Morgunblaðið - 25.08.1996, Side 11

Morgunblaðið - 25.08.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 B 11 „ÞÚ þekkir þessa en ómögulegt er að segja hvað ég geri næst,“ sagði Mike við Verlu konuna sína og rétti henni bókina Atli’s Tale, sem er „íslensk" að mörgu leyti. Til sölu Honda fjórhjól 4x4, nánast nýtt ('95) Hugsanlegt að taka eldra hjól upp í kaupin. Nýinnflutt, notuð, afkastamikil rófu-upptökuvél. Mjög gott verð. Einnig ný Complett kúpling í Fiat dráttarvél, 100 hö og stærri. Verð 45.000 og vsk. Nýtt fullbúið ferðahús á japanskan pallbíl, niðurfellanlegt. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 567 4709 á milli 9 og 18, virka daga. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf., Krókhálsi 3 • 110 Reykjavík Glerlistanámskeið Jónas Bragi, glerlistamaður heldur náinskeið, annars vegar í steindu gleri og hins vegar í glerbræðslu. Nánari upplýsingar í símum 562 1924 og 554 6001. NÁMSKEIÐ í KINESIOLOGI hefjast í september. Kennt er að vinna með jafn- vægi huga og líkama í samræmi við heildræna sýn á tilveruna. Kennt er að vinna með orkuflæðið í tengslum við kínverska nálarstungukerfið. Streitulosun - jákvæð hugsun - sjálfsþekking. Bryndís Júlíusdóttir Kinesiolog. Skráning í síma 486 3333. AÐ norðanverðu við hús listamannsins eru þrír steinar úr Skaga- firði. Steinarnir voru uppistaðan í ákveðinni sköpun fyrir tíu árum en koma nú, að sögn Mikes, í veg fyrir að flæði inn í húsið. ur tími og ef á þarf að halda getur vel verið að ég bjóði mig fram aft- ur.“ íslensk bönd vegna upprunans Kanadamenn tala oft um upp- runa sinn og í Winnipeg er árlega haldin hátíð í ágúst, Folklorama, þar sem þjóðarbrotin vekja athygli á einkennum og háttum. Mike er lítið um þetta gefið og segir að hann hafi ákveðið að tengjast ís- landi á ákveðinn hátt vegna þess að hann geti varla talist til ein- hvers þjóðarbrots. „Uppruni minn er í raun áhuga- verður. Ég fæddist sem kanadískur ríkisborgari á Englandi á stríðs- árunum. Pabbi var kanadískur rik- isborgari í kanadíska hernum en hann bar ítalskt nafn og var af lít- háískum uppruna. Mamma var hins vegar frá Suður-Englandi. Flókin tengsl fyrir Kanadamann, minning- in var óljós og þegar ég fékk tæki- færi til að skrifa bók ákvað ég að skrifa skáldsögu byggða á þessum uppruna og flutningnum til Kanada en til að þetta liti ekki út sem ævisaga er söguhetjan Atli ættuð frá íslandi. Lestur íslendingasagna og norrænnar goðafræði ýttu undir þessa ákvörðun og sennilega gerði heimsóknin til íslands 1986 útslag- ið.“ Atli er frá sléttum Manitoba í Kanada en af víkingum kominn, fæddur á íslandi, og íslenskt ívaf er sterkt þó sagan gerist að mestu í Newcastle í Englandi. Hugurinn reikar oft til íslands og samveru- stunda með afa, sagnabrunnsins mikla, sem fræddi Atla um sköpun heimsins, Ragnarök og allt sem gerðist þess á milli. Afi vitnar óspart í íslendingasögur og sem þeir ferðast um landið er eins og þeir séu staddir í þeirri sögu sem við á hverju sinni en meðal þess sem þeir fá sér á leiðinni er „sour- mjolk“ í Bifröst. „Ég gerði Harald að afa Atla. Ástæðan er einfaldlega sú að þegar hann og Margrét fóru með mig um hluta Islands fyrir tíu árum sagði hann mér fá öllu sem fyrir augu bar og sögunni því tengdu. Þekking hans á landi og þúsund ára sögu var með ólíkind- um. Ég lifði mig inn í hveija sög- una á fætur annarri með hverri mílu sem við ókum og það sem fyrir löngu var liðið var sem ljóslif- andi allt í kringum mig. Atli er til dæmis feginn þegar þeir héldu úr Borgarfirði og fóru aftur norður. „Framundan er land Egils og það er gott að við förum ekki lengra," segir afinn. „Það er erfitt að kom- ast ómeiddur úr þessu héraði. Hann er vondur maður,“ og Atli vonar að hann þurfi aldrei að hitta Egil. Þar sem ég ákvað að láta hluta sögunnar gerast á íslandi og þurfti afa kom Haraldur strax upp í hug- ann.“ Hann er ekki nafngreyndur í sögunni en kunnugir þekkja við hvern er átt. M.a. er Kýrholt sagt við Newcastle og Haraldur er frá Kýrholti í Skagafirði. Stórt málverk af Þorgeirsbola eftir Mike prýðir eina byggingu Manitobaháskóla. Sköpun hans með fyrrnefndum steinum á rætur að rekja til Islands og sama er að segja um Atlasögu. „Ég á örugg- lega eftir að heimsækja ísland aft- ur og ná mér í aukinn kraft,“ sagði kanadíski listamaðurinn Mike Olito og rétti konu sinni bókina. „Þú þekkir þessa en ómögulegt er að segja hvað ég geri næst.“ FYRSTU FLUGIN AÐ SELJAST UPP Uppselt 26. sept. 8emt%a//a fimmtudaga og manudaga fr/ S&nfpmh*.. London ..19.930 Flugoghótel 24.930 kr. London — vinsælasta borg Evrópu Lundúnaferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og hundruðir sæta hafa nú selst til þessarar vinsælustu borgar Evrópu. Nú eru fyrstu ferðirnar að seljast upp enda höfum við aldrei boðið jafn ótrúlega hagstæð kjör og nú í vetur með beinu flugi okkar til mestu heimsborgar Evrópu. Glæsilegir gististaðir í boði, spennandi kynnisferðir, ein besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni, sem á þriðja þúsund íslendinga heimsóttu á vegum Heimsferða síðasta vetur. Bókaðu strax og tryggðu þér tilboðsverðið. Verð frá kr. 19.930 Flugsæti til London með flugvallarsköttum. Verð frá kr. 24.930 M.v. 2 í herbergi, Butlins Grand, 3 nætur, 30. sept, 14./21. okt. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.