Morgunblaðið - 25.08.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.08.1996, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Landi og færðust svo á 11 dögum í vesturátt. Sá fyrsti, sem hristi Iangmest Rangárvelli, Land, Upp- Holt og Gnúpverjahreppa, var áætl- aður 7-7,5 á Richterskvarða. Tveir mikir kippir samtímis 5. september voru langharðastir um Skeið, Holt og Flóa. Á Suðurlandi eru upptök jarðskjálftanna á austur-vestur línu, en landið rifnar svo nokkuð tilvilj- anakennt þvert á þá línu í norður og suður. Slíkar sprungur koma í stórum skjálftum. Til dæmis kom 1912 brestur vestan Heklu og má rekja þar sprungur. Þessir kippir komu fram á jarðskjálftamælum í Evrópu og Norður-Ameríku, sem þá voru tiltölulega nýtilkomnir. Þeir mældust í Leningrad, Ítalíu, Grikk- landi, Þýskalandi og Kanada. Þrír fórust í Flóa féll fjöldi bæja til grunna en flestir skemmdust meira eða minna „I fyrstu kviðunni laugar- dagskvöldið hrundu þrjú býli á Sel- fossi. Fólk flýði þar sem annarsstað- ar, þegar hvinurinn heyrðist og ósköpin dundu yflr, nakið úr rúmun- um og út um glugga; þó kom kippur- inn svo fljótt að tæplega var ráðrúm að hlaupa ofan úr rúmum. Greiðast tókst undankoman í bæ Gunnars bónda, þar var fólk ekki sofnað. Sá bær var best byggður og þar hékk timburbaðstofan uppi, en var þó mjög skekkt og skemmd á eftir. Ur bæ Arnbjamar Þórarinssonar fékk fólk allt forðað sér nema hjónin Arnbjörn og Guðrún Magnúsdóttir kona hans. Baðstofan féll svo fljótt að enginn komst út um dyrnar. Fólkið sem af komst smaug út um rifur á fallinni þekjunni, en tveir drengir náðust út síðar. Annar var dóttursonur þeirra 8 ára, Arnbjörn Gunnlaugsson síðar skipstjóri, sem svaf í næsta rúmi við afa sinn og ömmu. Baðstofan datt fram en hjón- in lágu fyrir framstafni; hélt bóndi að öllu væri óhætt og á að hafa sagt: „fólk þarf ekki að æðrast, baðstofan heldur". Súðin lagðist ofan á þau hjón í rúminu og sperru- kjálki lenti á þeim miðjum. Voru hafðar svo hraðar hendur á að skera ofan af þeim þakið sem auðið var í náttmyrkrinu og þó eftir nokkra leit að tólum til þess, því nærri öll hús á bænum lágu í rústum, en þekjan álnarþykk eða meira. Þó nokkra stund heyrðist til Ambjarnar og konu hans vom bæði örend er til þeirra náðist, höfðu kafnað,“ segir í ísafold. Meðan á jarðskjálftunum stóð var það Rangæingum og Ámesingum mikið áhyggjuefni hvort brýmar á Ölfusá og Þjórsá myndu standast þessar sviftingar náttúmaflanna. En sem betur fór stóðust þær öll þessi áhlaup. Biluðu lítið eitt og var gert við þær. Töldu menn það mikið lán. í Vestmannaeyjum vom fimm menn að veiðum í Dufþekju. Kom þá gijóthlaup efst úr Hákollahamri og dundi niður fyrir alla Rauðupalla og nokkuð af Dufþekju. Fimm menn vom í bát fyrir neðan að taka á móti veiðinni. Þegar skmðningurinn heyrðist hlupu mennimir í bjarginu nokkuð til hliðar og köstuðu sér all- ir á gmfu hver hjá öðmm. Einn þeirra, ísleifur Jónsson, fékk steins- högg og beið bana af því nokkmm dögum síðar. Þeir sem vom í bátnum heyrðu hávaðann og rem lífróður frá berginu. í sama vetfangi dundi gijóthríðin niður allt í kring um þá, en þá sakaði ekki. Allir aðrir en þessi þijú sluppu þó betur, þótt víða skylli hurð nærri hælum. Eyjólfur Guðmundsson í Hvammi á Landi lýsti jarðskjálftan- um 26. ágúst þannig: „Hinn voða- legi landskjálftakippur kom því nær í einu vetfangi á sitt hæsta stig. Ég fann glöggt þegar fyrsta aldan reið undir húsið og gat ég ekki bet- ur fundið en að hún rynni frá land- suðri eða í stefnu frá Heklu. Þessi