Morgunblaðið - 30.07.1996, Side 33

Morgunblaðið - 30.07.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ1996 33 myndast á þessum árum milli tektar og tvítugs, þau halda. Jafnvel þótt það sé eðli máls, að leiðir skilji við stúdentspróf, þá er það svo með okkur flest sem vorum samskipa frá þessu hausti fram til vorsins 1959, að þegar hist er tökum við upp þráð- inn, rétt eins og við hefðum síðast rætt saman í gær. Þetta er kannski ekki auðskýrt. Þetta er bara svona. Jakob Ármannsson var góður fé- lagi og afburða námsmaður sem var nánast jafnvígur á allar greinar. Jakob var mikilvirkur í félagslífi okkar því að verðleikum var hann kjörinn til að gegna mestu virðing- ar- og trunaðarstöðu nemenda, fremstur meðal jafningja, Inspector scholae. Því starfi gegndi hann með sóma og var þrátt fyrir það í hópi dúxanna á stúdentsprófi. Að loknu stúdentsprófi lagði Jak- ob stund á kennslu við Hagaskóla og Kvennaskólann í Reykjavík. Frá dóttur minni, Helgu Þóru, sem naut handleiðslu hans í tvo vetur, veit ég að hann var ekki bara góður kennari, heldur mjög góður kenn- ari, sem leiddi Kvennaskólastúlkur með mildi og mikilli þolinmæði um refilstigu algebrunnar, sem senni- lega var ekki efst á áhugalista þeirra allra. Þorra starfsævi sinnar starf- aði Jakob á vettvangi bankamála og þar hlaut hann góðan starfs- frama og á hann hlóðust margvísleg trúnaðarstörf. Við skólasystkinin úr MR eigum öll okkar minningar um Jakob Ár- mannsson. Þeim er það sameigin- legt, að ég hygg, að þær eru allar góðar. Nú þegar leiðir skilur enn um sinn sendum við skólasystur okkar, Signýju, og börnum þeirra samúð- arkveðjur og megi sá er öllu ræður veita þeim styrk á erfiðum stundum. Eiður Guðnason. Það var mikið tjón fyrir Kvenna- skólann í Reykjavik að missa Jakob Ármannsson sem kennara í fullu starfi eftir farsæla kennslu um fjög- urra ára skeið og mega ekki fastráða hann. Þó var nokkur bót í máli, að hann var lengi stundakennari við skólann, og hans naut einnig við, þegar skólinn færðist yfir á fram- haldsskólastig haustið 1979 og brúa varð erfítt bil. Þá var gott að hafa góðu starfsliði á að skipa. í fámennum skóla skapast oft trúnaðarsamband milli skólastjóra og kennara. Vandamálin voru rædd og reynt að ráða fram úr þeim eftir mætti. Þá var gott að geta leitað til Jakobs Ármannssonar. Mannþekk- ing hans og skilningur kom sér vel, og honum fýlgdi öryggi, sem hann miðlaði öðrum. Margt mætti benda á til skilnings á velgengni Jakobs í kennslu og starfí. Hann var afar fróður og fylgd- ist. vel með nýjungum. Hann var samviskusamur og ljúfmannlegur í starfi, og hann naut þess að miðla öðrum af þekkingu sinni. Þessir eig- inleikar Jakobs gerðu hann að af- burðakennara. En eitt verður þó minnisstæðast, þegar litið er yfir farinn veg, og það er góðvild Jakobs í garð annnarra. Jakob Ármannsson var maður hógvær og lítillátur, öll framagimi var honum víðs fjarri. En hann átti sér helgan reit, sem hann mat ofar öllu, og það var fjölskylda hans. Þau hjónin vora afar samhent, og þau eignuðust íjögnr mannvænleg böm. Þau fáu skipti, er tvíburasynir hans komu með honum niður í skóla, þá var það gott ráð að opna inn í bóka- safnið og hleypa þeim þar inn. Þeir fundu þar alltaf eitthvað við sitt hæfi og létu þá föðurinn afskipta- lausan. Þegar ég kveð þennan góða vin minn, Jakob Ármannsson, er mér efst í huga þakklæti í hans garð fyrir vel unnin störf að skóiamálum og farsælt samstarf hans við kenn- ara og nemendur. Einnig vil ég senda samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, sem nú syrgir góðan dreng, en minn- ing hans mun lifa um ókomin ár. Guðrún P. Helgadóttir. í dag kveðjum við Jakob Ár- mannsson, fyrrverandi aðstoðar- bankastjóra Útvegsbanka íslands hf._ Ég kynntist Jakobi Ármannssyni fyrst fyrir mörgum árum, þá sem viðskiptamaður Útvegsbanka Is- lands. Mér varð strax ljóst að þar var afburðamaður á sviði bankamála á ferð. Jakob tók málum mínum ævinlega vel þótt þau væru oft flók- in. Hann var eldsnöggur að setja sig inn í þau og átta sig á því sem máli skipti. Hann gerði sér ávallt far um að leysa