Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 E 11 TUNGUMAL Smár dönskuskóli en vaxandi * Ahersla á afslappað andrúmsloft DÖNSKUSKÓLINN hefur ver- ið starfræktur í hálft annað ár undir skólastjórn Auðar Leifs- dóttur. Hún er jafnframt eini kennarinn en á því gæti orðið breyting í framtíðinni sökum vaxandi ásóknar í námið. Skólinn hefur fram að þessu eingöngu verið starfræktur á veturna, en að sögn Auðar var eftirspurnin slík í byrjun sum- ars að ákveðið var að bjóða upp á sumarnámskeið. Marga skortir áræðni í vetur stendur hvert nám- skeið í sex vikur og er kennt tvisvar í viku. Námskeiðið í sumar er þó með örlítið öðru sniði og hittast nemendur þrisv- ar í viku. Auður skiptir nemendum sín- um í átta manna hópa og bygg- ir námið fyrst og fremst á sam- talstækni. Hún kveðst vera þeirrar skoðunar að skóla af þessu tagi hafi vantað tilfinnan- lega, sökum þess hve torvelt sé að þjálfa samtalstæknina í stærri hópum. Nemendur skól- ans hafa flestir einhveija grunnmenntun í dönsku að sögn Auðar og eru ágætlega færir um að lesa og skilja þrátt fyrir „passívan" orðaforða eins og hún orðar það. Þá skorti hins vegar áræðni og þjálfun í að tala. Til að þjálfa samtalstækni segir Auður nauðsynlegt að fáir séu í hverjum hóp og að andrúmsloftið sé afslappað og heimilislegt. I tímum sitja nem- endur gjarnan í hring umhverf- is borð og spjalla meðan þeir drekka kaffisopann og hlusta á danska tónlist. Nemendur sækja Dönsku- skólann af ýmsum ástæðum að hennar sögn. Fáránlegt að nota ensku „Algengt er að fólk sé á leið til Danmerkur í nám eða vinnu eða þurfi að sækja námskeið og fundi þangað, og sú skoðun ryð- ur sér æ meira til rúms að fárán- legt sé að íbúar á Norðurlöndum noti ensku til að nálgast og skilja hver annan,“ segir Auður. tölvuna heima MARGVÍSLEGUR hugbúnaður stendur þeim til boða sem vilja læra tungumál með því að sitja heima í stofu og „tala“ við tölvuna sína. Einn slíkur margmiðlunarpakki nefnist „TriplePlay Plus!“ og inni- heldur námsefni á CD-ROM í ensku, japönsku, spænsku, frönsku, þýsku, ítölsku og hebresku. Kennslan felst í gagnvirkum leikjum af ýmsu tagi sem auðvelda eiga skilning og getu í talmáli ann- ars vegar og skilning og getu í rit- máli hins vegar. Geta tölvuáhugamenn valið um ákveðna efnisflokka á borð við mat, tölur, heimili, skrifstofu, fólk, fatnað, staði og farartæki, svo eitt- hvað sé nefnt og tekið þátt í leik um einhvert það efni sem varð fyr- ir valinu. Hljóðnemi fylgir þessum búnaði og geta nemamir hljóðritað mál sitt og hlustað á það, og ber tölvan saman framburð þeirra á tungumál- inu við tal heimamanna. Þessi stafrænu tungumálanám- skeið eru hugarfóstur fyrirtækis sem heitir Syracuse Language Sy- stems, en forsvarsmenn þess unnu að þróun búnaðarins við Syracuse University. Þeir fengu fyrirtækið Living Language til liðs við sig, en það hefur í um 50 ár staðið fyrir tungumálanámi í Bandaríkjunum. Fleiri kostir í boði TriplePlay Plus kostar tæpar 8.000 þúsund krónur víðast hvar í verslunum hérlendis. Einnig er unnt að kaupa umfangsmeira tungu- málanámskeið í margmiðlunarformi sem heitir Berlitz Think and Talk og kostar það um 14.000 krónur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson AUÐUR Leifsdóttir, skólastjóri Dönskuskólans, bendir nemend- um á sitthvað sem þeir þurfa að kunna. Nuddskóli Nuddstofu Reykjavíkur Námskeið Herðar, háls & bak Akureyri 16. - 20. október Nám í svæðameðferð (6 áfangar alls 415 kennslustundir) Reykjavík: 1. áfangi hefst 4. sept. Akureyri: 1. áfangi hefst 11. sept. Egilsstaðir: 1. áfangi hefst 18. sept. Upplýsingar og innritun í símum 462 4517 og 557 9736 SIGLINGASKÓLINN Námskeið til 30 TONNA RÉTTINDA 2. sept. - 30. okt. á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 7 - 11. Námsgreinar og tímafjöldi jrht samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins. Námskeið til HAFSIGLINGA Á SKÚTUM (Yachtmaster Offshore) 3. sept. - 29. okt. á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 7 -11. Undanfari 30 tonna prófið. Upplýsingar í síma 588 3092 og 898 0599 alla daga kl. 09:00-24:00 Vatnsholti 8. SIGLINGASKOUNN Meðlimur [ Alþjóðasambandi siglingaskóla. tst Enska í Hafnarfirði í HAFNARFIRÐI fer fram ensku- kennsla í Enskuskóla Erlu Aradóttur og samkvæmt uppýsingum frá forr- áðamönnum hans, hefur nemendum skólans gefist kostur á að ferðast til Englands til að stunda enskunám ytra. í sumar sem leið fór hópur á veg- um skólans í tveggja vikna ferð til Bournemouth á suðurströnd Eng- lands, þar sem þátttakendur stund- uðu nám. Kennsla hefst innan skamms og verður fyrirhuguð náms- ferð 1997 kynnt á haustönn. y Þýska á veg- um Germaníu GERMANÍA er félag áhugamanna sem hefur það að tnarkmiði að treysta menningarleg tengsl og sam- skipti íslendinga og Þjóðvetja. Féiagið stendur á hvetju ári fyrir námskeiðum í þýsku fyrir almenning í húsakynnum Háskóla íslands. Námskeiðin hefjast jafnan í bytj- un september og er boðið upp á bytjendaflokk, framhaldsflokk og talhópa. Kennarar í vetur eru Magn- ús Sigurðsson og Rebekka Magnús- dóttir-Olbrich. ó nema... ber ávöxt Námudebetkort, ekkert árgjald í 3 ár Skipulagsbók NAMU-reikningslán NÁMU-styrkir Einkaklúbburinn: Ókeypis aðild Gjaldeyriskaup án þóknunar Fjármálaráðgjöf LÍN-þjónusta &ANÐSSANK1 I 5 (. A N O S NAMAN Námsmannaþjónusta Landsbanka íslands N * A * M * A- H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.