Morgunblaðið - 25.08.1996, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Jarðskjálftinn hófst að
kvöldi dags 26. ágúst
þegar flestir voru hátt-
aðir. Virðist fyrsti
skjálftinn hafa dunið
jrfír án nokkurs að-
draganda. Séra Ólafur
Ólafsson var þá prest-
ur í Amarbæli í Ölfusi,
þar sem jarðskjálftamir urðu öflug-
ir. Hann heyrði allt í einu mikinn
og þungan dyn úr austurátt eða
landnorðri. í sama augnabliki skall
jarðskjálftabylgjan á bænum, sem
lék á reiðiskjálfi og brast og brak-
aði í hveiju tré. Heimilisfólkið hent-
ist fram úr rúmunum og vissi eng-
inn hvað hann átti af sér að gera
meðan hrynan var sem hörðust.
Bærinn í Amarbæli var stór og
myndarlegur, en gamall orðinn.
Konur og böm flúðu út í væna
skemmu og sjálfur tróð presturinn
sér þar niður líka. En piltarnir lágu
húsagarði og bám sig vel. Þannig
leið fyrsta hrakinganóttin. „Nálægt
dagmálum morguninn eftir kom
annar kippur allmikill. Bærinn var
þá óbyggilegur orðinn, veggir
spmngnir og máttarviðir bilaðir.
Þessir tveir kippir, hinn 26. og 27.
ágúst, vom langharðastir að austan
og ofan á Suðurlandsundirlendinu,
á Rangárvöllum, í Landsveit og
Gnúpveijahreppi," skrifar séra
Ólafur. „Tjónið í þessum tveimur
kippum varð ákaflega mikið á Landi
og Rangárvöllum, í Hreppum og
víðar. Þannig má nefna t.d. að í
Landsveit, sem er fremur lítill
hreppur, gjörféllu eða því sem næst
28 bæir af 35 sem í sveitinni voru.
í Flóa og Ölfusi var tjónið fremur
lítið; margir flýðu samt um stund
bæi sína og uggur og kvíði var í
öllum þorra manna. Eftir mánaða-
mótin ágúst-september fluttu samt
margir inn í bæina aftur í þeirri
von, að allt hið lakasta væri af stað-
ið.
Bæirnir hrundu
í voðalegum kipp
Svo kom nóttin milli 5. og 6. sept-
ember, nótt sem ég hygg að allir
muni til æviloka sem hana lifðu á
vesturhluta jarðskjálftasvæðisins.
Þá kom kollhríð jarðslq'álftanna í
Flóa og Ölfusi. Laugardagskvöldið
5. september sat ég nokkru eftir
náttmál uppi í baðstofunni hjá pilt-
unum mínum og var að rabba við
þá meðan þeir voru að borða og
hátta. Fóru þeir allir úr hverri spjör.“
GLJÚFURHOLT í Ölfusi. Eftir jarðskjálftann lá fólk úti í tóftarbrotum og heyskýlum. Var þá reft yfir með spýtnarusli og breidd yfir
brekán, rekkjuvoðir og strigatuskur, sem hriplak hverri skúr. Þessi og aðrar myndir Sigfúsar Eymundssonar eru í Þjóðminjasafni.
Sjálfur fór presturinn út í kirkju að
sofa. „Þá allt í einu skall á kirkj-
unni óttalegur jarðskjálftakippur svo
að hún lék öll á reiðiskjálfí. Við
stukkum öll upp og þóttumst eiga
fótum fjör að launa. En þegar út
kom sáum við að komið var svarta
myrkur, sótsvört þoka og sá varla
handaskil. Ég gekk út á hlaðið. Þar
var þá komið allt fólkið úr baðstof-
unni, að mestu allsnakið upp úr rú-
munum. Hafði það brotið alla glugga
vestan á baðstofunni og skriðið þar
út. Meðal þeirra sem komust út um
gluggana allsnaktir var fjósakarlinn
minn. Ég rakst á hann í myrkrinu
með tóbaksfjölina mína og tóbak-
sjámið í fangi sér. Ég vék eitthvað
orðum að honum, að hann hefði
ætlað að bjarga þessum tækjum
með sér. „Já, húsbóndi góður“, sagði
karl, „þó að himinn og jörð for-
gangi, þá ætla ég að passa það sem
mér er trúað fyrir.“ Mér þótti svarið
gott hjá ekki vitrara manni.
