var í bflbelti, kastaðist út úr bílnum. Hann var fluttur með þyrlu á Borgarspítalann þar sem kom í ljós að hann var hálsbrotinn og var algerlega lamaður og tilfínn- ingalaus fyrir neðan geirvörtur. Hann kom á Grensádeild viku eftir slysið. Endurhæfíngin tók u.þ.b. eitt ár. Hann verður hjóla- stólsbundinn til frambúðar, er næst- um alveg sjálfbjarga en þarf þó aðstoð nokkrum sinnum í viku m.a. við böðun og við hægðir. Mesta umferðarhelgin er framundan, segir Sigrún Knútsdóttir, sýnum tillitssemi; höf- um beltin spennt. Orsakir umferðarslysa Orsakir umferðarslysa eru mis- munandi, en þó gerast mörg slysin við svipaðar aðstæður. í mjög mörg- um tilfellum er um of hraðan akst- ur að ræða miðað við aðstæður. Langflestir þeirra sem hljóta mænuskaða hafa lent í bílveltum úti á þjóðvegum landsins. Margir þeirra telja að slysið hafi orsakast af því að bílstjórinn hafi misst vald á bílnum í beygju eða lausamöl. Það er næstum algilt að þeir sem hafa hlotið mænuskaða hafa ekki notað bílbelti. Áskorun til ökumanna. Mesta ferðamannahelgi ársins er framundan og margir verða á ferð um þjóðvegi landsins um verslunar- mannahelgina. Það er von mín að ekkert ykkar eigi eftir að eyða kom- andi vetri hjá okkur á Grensásdeild- inni eftir alvarlegt umferðarslys. Ef hið ótrúlega gerist að yfirvöld standa við þá ákvörðun um að leggja Grens- ásdeildina niður, einu endurhæfíng- arlegudeildina í Reykjavík, einu deildina sem sinnir endurhæfingu eftir alvarleg umferðarslys, veit eng- inn hvar — eða hvort — slík endur- hæfíng mun fara fram. Ég skora á ykkur sem ætlið út á þjóðvegina um helgina að spenna beltin — líka í aftursætinu — og halda hraðanum í skefjum. Það ligg- ur ekki lífíð á! Njótið helgarinnar. Hiifundur er yfírsjúkraþjálfari Grensásdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og formaður Fclags íslenskra sjúkraþjálfara. Sigrún Knútsdóttir SEYRU dreift á ungskóg í Bretlandi að lokinni grisjun. Svæðið má opna til útivistar þremur mánuðum síðar. Tilraunir með notkun seyru til skógræktar UNDANFARIN ár hafa Hvol- hreppur og Rannsóknastöð Skóg- ræktar ríkisins haft samstarf um tilraunaverkefni, þar sem reynd er notkun seyru til skógræktar. Guð- laugur Jónsson, bóndi á Voðmúla- stöðum, lagði til 6 ha lands undir verkefnið á Markarfljótsaurum, u.þ.b. 16 km austan við Hvolsvöll. Þegar rotþróin á Hvolsvelli var tæmd sumarið 1993 var allri seyr- unni úr henni dreift á tilraunasvæð- ið. Sett var misjafnlega mikið af hinum fljótandi áburði á hvetja spildu — eða ýmist 100 t eða 200 t. Jafnframt voru hafðar til saman- burðar spildur, sem ekki var borið á. Heilbrigðisfulltrúinn á Suður- landi tók sýni til gerlatalningar. Voru sýnin greind hjá Hollustu- vernd ríkisins. í ljós kom, að fjórum vikum eftir að seyrunni var dreift fannst nokkur saurkólímengun bæði á 30 cm dýpi og við yfirborð. Tveimur vikum síðar mældist engin saurkólímengun á 30 cm dýpi og hverfandi mengun við yfirborð (skv. upplýsingum frá Birgi Þórðarsyni hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá í. sept. 1993). Þessi niðurstaða bendir til þess, að hættan á mengun grunnvatns sé hverfandi, jafnvel þótt á svæðinu sé jarðvegur afar grófgerður eða nánast eins og steypumöl. Svipaðar niðurstöður hafa reyndar fengist víða erlendis. Haustið 1993 plægði Guðlaugur bóndi helming hverrar spildu. Fæst þannig einnig samanburður á plægðu og óplægðu landi. Sumarið 1994 var loks gróðursett í svæðið, ári eftir að seyrunni var dreift. Alls voru settar 5 tegundir: Birki, stafa- fura, sitkagreni, alaskaösp (tveir klónar) og loks fjórir klónar af víði. Skógrækt ríkisins og Gróðrarstöðin Mörk lögðu plöntur til verkefnisins. Hópur úr unglingavinnunni hjá Hvolhreppi aðstoðaði við gróðursetn- inguna. Ekki varð vart neins ótta unglinganna við að snerta moldina, enda var þeim skýrt frá niðurstöðum gerlatalninga sumarið áður. Fyrstu niðurstöður sýna, að plöntumar lifa ekki síður þar sem dreift var seyru. Athygli vakti, að plæging dró mjög úr afföllum á plöntum. Enn er of snemmt að segja til um það, hver áhrif seyran muni hafa á vöxtinn. Reynslan af svipuð- um verkefnum í Bretlandi hefur verið sú, að t.d. sitkagreni vex mun betur, þar sem seyru hefur verið dreift, en þar sem notast hefur ver- ið við hefðbundnar aðgerðir (tilbú- inn áburð, aðallega fosfór og eyð- ingu beitilyngs). Seyra til skóg- ræktar er síður en svo nýlunda í heiminum og á síðustu