Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ1996 35 entist hjá hveijum fyrir sig. Dísa varð sem einn af nánustu meðlimum fjölskyldunnar. Enn nánara varð sambandið eftir að Sveinn föður- bróðir fluttist til Reykjavíkur með ijölskyldu og Dísa tók á leigu her- bergi í sama húsi og þau. Dísa varð strax eðlilegur þátttak- andi í öllu okkar lífi jafnt og hún væri föður- eða móðursystir. Hún átti sinn góða þátt í því að kenna hlýðni og aðra góða siði og var ófeimin við að láta í ljósi ánægju sína eða óánægju eftir því sem við átti hveiju sinni. Aldrei datt manni í hug annað en að taka fullt mark á öllu sem hún sagði og þegar henni fundust ávítur nauðsynlegar greyptust þær í hugann og geymd- ust, þótt ekki tækist samt að hafa hennar skýru lífsreglur alltaf í fyrir- rúmi. Einhvern dag á fyrstu árun- um í Reykjavík hafði ég verið óþæg- ur eða ósanngjarn. Næsta dag færði hún mér lítinn miða þar sem hún hafði skrifað með sinni góðu rithönd þetta þekkta vers: Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber Guð í alheims geimi Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorst.) Þennan miða á ég enn tæpum 60 árum síðar. Fyrir barn sem kom í fyrsta sinn til höfuðborgarinnar árið 1937 var margt að sjá og flest voru mikil undur. Eitt af þeim undrum voru strætisvagnarnir sem virtust gríð- arstórir, en mundu í dag svara til svipaðrar stærðar og algengir ferða- bílar einstaklinga. Annað undur var fótstigin saumavél Dísu þar sem snilld hennar til handanna, smekkur og útsjónareemi nutu sín vel. Dísa var saumakona af guðs náð og iíka að atvinnu. Fyrstu árin sneið hún og saumaði öll mín föt og lengi var leitað til hennar með val á yfir- höfnum, sem hún oft saumaði sjálf. í frístundum sínum stundaði Dísa hannyrðir og liggja eftir hana mörg fögur verk. Eitt stærsta verkið og fallegasta er áklæði á sófa og 3 stóla sem voru síðan hennar bestu stofuhúsgögn. Þau ánafnaði hún dóttur minni, Margréti, sem heitir eftir Margréti föðursystur minni og uppáhaldsvinkonu Dísu. Tryggð sína við vini og ekki síst okkur í fjölskyldunni vildi hún enn einu sinni sanna með þessu. Dísa vann langt fram yfir venju- legan eftirlaunaaldur þótt heilsa hennar væri oft í raun ekki nægilega góð. Hún gat ekki hugsað sér að hætta störfum enda mátu vinnuveit- endur vel færni hennar og samvisku- semi. Ég gat oft verið henni hjálpleg- ur þegar veikindi steðjuðu að og þótti vænt um að geta á þann hátt endurgoldið henni allt það sem hún hafði lagt inn í líf okkar. Seinni árin naut Dísa einstakrar umhyggju og forsjónar Margrétar Halldóru, dóttur Sveins föðurbróð- ur, og eiginmanns hennar, Ásgeirs Hallssonar. Reyndust þau henni ekki síðri en þau væru hennar eigin börn allt til enda. Við Anna Magga og fjölskylda þökkum Dísu langa og trygga sam- fylgd og biðjum henni og ættingjum Guðs blessunar. Jónas Hallgrímsson. ÞÓRÐUR GRÖNDAL Þórður Gröndal fæddist í Reykjavík 20. sept- ember 1931. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur I Foss- vogi 21. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Þórðarson Gröndal, verkfræðingur og forstjóri hf. Ham- ars, fæddur 27. ág- úst 1899, d. 11. sept. 1984, og kona hans Halldóra Ágústs- dóttir Flygenring, f. 17. júlí 1899. Þórður átti fjórar systur og eru þær allar á lífi. Inga, f. 28. ágúst 1925, Unn- ur Elísabet, f. 12. febrúar 1927, Helga, f. 20. febrúar 1930, og Þórunn, f. 19. desember 1933. Þórður kvæntist 15. október 1954 Maríu Kristínu Tómas- dóttur, f. 7. desember 1931, og eignuðust þau þrjú börn: 1) Sig- ríður, tölvunarfræðingur, f. 31. mars 1955, gift Göran Seldin, búsett í Svíþjóð. 