Morgunblaðið - 25.08.1996, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 B 5
ekki að geta komið kúm inn í fjós,
sem tókst þó og þar drapst ein
kýrin er fjósið féll. Þar sem menn
voru á ferð fældust hestar og slitu
sig lausa og var síðan illt að hand-
sama þá. I Flóa þóttust menn hafa
tekið eftir því, að sumarfuglar, sem
þar voru margir í byijun jarðskjálft-
anna hurfu.“
Þótt menn heyrðu enga fyrirboða
um fyrstu jarðskjálftana og þeir
kæmu eins og þruma úr heiðskíru
lofti, þá sáu menn eftir á að svo
virtist sem skepnur hefðu fundið á
sér að eitthvað óvenjulegt væri í
vændum. Einn bóndi mundi að
kveldið áður en þeir hófust voru
kýrnar alltaf að öskra án þess að
því væri sinnt og þær höfðu alls
ekki fengist til að fara inn í fjósið.
Fjöldi húsa hrundi
„Það var hræðilegt ástand í Ár-
nes- og Rangárvallasýslum eftir að
þessi refsiengill jarðarskjálftanna
hafði lokið umferð sinni yfir Suður-
landsundirlendið. Tvær blómleg-
ustu sýslur landsins lágu flakandi
í sárum, komið nærri hausti og
vetri, slætti ekki lokið og bæði
menn og skepnur vantaði skýli yfir
höfuð sér“, skrifar séra Ólafur
Ólafsson. Honum taldist svo til að
húsahrunið í Rangárvallasýslu hefði
verið 22 af hundraði og í Árnes-
sýslu 17 af hundraði. En samtals
hefðu fallið 3692 bæjarhús og fén-
aðarhús. Jarðskjálftasvæðið náði
austur undir Heklu. Var upptaka-
svæðið austur-vestur belti þar sem
Atlantshafshryggurinn hliðrast og
þverbrot tengja hryggjarstykkin
(sjá nánar grein í Lesbók). En utan
svæðisins fundust skjálftarnir víða.
M.a. fundust allharðir kippir austur
í Hornafjörð, svo og um allan
Reykjanesskaga. í Reykjavík voru
kippirnir allsnarpir, fyrst allharður
kippur, svo titringur og svo aftur
harðari kippur og ekkert fullkomið
hlé milli kippanna. Fólk þusti úr
húsum, smádót datt niður af hillum,
speglar og myndir römbuðu til á
veggjum og skorsteinar löskuðust
hér og hvar. Nóttina eftir fundust
margir smákippir og svo hinn harði
kippur um morguninn hinn 27. kl.
9.30. Fólk hljóp víða út úr húsum.
Skriður nokkrar féllu úr Lágafelli
og Hafnarfjalli og úr Akrafjalli
hljóp mikil skriða rétt utan við
bæinn Innra-Hólm.
Börn flutt til Reykjavíkur
Þegar jarðskjálftarnir voru um
garð gengnir og ástandið var kunn-
ugt orðið, þá kom hinum aðþrengdu
ANNAR Selfossbærinn hrundi. Fólkið bjargaðist út um rifu í þekj-
unni er baðstofan féll, nema hjónin Arnbjörn Þórarinsson og Guðrún
Magnúsdóttir. Sperrubjálki úr súðinni lenti á þeim miðjum og biðu
þau bana. Ljósm. Sigfús Eymundsen.
ARNARBÆLI. Næst eru bæjardyr, þá baðstofa og skemma. Má sjá
hvernig veggimir milli þeirra hafa kastast fram á hlaðið. Ekki var
hægt að komast um bæinn því veggir vom hrundir. Fólkið hentist
fram úr rúmunum, en komst út. Ljósm. Sigfús Eymundsen.
BÆR Gunnars á Selfossi var best byggður og hékk timburbaðstofan uppi, en var mjög skekkt og skemmd
á eftir. Ljósm. Sigfús Eymundsen.
héruðum vonum bráðar mikil og
góð hjálp úr ýmsum áttum, einkum
úr Reykavík. En þó margir væru
góðir, þá var enginn slíkur sem
Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar, að
sögn séra Ólafs.,, Ein allra besta
hjálpin var það er Reykvíkingar og
fleiri buðust til þess að taka börn
úr jarðskjálftasveitunum meðan
verið væri að koma upp manna
hýbýlum. Þessi hjálp kom sér sér-
staklega vel. Börnin sem suður fóru
voru 116 að tölu og voru flest 5-6
vikur eða 7-9 vikur. Var samskota-
nefnd stofnuð í Reykjavík og einnig
í Danmörku, sem safnaði talsverðu
fé frá Dönum og öðrum þjóðum.
Strax sunnudaginn 6. september,
sem rann upp með dýrðlegri fegurð
og blíðu, var farið að grafa í rústirn-
ar og leita að hlutum. En eftir að
bráðabyrgðayfirlit hafði verið tekið,
tók sýslan skyndilán. Það sem mest
vanhagði um var vinnukraftur og
byggingarefni, en úr því rættist og
verkamenn komu í hópum úr Reyja-
vík og víðar að og létu hendur
standa fram úr ermum.
