Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 24
24 B SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ATVIN NUAUQ YSINGAR
Lagermenn
BM Vallá ehf. óskar eftir að ráða starfsmenn
vana lyfturum til starfa á lager, þurfa að
geta hafið störf sem fyrst.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma
577 4200 á skrifstofutíma fram til 30. ágúst
1996.
Trésmiðir
Óskum eftir að ráða trésmiði til vinnu
á Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar gefur Teitur Gústafsson í síma
562 2700 eða 567 4002 á skrifstofutíma.
ÍSTAK
Skúlatúni 4.
Skrifstofumaður
Traust verktakafyrirtæki með 12 starfsmenn
óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu.
Starfssvið: Öll almenn skrifstofustörf svo
sem færsla viðskiptamannabókhalds, inn-
heimta, fjármál, erlendar bréfaskriftir, af-
greiðsla til viðskiptamanna af lager o.fl.
Starfsreynsla í skrifstofustörfum og þekking
á fyrirtækjarekstri nauðsynleg. Ágæt laun í
boði. Áhugasamir sendi upplýsingar til Mbl.
merktar: „S - 871“.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Læknaritari
Læknaritari óskast í 80% starf frá 1. október
nk. Auk vélritunar og tölvuritvinnslu felur
starfið í sér skjalavörslu og símavörslu og
krefst þolinmæði og lipurðar í samskiptum.
Laun samkvæmt kjarasamningum starfs-
manna ríkisins.
Meginhlutverk Greiningar- og ráðgjafar-
stöðvar ríkisins er rannsókn og greining á
fötluðum börnum, svo og ráðgjöf til foreldra
og þeirra sem annast þjálfun, kennslu og
meðferð. Við stofnunina starfa 35 manns
úr ýmsum starfstéttum.
Nánari upplýsingar veittar í síma 564 1744.
Umsókn með upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist forstöðumanni fyrir
10. september.
Auglýsing frá grunn-
skólum Kópavogs
Óskað er eftir starfsfólki við grunnskóla
Kópavogs:
Hjallaskóli: Frístund, dægradvöl, u.þ.b.
50% starf e.h. Uppeldismenntun æskileg.
Upplýsingar gefur aðstoðarskólastjóri í síma
554 2033.
Snælandsskóli: Ræstingar/gangavarsla,
u.þ.b. 1,5 staða.
Upplýsingar gefru skólastjóri í síma
554 4911.
Smáraskóli: 80% starf matráðs fyrir nem-
endur.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
554 6100.
Fræðslustjóri.
Tollstjórinn í
Reykjavík auglýsir
Laus eru til umsóknar skrifstofustörf á toll-
stjóraskrifstofunni í Reykjavík.
Laun samkvæmt kjarasamningi SFR.
Frekari upplýsingar gefur starfsmannastjóri.
Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra á
skrifstofu embættisins að Tryggvagötu 19,
Reykjavík fyrir 9. september 1996.
Umsóknir gilda í sex mánuði.
Reykjavík 22. ágúst 1996,
Tollstjórinn í Reykjavík.
Leikskólinn Ós
Bergþórugötu 20, vantar leikskólakennara
frá og með 1. sept. í 100% starf.
Ós er foreldrarekinn leikskóli fyrir 25 börn á
aldrinum tveggja til sex ára. Starfað er eftir
uppeldishugmynd sem byggist á einfaldleika,
skýru og rólegu umhverfi, einbeitingu og
friði. ímyndun, sköpun og skynjun barnanna
sjálfra í fyrirrúmi.
Skýr og skipuleg dagskrá og aldurs- og kynja-
skipting hluta úr degi.
Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma
552 3277.
Leikskólakennari
Leikskólakennara vantar í 50-100% stöðu
við leikskólann Suðurvelli í Vogum
á Vatnsleysuströnd.
Um er að ræða nýlegan, einnar deildar
leikskóla.
Starfið hefst 15. október nk.
Nánari upplýsingar veitir Björg V. Kjartans-
dóttir í símum 424 6517 og 568 6155.
Leikskólastjóri.
