Morgunblaðið - 25.08.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 B 9
MANNLÍFSSTRAUMAR
sem byggir á rafsegulmeðhöndlun
á ljósgjafanum var unnin hjá
Barbier-Bernard et Turenne, sem
er hervélaframleiðandi nálægt Par-
ís.
Somato-skópið blandar saman
tveimur gerðum ljóss. Það er að
segja frá venjulegum merkúrí
lampa og halogen lampa. Þessir
tveir geislar mætast undir 90
gráðu horni inni í tækinu. Þar
blandast þeir saman og mynda síð-
an mónókrómatískan geisla með
þriðju bylgjulengdinni eftir að hafa
farið í gegnum slíkan filter. Þetta
er svokölluð skalartækni, sem Nic-
olai Tesla fann upp og er töluvert
notuð í nútíma hertækni. Þá fer
geislinn í gegnum segulsviðgjafa,
sem myndar úr honum fjölmarga
samsíða geisla. Að síðustu fara
þeir í gegnum Kerr sellu, sem eyk-
ur tíðni geislanna áður en þeir
skella á viðfangsefninu sem skoða
skal.
Þessi meðhöndlaði ljósgjafi hef-
ur þau áhrif á lífræna efnið sem
skoða á, að það gefur frá sér eigið
ljós. Og það er einmitt lykiilinn að
hinni miklu skerpu sem tæki Na-
essens veitir. Upplausnin er 150
angstrom eða 0,015 promill af
millimetra.
Þannig sést einungis upplýst
mynd en ekki skuggamynd af
gegnumlýstu efni. Þegar stækkað
er meira en fimmþúsund sinnum
með þessari tækni þarf að vísu að
nota ljósnæmari filmu fyrir það
ljósmagn sem augað ræður ekki
við að nema.
Margt nýtt hefur komið i ljós
með þessari nýju tækni, sem al-
menn vísindi hafa enn ekki kunnað
að notfæra sér til fulls. Eitt er ein-
faldlega gildi lita fyrir sjúkdóms-
greiningu á vefjum eða blóði úr
lifandi verum. Rauð blóðkorn eru
því með mjög mismunandi lit frá
gulum og grænum til gulrauðs lit-
ar. Örlítil eitrun veldur strax mik-
illi breytingu á litunum. Jafnvel
ein álsameind úr túpunni sem berst
með tannkremi inn í líkamann
breytir lit rauðu blóðkornanna heil-
mikið um leið.
En aðalfréttimar eru eftir: Með
þessu tæki hefur Naessens tekist
að skilgreina alveg nýjan feril ör-
smárra lifandi vera innan lifandi
fmma. Þar eru á ferðinni lífverur,
sem hann nefnir „somatid“ (lítill
kroppur). Þær ganga í gegnum
formbreytandi lífsferil með þremur
til sextán stigum. Aðeins fyrstu
þijú stigin koma fram við eðlilegar
aðstæður en hin þrettán við stress
ástand af ýmsu tagi. En á nokkrum
af þessum 13 stigum eru þessar
lífverar einmitt sýklar og sveppir.
Þetta á sér stað, þegar ónæmis-
kerfi líkamans veikist til dæmis
vegna geislunar, í rafsviðum, vegna
eitrunar, vannæringar, slysa, and-
legs álags og fleira. Naessen telur
þessar „nýfundnu“ lífverur þó ekki
orsaka sjúkdóma heldur sýna þær
þann sjúkdóm sem getur tekið sig
upp allt að 18 mánuðum seinna.
Hér er sem sagt á ferðinni hin
umdeilda fjölformafræði.
Með þessa undirstöðu að leiðar-
ljósi hefur Naessens sett saman
efnið 714X, sem vinnur gegn mynd-
un krabbameins með góðum
árangri. En notkun þess er enn
ekki leyfð í heimalandi hans og alls
ekki í Bandaríkjunum, en t.d. í
Mexíkó. Hann var lögsótttur af
læknasamtökum Kanada fyrir
nokkrum árum, þrátt fyrir viður-
kenndan góðan árangur hans, en
sýknaður. Meira um það seinna.
Naessens segir eins og Béchamp
og Rife á undan honum: „Sýklar
og aðrar örverur era ekki orsök
heldur afleiðing sjúkdóma." Hvað
skyldi Pasteur heitinn segja um
þetta?
(Heimildir. Nexus, Feb.-Mar. 94 - Bls. 39.)
LINDY-HOPPIÐ var sannarlega spennandi og áhættusamur
dans þar sem mikið mæddi á bæði körlum og konum.
sem kallaðist „swing“ og var arf-
taki djasstónlistarinnar að minnsta
kosti um stundarsakir.
Hörðustu Lindyhoppararnir voru
metnaðarfullir og æfðu sig hvar
sem færi gafst. Úti á götu og heima
í stofu voru æfð ný spor til að
koma keppinautunum á Savoy á
óvart og um leið að komast hærra
í virðingarröðinni. Það var ekki
fyrr en árið 1935 að Lindy-hopp
varð þekkt fyrir utan Harlem en
þá hafði hann verið dansaður þar
í um fimm ár. Einhverra hluta
vegna köiluðu fjölmiðlar hann jitt-
erbug (tjútt á íslensku) og það
nafn festist við hann í augum
flestra nema íbúa Harlem. Tjúttið
varð gífurlega vinsælt bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu. Það tók
nokkrum breytingum eftir að farið
var að kenna það af hvítum kenn-
urum í dansskólum, varð mun stíf-
ara og ekki eins hratt og kraftmik-
ið og hjá sérfræðingunum á Savoy.
Tjútt og Lindy-hopp lifðu allt fram
til daga rokksins og í rokkdansin-
um má sjá greinileg merki um
það. Flestar lyftur og sveiflur sem
sjá má í rokkdansinum eru komnar
frá Lindy-hoppi.
