Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 39

Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ1996 39 Dagbók lögreglunnar í Reykjavík Mörg mál óupplýst eftir helgiua 26. - 29.júlí ALLS voru 353 mál færð til bókar hjá lögreglunni í Reykja- vík þessa helgi. 43 ökumenn voru kærðir fyrir að hafa ekið hraðar en lög gera ráð fyrir. Þá voru 8 ökumenn grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis. Alls voru 28 tilkynningar um umferðaróhöpp, þar af 6 þar sem slys urðu á fólki. Á föstudag kl. 13.25 var til- kynnt um umferðarslys á Miklu- braut við Skeiðarvog og var far- þegi úr annarri bifreiðinni flutt- ur með bak- og hálsmeiðsli á slysadeild auk þess sem annar ökumaðurinn fór sjálfur til að- hlynningar. Ekið var á gangandi stúlku á Kringlumýrarbraut við Hamra- hlíð um klukkan ellefu á föstu- dagskvöld. Hún var flutt á slysa- deild með skurð á höfði. Ekið á körfubifreið Lögreglunni barst tilkynning um umferðarslys á Bústaðavegi við Kringiumýrarbraut ki. 15.27 á sunnudag. Þar hafði bifreið verið ekið aftan á körfubifreið sem var að kanna skemmdir á ljósastaur. Ökumenn beggja bif- reiða voru fluttir á slysadeild með háls- og bakmeiðsli auk þess sem farþegi hlaut áverka í andliti eftir að hafa lent á framrúðu. Ekið var á dreng á reiðhjóli á Geirsgötu við Kolaportið á sunnudagskvöldið. Drengurinn, sem er 13 ára, var hjálmlaus og er talinn höfuðkúpubrotinn. Með stolið bifhjól og þýfi Lögreglan varð að hafa af- skipti af hópi drengja sem voru á bifhjóli í Silungakvísl að morgni sunnudags. Við rann- sókn lögreglu kom í ljós að bif- hjólið var illa fengið og hafði einn piltanna slasast er hann féll af því. Hann er grunaður um að hafa ekið bifhjólinu undir áhrifum áfengis. Þá fannst nokkurt þýfi í bíl sem piltarnir voru á og sætir það mál nú frek- ari rannsókn hjá iögreglu. Alls var tilkynnt um 14 inn- brot þessa helgi, þar af sex í bíla þar sem stolið var hljóm- flutningstækjum, fimm í fyrir- tæki og eitt á heimili. Stolið frá Háskólanum Brotist var inn í húsnæði Há- skólans og stolið umtalsverðum verðmætum. Þjófamir komust inn í húsið með því að sprengja upp glugga og hurfu síðan af vettvangi með tölvu, myndrita, síma og prentara. Ekki er vitað hveijir þarna voru að verki en RLR rannsakar málið. Brotist var inn í þijú fyrir- tæki við Suðurlandsbraut og stolið ýmsum tæknibúnaði sem talið er að verðmæti um hálf milljón. Ekki er vitað hveijir þar voru að verki en málið er í rann- sókn hjá RLR. Brotist var inn á heimili fólks í Árbæ og þaðan stolið umtals- verðum verðmætum. Meðal ann- ars var stolið hljómflutnings- tækjum, myndbandstæki, sím- um, ferðageislaspilara og 40 geisladiskum. Ekki er vitað hveijir voru að verki en RLR annast frekari rannsókn málsins. Féll úr stiga Um miðjan dag á föstudag féll maður fimm metra úr stiga sem hann var í og hlaut slæmt ökklabrot. Þá rann stigi undan manni í málningarvinnu á laug- ardag. Stiginn lenti á rúðu sem brotnaði og hlaut maðurinn nokkra áverka á báðum fótum. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu var á laugardag kl. 1.54 tilkynnt um að bifreið hefði verið stolið úr miðbænum. Bif- reiðin fannst síðan að kvöldi laugardags á Hellisheiði. Henni hafði verið ekið í gamlar malar- gryfjur í Orrustuhrauni og verið stórskemmd. Ekki er vitað hveijir voru þar að verki en málið er í rannsókn. FRÉTTIR Slys á ein- breiðri brú „ Morgunblaðið/Ljósmyndavörur BIL ARNIR þrír skemmdust allir mikið og voru fluttir með krana- bíl til Reykjavíkur. Auk þess skemmdist fellihýsi, sem einn bílanna hafði í eftirdragi. ÞRÍR fólksbílar lentu í árekstri á einbreiðri brú yfir Kaldaklifsá í Austur-Eyjaíjallahreppi síðdegis á sunnudag. Þrír voru fiuttir með sjúkrabílum frá Hvolsvelli og Vík á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkr ur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli varð áreksturinn inni á brúnni á vestari enda hennar. Einn hinna þriggja bíla var með fellihýsi í drætti. All- ir bílarnir og fellihýsið