Morgunblaðið - 25.08.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.08.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 B 21 ATVINNIMAUGL YSINGAR Lagermaður Laust er til umsóknar starf lagermanns í Samkaupum, Hafnarfirði. Leitað er eftir traustum og góðum manni á besta aldri. Upplýsingar hjá verslunarstjóra, ekki í síma. Samkaup, Miðvangi 41, Hafnarfirði. N II I A II RESTAUIIANT Vegna mikilla anna vantar okkur vana þjóna og aðstoðarfólk í sal. Áhugasamir leggi inn skriflega umsókn til augld. Mbl. fyrir mánudaginn 2. september merkta AI-400 Vmnuimðlun Reykjavíkurborgar Starfsmaður ífélagsmiðstöð Varmárskóli - Mosfellsbæ Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar. Staða starfsmanna í skólaseli, 11/2 staða. Sóst er eftir kennara eða leikskólakennara. Einnig kemur til greina að ráða starfsmann með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Upplýsingar gefur forstöðumaður skóla- sels, Unnur Pétursdóttir, ísíma 566 7524. Staða umsjónarmanns skólamannvirkja - húsvarðar, heil staða. Sóst er eftir iðnmenntuðum manni. Upplýsingar gefur Ásgeir Eiríksson, for- stöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, í síma 566 8666 eftir hádegi. Skóiastjóri. Félagsmiðstöðin Tónabær óskar eftir að ráða starfsmann í 100% starf, dag- og kvöld- vinnu, frá og með 1. september nk. Starfið felst m.a. í skipulagningu og umsjón með félagsstarfi barna og unglinga á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Leitað er að starfsmanni með uppeldis- menntun og/eða góða reynslu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkur og Reykjavík- urborgar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Tónabæjar í síma 553 5935. Umsóknum skal skilað til Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, þar sem umsóknareyðu- blöð fást. Engjateigur 11 • Sími 588 2580 • Fca 588 2587 LANDSPITALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... HANDLÆKNINGADEILD Stöður hjúkrunarfræðinga á deild 13-D eru lausar til umsóknar. Á deildinni eru 25 rúm og skiptist starfsemi hennar í þvagfæra-, æða- og lýtalækningar. Á deildinni er unnið eftir deildarmarkmiðum þar sem m.a. er lögð áhersla á fræðslu til sjúklinga, góða skrán- ingu og samfellu í hjúkrun. Hjúkrunarform deildarinnar er kjarnahjúkrun (modular nurs- ing). í boði er aðlögunartími eftir þörfum hvers og eins, undir leiðsögn reyndra hjúkr- unarfræðinga. Unnið er á 12 tíma vöktum þriðju hverja helgi eða 8 tíma vöktum aðra hverja helgi. Nánari upplýsingar um starf- semi deildarinnar veita Hrafnhildur Baldurs- dóttir, deildarstjóri, sími 560 1350 og Kristín Sophusdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 560 1300. GEÐDEILD LANDSPÍTALA Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Geð- deild Landspítala á eftirtaldar deildir: Deild 33A Bráðamóttökudeild fyrir geð- og vímuefnasjúklinga á Landspítalalóð. Meðferðardeild á Flókagötu. Upplýsingar veitir Þórunn Pálsdóttir, hjúkr- unarforstjóri, sími 560-2650, símboði 845-4178. Barna- og unglingageðdeild Dalbraut. Upplýsingar veitir Anna Ásmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 560-2550, símboði 845-1506. Deild 32C. Bráðamóttökudeild á Landspít- alalóð. Deild 28. Hátúni 10A. Upplýsingar veitir Margrét Sæmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 560-2652, símboði 846-1521. Deild 27. Vífilsstöðum. Deild 11 að Kleppi. Upplýsingar veitir Björg Guðmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 560-2647, símboði 846-1523. Um er að ræða fjölþætta og áhugaverða hjúkrun. í boði er einstaklingsbundin starfs- þjálfun og fræðsla. Ýmiskonar starfshlutfall og vaktir koma til greina. TAUGALÆKNINGADEILD 32A Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar eða eftir samkomulagi. Fastar næturvatkir koma til greina. 22 sjúkrarúm eru á deildinni. Hús- næðið er nýlegt og býður upp á góða starfs- aðstöðu með góðum hjálpartækjum. Áhersla er á hjúkrun sjúklinga með vefræna tauga- sjúkdóma og er markmiðið að veita skjól- stæðingum og aðstandendum þeirra bestu þjónustu sem völ er á. Sjúklingar eru á öllum aldri og stærsti hluti þeirra kemur inn á bráð- vöktum. í boði er starfsaðlögun með reynd- um hjúkrunarfræðingum. Fyrirhugað er að halda reglulega fræðslufundi um hjúkrun og meðferð sjúklinga með sjúkdóma í miðtauga- kerfi. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Einars- dóttir, deildarstjóri, sími 560-1650 og Berg- dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, sími 560-1303/560-1300. ALMENN GONGUDEILD Deildarstjóri Laus er til umsóknar staða deildarstjóra við almenna göngudeild. Starfsemi deildarinnar er mjög fjölbreytt og í örum vexti, m.a. vegna mikilla tengsla við bráðamóttöku. Umsækj- endur þurfa að hafa hjúkrunarmenntun og 5 ára starfsreynslu í hjúkrun. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 15. september nk. til skrif- stofu hjúkrunarforstjóra Landspótala. Stað- an veitist frá 1. október 1996. Nánari upplýsingar veitir Gyða Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri bráðamóttöku, sími 560-1010. St. Franciskusspítali Stykkishólmi Sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfari óskast til starfa í heilt starf á endurhæfingadeild spítalans. Deildin starfar eftir orthopaedisk-medicinsk- um aðferðum og hafa m.a. verið haldin nám- skeið i þeim fræðum við SFS með breskum og íslenskum kennurum. Einnig rekur SFS sitt eigið bakmeð- ferðarkerfi. Stykkishólmur er um 1300 manna byggðar- lag í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Ódýrt húsnæði. Góð laun. Upplýsingar veita deildarstjóri, Lucia de Korte, og framkvæmdastjóri, Róbert Jörgen- sen, í síma 438 1128. Félagsmálastofnun Reykj avíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Félagsleg heimaþjónusta Starfsmann vantar í 50% starf, við félagslega heimaþjónustu fyrir 88 ára og yngri. Vinnu- tími frá kl. 15-19 alla virka daga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Einnig vantar til sömu starfa starfsmann í 100% starf frá 15. september nk. Vinnutími frá-kl. 11-19, alla virka daga. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk heima- þjónustunnar, Álfabakka 12, í síma 567 0570, næstu daga. Rafvirki - vélstjóri Óskum eftir að ráða rafvirkja til starfa hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, sem jafnframt er vélstjóri að frystihúsi félagsins á Reyðarfirði. Starfssvið: 1. Eftirlit og viðhald ffysti- og kælikerfa, fiskvinnsluvéla, pökkunarvéla og annars vél- og tæknibúnaðar í frystihúsinu. 2. Eftirlit og viðhald á rafkerfi, lyfturum og önnur tilfallandi endumýjunar- og viðhalds verkefiú í frystihúsinu. 3. Viðgerðir á rafmagns- og kælibúnaði í öðmm deildum kaupfélagsins. Hann skal hafa löggildingu sem rafverktaki kaupfélagsins. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "KHB 361" fyrir 31. ágúst n.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.