Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 37
í
I
|
VERÐLAUNAHAFAR í unglingaflokki frá vinstri talið. Guðbjörg
og Sveipur, Helga og Blakkur, Sigurjón og Gassi, Benný og Smári
og Jakob og Hörður.
EIGANDI ísafoldar sigurvegarans í A-flokki gæðinga Steinunn
Stefánsdóttir hampar hér kampakát verðlaunum sem hryssan henn-
ar hlaut. Vignir situr hryssuna með verðlaunaskeifuna, næst kem-
ur Alexander á Or, Þórður á Feng og Lárus á Nasa.
HESTAR
Kaldármclar
HESTAMÓT
SNÆFELLINGS
Hestamarmafélagið Snæfellingur
hélt sitt árlega hestamót á Kaldár-
melum í Kolbeinsstaðahrepppi.
Vörn í sókn
HESTAMÓT Snæfellings hefur
allnokkra sérstöðu miðað við önnur
mót. Félagssvæðið er stórt og félag-
arnir því nokkuð dreifðir. Menn
komu nðandi í flokkum frá Grundar-
firði, Ólafsvík, Stykkishólmi og víðar
að á mótið. Ætla má að fleiri hross
hafi verið á mótssvæðinu en menn
þótt mótið hafí verið vel sótt á fé-
lagsmótsmótsmælikvarða. Veður-
guðirnir lögðu blessun sína yfir sam-
komuna og Snæfellingar og aðrir
sem mótið sóttu þessa tvo_ daga
skemmtu sér konunglega. í stað
þess að leggja megináherslu á opið
stórmót um verslunarmannahelgina
var áherslan lögð á að efla félags-
mótið og félagsandann.
Næla og Hafliði enn ósigruð
Þótt hér hafi fyrst og fremst ver-
ið um félagsmót að ræða var einnig
boðið upp á opna töltkeppni þar sem
mættu til leiks fjölmargir utanfé-
lagsmenn. Þar á meðal voru fyrrum
Islandsmeistarar Hafliði Halldórsson
og Næla frá Bakkakoti og sigruðu
þau þótt ekki væri það alveg baráttu-
laust. Hafliði og Næla fóru yfir 100
stiga múrinn í bæði forkeppni og
úrslitum en Ragnar Agústsson og
Hrafn frá Hrafnagili sigurvegarar í
ungmennaflokki á fjórðungsmótinu
fyrr í sumar veittu þeim góða keppni
í úrslitunum og fóru einnig yfir
hundrað stigin.
Vignir í miklum ham
Landsliðmaðurinn kunni Vignir
Jónasson var atkvæðamikill í gæð-
ingakeppni félagsins. Var með fjögur
hross af tíu í úrslitum, tvö í hvorum
flokki. Einn hesturinn sá kunni gæð-
ingur Gjafar frá Stóra-Hofi var efst-
ur að lokinni forkeppni í A-flokki
féll út fyrir úrslit, orðinn eitthvað
fótafúinn, en tveimur hrossum reið
Vignir til sigurs. í B-flokki var hann
á Höfðingja frá Stóra-Langadal
fasmiklum klár og föngulegum en í
A-flokki var það hryssan ísafold frá
Ólafsvík sem efst stóð. Þokkaleg
þátttaka var í B-flokki eða 25 hestar
en aðeins 13 skráðir í A-flokk. Höfð-
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
HÖFÐINGI frá Stóra-Langadal stóð efstur í B-flokki en var auk
þess valinn glæsilegasti hestur mótsins, knapi er Vignir Jónasson.
ingi var valinn glæsilegasti hestur
mótsins. í barna og unglingaflokkum
var svipuð þátttaka en aðeins fjórir
í ungmennaflokki. Gunnlaugur Krist-
jánsson sem keppti á Tvisti sigraði í
ungmennaflokki en Guðbjörg Þ. Ag-
ústsdóttir sigraði í unglingaflokki á
Sveipi frá Ólafsvík en hún hlaut einn-
ig knapaverðlaun mótsins. í barna-
flokki sigraði Jóhann K. Ragnarsson
á Mána frá Kvemá.
