Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnór SVIPMYND frá Sumarbrids. BRIDS Umsjön Arnór G. Ragnarsson íslendingar enduðu í 7. sæti á EM unglinga Unglingalandsliðið, sem spilaði á Evr- ópumótinu í Cardiff endaði í 7. sæti, sem verður að teljast mjög viðunandi árangur. Liðið átti glæsilegan loka- sprett sl. sunnudag og vann bæði Belga og Grikki með 25 stigum. Lokastaðan: Noregur 507, Rússland 482,5, Dan- ' mörk 480, ísrael 461, Holland 441, Svíþjóð 435, ÍSLAND 433, Ungverja- land 432. Þijár efstu sveitirnar tryggðu sér þátttökurétt í heimsmeistaramóti yngri spilara. Islenzka sveitin var skipuð þeim Magnúsi Magnússyni, Sigurbirni Har- aldssyni, Ljósbrá Baldursdóttur, Ste- fáni Jóhannssyni og bræðrunum Stein- ari og Ólafi Jónssonum. Sumarbrids í Reykjavík Spilamennskan í Sumarbrids heldur áfram af fullum krafti. Mið- vikudaginn 24. júlí mættu 26 pör til leiks og spiluðu tölvureiknaðan Mitchell tvímenning með forgefnum spilum. Spilaðar voru 10 umferðir með þremur spilum á milli para. Meðalskor var 270 og efstu pör í hvora átt voru: N-S: Pétur Antonsson - J óhann Benediktsson 323 BjömAmarson-GuðrúnJóhannesd. 318 A-V: Gísli Stóngrimsson - Erlendur Jónsson 351 BjömÁmason-AlbertÞorsteinsson 326 Fimmtudaginn 25. júlí spiluðu 24 pör 10 umferðir með þremur spilum á milli para. Meðalskor var 270 og bestum árangri í hvora átt náðu: N-S: Guðlaugur Sveinsson - Pál! Þór Bergsson 340 Gisli Steingrimsson — Gissur Ingólfsson 311 A-V: Alfreð Kristjánsson - Jóhannes Guðmannsson 338 Sturla Snæbjömsson - Cecil Haraldsson 289 Föstudaginn 26. júií mættu 26 pör og spiluðu þau 10 umferðir með þrem- ur spilum á milli para. Meðalskor var 270 og hæstu pör í hvora átt voru: N-S: Dúa Ólafsdóttir — Þórir Leifsson 316 Matthías Þorvaldsson - Ásmundur Pálsson 312 A-V: Geirlaug Magnúsd. - Torfi Axelsson 305 ísak Örn Sigurðsson - Svavar Björnsson 298 Að spilamennsku lokinni var síðan spiluð Miðnætur-útsláttarsveita- keppni. Spilaðir voru útsláttarleikir með 6 spilum í hverri umferð. Átta sveitir byijuðu keppnina og til úrslita léku sveitir Guðlaugs Sveinssonar og Isaks Arnar Sigurðssonar. Síðar- nefnda sveitin vann úrslitaleikinn með 34 impum gegn 5. I sigursveitinni spiluðu auk Isaks: Ásmundur Pálsson, Matthías Þorvaldsson og Svavar Bjömsson. í sveit Guðlaugs spiluðu auk hans: Hjálmar S. Pálsson, Kristinn Þórisson og Páll Þór Bergsson. Mið- nætur-útslátturinn liefur mælst gífur- lega vel fyrir þannig að Sumarbrids 1996 hefur ákveðið auk þess að spila hana á föstudagskvöldum að bæta við einum spiladegi, sunnudaginn 4. ágúst þar sem mánudagurinn 5. ágúst er frídagur verslunarmanna. Sunnudaginn 28. júlí var spilaður Monrad Barómeter með þátttöku 22 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson +52 Sævin Bjamarson - Guðmundur Baldursson +50 Þórður Sigfússon -h Gunnlaugur Sævarsson +42 fsak Örn Sigurðsson vikumeistari vikuna 22.-28. júlí Isak Orn Sigurðsson skaust í efsta sæti vikulistans með því að ná 4. sætinu, sem gaf 10 bronsstig. Hann hlaut 64 bronsstig í vikunni og eridaði með 2 stigum meira en Guðlaugur Sveinsson. Isak hlýtur að launum glæsilega máltíð fyrir tvo að veitinga- staðnum LA Café. Staða efstu manna í vikukeppninni varð þessi: ísak Öm Sigurðsson 64 Guðlaugur Sveinsson 62 GeirlaugMapúsdóttir 56 Torfi Axelsson 56 Þess má geta að Geirlaug og Torfi skoruðu 56 bronsstig á tveimur dögum í röð og hafa ágætis möguleika í Hornafjarðarleiknum. Eiríkur Hjaltason leiðir Homafjarð- arleikinn með 76 bronsstig sem hann skoraði 15.-18. júlí. í 2. sæti er Sæ- vin Bjarnason með 68 stig sem hann skoraði dagana 7.