hreyfíng var brátt svo voðaleg að allt sem í húsinu var í hendings- kasti og hrærðist hvað innan um annað. Ég hrópaði til fólksins að halda sér við rúmin og tókst það flestum. Hinar þungu leirpípur frá eldavélinni hmndu niður og sneiddu hjá rúmi þriggja bama minna án þess að þau sakaði. Enda var ekki furða þó allt lauslegt færi á hreyf- ingu, því húsið hoppaði upp á milli þess sem mér fannst það eins og í Standast nútímahús öflugan skjálfta? Þegar hugsað er til Suðurlandsskjálfta hljóta að vakna spurningar um hugsanleg slys og hvernig nútímabyggingar muni standast svo öflugan skjálfta. Með þá spurningu leitaði Elín Pálmadóttir til dr. Ragnars Sigbjörnssonar prófessors á Verkfræði- stofnun Háskóla ísiands, þar sem farið hafa fram um nokkurra ára skeið rannsóknir á áhrifum jarð- skjálfta á byggingar og áhættugreining mannvirkja. „Hornsteinn þessara rannsókna eru mælingar Verkfræðistofnunar á yfirborðshröðun jarðar og hreyfingum mannvirkja í jarðskjálftum," upplýsir Ragnar. Þessar mælingar eru gerðar i samvinnu Verkfræðistofnunar, Landsvirkjunar, Reykjavíkur- borgar og Vegagerðarinnar er reka kerfi sérstakra mæla sem'staðsettir eru i mannvirkjum vítt og breitt um iandið. Með þessu kerfi safnast verðmætar upp- lýsingar. Á grundvelli slíkra mælinga er hægt að meta þá áraun sem byggingar verða fyrir í jarð- skjálftum og tengja umfang og eðli skemmda við eiginleika jarðskjálfta. Einnig má fá mikilvægar upplýsingar með því að rannsaka sögulegar heimild- ir og myndir af byggingum sem skemmst hafa í jarðskjálftum. Því hefur einnig verið lögð áhersla á rannsóknir á þeim skemmdum sem orðið hafa á mannvirkjum hérlendis í stærri jarðskjálftum á þess- ari og síðustu öld. Leiðbeiningaskýrsla í haust Á síðasta ári var hrundið af stað nýju rannsóknar- verkefni, svonefndu SEISMIS verkefni, að frum- kvæði Þorsteins I. Sigfússonar, prófessors. Verkefn- ið beinist sérstaklega að Suðurlandsundirlendinu og er stutt af RANNÍS, Viðlagatryggingu og fleiri aðil- um. Sagði Ragnar að auk Háskóla Islands tengdust þessu verkefni Samtök sunnlenskra sveitafélaga og Verkfræðistofa Suðurlands. Sértækt verkefni innan þessa ramma, sem Almannavarnanefnd Rangárvalla- sýslu og Rangárvallahrepps hafa beitt sér fyrir, beinist að því að skoða hús, byggingarnar sjálfar og frágang innanstokksmuna. Þetta verkefni er nú í fullum gangi og sagði Ragnar að í haust yrði gengið frá skýrslu þar sem meðal annars yrðu ráðleggingar sem hann sagðist vonast til að gætu nýst húseigendum á svæðinu. „Við höfum rannsakað kerfisbundið þær skemmdir sem orðið hafa í jarð- skjálftum á Dalvík og Kópaskeri á þess- ari öld,“ útskýrir Ragnar. „Á Dalvík skemmdust steinsteypt hús, timburhús og torfbæir. Steinsteyptu húsin voru ekki óáþekk þeim húsum sem víða má finna enn þann dag í dag. Með saman- burði má fá vísbendingu um styrk torf- bæjanna gömlu annars vegar og nýrri byggingarhátta hins vegar. Það er gagnlegt þegar Suðurlandsundirlendið er skoðað, vegna þess að þær upplýs- ingar sem við höfum um skemmdir á húsum á Suðurlandi eru fyrst og fremst skemmdir á torfbæjum. Þegar litið er á þróun á byggingarháttum á Suður- landi virðist mega skipta því í nokkur skeið. í Suður- landsskjálftanum 1896 eru flest hús torfbæir. Þegar kemur fram á þessa öld er farið að byggja stein- steypt hús, hlaðin hús og timburhús. „I upphafi var bending steinsteyptra húsa mjög takmörkuð. Fram um miðja öldina var bendingin einungis sett í plötur og loft en ekki í veggi nema umhverfis dyr og glugga. Á síðari árum