Formaðurinn með
sirkuskúnstir
Meðal þess sem boðið var upp á
á mótinu var keppni unghrossa fjög-
urra og fimm vetra. Var hrossunum
riðið frjálst á hringvelli og sýndir
helstu kostir þeirra, tölt og brokk
og eitthvað var verið að skælast á
skeiði. Einnig riðu knapar einn í
senn inn á miðju hringvallar þar sem
þeir máttu sýna ýmsar aukakúnstir
sem trippin höfðu lært ef um slíkt
var að ræða. Ein stúlka reið þar
trippi sínu án hnakks og beislis
gangskiptingarbrokk og tölt, hafði
einungis stallmúl og taum til að
stjórna trippinu. En það var Lárus
Hannesson formaður Snæfellings
sem sló eftirminnilega í gegn. Lét
hann hryssuna Gjöf frá Lágafelli
leggjast inni í hringnum, tók út úr
henni beislið og fór hún að bíta í
mestu rólegheitum. Settist þá for-
maðurinn á bak og Gjöf stóð á fæt-
ur. Þessar listir tryggðu Lárusi og
Gjöf sigur því fyrir utan þetta fór
hryssan vel í hinum hefðbundnari
sýningaratriðum.
Agæt þátttaka var í kappreiðum
sem voru opnar eins og töltkeppnin.
Mikill áhugi virðist fyrir brokkinu
meðal Snæfelligna öfugt við það sem
almennt er að gerast því ekki verður
betur séð en svipuð þróun eigi sér
stað og í stökkinu sem lengi hefur
verið í andarslitrunum. Hjá Snæfell-
ingi voru sautján skráðir í brokkið
en aðeins sjö í 250 metra skeið og
sextán í 150 metranatil samanburð-
ar. Níu voru hinsvegar skráðir í 300
metra stökk sem telst afbragðsgóð
þátttaka nú til dags. Ótrúlega góðir
tímar náðust í kappreiðum en á
Kaldármelum er grasvöllur sem virð-
ist fara versnandi með árunum. Er
hann orðinn nokkuð bylgjóttur með
snarrótartoppum á víð og dreif. Gra-
svellir þurfa mikið viðhald eigi þeir
að skila góðum árangri í tímans rás.
Tilgangur og takmark með þessu
félagsmóti var að efla félagsandann
og halda líflegra félagsmót og var
ekki annað á þeim Snæafellingum
að heyra en þessi markmið hafi náðst
fulkomlega. Menn höfðu skemmt sér
konunglega í góðu veðri, við ágætar
aðstæður með prýðisgóð hross í sjón-
máli þessa tvo daga. Má því með
sanni segja- að Snæfellingum hafí
með móti þessu tekist að snúa vörn
í sókn.
Valdimar Kristinsson
Þýskur
dómari á
A
Islands-
mótinu
ÓÐUM styttist í íslandsmótið í
hestaíþróttum sem haldið verð-
ur að Varmárbökkum í Mos-
fellsbæ 9. til 11. ágúst n.k.
Mikil uppbygging hefur átt sér
stað á mótssvæðinu síðustu vik-
ur og mánuði og telja aðstand-
endur mótsins svæðið eitt hið
besta sem völ er á í þessum
stærðarflokki. Það er Hesta-
íþróttafélagið Hörður í Kjósar-
sýslu sem Sér um undirbúning
og framkvæmd mótsins. Sá
kunni þýski hestamaður Andre-
as Trappe sem er margfaldur
Þýskalands- og heimsmeistari
verður heiðursgestur mótsins
en hann er einnig félagi í Herði.
Þá verður nú í fyrsta sinn
fenginn dómari erlendis frá til
að dæma með íslenskum dóm-
urum og kemur það í hlut Marl-
ise Grimm frá Þýskalandi að
dæma á mótinu. Er hún að
góðu kunn meðal íslendinga
bæði sem dómari og keppandi.
Hefur hún dæmt á mörgum
heimsmeistaramótum og al-
þjóðlegum mótum.
Sömu helgi og mótið fer fram
verða haldnir hinir árlegu fjöl-
skyldudagar Mosfellsbæjar og
mun sú hátíð tengjast íslands-
mótinu. Settur verður upp hús-
dýragarður á Varmárbökkum
af þessu tilefni þar sem kynntar
verða helstu húsdýrategundirn-
ar og bæði börnum og fullorðn-
um gefínn kostur á að fara á
hestbak. Sem kunnugt er, verð-
ur frír aðgangur að mótinu og
leggja mótshaldarar ríka
áherslu á að fá mikinn fjölda
gesta á mótið þar sem mönnum
gefst kostur á að kynnast
hestamennskunni frá tveimur
sjónarhornum.