-10. júlí. Heimasíða Hornafjarðarmótsins Hornafjarðarmótið 1996 fylgist með tímanum. Það er komið með sína eigin heimasíðu. Þar er hægt að fá allar upplýsingar um mótið, t.d. kostn- aðinn og einnig er hægt að kanna gistiaðstöðuna á Hótel Höfn. Fyrir þá sem vilja tryggja sér sæti á mótið sem fyrst þá geta þeir skráð sig í mótið á síðunni. Hægt er að skoða síðuna hér: http://www.eldIhorn.is/bridge Spilamennskan í Sumarbrids 1996 hefst kl. 19 sex daga vikunnar (ekki laugardaga) og er spilað í húsnæði Bridssambandsins að Þönglabakka 1, 3. hæð. Spilin eru alltaf forgefin. Keppnisstjórar eru Sveinn R. Eiríks- son og Matthías G. Þorvaldsson. r UTSOLUTILBOÐ Verð áður: 3J)95;- Verð áður: nu: Tegund: DR 2260 Stærðir: 36-40 Litur: Svartur. 1.495r Tegund: GA 2701 Stærðir: 36-40 Litur: Brúnn. rð nú: 1.495r Póstsendum samdægurs ^^oppskórinn Ippskóri nn v. 1 Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 552 1212. Útsölumarkaður Austurstræti • Sími 552 2727. ÍDAG SKÁK limsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp í viður- eign tveggja af stigahæstu skákmönnum heims á stór- móti í Novgorod í Rúss- landi. Rússinn Vladímir Kramnik (2.765) hafði hvítt og átti leik, en Vasílí ívantsjúk (2.730), Úkra- ínu, var með svart. 23. Rxc5! — Rxc5 (Eftir 23. — Dxc5 24. Dxc5 — Rxc5 25. axb4 vinnur hvít- ur manninn til baka með léttunnu endatafli) 24. axb4 — Rb7 (Engu betra var 24. — Rb3 25. b5! - Rxal 26. Hxal — Bb7 27. Dxa7-+ - Kc8 28. Bh3+ - Kc7 29. Da5+ - Kb8 30. b6 og vinnur) 25. b3! Markmiðið með þessum sterka leik er að opna c-línuna og styrkja - hótun- ina b4-b5. Bæði 25. — cxb3 og 25. — c3 er svarað með 26. b5. ívantsjúk gafst því upp. Sex keppendur tefla tvö- falda umferð á mótinu. Staðan að loknum sjö um- ferðum af tíu: 1. Topalov, Búlgaríu 5 v. 2. Short, Englandi 4 v._ 3. Kramnik 3V2 v. 4—5. Ivantsjúk og Júdit. Polgar 3 v. 6. Gelf- and, Hvíta Rússlandi ‘IVi v. Farsi 9-13 01995 Farcus Cafloons/disl. by Unlvefsal Press Syndicatc W/I/S61+ ZS (cóÚLTUAQ-T n L//& Aöfam eJcki sé&hann, siðom hann uppgotva.bc, /Une.ói&." VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is. Dýrtað hringja til Grænlands SÍMNOTANDI hringdi til Velvakanda og spurði hvernig stæði á því að svo dýrt væri að hringja til Grænlands sem raun ber vitni. „Grænlending- ar eru næstu nágrannar okkar,“ sagði hann, „og því finnst mér skjóta skökku við að miklu dýr- ara sé að hringja þangað, en t.d. til Danmerkur." Velvakandi kunni ekki skil á þessu, en símnot- andinn óskaði eftir skýr- ingu frá forsvarsmönn- um Pósts og síma. Tapað/fundið Tennisspaði tapaðist SVARTUR tennisspaði af gerðinni Princess Dre- am tapaðist á leiðinni frá Efra-Breiðholti að Tenn- ishöllinni í Kópavogi fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 567-0683. Hver erIngunn? Stúlkubarnið Ingunn mun hafa tapað gullarm- bandinu sínu við Ægis- íðu, en þar fannst það 21. júlí. Upplýsingar í síma 551-5671. Týndur köttur SVARTUR fressköttur með hvíta flekki, s. s. í andliti, á bringu og kviði tapaðist frá Skjólbraut í Kópavogi mánudaginn 22. júlí sl. Hann er frekar var um sig, en gæti hafa lokast einhver staðar inni. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hringja í síma 554-0074. HOGNIHREKKVTSI tþeir -fanciu þann, elna* bictt sem kemur cktj náhtgt - bctbicf / Víkveiji skrifar... VÍKVERJA hefur borizt eftir- farandi bréf: „Kæri Víkveiji. Ég get ekki orða bundist þegar svo mikillar viðkvæmni gætir hjá þér vegna mis- og vannotkunar íslensks máls, að þú skorar á lög- gilta málverndarmenn að leggja til atlögu við ófögnuðinn. Svo nærri liggur málverndin þjóðernisremb- ingnum að fáir leggja í að and- mæla málhreinsunarvitum, sem hugsanlega geta þó Iátið ljósið sitt skína þannig að tungutakið steyti á grynningum andúðar. Aldrei er reynt