2) Halldóra, hjúkrunarfræðingur, f. 17. ág- úst 1959, gift Jóni Ingva Jónas- syni. 3) Benedikt, tæknifræð- ingur, f. 2. október 1963, kvæntur Ragnhildi Teitsdóttur. Barnabörn þeirra eru sjö. Þórð- ur og María Kristín skildu. Þórður kvæntist Ernu Guð- laugu Jónsdóttur 11. apríl 1981. Hún fæddist 6. febr- úar 1938. Hennar börn frá fyrra hjónabandi eru Jón Magnússon, f. 27. nóvember 1957, kvæntur Hjördísi Bergsdóttur, Mar- teinn Magnússon, f. 26. júlí 1961, kvænt- ur Helgu Björns- dóttur, Ása Magn- úsdóttir, f. 23. sept. 1963, gift Grími Grímssyni. Barna- börnin eru sex. Þórður útskrifað- ist stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951. Stundaði nám í vélaverkfræði í Bandaríkjun- um og útskrifaðist frá Worc- hester Polytechnic Institute, Mass. 1957. Hann vann eitt ár í Bandaríkjunum en kom síðan heim og starfaði tvö ár hjá Vegagerð ríkisins. Eftir það hóf hann störf hjá hf. Hamri og var forsljóri í því fyrirtæki frá 1972-87. Hann gegndi ýms- um trúnaðarstörfum, var ma. stjórnarformaður Rannsóknar- stofnunar iðnaðarins frá 1970-74 og Sambands Málm- og skipasmiðja 1973-78. Enn- fremur var hann varaforseti Landssambands iðnaðarmanna 1975-78. Þórður verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Frændi, vinur og bekkjarbróðir er látinn eftir erfið veikindi. Það er segin saga, að dauðinn kemur manni í opna skjöldu og það sér- staklega þegar um er að ræða jafn- aldra, sem yfirleitt var hinn hraust- asti, og góður íþróttamaður á yngri árum. Kynni okkar hófust fyrir alvöru er við vorum 11 ára. Má segja að næstu 10 árin hafi varla sá dagur liðið að við værum ekki saman, ef við vorum báðir í bænum. Á stríðs- árunum hjóluðum við um allt, fylgd- umst með því, sem var að gerast við höfnina eða flugvöllinn og öðru sem okkur þótti varða. Við vorum fermdir sama daginn, í sitt hvorri kirkjunni, en fermingarveislan var sameiginleg. Við vorum saman í árgangi í Menntaskólanum í 4 vetur og stúdentar árið 1951. Þórður var í stærðfræðideildinni og fór svo til náms í verkfræði við háskólann í Manchester á Englandi. Varð ég honum samferða þangað með Gull- fossi haustið 1952 til að kynntast skólalífinu og borginni. Þórður hélt síðar til Bandaríkjanna og lauk þar prófi í vélaverkfræði. Fjölskylduboðin voru mörg, sem við sátum, enda frændgarður Flyg- enring-íjölskyldunnar afar stór. Þar við bættust svo spilakvöld foreldra okkar, en þau spiluðu brids, fjögur saman, nánast vikulega í áratugi. Hittumst við því oft, rifjuðum upp gömul kynni og ræddum landsins gagn og nauðsynjar sem Þórður kunni afar góð skil á, enda í stjórn Vinnuveitendasambandsins. Svo fór þó að fundum okkar fækkaði því báðir voru uppteknir við vinnu og heimili. Var meira um að við hittumst, þegar stúdentar 1951 komu saman. Það var einmitt eftir einn slíkan fund, að við sáumst síðast, er við hjónin kynntumst heimili Þórðar og Ernu á Seltjarnar- nesi. Sáum við þar hve garðurinn var vel skipulagður og fallegur, verðlaunagarður myndi ég segja. Ekki var síðra að sjá handbragð Þórðar er hann hafði breytt innrétt- ingum í húsinu. Öll smíði lék í hönd- unum á honum enda hönnun og frágangur þannig að til var tekið. Elsku amma Dísa er látin. Þórdís Ingveldur, hét hún réttu nafni, og var reyndar ekki amma mín heldur besta vinkona langömmu Guðnýjar. Dísa var ætíð hjá ömmu Guðnýju í Hvassaleiti, þegar við komum í heimsókn á sunnudögum. Þær spil- uðu mikið saman og stundum við mig einnig. Hún var ekkert frá- brugðin ömmu Guðnýju eða hinum ömmum mínum, svo mér fannst réttast að kalla hana ömmu Dísu. Mér þótti vænt um, að hún gladdist yfir því og brosti hlýlega. Síðan hafa bræður mínir einnig kallað hana ömmu Dísu. Ég kveð nú ömmu Dísu með þakklæti fyrir allar góðu mining- arnar sem ég á um hana og geymi í hjarta mínu. Ég bið Guð að blessa hana og varðveita. Sunna Dögg. GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 -fe- Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- lilaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUCLEIÐIR IIDTEL MIFTLLIBIH Auk fjölskyldu minnar hefi ég verið beðinn um að flytja samúðar- kveðjur frá samstúdentum MR 1951 til eftirlifandi eiginkonu, barn- anna, Sigríðar, Bendedikts og Hall- dóru, maka