skemmdust mikið og voru dregin með krana- bíl til Reykjavíkur. Að sögn lögreglu fékk einn hinna þriggja manna, sem fluttir voru á slysadeild, að fara heim að skoðun lokinni en hinir tveir voru lagðir inn. Meiðsl þeirra munu ekki vera lífshættuleg. Allir sem í bílunum voru voru í bílbeltum og telur lögregla að þau hafi bjargað miklu. Lögregla segir að gífurleg um- ferð hafi verið á Suðurlandsvegin- um um það leyti sem slysið varð og akstursskilyrði ekki með besta móti vegna úrhellis. Upp úr hádegi á sunnudag velti ungur ökumaður bíl á Landvegi, rétt neðan við Leirubakka. Hann mun hafa misst bílinn í lausamöl sem valt síðan. Þijú ungmenni voru í bílnum, öll í bílbeltum, og sluppu þau nær ómeidd. Bíllinn er mikið skemmdur. Nýsköpunar- dagar ungra uppfinninga- manna FÉLAG ungra uppfmningamanna stendur fyrir svokölluðum nýsköp- unardögum í íslandsbanka við Gullinbrú. Þarna eru til sýnis ýmsir hlutir sem ungir uppfinningamenn hafa skapað, t.d. hlutir úr nýsköpunar- keppni grunnskóla. Sýningin stendur til 16. ágúst. Ný landa- kort LANDMÆLINGAR íslands hafa gefið út tvö ný aðalkort í mæli- kvarðanum 1:250.000. Um er að ræða kortblað nr. 3 af Suðvestur- landi og blað nr. 7 af Norðaustur- landi. Samhliða þessum kortum hafa komið út ferðakort af Suður- landi og Norðurlandi í sama mæli- kvarða. Einnig hafa verið endur- skoðuð aðalkortablöð nr. 1, 4, 5 og 6 sem ná yfir Vestfírði, Norður- land, Mið-ísland og Mið-Suðurland. Aðalkortin innihalda alla vegi, vegaslóða og veganúmer auk fjölda ömefna. Nýtt upphleypt íslandskort hef- ur litið dagsins ljós og er það sem fyrr í mælikvarðanum 1:100.000. Þetta kort hefur lengi prýtt heim- ili landsmanna, enda talið eitt af fegurri kortum Landmælinganna. Finnskur arki- tekt heldur fyr- irlestur FINNSKI arkitektinn Kristian Gullichsen heldur fyrirlestur í Nor- ræna húsinu þriðjudaginn 30. júlí kl. 20. Fyrirlesturinn kallast Fiðr- ildið og fíllinn. Kristian er fæddur árið 1932. Hann vann á árum áður með Al- var Aalto. Frá 1961 hefur hann starfað sjálfstætt í samvinnu við þekkta finnska arkitekta og mar- goft hlotið verðlaun fyrir bygging- ar sínar. Hann er varaformaður Finnska arkitektasambandsins. Lj óðaupplestur á Kaffi Oliver HJALTI Rögnvaldsson verður með ljóðaupplestur á Kaffi Oliver í kvöld. Lesnar verða tvær fyrstu ljóðabækur Sigfúsar Daðasonar undir yfirskriftinni „Mannshöfuð er nokkuð þungt“. Lesturinn hefst kl. 22. PHILIPS SA1ÍYO VíiK'i mmk\ mmm lagerínn eða atuiimultúsnæðid Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD 4S> SÆTÚNI 8 SlMI 5691500 ATVIN N U A UGL YSINGAR Blaðberi óskast til að sjá um dreifingu á blaðinu á Nesjum, Hornafirði. Upplýsingar í síma 569 1113. & Varmárskóli í Mosfellsbæ Tónmenntakennara vantar í hlutastarf - kennsla eftir hádegi. Upplýsingar gefur Sigríður Johnsen í síma 566 6407. Skólastjóri. Handmennta- kennarar Er enginn á lausu? Okkur bráðvantar einn slíkan að Kirkjubæjar- skóla á Síðu næsta skólaár. Upplýsingar veitir skólastjóri, Hanna Hjartar- dóttir, í símum 487 4635 og 487 4620. Leikskólakénnari Leikskólakennara vantar að Leikskólanum á Eiðum frá 1. sept. nk. Leikskólinn á Eiðum er lítill leikskóli. Þar eru ca 16 börn og innan við tvö stöðugildi starfsfólks. Eiðar eru í um 13 km fjarlægð frá Egilsstöð- um. Á Eiðum er einnig grunnskóli, tónlistar- skóli og menntaskóli. Ódýrt húsnæði í boði. Æskilegt að umsækjendur hafj uppeldis- menntun og starfsreynslu. Upplýsingar gefa Ágústína, sími 471 3831, og Þórarinn, sími 471 3840. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóra vantar strax á togarann Rauðanúp ÞH-160 frá Raufarhöfn. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Jökuls hf., Raufarhöfn, sími 465 1200. Hornafjörður Bæjarverkfræðingur Hornafjörður auglýsir starf bæjarverkfræð- ings laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Nánari upplýsingar gefa bæjarstjóri og bæjarverkfræðingur í síma 478 1500. Bæjarstjóri Hornafjarðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.