RAUÐi KROSS ÍSLANDS
Rauði Kross íslands hefur rekið athvarfið Vinfyrir
geðfatlaða s.L þrjú og hálft ár. Athvarfið er til húsa að
Hverfisgötu 47. Óskað er eftir iðjuþjálfa í nýtt starfá
vegutn Vin. Megintilgangurinn með athvarfinu er að
veita fullorðnum einstaklingum sem eiga við geðræn
vandatnál að stríða aðstoð, stuðning og þjónustu,
ásamt því að vinna forvarnarstarf og koma í veg fyrir
síetidurteknar innlagnir á geðdeild.
IDJUÞJALFI
50%starf
Starfið felst í að skipuleggja og halda utan um
félagsstarf innanhúss og utan í samvinnu við annað
starfefólk.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Iðjuþjálfun eða sambærileg menntun.
• Reynsla af störfum með geðfötluðum kostur.
• Vera sjálfstæður og skipulagður í starfi, hafa
góða framkomu, eiga auðvelt með að starfa
með fólki.
Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá
Ráðgarði frá kl. 9-12.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs merktar:”Vin” fyrir 4. september n.k.
RÁÐGARÐURhf
£0]ÚRNllW<X;RBKSIRH!RAÐqQF
Furngtrftl 8 108 Raykjavlk Slml 833 1800
!>»*: 833 1808 Nctfansi r9mldlun*tr»knnt.l»
Hnlmaaldni httpi//www.traknat.la/raUunrdur
H af na rfja rða rhöf n
Vesturgata 9-13, sími 565 2300, fax 565 2308
Hafnarstarfsmenn
Hafnarfjarðarhöfn auglýsir lausar stöður
fjögurra hafnarvarða. í tvær af þessum stöð-
um er gerð krafa um að umsækjandi geti
jafnframt sinnt hafnsögu og/eða skipstjórn-
arstörfum hafnsögubáts.
Umsóknum skal skila á eyðublöðum, sem
fást á hafnarskrifstofunni í síðasta lagi
10. september 1996. Nánari upplýsingar eru
veittar á sama stað.
Smiðir - Þýskaland
Óskum eftir trésmiðum til starfa.
Eldri umsóknir óskst endurnýjaðar.
Upplýsingar í síma 0049 6431 95005.
Fax 0049 6431 95024.
HðGG
MffHF.-WSmf-Z/ÐHAW
Sýslumaðurinn á Akureyri
Skrifstofustarf
Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns
við embætti sýslumannsins á Akureyri. Starf-
ið, sem er almennt skrifstofustarf, er aðal-
lega á sviði umboðs almannatrygginga.
Hér er um að ræða fullt starf og er gert ráð
fyrir því að ráðið verði í starfið frá 16. septem-
ber nk. og er ráðningartími ótímabundinn.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af
skrifstofustörfum og nokkra þjálfun í tölvu-
vinnslu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Rut
Ófeigsdóttir, skrifstofustjóri, sími 462-6900.
Kaup og kjör eru samkvæmt launakerfi opin-
berra starfsmanna.
Umsóknarfrestur er til 9. september 1996
og skulu umsóknir berast til skrifstofu sýslu-
manns að Hafnarstræti 107, Akureyri. Þegar
ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í
starfið verður öllum umsóknum svarað.
Akureyri 22. ágúst 1996,
Sýslumaðurinn á Akureyri,
Björn Jósef Arnviðarson.
Endurskoðun
Við hjá GRM Endurskoðun ehf. þurfum að
bæta við okkur starfsfólki, bæði tímabundið
og til framtíðar. Þess vegna auglýsum við
eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:
1. í fast starf þurfum við að ráða viðskipta-
fræðing af endurskoðunarsviði til starfa
við endurskoðun, reikningsskil og skatt-
skil. Eins kemur til álita að ráða viðskipta-
fræðinema á síðasta námsári.
2. í tímabundið starf frá desember 1996 til
og með júní 1997 þurfum við að ráða
löggiltan endurskoðanda með góða
reynslu í endurskoðun og reiknings- og
skattskilagerð.
Skriflegar umsóknir, með greinargóðum upp-
lýsingum um menntun, námsárangur og fyrri
störf, sendist okkur fyrir 30. ágúst nk.
GRM ENDURSKOÐUN EHF.,
löggiltir endurskoðendur,
Ármúla 6, 108 Reykjavík,
sími 553 8875, fax 588 9295