hefur tíðkast að setja bend- ingu í veggi og eykur það jarðskjálftaþol bygginga. Á jarðskjálftasvæðum hefur dregið úr notkun hlað- inna húsa sem eitt sinn þóttu hagkvæmur kostur. I dag virðist sú skoðun ríkjandi að hlaðin hús séu lakari en steinsteypt hús. Rannsóknir benda til að í ýmsum tilvikum sé ekki afgerandi munur á hlöðnu húsi og húsi úr óbentri steinsteypu. Með því að nota bendingu er hægt að gera hlaðin hús jarðskjálftaþol- in jafnvel þannig að þau séu sambærileg við hús úr bentri steinsteypu. Timburhús eru alla jafna nokkuð traust og hafa reynst vel í jarðskjálftum, e.t.v. stafar það að hluta af því að eðlisstyrkur timb- urs er nokkuð hár samanborið við önnur algeng byggingarefni. Nútímahús miklu sterkari en torfbæir Þegar skoðað er hversu umfangsmiklar skemmdir hafa orðið í Suðurlandsslyálftum er rétt að hafa í huga að torfbæirnir voru miklu viðkvæmari fyrir áhrifum skjálfta en nútímabyggingar. Annað atriði sem mætti benda á er að litlar bygg- ingar eru að öllu jöfnu sterkari en stórar byggingar. Þetta má rekja til þess að veggir og plötur þurfa framleiðslunnar vegna að hafa vissa lágmarksþykkt, sem er yfirleitt meiri en krafist er vegna burðarþols þegar um litlar byggingar er að ræða. í byggingu, þar sem kröfur um lágmarksþykkt ráða fremur en kröfur um burðarþol, er styrkur því meiri en í stór- hýsi þar sem efnið er nýtt til hins ýtrasta. Þetta eru stundum nefnd „stærðaráhrif". Þau gera það að verk- um að algeng íbúðarhús vítt og breitt um landið eru allajafna viðunandi, jafnvel þóttþau hafi ekki verið byggð samkvæmt ströngustu verkfræðikröfum nú- tímans.“ Við skjótum inn spurningu um hvort „glerskálinn" í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sé hættulegur í jarðskjálfta. Ragnar segir að eftir því sem hann viti best hafi húsið verið hannað sérstaklega með jarðskjálfta í huga og að gerðar hafi verið meiri kröfur við hönnunina en byggingarreglugerð kveður á um. „Varðandi þakið, sem er úr gleri og borið af limtrésbitum, þá er rétt að taka fram að glerið er ekki venjulegt tvöfalt gler heldur sérstakt öryggis- gler. Það er að segja innri rúðan er samlímd úr tveim- ur rúðum líkt og bílrúða sem hindrar að glerið sundr- ist. Þó glerið brotni þá hangir það saman og því er minni hætta á að glerbrot falli niður en ella.“ Undirbúningur á heimilum Telur Ragnar Sigbjörnsson þá ekki að við séum illa búin undir jarðskjálfta á Suðurlandsundirlendi? „Eg hygg að menn geti verið sammála um að þrátt fyrir allt höfum við aldrei verið betur undir slíkan skjálfta búin. Þar fyrir er án efa sitthvað sem betur má fara. Reynsla erlendis frá bendir til þess að þau tækni- og þjónustukerfi sem nútímaþjóðfélag byggir á séu viðkvæm gegn áhrifum jarðskjálfta. Gera má ráð fyrir að það sama gildi hérlendis og því má leiða líkum að því að slík kerfi raskist og skemmist í Suðurlandsskjálfta. Nú er unnið að rannsókn þess- ara mála innan ramma SEISMÍS verkefnisins. Þar er einnig kannað í samráði við almannavarnir og ráðamenn í héraði hvað einstaklingar geti gert til að búa sig betur undir skjálfta. Reynsla erlendis frá bendir til þess að mikið af því tjóni sem verður í jarðskjálftum tengist innan- stokksmunum. Ég er þeirrar skoðunar að fólk geti gert sitt hvað til að bæta ástand á heimilum sínum. Hér er rétt að benda á að æskilegt er að festa þung húsgögn og háar hillur þannig að þau detti síður og skaði fólk. Enn fremur er æskilegt að festa hvers- konar tæknibúnað. Þungar myndir sem oft eru und- ir gleri á að forðast að hengja yfir