Svo smáleið nóttin þangað til kl.
2. Þá kom lokahríðin, og þeim ósköp-
um sem þá gengu á er ekki unnt
að lýsa. Þá flýðu allir úr kirkjunni
og höfðust við úti á túni þangað til
birta tók. í þessum voðalega kipp
hmndi hvert einasta hús á prestset-
inu Amarbæli nema kirkjan. Það
hafði komið fyrir einu sinni áður,
1706.“ Tveir greindir bændur sögðu
Ólafi að þeir hefðu þessa nótt verið
sannfærðir um að Suðurlandsundir-
lendið væri að sökkva í sjó af elds-
umbrotum djúpt í jörðu. Og á einum
bæ í Ölfusi hvarf gamall maður lítils-
sigldur frá heimilisfólkinu út í
myrkrið og þokuna og fannst ekki
fyrr en birta tók, en þá dauður úti
í kofa; hafði af hugarhrellingi grand-
að sér sjálfur.
í Þjóðólfí birtist þessi lýsing örfá-
um dögum síðar: „Óttinn og hörm-
ungin um nóttina varð enn meiri
fyrir það að svarta myrkur var á
og blindþoka. Ölfusá ruddist fram
með ógurlegum ofsa; varð flóðbylgj-
an í henni, eftir því sem næst varð
komist um, nær fímm metra há.
Hugðum vér sem við hana búum,
að hún í myrkrinu væri að koma
yfír oss gínandi og mundi sópa öllu
burt, sem lífs hefði komist úr jarð-
skjálftanum. - Dunurnar og bre-
stimir í jörðunni bergmáluðu úr ein-
um hnúk í annan, svo að sums stað-
ar heyrðist ekki mannsins mál, þótt
menn stæðu hver hjá öðrum og alla
nóttina var sem jörðin léki á þræði.
- Fólkið stóð úti um jörðina í hópum
og fól sig guði; þráðu menn þá ekki
annað meira en að birta tæki af
degi. Má það furðulegt heita, að
ístöðulítið kvenfólk missti ekki vit-
ið.“
Ekki var þó allt búið enn. Hinn
10. september kom seinasti kippur-
inn, sem nokkuð kvað að. Hann var
vægur í Ölfusinu samanborið við þá
sem á undan voru gengnir. Þó koll-
varpaði hann karlmönnum sem
stóðu við slátt.
Færðust í vesturátt
Jarðskjálftarnir á Suðurlandi
1896 byijuðu á Rangárvöllum og
Timburhúsin risu
eftir j arðskj álftana
EFTIR þær hremmingar sem fólk
varð fyrir í Suðurlandsskjálftan-
um 1896 þegar torfbæirnir gjör-
féllu eða stórskemmdust og þótti
guðs mildi að ekki fórust fleiri,
var brugðist við. Lét Landskjáífta-
samskotanefndin í Reykjavík
vinna og prenta bækling undir
nafninu „Húsabætur á sveitabæj-
um“, sem kom út strax 1898 með
uppdráttum og áætlunum eftir
Jón Sveinsson trésmið.
I upphafsorðum segir að menn
sjái orðið að ekki verði bætt úr
því tjóni sem torfbæirnir hafa í
f ör með sér með neinu öðru en
vel gerðum og hentugum timbur-
húsum, að þau borgi sig hlutfalls-
lega innan skamms og að vert sé
að klífa til þess þrítugan hamar-
inn. Það gerðu margir og ollu
timburhúsin tímamótum í húsgerð
á Suðurlandi. Standa sum þessara
húsa enn.