þeirra og barna og móður hans, Halldóru Gröndal. Far vel, frændi, á þeim leiðum, sem þú hefir nú lagt á. Ragnar Borg. Þórður Gröndal er látinn. Fyrir um tveimur árum greindist hann með krabbamein sem að lokum hafði búið svo um sig í líkama hans að eigi varð við ráðið og lést hann í Borgarspítalanum sunnudaginn 21. ágúst síðastliðinn. Þórður var vel menntaður, skemmtilegur og fróður maður sem hafði gaman af að segja frá og það var gaman að hlusta enda krafðist Þórður þess, á sinn hátt, að fólk hlustaði þegar hann talaði. Þórður taiaði tæpitungulaust og honum leiddist rósamál. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki á þeim en hann setti skoðanir sínar fram á yfirvegaðan hátt og þeim fylgdu rök sem hlustandi var á hvort sem maður sannfærðist eða ekki. Þórður var maður sem hægt var að leita til, sérstaklega þegar um var að ræða mikilvæg mál og skoðanir hans og Ernu vógu þungt á vogar- skálunum þegar ákvörðun var tek- in. Þórður var tvíkvæntur og eru kynni okkar bundin við hans seinna hjónaband. Erna Jónsdóttir var seinni kona Þórðar og þau bjuggu sér heimili að Látraströnd 13 á Seltjarnarnesi. Það var gott að búa hjá þeim á Látraströnd sem ungl- ingur og einnig var gott fyrir ungt par með lítið barn að búa hjá þeim hjónum um nokkurra mánaða skeið haustið 1985 en það var erfitt tíma- bil í lífi þeirra. Það var einnig gott að koma í heimsókn hvort heldur var innlit um -helgi eða nokkurra daga dvöl heiilar fjölskyldu frá ísafirði. Alltaf var manni fagnað og góðgjörðum hlaðið á borð og það voru sagðar margar sögur og mikið hlegið á Látaraströnd 13. Minni- stæðar eru veislur á Látraströnd- inni og ekki síst spagetti-veislur en þá sá Þórður um matseld en í þeim veislum óskuðu margir eftir upplýs- ingum um hvernig kássan væri krydduð en þær fengust ekki. í þessum veislum var mikið borðað og þurfti til einnar veislu mörg kg af nautahakki og ís. Látraströndin tengist stærstu gleðistundum okkar en þar hafa þau hjón haldið okkur útskriftarveislur og brúðkaups- veislu auk þess sem börn okkar þrjú hafa verið skírð þar í stofunni. Við hús nr. 13 við Látraströnd er afar fallegur skrúðgarður og í þessum garði hafi þau hjón unað löngum stundum og hann er þeirra stolt en fyrir hann fengu þau viður- kenningu frá Seltjanarnesbæ fyrir nokkrum árum og var það staðfest- ing á því að þessum stundum hafði verið vel varið. Þórður Gröndal hefur fengið frið, erfiðum veikindum er lokið og við tekur næði á nýjum slóðum og við sem eftir lifum eigum minningar um mann sem var búinn slíkum mannkostum að hans verður minnst þeirra vegna. Grímur og Ása. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÍSAFOLD KRISTJÁIMSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkor að kvöldi laugardagsins 27. júlí. María Jóhannsdóttir, Sigurður Lfndal, Sigríður Jóhannsdóttir, Leifur Breiðfjörð og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, HEBA HILMARSDÓTTIR, Hvolsvegi 13, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 1. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfirði. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmundur Björnsson, Guðmundur S. Guðmundsson, Gunnhildur H. Axelsdóttir, Halla Birna Guðmundsdóttir, Lárus Ingi Magnússon, Rakel Sif Guðmundsdóttir, Atli Þorgeirsson, Marheiður Viggósdóttir, Guðmundur S. Bjarnason, Hilmar Rósmundsson, systur og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa RAGNARS VALDIMARSSONAR, Brunngötu 3, Hólmavík. Guð blessi ykkur öll. Þuríður Guðmundsdóttir, Valdís Ragnarsdóttir, Karl Loftsson, Aðalheiður Ragnarsdóttir, Sigurður Vilhjálmsson, Unnar Ragnarsson, Þorbjörg Stefánsdóttir, Vigdís Ragnarsdóttir, Jónas Ragnarsson, Alma Brynjólfsdóttir, Baldur Ragnarsson, Þorgerður Fossdal, Guðmunda Ragnarsdóttir, Ragnar Ölver Ragnarsson, Sunna Vermundsdóttir, Sigurbjörn Ragnarsson, Friðgerð Jensen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.