Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 31 „Er þetta sæmilegur penni?“ spurði fársjúkur vinur minn er ég þakkaði honum fyrir fermingargjöf til sonar míns. Hann hafði lagt svo mikla áherslu á að gjöfin bærist á réttum tíma — og vandaður skyldi penninn vera. Reyndar voru þeir tveir — pennasett — og það glampaði ein- hvern veginn á þá! Tveimur sólar- hringum síðar var hann allur. Þetta lýsir vel því umhyggjusama og gjaf- milda góðmenni sem við kveðjum í dag. Hann hefur farið að orðum Jesú: „Sælla er að gefa en þiggja." Því frá upphafi þtjátíu ára kynna okkar hefur hann ætíð sett hagsmuni þeirra sem hann unni og virti ofar sínum. Hann hét Sigurhans Halldórsson, borinn og bamfæddur Reykvíkingur — á þeim árum er flestir urðu að vinna hörðum höndum strax er bamsskón- um sleit. Hann hitti hana Ellu sína. Elínu Einarsdóttur, fædda og uppalda í Bergstaðastrætinu, elsta í stórum systkinahópi. Þau felldu hugi saman, giftust og eignuðust soninn Einar, en Ella átti áður dótturina Ragnhildi Ásmundsdóttur, sem Siggi ól upp sem sína og hefur hún ætíð reynst honum ástrík og góð dóttir. Hann stundaði sjóinn og verka- manna- og byggingavinnu — af holl- ustu og samviskusemi — aldrei féll úr dagur. Hann annaðist íjölskyldu sína vel og sömuleiðis böm og ung- menni úr öðram fjölskyldum, systk- inaböm Ellu. Þar var alltaf opið hús og nægt hjartarými, sem er ómetan- legt og verður aldrei fullþakkað. Hann hændi að sér börn — meða hægðinni — og það reyndum við með okkar böm. Siggi afí og Ella frænka vora alltaf til reiðu — í sorg og gleði. Þau vora ómissandi — sterk og hlý. „Njóttu hóflega svo að þú eigir inni hjá lífinu" (Óðurinn til lífsins. G.G.) Þetta spakmæli gæti átt við Sigga og Ellu, þessa öðlinga — því þau gættu ætíð hófs í eigin þörfum og þau eiga öragglega inni hjá lífínu — það kemur fram á kveðjustund er við lítum um öxl og við sjáum það í bömum þeirra og bamabörnum. Ella lést árið 1982 og var okkur öllum harmdauði — þó honum mest. Það er eins og hann hafí aldrei alveg getað sleppt henni og nú era þau sameinuð á ný. Frá hverri þraut, úr Qarlægum geim, flý ég til þín, flý ég til þín. Glaður til fóðurhúsanna heim, hærra, minn Guð, til þín. Héðan frá allri ánauð og sorg, inn til þíns friðar ljóssins í borg, feginn og sæll að fópuði þeim, flý ég, ó Guð, til þín. (Þýð. Pétur Sigurðsson) Megi algóður Guð styrkja og blessa Ragnhildi, Einar og fjölskyid- ur þeirra. Við Einar og bömin okkar kveðjum ástkæran vin með söknuði og þökk og biðjum honum Guðs blessunar. Kristín Ámadóttir. EYJÓLFUR INGJALDSSON + Eyjólfur Ing- jaldsson fædd- ist í Reykjavík 3. maí 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar Eyjólfs voru Ingjaldur Jón Ingjaldsson, f. 7.9. 1863, og Sigríður Eyjólfsdóttir, f. 15.11. 1887. Eyjólfur var einn af fjórtán börnum þeirra hjóna, hin eru 1) Magnús Guðbergur, f. 13.10. 1915, Fanney Ágústa, f. 20.8. 1917, 3) Ólöf f. 5.11. 1918, Sig- ríður, f. 11.2. 1920, Guðmund- ur, f. 14.2. 1921, Ingiríður, f. 11.12. 1922, Friðþjófur, f. 16.6. 