rúm. Gott getur verið að setja „barnalæsingar“ á eldhússkápa þann- ig að leirtau falli ekki á gólf og brotni. Enn fremur getur verið gott að setja öryggisfilmu á stórar gler- rúður til að varna því að glerið sundrist í jarðskjálfta. Þá er einnig sjálfsagt að muna alltaf eftir að draga fyrir glugga þegar farið er að sofa á kvöldin til að forða því að glerbrot dreifist inn á gólf. Þá er einnig sjálfsagt að haga niðurröð- un húsgagna þannig að ekki sé hætta á að útgönguleiðir lokist, t.d. við það að skápur fellur fyrir dyr í barnaherbergi og lokar þeim. Þá er nauðsynlegt að kunna að loka fyrir vatn og rafmagn. Enn fremur að hafa lágmarks neyðarút- búnað tiltækan. Ef maður lendir í skjálfta, er rétt að muna að hlaupa ekki berfættur um íbúðina heldur fyrir alla muni að fara í skó. Allt eru þetta atriði sem geta forðað fólki frá slysum og sem ástæða er fyrir fólk að hafa í huga óháð því í hvernig húsi það býr. Ef ekkert er að gert geta skemmdir innanhúss orðið miklar og leitt til meiðsla á fólki jafnvel þótt húsið sem slíkt skemmist ekki mikið. Ég hef stundum notað samlíkinguna við bílbelti þegar ég hef verið að benda á þessi atriði. Ef hins vegar á að bæta jarðskjálftaþol sjálfra bygging- anna, getur það verið bæði mjög kostnaðarsamt og flókið. Þó má benda á að í sumum tilvikum er hægt að bæta úr því samhliða nauðsynlegu viðhaldi án þess að kostnaður verði óviðráðanlegur. Tjón á afmörkuðu upptakasvæði Við höldum áfram að ganga á Ragnar um hvort sjá megi í stórum dráttum fyrir hvernig færi í jarð- skjálftíi upp á 7,5 stig á Richterskvarða. „Ég vil fyrst segja að slíkur atburður er ólíklegur á Suður- landi og raunar á íslandi. Stærstu skjálftar sem hafa mælst hérlendis eru um 7,0 stig og rannsóknir benda til að skjálftar hér verði ekki öllu stærri en það. Engu að síður getur tjón orðið umtalsvert. Hversu mikið tjónið verður er háð því hvar upptök skjálftans verða, það er nálægð þeirra við mann- virki, og hvenær skjálftinn verður, þ.e.a.s. á hvaða tíma sólarhrings hann verður, á hvaða degi vikunn- ar og á hvaða árstíma. Dæmigerður Suðurlands- skjálfti er ekki einn stakur skjálfti heldur röð skjálfta. Fyrsti skjálftinn er að jafnaði stærsti skjálftinn í skjálftaröðinni og eru upptök hans oft- ast austarlega á svæðinu. Skjálftar sem fylgja í kjöl- far hans fara minnkandi og hafa upptök vestar. Þetta veldur því að líklegt er að skjálftinn komi fólki á vesturhluta Suðurlandsundirlendis ekki í opna skjöldu. Tjón verður væntanlega mest á tak- mörkuðu svæði næst upptökunum. Ef gert er ráð fyrir sem versta tilviki að upptök skjálfta af stærðinni rúmlega 7 verði undir miðjum þéttbýliskjarna má gera ráð fyrir því að öll hús í næsta nágrenni upptakanna skemmist og að einhver hús eyðileggist. Þegar slík mynd er dregin upp er stundum spurt hvort ekki sé best fyrir fólk að flytja burt af Suðurlandi. Ég hef svarað því til að ef ein- staklingur ætlar að hámarka lífslíkur sínar þá skipti ekki máli hvort hann býr á jarðskjálftasvæði Suður- lands og heldur áfram að búa þar eða flytur til annarra svæða, t.d. Reykjavíkur, því það eru aðrir þættir en jarðskjálftar sem eru ráðandi varðandi lífslíkur einstaklinga hér á Iandi“. Dr. Ragnar Sigbjörnsson prófessor rólu frá norðri til suðurs. Engin leið var að fóta sig eða hreyfa meðan þessi ósköp gengu á. En jafnskjótt sem því létti, fór ég við annan mann að litast um hvað gerst hafði og var þá margt að sjá. Hið fyrsta sem ég kom auga á er ég kom niður úr stig- anum var það að jörðin hafði sprung- ið undir norðurenda hússins og var eldavélin horfin þar ofan í svo hvergi sást, þessi sprunga reyndist þó ekki svo djúp. Skúrveggirnir voru sund- urtættir, svo ekki var steinn yfir steini, hinn steinlímdi grunnur fyrir suðurhlið hússins brotinn í smámola, en húsið hékk á nösunum nær eina alin fram af grunninum; norðurgafl kjallarans hafði algjörlega rótast úr honum.