Morgunblaðið - 30.07.1996, Side 40

Morgunblaðið - 30.07.1996, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ferdinand Smáfólk Mig hefur alltaf langað til að vita hvaða íþróttamenn séu fjölhæf- Smalahundar! astir... körfuboltamenn, hokkíspilarar eða knattspyrnumenn ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is FJÖLDI ferðamanna hefur heimsótt Stykkishólm í sumar og verið heppinn með veður. Ferðir með Eyjaferðum um Breiðafjarðareyjar hafa verið mjög vinsælar og sýnir mynd bát Eyjaferða koma með hóp ferðamanna úr skemmtisiglingu. V er slunar mannahelgin í Stykkishólmi Frá Arna Helgasyni: UM verslunarmannahelgina verður lífið í föstum skorðum í Stykkis- hólmi, en ýmislegt verður gert fyrir ferðamenn sem vilja koma hingað þá þelgi. Þjónusta við ferðamenn er alltaf að aukast enda hefur ferða- mönnum sem leggja leið sína hing- að verið að fjölga á hveiju ári. Það er margt sem ferðamenn geta gert meðan þeir staldra við í Stykkis- hólmi. Eyjaferðir bjóða upp á óviðjafn- anlegar skemmtisiglingar um Breiðafjörð. i þeim ferðum er lífríki Breiðafjarðar, kannað bæði fuglalíf og eins lífið neðansjávar. í ferðun- um er plógur dreginn eftir sjávar- botni og þegar aflinn er skoðaður kemur margt í ljós. Þá sést hve dýralíf á botni Breiðafjarðar er fjöl- skrúðugt. Krabbar, skeljar, kuð- ungar, ígulker, hörpudiskur og margt annað lætur sjá sig. Farþeg- ar fá að borða ígulkeijahrogn og hörpudisk. Þá er hægt að skreppa með Feij- unni Baldri til Flateyjar og fer Bald- ur tvisvar á dag yfir sumarið. Er uppiagt að fara með fyrri ferð að morgni og koma til baka með seinni ferðinni,- I Flatey er margt að sjá frá fyrri tíð og hefur gömlum húsum verið vel við haldið. Frá Flatey er hægt að komast í útsýnisferðir um nálægar eyjar og skoða íjölbreytt fuglalíf. í Stykkishólmi eru 9 holu golfvöllur sem verður opinn um verslunarmannahelgina. Þá mun Hildibrandur í Bjarnarhöfn taka á móti gestum og sýna þeim hákarla- verkun sína og bjóða mönnum að smakka á framleiðslunni, eins er gaman að skoða bændakirkjuna í Bjarnarhöfn sem á sér merka sögu. Þeir sem vilja skella sér út á lífið geta heimsótt Hótel Stykkishólm sem býður upp á hlaðborð og skemmtun með Ragga Bjarna og eins er fjölbreyttur matseðili á veit- ingastaðnum Knudsen. Afsláttur verður veittur á ýmissi þjónustu fyrir ferðamenn þessa helgi. Eyja- ferðir mun t.d. bjóða 13 ára bömum og yngri frítt í ferðir í fylgd með fullorðnum. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Upplýsingar um Alnets- tengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýs- ingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Alnetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Alnetinu á tvo vegu. Ann- ars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Alnetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Alnetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Alnetið Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.