Klént í kynbótunum
SAMHLIÐA félagsmóti Snæfell-
ings var haldin héraðssýning
kynbótahrossa fyrir Vesturland.
Alls komu 50 hross fyrir dóm-
nefndina en 36 hryssur hlutu
fullnaðardóm og þrír geldingar
sem afkvæmi. Heldur var út-
koma sýningarinnar léleg og
notaði Kristinn Hugason orðið
klént þegar hann taiaði um
heildarútkomuna. í flokki
hryssna sex vetra og eldri náði
ein hryssa Blíð frá Hesti yfir
átta í aðaleinkunn en aðeins sex
af 24 hryssum voru yfir ættbók-
armörkunum gömlu 7,50. Heldur
var hlutfallið betra í fimm vetra
flokknum þar sem sex af tólf
náðu mörkunum og kannski ljós
í myrkrinu að það skuli vera
yngri hryssurnar sem koma bet-
ur út.
Kristinn hafði nokkur orð um
slæma stöðu hrossaræktar á
Vesturlandi en vildi þó ekki gera
lítið úr sýningunni um helgina.
Hvatti hann vestlendinga til að
huga vel að sköpulagi hrossanna
og eins töltinu sem hann sagði
vera þungamiðjuna í ræktun ís-
lenskra hesta. Engir stóðhestar
komu fram á þessari sýningu
frekar en svo oft áður á síðsum-
arsýningum.
BLÍÐ frá Hesti lengst til hægri sem Baldur Björnsson situr hlaut
ein einkunn yfir átta en auk þess viðurkenningu fyrir hæstu
byggingareinkunn á sýningunni. Næst er Ósk frá Klængsseli sem
Ólöf Guðmundsdóttir situr og þá Perla frá Bjarnarhöfn sem for-
maður Snæfellings Lárus Hannesson situr.
Urslit á Kaidármelum
A-flokkur
1. ísafold frá Ólafsvík, eigendur Stef-
án Kristófersson og Steinunn Stefáns-
dóttir, knapi Vignir Jónasson, 8,35.
2. Ör frá Stakkhamri, eigandi Bjarni
Alexandersson, knapi Alexander
Hrafnkelsson, 8,34.
3. Fengur frá Uxahrygg, eigendur
Gísli Guðmundsson og Guðmundur
H. Gíslason, knapi Lárus Hannesson,
knapi í úrsl. Þórður Þorgeirsson, 8,26.
4. Nasi frá Bjarnarhöfn, eigandi Jónas
Gunnarsson, knapi Lárus Hannesson,
8,31.
B-flokkur.
I. Höfðingi frá Stóra-Langadal, eig-
andi Siguijón Helgason, knapi Vignir
Jónasson, 8,32.
2. Hrókur frá Kirkjubóli, eigandi og
knapi Jón Bjarni Þorvarðarson, 8,34.
3. Pæja, eigandi Árni Þorgilsson,
knapi Ragnar Alfreðsson, 8,33.
4. Sleipnir, eigandi Gunnar B. Gísla-
son, knapi Lárus Hannesson, 8,28.
5. Hljómur frá Kirkjubæ, eigandi Óð-
inn Benediktsson, knapi Vignir Jónas-
son, 8,19.
Ungmenni
1. Gunniaugur Kristjánsson á Tvisti,
8,01.
2. Hrafnhildur Árnadóttir á Pensli,
7,95.
3. íris B. Aðalsteinsdóttir á Sjöstjörnu
frá Hellissandi, 7,41.
Unglingar
1. Guðbjörg Þ. Ágústsdóttir á Sveip
frá Ólafsvík, 8,52.
2. Helga H. Bjarnadóttir á Blakk frá
Árgerði, 8,29.
3. Siguijón Ö. Björnsson á Gassa frá
Stóra-Hofi, 8,27.
4. Benný E. Benediktsdóttir á Smára
frá Árbakka, 8,24.
5. Jakob B. Jakobsson á Herði, 8,05.
Börn
1. Jóhann K. Ragnarsson á Mána frá
Kverná, 8,09.