Afrískt ættaðir í Bandaríkjunum
eru sannkallaðir frumkvöðlar á
danssviðinu og þá sérstaklega
samfélag þeirra í Harlem, New
York. íbúar hverfisins hafa auðgað
dansmenningu heimsins í marga
áratugi og eiga að fá verðskuldaða
athygli fyrir það sem þeir hafa
lagt af mörkum. Charleston og
Lindy-hopp eru ekki einu dansarn-
ir sem þaðan eru komnir heldur
líka stepp, djassdans, breikdans og
svo mætti lengi áfram telja. Von-
andi er þar eitthvað í bígerð núna
sem gæti bjargað okkur frá þeirri
dansómenningu sem ríkir á dans-
stöðum um allan heim.
TÆKNI/ Verburþróun tcekni ogvísinda skilin frá
þróun samfélagsins?
Um fimnfarirog
samfélagsþróun íKína
RÚSSNESKA líkingin um sof-
andi risann hefur einnig verið
notuð um Kína: „Vekið hann ekki,
því þá er voðinn vís,“ hefur verið
sagt. Góðu heilli eða illu, þá er
kínverski risinn vaknaður. En af
hverju þarf voðinn þá að vera
vís, nema ef við Vesturlandabúar
myndum með okkar vanabundna
sjálfbirgingshætti og yfirgangi
reita risann til reiði?
Kína er marxískt ríki, eins og
Sovétríkin voru. Stjórnendur
Kína hafa fyrir sér dæmið um
hvernig fer ef skyndilega er horf-
ið frá kommúnisma til markaðs-
kerfis, svo að ekki sé sagt til hálf-
stjórnlauss maf-
íuríkis. Jafnvel
þótt einhveijir
stjórnendur Kína
kynnu að bera
með sér ósk um
lýðræðisþróun
ásamt með efna-
hagsframförun-
um, hafa þeir í sovésku viðvörun-
inni ríka ástæðu til að fara sér
hægt. Þeir hafa ástæðu til að telja
að gagnbylting eins og í Sovét-
ríkjunum gömlu leiði ekki til neins
nema óreiðu. Það sá einnig Miha-
il Gorbatsjof er hann varð að láta
völdin í hendur óvarkárum oflát-
ungum. Afleiðingin varð úrkynjun
verulegs hluta samfélagsins og
hrun á framleiðslu á allri lífsbjörg.
Báðar umræddar þjóðir hafa á
stjómunarstigi marxismans
brennt sig á að láta hugsun hans
vera altæka og einnig ná yfir
hugsun í vísindum í þeim mæli
að það kom verulega niður á fram-
leiðslu, að minnsta kosti í Sovét-
ríkjunum. Hvað varðaði t.d. eðlis-
fræði og líffræði var veðjað á
ranga hesta marxismans, og meg-
insvið nútímaeðlisfræði um sinn
fordæmd sem afturhaldshugsun.
Kunnátta í þessum fræðigreinum
stendur í beinu samhengi við efna-
hagsþróun. Stalín veðjaði sem
frægt er á rangan hest líffræð-
ingsins Lysenkos, og það kom
fram í landbúnaðarframleiðslu
Sovétríkjanna. Það er einn þáttur
þeirrar staðreyndar að lífskjör
bötnuðu miklu hægar eftir heims-
styijöldina í Sovétríkjunum en í
Vestur-Evrópu.
Ráðmenn Kína halda fast við
að marxismi sé rétt iíkan til að
hafa hemil á félagsþróun, en ekki
hvað varðar vísindi, a.m.k. ekki
á jafn þrælbundinn hátt og áður.
Það hefur staðið kínverskum vís-
indum fyrir þrifum lengi vel að
vísindamenn þeirra varð að ein-
angra til að þeir tækju ekki upp
„afturhaldsviðhorf" að vestan.
En um árabil hefur frelsi þeirra
þó verið a.m.k. nægt til að nú
háir atgervisflótti landinu í stað-
inn. Um 170.000 kínverskir vís-
indamenn starfa nú í Bandaríkj-
unum einum. Kínverskum ráða-
mönnum er afar áfram um að
koma á efnahagsframförum. Þeir
eru nú orðið hættir að fást um
að kenningar nútímaeðlisfræð-
innar um hegðun efnis séu ekki
í samræmi við þröngt túlkaðan
nauðhyggjumarxisma. Spurning-
in er hins vegar hvort leyfa megi
hina frjálsu hugsun vestur-
landabúans innan tækni og vís-
inda án þess að það hafi áhrif á
hugsunarhátt að öðru leyti.
M.ö.o.: Getur frjáls hugsun sem
verður að leyfa á vissum sviðum
af efnahagsástæðum takmarkast
við þau svið þjóðfélagsins?
Krafan um efnahagsframfarir í
Kína er tengd komandi kröfu þar
um lýðræðisþróun.
eftir Egil Egilsson
Fitubrennslunámskeió
8 vikna fitubrennslunámskeið hefjast 3. og 4. september n.k.
Morgun-, dag-og kvöldhópar. Takmarkaður fjöldi í hvern hóp.
Skráning er þegar hafin í síma 5881616.
Byrjenda- og framhaldsnámskeið.
Tilboó til 1. september!
BAÐHUSIÐ
heil&ulind tyrir leonur
3 mánuðir í líkamsrækt á aðeins 9.990 kr. ármúla 30 sími sss ieie
Ótakmarkaður aðgangur í eftirfarandi tímaopna tíma:
Leikfimi, vaxtarmótun, þolfimi, fitubrennslu, palla,
maga/rass/læri, þrekhring, „slide & pump",kántrí og tækjasal.