Morgunblaðið - 25.08.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 B 25
ATVIN N U A UGL YSINGA R
Gagnfræðaskólinn í
Mosfellsbæ
Vilt þú vinna með hressum unglingum?
Ef svo er þá eru lausar eftirtaldar stöður:
Skólasafnvörður, heil staða.
Gangavörður, hálf staða.
Upplýsingar veita:
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, skólastjóri.
Hanna Bjartmars, aðstoðarskólastjóri.
símar 566 6186 - 566 6586.
ísafjarðarbær
Staða forstöðumanns Hlífar er laus til um-
sóknar. Hlíf erein af fjórum öldrunarstofnun-
um ísafjarðarbæjar.
Á Hlíf eru 72 íbúðir. Þar er einnig starfrækt
þjónustudeild, dagdeild, vinnustofa auk
margvíslegrar þjónustu fyrir aldraða.
Hér er um að ræða áhugavert og krefjandi
starf. Leitað er eftir umsóknum frá einstakl-
ingum sem hafa áhuga á öldrunarþjónustu,
metnað í starfi og eru tilbúnir til að takast
á við krefjandi störf.
Umsækjendur skulu hafa menntun á sviði
heilbrigðis- eða félagsmála. Reynsla í stjórn-
un og rekstri nauðsynleg svo og hæfni í
mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til 2. september nk.
Umsóknir sendist undirrituðum á Bæjarskrif-
stofu ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400
ísafjörður.
Upplýsingar um starfið veitir formaður fé-
lagsmálanefndar, Karitas Pálsdóttir, í síma
456 3190 og Jón Tynes, félagsmálastjóri, í
síma 456 3722.
Félagsmálastjórirm í ísafjarðarbæ.
Þjónustufulltrúi
Krefjandi starf hjá traustu þjónustufyrirtæki með góðan
og samhentan starfsmannahóp.
Við leitun að starfsmanni sem er:
»- Laghentur
► Heiðarlegur
► Þjónustulipur
Starfið felst í heimsóknum til viðskiptavina, eftirliti og
minniháttar viðgerðum á vélbúnaði.
Auk almennrar dagvinnu er unnin þriðja hver helgi og
a.m.k. 18 klst. í yfirvinnuvakt þriðju hverja viku.
Viðkomandi þarf að hafa bílpróf, hreint sakavottorð,
og metnað til að leggja sig fram í starfi.
Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason hjá
Ábendi.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem
trúnaðarmál.
Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja
frammi á skrifstofu okkar sem fyrst en í síðasta lagi
fyrir hádegi 29. ágúst 1996
A B <- K\l >1
Skólaþjónusta
Eyþings - Húsavík
Sálfræðingur - kennslufulltrúi
Á Húsavík verður starfrækt útibú frá Skóla-
þjónustu Eyþings. Við leitum að kennslufull-
trúa og sálfræðingi til starfa þar, hlutastörf
koma til greina. Húsnæði skólaþjónustunnar
á Húsavík er undir sama þaki og Félagsmála-
stofnun Húsavíkurog tilvonandi Svæðisskrif-
stofa málefna fatlaðra í N- og S-Þingeyjar-
sýslum.
Æskilegt er að kennslufulltrúi sé kennari með
framhaldsmenntun eða sérkennari, en starfið
felur í sér bæði almenna- og sérkennsluráð-
gjöf.
Æskilegt er að sálfræðingur hafi einhverja
reynslu í starfi innan skólakerfisins.
Umsóknir sendist til Skólaþjónustu Eyþings,
Glerárgötu 26, 600 Akureyri, fyrir 6. septem-
ber nk. Nánari upplýsingar gefur Jón Baldvin
Hannesson, forstöðumaður skólaþjónust-
unnar í síma 460 1480.
Húsavík er 2.500 manna sveitarfélag. Á Húsavík er einsetinn heils-
dagsskóli og tveir leikskólar, þar sem ekki eru neinir biðlistar. Þar
er einnig framhaldsskóli. Húsavík er þjónustumiðstöð fyrir N- og
S-Þingeyjarsýslur. Þar ríkir bjartsýni í atvinnumálum og hefur flutt
mikið af ungu og dugmiklu fólki tii staðarins á undanförnum árum.
Ekki má qlevma bví að á Húsavík hefur verið sól í allt sumar.