1925, látinn, Bergþór, f. 6.8. 1926, látinn, Hrafn- hildur.f. 13.6.1928, látin, Garðar, f. 31.8. 1929, Hilmar Hafsteinn, f. 30.9. 1930, Þorbjörg Laufey, f. 1.6.1934, látin, Svandís, f. 26.5. 1935. Eyjólfur lauk vélsljóraprófi frá Vélsljóraskóla fs- lands árið 1948. Útför Eyjólfs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar líða tekur að krýningar- degi með hinni fölsku sviðsetningu yfirborðskenndarinnar þá hefur einn af kunningjum mínum frá liðn- um dögum kvatt sinn jarðneska ævidag. Eyjólfur Ingjaldsson var einn af þeim sem var laus við hina hvimleiðu ókosti yfirborðskenndar- innar og það sama má segja um hans nánustu. Síðustu áratugina hitti ég Eyjólf heitinn mjög sjaldan en í þau skipti bar hann ætíð með sér það jákvæða sem neikvæðu öfl- in eiga ekki til. Hann varð fyrir sjúkdómsáfalli, þá ungur maður, sem varð til þess að breyta hans framtíðaráformum. Hann bar það vel, þannig að hægt var að segja um hann að þar fór hughreinn og falslaus maður sína vegslóð. Vissu- lega er af mörgu að taka sem við- kemur minningunni, en minningar- innar mynd er ætíð til staðar og þar verður engu breytt. Eyjólfur Ingjaldsson kvaddi sinn Kork»o*Plast Sænsk gæðavara KORK-gólfflísar með vinyl-plast-áferð Kork*o*Plast: í 10 gerðum Veggkork í 8 gerðum. Ávallt til á lager Aðrar korkvörutegundir á lager: Undirlagskork i þremur þykktum Korkvélapakkningar í tveimur þykktum Gufubaðstoíukork Veggtöflu-korkplötur f þremur þykktum Kork-parkett venjutegt, i tveimur þykktum & Einkaumboö á íslandi: Þ. Þ0RGRÍMSS0N & CO Ármúla 29, Reykjavlk. simi 553 8640 jarðneska ævidag með hreinan lífs- feril og í sátt við aðra. Þannig er gott að geta kvatt hið óhreina jarð- lífssvið. Ég vil að endingu votta öllum hans nánustu, einnig vinum og kunningjum, hluttekningu. Þorgeir Kr. Magnússon. Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 kraftmikil og kattþiifin J Electrolux • Er með sjálfvirkan magnskynjara. • Sparar vatn, þvottaefni og rafmagn. • Er með kraftúðun. ivottavél • Hreinni þvottur. • Hreinna ísland. • Þriggja ára ábyrgð. Wfi nÚSASMI Skútuvogi Sjálfsafgreiðslu afsláttur Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum bensínlítra á eftirtöldum þjónustustöðvum Olís. • Sæbraut við Kleppsveg + 2 kr.* • Mjódd í Breiðholti + 2 kr* • Gullinbrú í Grafarvogi • Klöpp við Skúlagötu • Ánanaustum • Hamraborg, Kópavogi • Reykjanesbraut, Garðabæ • Vesturgötu, Hafnarfirði • Suðurgötu, Akranesi • Gierárstöð, Akureyri •Viðbótarafsláttur vegna framkvæmda. olís léttir þér lífid ^ HUS AF SERTA DYNUM FRÁBÆRU VERÐL ^ "kT ☆ amerískar lúxusdýnur amerískar dekurdýnur Margar gerðir og stærðir og allir geta fundið dýnu við sitt hæfi. Serta -14 daga skiptiréttur og alit að 20 ára ábyrqð. Sérþjálfað starfsfólk okkar tekur vel á móti þér og leiðbeinir um val á réttu dýnunni. HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshöfði 20-112 Rvík - S:587 1199 KONUR Útsolan l fullum gangi TÍSKUVERSLUN Kringlunni 8-12 sími 33300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.