En hvernig leið fólkinu þangað
til búið var að koma upp einhveijum
húsakynnum? Allir lágu úti, ýmist
í lélegum tjöldum eða í tóftarbrotum
og heyskýlum. Var þá reft yfir með
spýtnarusli og síðan breitt yfir brek-
án, rekkjuvoðir og strigatuskur.
Auðvitað hriplak þetta í hverri skúr
sem úr loftinu kom. Þótti þá margri
móðurinni gott að eiga börn sín
fyrir sunnan í góðra manna hönd-
um. Þegar kom fram yfír veturnæt-
ur fór séra Ólafur að húsvitja og
kom á hvern bæ. Þá voru allir
komnir í bæi sína endurbætta eða
í bráðabirgðaskýli til vetrarins og
öllum leið orðið sæmilega. Börnin
voru komin heim aftur, sælleg og
fötuð til margra ára og töluðu ekki
um annað en mömmu og pabba
fyrir sunnan.
Skjálfti 1912 austast á svæðinu
Þegar jarðskjálftinn mikli skall á
1896 höfðu liðið 112 ár milli aðal-
skjálfta á svæðinu. Árið 1912 varð
jarðskjálfti aðeins austast á beltinu,
en það hefur oftar gerst. Þar var
hreyfingin minni 1896. Þá fór Björn
Jónsson ritstjóri sjálfur austur og
sendi menn á kostnað blaðsins til
að fara um jarðskjálftasvæðin. Sá
jarðskjálfti hófst með mjög snörp-
um kipp kl. 6 síðdegis 6. maí, en
brátt komu margir smærri kippir.
Varð skjálftinn mestur í nágrenni
við Heklu. Skemmdir urðu og slys-
farir nokkrar. Á Rangárvöllum féllu
bæir og líka á Landi. Þegar jarð-
skjálftinn varð lá húsfreyjan í Næf-
urholti í rúminu og hafði hjá sér
barn á rúmstokknum. Þegar bað-
stofan féll kom sperra ofan á kon-
una og rotaði um leið barnið til
bana. Synir bóndans meiddust einn-
ig í andliti. Féll þekjan ofan á borð-
ið og rúmstokkana og gat fólkið
skriðið undan henni. Stórt bjarg,
tvær mannhæðir, féll úr fjallinu
fyrir ofan Næfurholtsbæinn og
stefndi á hann, en stöðvaðist 5-6
faðma frá og löng jarðsprunga
myndaðist í Selsundi. Um 30 bæir
urðu fyrir miklum skemmdum á
efri hluta svæðisins frá Þjórsá aust-
ur undir Eyjafjöll. Frá 1896 hefur
meginhluti Suðurlands ekki hreyfst
svo orð sé á gerandi í hundrað ár
og í 84 ár frá skjálftunum á austan-
verðu svæðinu.
Þú getur valið um eina, tvær, þrjár, fjórar eða sjö nætur.
Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. S4.S70 í tvær nætur.
Verð með sköttum frá kr. SG.970 í þrjár nætur.
Gildistími frá 30/9 til 3/12 1996.
Innifalið: Flug, gisting m/morgunverði, íslensk fararstjóm
og ferðir til og frá flugvelli erlendis.
BORGARFERÐIR - HELGARFERÐIR
SÓLARFERÐIR - SUMARAUKI
LOMDOM
Þú getur valið um eina, tvær, fjórar eða sjö nætur.
Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. S9.970 í tvær nætur.
Verð með sköttum frá kr. 32.370 í þrjár nætur.
Gildistími frá 16/9 1996 til 31/3 1997.
Innifalið: Flug og gisting m/morgunverði.
Þú getur valið um þrjár, fjórar eða sjö nætur í Barcelona.
Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. 31.1 40 í þrjár nætur.
Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. 34.1 40 í fjórar nætur.
Gildistími 13/9 til 2l/l0 1996.
Innifalið: Flug, gisting m/morgunverði, íslensk fararstjórn
og ferðir til og frá flugvelli erlendis.
Flug og bíll í eina viku verð frá kr. 45.500
pr. mann m.v. tvo í bíl.
Verð frá kr. 33.300 pr. mann m.v. tvo fullorðna og tvö böm.
Gildistími frá l/9 til 3l/l2 1996.
Innifalið: Flug, bíll og flugvallarskattur.
Þú getur valið um tvær, þrjár, fjórar eða sjö nætur.
Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. 24.460 í tvær nætur.
Verð í tvíbýli með sköttum frá kr. 27.360 í þrjár nætur.
Gildistími frá 16/9 1996 til 31/3 1997.
Innifalið: Flug og gisting m/morgunverði
Flug og gisting í Orlando.
8 nætur í tvíbýli verð frá kr. 5*1.300 pr. mann.
8 nætur m.v. 2 fullorðna og tvö börn í íbúð verð
frá kr. 38.1 50 pr. mann. Gildistími frá 1/9 til 11/12 1996.
ínnifalið: Flug, gisting og flugvallarskattar.
Pantaðu tímanlega og tryggðu þér óskaferðina -
fáðu nánari upplýsingar í síma 552 3200
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
AÐALSTR/tTI 1b
101 REYKJAVÍK