að útskýra í hveiju liggur þessi mikla hætta sem íslenskri tungu 0g menningu stafar af erlendum slettum eða tökuorðum. Eitt sinn var Akureyri danskur bær vegna áhuga á danskri tungu, en nú munu fáir, a.m.k. af yngri kynslóðinni, hafa vald á því máli, hvað þá að tal þeirra sé dönskuskotnara en al- mennt gerist. Málhreinsun RÚV metur a.m.k. hreiminn. Á laugardag og sunnudag hlust- aði ég á tvo ágæta menn vera að lýsa golfleik og eins og oft áður þegar þessum keppnum er lýst hér koma upp vandamál, sem ég hef ekki orðið var við hjá erlendum lýsendum golfleikja né leikjalýs- endum annarra íþrótta. Þeir voru í vandræðum með notkun einstöku alþjóðaheita, sem hjá okkur virðist endilega þurfa að þýða eða afbaka — og þykir betra þótt úr verði óþörf ónefni. Þeir sem leika golf skilja al- þjóðaheitin, hinir eru engu nær með íslenskuðu orðin og í mörgum tilfellum er óþarfi að búa til sér- stök heiti vilji menn fremur tala íslensku. Það er t.d. óþarfi að vera sífellt að stagast á „glompum" þegar átt er við sandgryfjur eða bara gryfj- ur. „Skolli“ var til skamms tíma uppnefni á ref, nánast blótsyrði, og fer því ekki vel á að lýsa þannig einum yfir pari eða „bogey“, sem er alþjóðlegt ónefni — og tvöföldum „bogey“ sem „skramba", (hver skrambinn!). Enn er þó furðulegra að kalla óslægju, hálfslegið eða órækt „karga“, „lúða“ eða eitthvað enn verra. Þetta furðulega fyrir- brigði er bein afleiðing óþarfa af- skipta misvísandi málhreinsunar- manna — sem taka menn á taugum. Ég er alveg hissa að Víkveiji skuli firtast fremur yfir enskunni á strætó en beinagrindunum. — Held- ur vil ég að flugmenn skilji hvern annan, en að þeir tali „hreina“ ís- lensku — a.m.k. þegar ég er með. Kveðja, ÁRNI BRYNJÓLFSSON, Rauðalæk 16.“ x x x AF HVERJU ætli Akureyringar tali ekki lengur dönsku?! Og raunar á það við um Reykvík- inga líka. Sagt er að „fína“ fólkið í Reykjavík hafi fyrir einni öld frem- ur viljað tala dönsku en íslenzku. Ástæðan er einföld. Það var hafin barátta gegn því, að fólk talaði dönsku í stað íslenzku. Þessi bar- átta var hörð og þegar hún hófst var engan veginn ljóst, hvernig henni mundi lykta. Til allrar ham- ingju fór svo, að þjóðin kaus fremur að tala íslenzku en dönsku. Nú er það ekki lengur danskan, sem ógnar íslenzkunni, heldur ensk- an. Því fer hins vegar íjarri, að enska sé alþjóðamál. Um leið og komið er á meginland Evrópu verð- ur fólki ljóst, að það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu, að enska sé töluð. Raunar er það til sérstakrar fyrirmyndar hvað meg- inlandsþjóðunum hefur tekizt vel að halda engilsaxneskum menning- aráhrifum í hæfilegri ijarlægð. Við liggjum hins vegar undir miklu álagi frá enskri tungu. Og metnaðarleysi manna í því sam- bandi er illskiljanlegt. Hvað mundi t.d. Árni Brynjólfsson segja, ef Morgunblaðið væri skrifað dag hvern með þeim enskuslettum, sem tíðkast í daglegu tali fólks. Hætt er við að bæði honum og öðrum mundi þykja metnaðarleysi Morg- unblaðsins mikið. Tilraunir manna til þess að is- lenzka, t.d. það tungumál, sem tal- að er á golfvöllum, eru til fyrir- myndar. Það er afar hæpið að tala um alþjóðlegt tungumál í golfi eða ■'á öðrum sviðum. Bretar og Banda- ríkjamenn vilja hafa það svo og við erum vissulega á áhrifasvæði þeirra að þessu leyti, en aðrar þjóðir láta hins vegar ekki bjóða sér það. xxx RJARNI málsins er hins vegar sá, að málvernd snýst ekki um þjóðrembing heldur er hún megin- þáttur í baráttu smáþjóðar við að viðhalda tungu sinni og menningar- arfleifð. Hefur Árni Brynjólfsson ekki áhuga á því að það takist? Víkveiji vill trúa þvL En af hveiju gengur hann þá í lið með úrtölu- mönnum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.