öld tíðkaðist að bera skarn á tún víðs vegar á íslandi (þar á meðal í Reykjavík). Samt verður að telja verkefni, eins og hér er lýst, nýstárlegt á íslandi í dag. í nokkra áratugi hefur gam- alt máltæki, „lengi tek- ur sjórinn við“, verið notað til að réttlæta þá ódýru lausn á frá- rennslismálum, sem tíðkast hefur undan- fama áratugi og er hveiju mannsbarni kunnugt um í hveiju sú lausn felst. Við lít- um því á verkefni þetta sem brautryðjenda- starf, sem miðar að því, að skapa mögu- leika á því, að gera úrganginn ekki aðeins skaðlausan, heldur beinlínis nytsamlegan. í því sambandi er vert að geta þess, að skv. tilskipun frá ráði Evrópubandalagsins nr. 271 frá 21. maí 1991 „um hreinsun skólps frá þéttbýli“ verða Reykja- víkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, auk nokkurra annarra þéttbýlissveitarfélaga, að endurskoða gildandi áætlanir um frárennslismál. Annars eiga við- komandi sveitarfélög yfir höfði sér kæru og málarekstur fyrir evrópsk- um dómstólum. Þar sem Reykja- víkurborg hefur ákveðið að stefnt skuli að því, að höfuðborgin okkar Hér með er skorað á ráðamenn rikis og borg- ar, segir Sigvaldi As- geirsson, að hugsa mál þessi upp á nýtt. verði hreinasta höfuðborg í Evrópu um aldamótin, er einsýnt, að þessi mál verða endurskoðuð. Því er ekki seinna vænna að kanna umhverfis- vænar leiðir til að meðhöndla þessi úrgangsefni. Tíðarandinn veldur því, að til eru þeir, sem taka fyrir nefið, þegar verkefni sem þetta ber á góma. Þeim hinum sömu má verða rórra, ef rannsóknir hérlendis staðfesta erlendar rannsóknarniðurstöður, sem benda til þess, að notkun seyru til skógræktar sé afar vistvæn leið til þess ekki aðeins að draga úr mengun, heldur einnig að auka gróðurmátt hinnar lífvana fóstur- jarðar okkar og breyta tötrum fjall- konunnar í tískufatnað. Á sl. sumri var dreift seyru til undirbúnings skjólbeltaræktar norðan við Hvolsvöll. í vor var svo gróðursett í þessi skjólbelti. Alls er um að ræða 3 km af skjólbeltum og er hvert þeirra 10 m breitt. Eru 5 raðir í hveiju belti. Vonast er til, að framsýn(t) fyrirtæki muni reiða fram styrk til að styðja stórhuga framkvæmd þessa litla sveitarfélags, sem svo sannarlega hefur tekið forystuna í umhverfis- vænni „förgun“ úr- gangs frá okkur mann- fólkinu. Til þess vantar kr. 800.000. Þegar árin líða og skjólbeltin' vaxa upp skammt utan við þorpið, munu við- komandi fyrirtæki áreiðanlega vaxa að vinsældum hjá al- menningi, þar sem hægt verður að tengja jafn merkilega fram- kvæmd nafni þeirra. Þótt verulega sýnileg- ur árangur komi ekki í ljós fyrr en eftir 5-10 ár er líklegt, að til sé stöndugt fyrirtæki, sem er fram- sýnna en hægt er að ætlast til af stjórnmálamönnum — fyrirtæki, sem vill njóta þess í framtíðinni, að hafa átt þátt í að þróa aðferð til að breyta úrgangi í auðlind. Heyrst hefur, að íslensk stjórn- völd hyggist sækja um undanþágu frá áðurnefndri reglugerð Evrópu- sambandsins og fá leyfí til að losa skólpið í einu eða öðru formi í sjó- inn áfram. í ljósi þess, að ríkis- stjórnin hefur ákveðið, að ísland skuli verða hreinasta land í Evrópu (ef ekki í öllum heiminum) um alda- mót og verður fróðlegt að fylgjast með því á næstunni, hvort sömu ríkisstjórn tekst að fá þessa undan- þágu, þ.e.a.s. hvort fískútflutnings- þjóðin á íslandi fái eftir aldamót áfram að dæla úrgangnum í sjóinn — ein Evrópuþjóða. Hér með er skorað á ráðamenn ríkis og borgar að hugsa mál þessi upp á nýtt. Við endurskoðun á fyrir- liggjandi áformum um lausn á frá- rennslismálum ættu þessir aðilar að hafa í huga frumkvæði það, sem Rannsóknastöðin á Mógilsá hefur haft til að fínna lausn á þessum vanda. Nærri lætur, að 2-3 milljón- ir króna þurfí á ári næstu 5 árin, svo að hægt verði að þróa á full- nægjandi hátt aðferðir til að farga þessum úrgangi með uppgræðslu gróðurvana lands af þeirri gerð, sem er að fínna á Markarfljótsaur- um. Ef nota ætti landið í nágrenni höfuðborgarinnar til förgunar seyru og klæða það skógi í leiðinni þyrfti jafnframt að hefja tilraunir nær höfuðborginni, þar sem aðstæður eru þar um margt frábrugðnar að- stæðum á Markarfljótsaurum. Vegna flutningskostnaðar er heldur ekki líklegt, að flutningur seyru frá höfuðborgarsvæðinu landleiðina austur á sanda Suðurlands verði vænlegur kostur. Höfundur er skógfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins. Sigvaldi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.