“ Atgangur jarðskjálftanna „Hveijum segist mikið um voða- atgang jarðskjálftanna hjá sér, og hafa ýmsir sagt mér nokkur heljar- tök og kyngikraft þeirra,“ segir Þorvaldur Thoroddsen í sinni merku lýsingu. Ofeigur Vigfússon í Gutt- ormshaga í Holtum segir frá tveim- ur smiðum við smíðar á Marteins- tungukirkju er sváfu í þinghúsinu, hvor í sínu rúmi. Allt í einu veit annar ekki fyrri til en að hann vakn- ar heidur óþægilega, og veit þó hvorki í þennan heim né annan, heyrir ekkert nema brak og bresti og alls konar óhljóð, sér ekkert, festir eigi sjónir á neinu, því allt var sem á flugi, sjálfur er hann skekinn eins og tuska til og frá, og hann veit ekkert nema það, að félagi hans úr hinu rúminu er kom- inn upp fyrir hann, og heldur sér skjálfandi dauðahaldi um hann. Þá áttar hann sig, þykist skilja hvað vera muni og býst að forða sér út; þinghúsveggurinn úr torfi var far- inn að hrynja. En þegar hann er að hröklast út og fram á hlaðið kemur önnur kviðan og hlaðgarður- inn kemur eins og sveiflað sverð á hann miðjan, en slettist í sömu svif- um aftur til baka og ofan í farið sitt. Þá hætti honum að standa á sama. Segir Guttormur að í Mar- teinstungu hafi löng garðstykki rifnað að endilöngu ýmist frá grundvelli eða á miðri hæð eins og ljá væri brugðið undir. Skepnur skynja skjálftana Ohug miklum sló á marga menn, meðan á jarðskjálftunum stóð og jafnvel löngu á eftir fannst sumum jörðin vera á sífelldu iði. „Það sem lagðist þyngst á menn meðan jarð- skjálftarnir stóðu yfir, var kvíðinn fyrir meiru af sama tagi, enda voru flestir hræddari í seinni kippunum en hinum fyrri og furða var að all- ir skyldu ná sér aftur svona hér- umbil, eins og sumir urðu hrædd- ir“, segir i bréfi frá séra Skúla Skúlasyni í Odda. „Skjálftarnir höfðu töluverð áhrif á skepnur, sem víða voru órólegar á undan kviðunum og fældust mjög þegar þeir komu“ skrifar Þorvaldur Thoroddsen. Og ekki úr vegi að rifja það upp þar sem skjálftanir urðu á mesta landbúnaðarsvæði landsins nú, en fyrir 1896 voru gripir þó ekki inni. „Á Hjalla í Ölfusi voru kýr dreifðar út um haga þegar fyrsti jarðskjálftinn kom en þutu svo sam- an í hnapp og stóðu svo lengi. Á Rangárvöllum og í Ölfusi voru kýr svo fælnar um jarðskjálftatíman að þær ætluðu að ærast ef hart var hlaupið í kingum þær og svo mun víða hafa verið. Eins voru kindur þá mjög styggar. Séra Ófeigur Vig- fússon lýsir áhrifum j arðskjálftanna á skepnur í Holtum þannig: „fénað- ur fældist, féll, eða stóð nötrandi af hræðslu með alla fætur sem mest út undan sér til að detta ekki og trylltu augnaráði; hestarnir frís- uðu og fnæstu, kýrnar öskruðu hamslausar, kindurnar stöppuðu í jörðina og blésu og engin skepna þorði undir þak“. Fyrir kippinn 5. september ætlaði köttur á Móeiðar- hvoli, sem var með kettlinga alveg að tryllast og vildi hvorki lepja mjólk né ijóma en var alltaf á iði mjálmandi þangað til kippurinn kom. Á Vindási á Landi voru naut- gripir um kvöldið fyrir jarðskálft- ann 16. ágúst svo ókyrrir og óróleg- ir að ekki var hægt að koma þeim inn og varð að hætta við það. Eins var og á Stóranúpi, að menn ætluðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.