Þróunarsamvinnu-
stofnun íslands
óskar að ráða skipstjóra og yfirvélstjóra á
rannsóknarskipið „Welvitschia" sem er í eigu
Namibíustjórnar og gert út frá Walvis Bay.
Skipið er um 500 brl. að stærð (47 m), aðal-
vél um 1400 ha. og er skráð sem farskip.
Umsækjendur skulu hafa full alþjóðleg rétt-
indi sem stjórnendur slíks skips, með umtals-
verða reynslu (10 ár) sem yfirmenn. Góð
enskukunnátta er áskilin og verður gengið
úr skugga um að svo sé. Reynsla af störfum
í þróunarlöndum er æskileg og hæfileikar til
að leiðbeina óvönum mönnum um stjórn
skips.
Launakjör starfsmanna Þróunarsamvinnu-
stofnunar íslands eru í stórum dráttum snið-
in eftir samningum starfsmanna Sameinuðu
þjóðanna (UNDP). Starfsmenn heyra undir
verkefnisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar
íslands í Walvis Bay.
Reiknað er með að ráðningartími hefjist 1.
desember nk. og Ijúki 31. desember 1998.
Umsóknarfrestur er til 18. september nk.
Skriflegum umsóknum ásamt gögnum skal
skilað til stofnunarinnar Rauðarárstíg 25,
105 Reykjavík. Sími 560 9980-81, bréfsími
560 9982, og þar eru veittar nánari upplýs-
ingar.
TOYOTA
Bifreiðasmiður
Óskum eftir að ráða bifreiðasmið eða mann
vanan bílaréttingum á réttingaverkstæði
Toyota ehf. Skilyrði fyrir ráðningu er:
• Þjónustulund.
• Samstarfsvilji.
• Reglusemi og góð umgengni.
• Meðmæli.
Umsóknarfrestuer er til 1. september nk.
og ber að skila umsóknum til Ráðningarþjón-
ustu Hagvangs hf.
Hasva ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Borgey hf.
Söltunarstjóri
Hjá Borgey hf. er rekin öflug sídarsöltun og
var saltað í um 40.000 tunnur á síðustu vertíð.
Borgey hf. stefnir að hröðum vexti í
landvinnslu, aukinni tæknivæðingu og vinnslu
uppsjávarfiska á næstu árum.
Borgey hf. óskar eftir að ráða söltunarstjóra í
síldarvinnslu. Söltunarstjóri er ábyrgur fyrir
allri síldarsöltun hjá Borgey hf.
Hæfniskröfur:
1. Góð menntun og reynsla í fiskvinnslu.
2. Þekking á síldarsöltun.
3. Skipulögð og öguð vinnubrögð.
4. Reynsla í stjómun.
Viðkomandi þarf að vera skipulagður, geta
unnið sjálfstætt, góður í liðsvinnu, hafa
ffumkvæði og vera fylginn sér og tilbúinn til
að vinna mikið. Nauðsynlegt er að
viðkomandi sé tilbúinn til að búa á Homafirði
og geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf merktar
“Borgey 431” fyrir l.september n.k.
Lektorsstarf
i sálf ræði
Við félagsvísindadeild Háskóla íslands er
laust til umsóknar lektorsstarf í sálfræði.
Starfið er í afbrigðasálfræði og á skyldum
sviðum (t.d. rannsóknum geðbrigða eða sál-
fræðilegri meðferð).
Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla
um náms- og starfsferil, stjórnunar- og
kennslureynslu og vísindastörf.
Umsækjendur sendi með umsókninni 5-10
ritsmíðar sínar og geri grein fyrir því hverjar
rannsókna sinna þeir telji markverðastar.
Jafnframt skal gerð grein fyrir hlutdeild um-
sækjenda í ritsmíðum þar sem höfundar eru
fleiri en einn. Ennfremur er óskað eftir grei-
nagerð um þær rannsóknir sem umsækjend-
ur hyggjast sinna verði þeir ráðnir til starfs-
ins.
Áætlað er að ráðið verði í starfið frá 1. ág-
úst 1997. Laun skv. kjarasamningi Félags
háskólakennara og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 9. september 1996
og skal umsóknum skilað í þríriti til starfs-
mannasviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu
v/Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Jörgen Pind, pró-
fessor í síma 525 4086.