verkefnin fljótt og eins vel og frekast var kostur. Þegar ég síðar tók við starfi bankastjóri Út- vegsbanka íslands hf. í maí 1987 fór ég þess á leit við hann að hann gegndi starfi aðstoðarbankastjóra. Þannig varð hann minn nánasti sam- starfsmaður í nokkur ár eða þar til nafni bankans var breytt í |slands- banka hf. Undir merkjum íslands- banka hf. áttum við samleið um hríð og síðastliðin fimm árh hefur hann átt sæti í stjórn Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. sem Kaupþing hf. sér um rekstur á. Jakob var miklum hæfileikum búinn. Hann var bráðgreindur, víð- lesinn, einstaklega vel að sér og það jafnvel á ótrúlegustu sviðum. Hann var fljótur að greina aðalatriði frá aukaatriðum og benda á mögulegar lausnir í einstökum málum. Enda voru honum ævinlega falin flóknustu og erfíðustu viðfangsefni hvers tíma til úrlausnar. Jakob var traustur maður. Hann var vinsæll og virtur meðal sam- starfsmanna jafnt sem viðskipta- manna. Hann var ótrúlega óumdeild- ur þegar haft er í huga að það kom iðulega í hans hlut áS taka á erfiðum málum. Jakob var þolinmóður og kunni þá list að hlusta. Þess vegna leituðu margir til hans. Þegar breyt- ingar voru í aðsigi hjá Útvegsbank- anum þótti mörgum starfsmönnum gott að ræða sín mál við hann. En þótt Jakob byggi yfir miklum mannkostum þá miklaðist hann aldr- ei. Það var ekki í hans eðii. Hann var ævinlega lítillátur, jafnvel hlé- drægur og var ekkert um sýnd- armennsku gefíð. Þess vegna sóttist hann aldrei eftir vegtyllum og lét velgengni sína ekki trufla lífsstíl sinn. Hann var engu að síður metn- aðarfullur maður sem gerði miklar kröfur til árangurs. Mestar kröfur gei-ði hann þó alltaf til sjálfs sín. Með Jakobi er genginn einn hæfasti bankamaður á Islandi. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að þekkja Jakob Ármannsson. Af honum lærði ég margt. Ekki aðeins um flóknari bankamál heldur dýpkaði hann einn- ig skilning minn á mismunandi gild- ismati á lífsins gæðum. Eftir að samstarfi okkar í Útvegs- banka íslands hf. lauk höfum við hist reglulega ásamt nokkram félög- um okkar frá þeim tíma. í þeim hópi var hann hrókur alls fagnaðar enda hafði hann létta lund og átti ætíð auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar tilverannar. Hans verður sárt saknað enda var hann ókiýndur for- ingi hópsins. Jakob var lánsamur maður i einka- lífi og átti góða fjölskyldu sem hon- um varð tíðrætt um. Hann var mjög stoltur af bömum sínum, enda full ástæða til. Ég votta Signýju, börnum þeirra, Svavari þróður hans og hans fjölskyldu og Ármanni Jakobssyni, föður þeirra, innilega samúð á þess- ari sorgarstundu. Minningin um góðan mann lifir. Guðmundur Hauksson. Sjaldan hefur hverfulleiki mann- lífsins birst okkur samstarfsmönn- um Jakobs Ármannssonar jafn aug- ljóslega og síðustu mánuði, frá því hann kenndi sér meins og þar til hann er nú allur. Jakob verður eftirminnilegur hverjum þeim er honum kynntist, fyrst og fremst fyrir þá fagmennsku og trúverðugleika sem sýndi sig í hverju því máli er hann tók að sér. Hjá Jakobi var víst að leita frjórra hugmynda og afla nýrrar sýnar á þau viðfangsefni sem við var að fást. Frá hveijum samræðum við hann, hvort sem þær snertu starfið, mannlífið eða þjóðlífið, gekk maður ríkari, því hann gæddi samræðuna innihaldi sem oft tók tíma að vinna úr, en sem iðulega bætti það sem um var íjallað. Þannig voru kynni flestra af Jakobi. Fráfall hans á besta aldri er áminning okkur sem lifum, að taka enga hluti sem sjálf- gefna, hvorki þá forgengilegu né nærveru vina. Með Jakobi er genginn heilsteypt- ur maður sem hafði mikið að gefa samferðamönnum sínum og því ógleymanlegur þeim sem honum kynntust. Þrátt fyrir að kynni okkar stæðu aðeins fáein ár vil ég þakka fyrir þau ár sem öll voru á einn veg og ánægjuleg. Blessuð veri minning Jakobs Ár- mannssonar. Bolli Héðinsson. Jakob er látinn. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Það tog- ast á ólíkar tilfinningar þegar ég hugsa til hans. Sorgin og eftirsjáin er mikil en einnig reiði yfir því að sjá hann aldrei aftur. Ég sé hann í huga mér koma rólega eftir gang- inum, halla ofurlítið undir flatt. Þegar hann nálgast brosir hann kankvíslega og glettnin glampar í augunum. Það var gott að vinna með hon- um. Ein vinkona hans og samverka- kona í mörg ár sagði eitt sinn: „Það er unun að þræla fyrir hann Jak- ob.“ Þar talaði hún fyrir munn margra. Hann vann sjálfur af natni og góðum skilningi svo sjálfsagt var og ánægja að gera honum til hæfis. Einlægni hans, heiðarleiki og skarp- ar gáfur gerðu það að fjöldi sam- starfsmanna hans leitaði til hans í vanda þó það væri ekki í hans verka- hring að sinna því. Vissan um að hann tæki þeim vel og að hann sinnti þeim af heilindum auðveldaði þeim að leita til hans. Um fáa menn mér vandalausa hefur mér þótt vænna en Jakob. Ég hef lifað í þeirri sannfæringu að hafa hann alltaf einhvers staðar nálægan þótt ég ætti að vita betur. Jakob var dagfarsprúður og ljúfur maður, en hann hafði ríka réttlætis- kennd og fastur fyrir ef því var að skipta. Ég mæli fyrir hönd margra fyrr- verandi vinnufélaga þegar ég kveð þig, vinur, og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir okkur gott og við hugsum til alls sem þú miðlaðir okkur og gafst. Megi minningin um góðan dreng og ljúfar samverustundir vera ást- vinum hans styrkur í framtíðinni. Björg Sigurðardóttir. Bemskubrek og skólaganga eru lífsperlur okkar bekkjarsystkinanna frá Siglufírði, Perlu norðursins. Við fundum þeim stað í hjarta okkar, þar sem þær döfnuðu vegna þess að við héldum þeim við með því að njóta þeirra. Siglufjarðarstuðið var okkar. Sameiginlegt fimmtugsafmæli okkar allra var hápunkturinn. í sumarbústöðum í Borgarfírði urðum við böm á ný og gengum á vit ævintýranna. I fyrra héldum við upp á 40 ára útskrift frá Gagnfræða- skóla Siglufjarðar. Þá var sá fyrsti farinn úr þessum heimi og nú kveðj- um við þann þriðja. En ekkert okkar hverfur hinum, því við erum í minningunni, ekki bara skólakrakkar í Siglufírði heldur líka þeir fullorðnu vinir, sem við urðum. Og Jakob Ármannsson var ómetanlegur vinur. Næmi á líðan samferðamannsins var honum eðlis- lægt og hvergi var betra að vera maður sjálfur en í návist hans. Hann var hugsuður, en rólegur í allri lík- amlegri áreynslu. Boltinn átti hug hans, en sjálfur sparkaði hann ekki. Svo mikilhæfur var Jakob að hon- um var átakalaust að sýna sér- hveiju verki, smáu sem stóru, full- komna virðingu. Það eru mikil forréttindi að eiga slíkan mann að vini. Fyrir það erum við þakklát. Innilegar samúðarkveðjur send- um við eiginkonu, börnum, föður, bróður og öðrum ástvinum hans. Bekkjarsystkinin úr Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. t Móðir mín og tengdamóðir, MARGRÉT SVEINSDÓTTIR, lést ó Skjóli að kvöldi 27. júlí. Stella Hjaltadóttir, Kjartan R. Zophaniasson. t Ástkær eiginmaður minn, HAUKUR HELGASON ritstjóri, Lundarbrekku 6, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 28. júlí sl. Nanci Helgason. t Móðir mín og systir, ELÍNBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, (ELLA WENNEBERG), Svíþjóð, er látin. Hörður Jónsson, Sigríður Guðjónsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG FRIÐFINNSDÓTTIR, Áshoiti 10, Reykjavik, andaðist á heimili sínu þann 28. júlí sl. Þorsteinn Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar og tengdamóðir, SÓLEY GUÐRÚN HÖSKULDSDÓTTIR, Skarðshlíð 30d, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 25. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Bjarni Baldursson, Oddný Kristjánsdóttir, Ágúst Þór Bjarnason, Anna Soffía Rafnsdóttir, Þröstur Már Bjarnason, Oddný Elva Bjarnadóttir. t Okkar kæra GUÐNÝ BJARNADÓTTIR frá Stapadal, Asparfelli 8, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 31. júlí kl. 15.00 Margrét Guðmundsdóttir, Friðrik Ágúst Helgason, Jóhann Bogi Guðmundsson, Gerður Guðmundsdóttir, Þór Whitehead, Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason, Guðmundur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Islenskur elnivlður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið SKS. HELGASON HF upplýsinga. IISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.