Morgunblaðið - 30.07.1996, Side 41

Morgunblaðið - 30.07.1996, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ1996 41 RAÐAUGÍ YSINGAR Rafeindavirki Nemi í rafeindavirkjun óskast á verkstæði í Keflavík. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í símum 421 4566, 426 7800 eða 894 4557. Kennarar - kennarar Að Grunnskólanum í Grundarfirði vantar til starfa áhugasama og hressa kennara. Um er að ræða almenna bekkjarkennslu í yngri bekkj- um og einnig sérgreinakennslu, s.s. hand- og myndmennt, íþróttir og raungreinar. Skólinn er einsetinn, með 170 nemendur og ágætlega tækjum búinn. Unnið er að stækkun hans og verður ný álma tekin í notkun í haust. Grundarfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi í fögru umhverfi. Hann er vaxandi byggðarlag með rúmlega 900 íbúum. Atvinna er næg og stöðug uppbygging. Hér erum við vel í sveit sett hvað samgöngur varðar. Dagleg- ar rútuferðir og fleiri ferðir um helgar. í einkabíl tekur það um tvær og hálfa klukkustund að aka milli Reykjavíkur og Grundarfjarðar og er bundið slitlag á um 90% leiðarinnar. Við leitum að kennurum sem vilja taka þátt í að gera góðan skóla þetri. Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis og greiddur flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í símum 438 6637/438 6802 og aðstoðarskólastjóri í síma 438 6772. Skorpuvinna! Fram í miðjan september Tilvalin fyrir háskólastúdenta Bókin íslensk fyrirtæki, sem komið hefur út í 27 ár, er nú að fara af stað með sölu á skráningum og vantar gott sölufólk. Ennfremur vantar fólk sem getur unnið fram yfir miðjan október við sömu störf. Við leitum að: • Duglegu fólki með afnot af bíl. Við bjóðum: • Góð afkastahvetjandi sölulaun. • Mikla tekjumöguleika fyrir gott fólk. Áður en sala hefst fara allir sölumenn á nám- skeið til kynningar á íslenskum fyrirtækjum. Vinsamlegast hafið samband við Hildi Kjart- ansdóttur, ritstjóra, í síma 515 5631. TSLENSK IpYRIRTÆKI ŒFRÓDI | BBB| BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Lausar kennarastöður við Reykholtsskóla Biskupstungnahreppur auglýsir lausar kennarastöður við Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Meðal kennslugreina eru: Almenn kennsla (yngri börn), danska og raungreinar. Umsóknarfrestur framlengist til 8. ágúst. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Kristinn M. Bárðarson, í símum 486 8708 og 486 8830. Reykholtsskóli er einsetinn grunnskóli með um 90 nemendur í 1 .-10. bekk, góða vinnuaðstöðu og gott bókasafn. Kennaraíbúðir eru í boði. í Biskupstungum eru tveir þéttbýliskjarnar, Laugarás og Reykholt (fjarlægð u.þ.b. 100 km frá Reykjavík). i Reykholti er sundlaug, félags- heimili, leikskóli og banki. í Laugarási er heilsugæslustöð. Skólanefnd Biskupstungnahrepps. Starfsfólk óskast Veitingastaður í miðborginni óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Matreiðslumenn, framleiðslumenn og aðstoðarfólk í sal. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „G - 1166“, fyrir 9. ágúst. GULA I GULI BÓKIN I SÍMINW Vegna stóraukinna verkefna þurfum við að bæta við okkur 10 starfsmönnum í eftirfar- andi stöður: Gagnaúrvinnsla/innsláttur Unnið er við gagnagrunn í Paradox um- hverfi. Fullt starf. Mikill hraði og nákvæmni ásamt góðri íslenskukunnáttu eru þeir kostir sem við leitum að. Tímaþundin ráðning með möguleika á framtíðarstarfi. Símavarsla/alm. skrifstofu- störf/innheimta Við leitum að aðila með reynslu í mannlegum samskiptum ásamt góðri þekkingu á almenn- um skrifstofustörfum. Sjálfstæð vinnubrög og mikil ábyrgð. Framtíðarstarf. Heilsdags- vinna. Sölufulltrúi Almenn velgengni í að umgangast aðila vinnumarkaðarins og reynsla í sölustörfum eru gott veganesti í þetta starf. Boðið er uppá námskeið í upphafi og framhalds- menntun eftir föngum. Föst laun og bónu- skerfi. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um ofan- greind störf eru veittar á skrifstofunni á Suð- urlandsbraut 20, 2. hæð, í dag og næstu daga milli kl. 10-17. Byggðasamlag Heiðarskóla í Leirár- og Melahreppi Fulltrúi skólastjóra Byggðasamlag Heiðarskóla auglýsir til umsóknar stöðu fulltrúa skólastjóra. Starfssvið: ★ Annast bókhald og fjárreiður Heiðarskóla í umboði skólastjóra. í því felst m.a. út- reikningur launa og greiðslur launa. ★ Að annast almenn skrifstofustörf við skól- ann. Um krefjandi og áhugavert starf er að ræða. Við leitum að hæfum einstaklingi með reynslu. Gerð er krafa um góða bókhalds- þekkingu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 433 8920 eða 433 8884. Umsókn skal send til Byggðasamlags Heið- arskóla, Leirár- og Melahreppi, 301 Akra- nesi, fyrir 10. ágúst nk. Kennarar Okkur bráðvantar tungumálakennara og metnaðarfulla kennara til kennslu í 1., 3. og 4. bekk. Áhugasamir kennarar eru beðnir að hafa samband við Birgi í símum 433 8884 og 433 8920 sem allra fyrst. Heiðarskóli er einsetinn grunnskóli og að- staða til kennslu er góð. Við skólann starfar metnaðarfullt starfsfólk sem vill gott skóla- starf. Laxveiðileyfi Til sölu veiðileyfi í Brennu, Borgarfirði (ármót Þverár og Hvítár). Einnig í Álftá á Mýrum. Upplýsingar í síma 557 7840 milli kl. 8.00 og 18.00 alla virka daga. - TILKYNNINGAR Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1996 sé lokið í samræmi við ákvæði t. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og 12. gr. laga nr. 113/1990, um trygginga- gjald, er hér með auglýst að álagningu opin- berra gjalda á árinu 1996 er lokið á alla að- ila sem skattskyldir eru samkvæmt framan- greindum lögum, sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981 og 2. kafla laga nr. 113/1990. Álagningarskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum í dag, þriðjudag 30. júlí 1996, og liggja frammi á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 30. júlí til 13. ágúst að báðum dögum með- töldum. Álagningarseðlar, er sýna álögð opinber gjöld 1996, vaxtabætur og barnabótaauka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og barnabótaauka, sem skattaðil- um hefur verið tilkynnt um með álagningar- seðli 1996, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en fimmtu- daginn 29. ágúst 1996. 30. júlí 1996. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Pétur Ólafsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. A Hólaskóli Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkróki, sími 453 6300, fax 453 6301. Nám við Hólaskóla Fiskeldi og vatnanýting Áhersluþættir: Eldi ferskvatns og sjávardýra. Hönnun og staðarval eldisstöðva. Vatnavistfræði og vatnanýting. Áhersla á verklega þætti náms- ins. Verknám í fiskeldisstöðvum. Ferðaþjónusta til sveita Áhersluþættir: Ferðamál, markaðssetning og rekstur ferða- þjónustu í dreifbýli. Móttaka ferðamanna, gisting og íslensk matarmenning. Hestaferð- ir, veiði og náttúruskoðun. Húsdýrahald, náttúrufar, saga og minjar á heimaslóð. Bók- hald, lög og reglur um ferðaþjónustu. Verk- nám hjá ferðaþjónustuaðilum. Námstími: 1 ár; September 1996 til maí 1997 bóklegt og verklegt nám á Hólum. Sumar 1997 verknám í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: A.m.k. 18 ára og a.m.k. 65 einingar úr fram- haldsskóla. Eða a.m.k. 25 ára með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Námið getur verið metið sem áfangi í há- skólanámi. Möguleiki á að Ijúka stúdents- prófi við skólann. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 1996

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.