I formála segir að tilgangurinn
með ritinu sé sá að þeim sem vilja
koma sér upp timburhúsum í stað
torfbæja, gefist kostur á nokkrum
leiðbeiningum sem gætu orðið
þeim til stuðnings að ýmsu leyti,
svo sem til sparnaðar, betri hag-
nýtingar á efni og rúmi og að því
er snertir ýmislegt fyrirkomulag
og þægindi á húsinu við afnot
þess, tii traustleika og skjóls
o.s.frv. Hvatt er til þess að helstu
menn í hreppi hverjum kynni sér
sem best uppdrætti þessa. Áætlan-
ir séu ekki einungis þeim sjálfum
til góðs, heldur áríðandi fyrir
hreppinn, þar sem þeir muni bæði
skilja best hver not geta að þeim
orðið og þeir eru leiðtogar og
hvatamenn sveitunga sinna.
í þessum bæklingi eru upp-
drættir og áætlanir fyrir sex teg-
undir húsa, sem merkt eru bók-
stöfunum A, B, C, D, E og F og
af þrenns konar baðstofuhúsum
sem merkt eru 1, 2 og 3. Aftan
við hveija áætlun eru ýmsar at-
huganir og bent á áríðandi atriði
og afbrigði frá uppdrættinum á
undan. Menn einnig hvattir til að
kynna sér vel þau afbrigði sem
talað er um að gera megi frá sjálf-
um uppdráttunum.
í hverri tillögu fyrir sig eru síð-
an gefnar upp stærðir og magn
af öllu efni, niður í það smæsta:
máttarviðum, plönkum, borðviði,
pappa, nöglum, músteinum, þa-
kjárni, eldavél og hitavél og
hveiju einu. Þessu er lýst með
verði á hveijum hlut og síðan
byggingarkostnaðinum í heild,
þar með talið smiðakaup. Er þann-
ig tekið fyrir hvert húsið af öðru.
A eftir eru nákvæm ráð og at-
hugasemdir. Sem dæmi má geta
þess að um hús A segir að frá
hitavélinni í stofunni megi leggja
ÞETTA gamla hús í Teigi í Fljótshlíð er eitt af timburhúsunum sem
hvatt var til að byggja eftir jarðskjálftann 1896-7. I því eru öflugir
viðir, loft sem nær niður undir glugga, en dyr á miðju húsi. Það var
m.a. notað sem þinghús hreppsins.
, Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
HÚSIÐ í Hjálmhoiti í Flóa, sem stendur enn, var byggt 1891 og stóðst
jarðskjálftann 1896.
reykpípu úr járni upp um loftið
til að veita hita á efra herbergi
og að upp í grindina milli þilja
skuli troða fornu heyi en
óskemmdu og þurru eða vel þurr-
um reiðningi og moldarlausum og
að tvö aðalherbergin skuli máluð
og gluggar allir þrímálaðir utan
og innan, en hin herbergin fernis-
eruð. Hafa megi skúr við báðar
hliðar hússins að endilöngu en þá
breytist áætlunin nokkuð. Þetta
eru semsagt í hæsta máta ná-
kvæmar og hagnýtar upplýsingar
fyrir þá sem ætla að byggja upp.
Ekki verða hér tíundaðar hinar
nákvæmu leiðbeiningar um hveija
tegund þessara timburhúsa. En í
lok bæklingsins eru „Nokkrar
reglur fyrir húsagerð í sveit og
víðar.“ Þar eru hagnýtar upplýs-
ingar um hvernig standa skuli að
húsgrunninum við mismunandi
aðstæður og yfirleitt frágangi við
verkið. Sagt að hið tiltekna verð
á efniviðnum eftir áætlunum geti
því aðeins orðið svo lágt sem þar
segir að menn geri samtök með
sér og kaupi sjálfir í stórkaupum,
ella muni viðurinn verða minnst
15% ogjárnið 10% dýrara og ann-
að að jafnaði 8% dýrara. Einnig
er brýnt fyrir mönnum að aðalskil-
yrði fyrir góðu viðhaldi í timbur-
húsum í sveit og víðar sé að þeim
sé jafnan haldið vel þurrum á
hvaða árstíma sem er og gefin ráð
til að forðast raka og til viðhalds
á öllum hlutum. T.d. að aldrei
skyldi bera sand á gólf heldur
hlífa því með strigaleppum, mott-
um eða ábreiðum.
Er þetta alveg einstakt framtak
og varð til þess að menn byggðu
víða timburhús á jörðum sínum.