2. Guðmundur M. Skúlason á Hring
frá Hallkelsstaðahlíð, 8,03.
3. Emil F. Emilsson á Stjörnu, 7,90.
4. Alda Andrésdóttir á Dúkku frá
Hellissandi, 7,90.
5. Vilborg H. Sæmundardóttir á
Freyju frá Þorkelshóli, 7,87.
Unghrossakeppni
1. Gjöf frá Lágafelli, eigandi Hjörtur
Egilsson, knapi Lárus Hannesson.
Stigakeppni:
1. Grundarfj.
2. Ólafsvík
3. Stykkishólmur
4. Dreifbýlið
5. Hellissandur
Tölt
1. Hafliði Halldórsson á Nælu frá
Bakkakoti, 1,06/105,6.
2. Ragnar Ágústsson á Hrafni frá
Hrafnagili, 93,2/100,5.
3. Þórður Þorgeirsson á Laufa,
95,2/96,40.
4. Erling Sigurðsson á Feldi frá Laug-
arnesi, 88,8/94,20.
5. Ólöf Guðmundsdóttir á Kveik frá
Ártúni, 86,4/85,20.
6. Alexander Hrafnkelsson á Erpi frá
Fornustekkum, 82.
Skeið 150 metrar
1. Lúta frá Ytra-Dalsgerði eigandi
Hugi Kristinsson, Þórður Þorgeirsson,
14,8.
2. Þeyr frá Akranesi eigandi og knapi
Ragnar E. Ágústsson, 15,4.
3. Draupnir eigandi Jón Styrmisson,
knapi Erling Sigurðsson, 15,7.
Skeið 250 metrar
1. Elvar eigandi og knapi Erling Sig-
urðsson, 23,9.
2. Saxi, eigandi Ámundi Sigurðsson,
knapi Alexander Hrafnkelsson, 25,0.
3. Svartnir frá Ásunt, eigandi og knapi
Sigursteinn Sigursteinsson, 27,5.
Brokk 300 metrar
1. Hreggur frá Skógarnesi, eigandi
Þórður Þorgeirsson, knapi Ragnar
Ágústsson, 37.0
2. Kjarni, eigandi og knapi Skarphéð-
inn Ólafsson, 38,7.
3. Mókollur frá Akureyri, eigandi
Sveinn Ragnarsson og Alexander
Hrafnkelsson, 44,0.
Stökk 300 metrar.
1. Laser frá Skálholti, eigandi Ágúst
Sumarliðason, knapi Axel Geirsson,
22,9.
2. Hermes, eigandi Sigursteinn Sigur-
steinsson, knapi Björgvin Sigursteins-
son, 23,1.
3. Hegri frá Hlíð, eigandi Ragnar
Hallsson, knapi Skúli Skúlason, 23,9.
Hryssur 6 vetra og eldri.
1. Blíð frá Hesti, f.: Otur, Skr., m.:
Fruma, Syðstu-Fossum, eigandi Sig-
valdi Jónsson, b. 7,98, h. 8,14, a. 8,06.
2. Ósk frá Klængseli, f.: Hrafn,
Holtsmúla, m.: Drottning, Steinum,
eigendur Viðar Halldórsson og Alex-
ander Hrafnkelsson, b. 7,90, h. 7,96,
a. 7,93.
3. Perla frá Bjarnarhöfn, f.: Fáfnir,
Laugarvatni, m.: Blesa, Stykkishólmi,
eigandi Hildibrandur Bjarnason, b.
7,80, h. 7,73, a. 7,76.
Hryssur 5 vetra
1. Orða frá Vestri-Leirárgörðum, f.:
Stígandi, Skr., m.: Helga-Jóna,
Hvammi, eigandi Marteinn Njálsson,
b. 7,94, h. 7,59, a. 7,76.
2. Skvísa frá Auðkúlu, f.: Stefnir,
Grænuhlíð, m.: Ljóska, Auðkúlu, eig-
endur Jónmundur Ásbjörnsson og Þor-
björg Ásbjörnsdóttir, b. 7,86, h. 7,55,
a. 7,71.
3. Kolla frá Brekku, f.: Kolbeinn,
Vallanesi, m.: Perla, Vallanesi, eigandi
Baldur Björnsson, b. 7,82, h. 7,56, a.
7,69.
Valdimar Kristinsson