Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 29 JMffgmiMafrlí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LAUSNI LÆKNADEILU LANGÞRÁÐ lausn í kjaradeilu heilsugæzlulækna og ríkisins er í höfn. Meginniðurstaða er tvíþætt. I fyrsta lagi verða starfskjör heilsugæzlulækna færð und- ir úrskurð kjaranefndar frá og með næstu áramótum - með lagabreytingu, sem ríkisstjórnin heitir að hafa for- göngu uni. í annan stað er gerður skammtímasamning- ur milli samningsaðila, sem er byggður á fyrri tillögum ríkisins og felur í sér sambærilegar hækkanir og samið hefur verið um við aðra hópa síðustu misserin. Samning- urinn mun fela í sér um 7% hækkun á launakostnaði ríkisins vegna heilsugæzlulækna. Það er fagnaðarefni að lausn er fundin á þessari erfiðu deilu. Hún skerti umtalsvert lögboðna heilbrigðis- þjónustu í landinu og skaraðist, að mati landlæknis, við nokkur alvarleg sjúkdómstilfelli, jafnvel dauðsföll. Það er með öllu óviðunandi fyrir almenning að búa vikum saman við óvissuástand sem þetta í heilbrigðisþjón- ustunni. Fáein atriði stinga í augu, fljótt á litið, þegar þessi niðurstaða er skoðuð, þótt þau séu ekki hér nefnd sem aðfinnsluefni. Verði launakjör heilsugæzlulækna færð undir úrskurð kjaranefndar, sem í stefnir, gengur það þvert á baráttu flestra hópa ríkisstarfsmanna fyrir sjálf- stæðum samningsrétti. í annan stað er það stefnumark stjórnvalda að gera heildarsamninga við alla lækna, er laun taka hjá ríkinu, ekki innbyggt í þessa sátt. í þriðja lagi vaknar sú spurning í huga fólks, hvernig þessi aðferð við ákvörðun launa samræmist verktökuhug- myndum innan heilbrigðisgeirans, en sá þáttur er mikil- vægur, ekki sízt í tengslum við hugmyndir sem fram hafa komið um að einkavæða ákveðna þætti heilbrigðis- þjónustunnar. Hin nýja sátt ætti að tryggja nauðsynlegan aðgang fólks að grunnheilbrigðisþjónustu. Skammtímasamning- ur, sem henni fylgir, tekur og mið af almennri launaþró- un á vinnumarkaði og stríðir ekki gegn mikilvægum stöðugleika í efnahagslífinu, að því fullyrt er. Eftir sem áður verða sjálfsagt skiptar skoðanir um réttmæti þess að setja tiltekinn hóp lækna undir kjaranefnd, meðan meirihluti þeirra semur um laun með hefðbundnum hætti. Fram hjá því verður heldur ekki horft i þessu sambandi að læknar og fleiri opinberir starfsmenn, til dæmis prestar, hafa tekið hluta heildarlauna sinna í formi þóknunar frá þeim, er þjónustu þeirra njóta, en sá greiðslumáti er megineinkenni einkarekstrar. ÍBÚÐASÖFNUN BARNAHEILLA BARNAHEILL hafa hleypt af stokkunum landssöfnun til kaupa á íbúðum í tengslum við stóru sjúkrahús- in á Akureyri og í Reykjavík til afnota fyrir fjölskyldur langveikra barna utan af landi. Þegar hefur verið safn- að fjármunum á landsbyggðinni og hefur söfnunin farið fram úr björtustu vonum. Verður nú leitað eftir stuðn- ingi fólks á höfuðborgarsvæðinu. Vonir standa til að unnt verði að festa kaup á fyrstu íbúðinni fyrir áramót. Fólki er boðið að gerast „Barna- heillavinir" með því að láta fjármuni af hendi rakna til söfnunarinnar. Vegna sjúkrahúslegu og áframhaldandi dvalar barna fjarri heimabyggð er mikil þörf fyrir húsaskjól fjöl- skyldna, nærri sjúkrahúsunum stóru, t.d. vegna eftir- lits. Aðstandendur söfnunarinnar telja íbúðirnaar hafa þríþætt gildi. I fyrsta lagi fjárhagslegt, sem felst í því að þurfa ekki að reka heimili á tveimur stöðum. í öðru lagi félagslegt gildi með því að halda fjölskyldunni sam- an. Það hefur svo síðast en ekki síst tilfinningalegt gildi. Alls lögðust um 5.000 börn, 15 ára og yngri, inn á Landspítalann og Sjúkrahús Reykjavíkur á síðasta ári. Af þeim voru um 2.000 börn búsett í minnst klukku- stundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Það er því í senn þarft verk og þakklátt, sem Barnaheill vinna nú að. Samið um svipaðar launahækkanir til áramóta og aðrír hafa fengið launakjörin FORMENN samninganefndanna, Gunnar Björnsson og Gunnar Ingi Gunnarsson, skiptast á samningum yfir borðið. Milli þeirra situr Þórir Einarsson sáttasemjari. Morgunblaðið/Þorkell Kjaranefnd ákveði lairn og gjaldskrá Fyrirkomulag gæsluvakta framveg is ákveðið af heilbrigðisráðuneyti JARASAMNINGUR samn- inganefndar Læknafélags Islands (LI) og samninga- nefndar ríkisins (SNR), sem undirritaður var kl. 18 í gær, eftir 29 klst. langan samningafund, með fyrirvara um samþykki félags- manna í LI, gildir til 31. desember. Samhliða samningsgerðinni gáfu fjármála- og heilbrigðisráðherra út yfirlýsingu um að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir lagabreytingu á Al- þingi þar sem launakjör fastráðinna heilsugæslulækna verði, eftir að samningurinn fellur úr gildi, ákvörð- uð af kjaranefnd. Samningurinn gildir frá 1. sept- ember sl. og felur í sér svipaðar launabreytingar og ríkið hefur sam- ið um við aðra hópa. Áætlað er að launakostnaður ríkisins vegna heilsugæslulækna munu aukast um rúm 7%. Laun heilsugæslulækna hafa verið sett saman annars vegar af kjarasamningsbundnum greiðslum, s.s. taxtalaunum, vaktaálagi og bílastyrk, svo og af gjaldskrártekj- um fyrir unnin læknisverk sam- kvæmt gjaldskrá Tryggingastofn- unar ríkisins (TR), sem byggist á samningi sem gerður var á seinasta ári. Samningurinn sem undirritaður var í gær nær til fastra mánaðar- launa og gæsluvaktargreiðslna en ekki gjaldskrártekna sem læknar fá frá TR. Kostnaðargreiðslur felldar inn í launatöflu Eftir að kjaranefnd fær það hlut- verk að úrskurða starfskjör heilsu- gæslulækna ber henni hins vegar að taka tillit til heildarlauna lækna og er henni þ.a.l. einnig falið að meta hvort tilefni sé til breytinga á þeim greiðslum sem læknar fá fyrir unnin læknisverk frá TR. Skv. hinum nýja kjarasamningi fá heilsugæslulæknar sambærilega hækkun á launatöflu og aðrir hópar hafa samið um en auk þess eru ákveðnar fastar greiðslur sem þeir hafa fengið greiddar sérstaklega felldar inn í launataxtann. Þannig er 8.000 km akstursgreiðsla sem læknar hafa fengið árlega felld nið- ur en á móti verður upphæð sem svarar til 6.000 km bílastyrks felld inn í launataxta. Verður það síðan sjálfstætt mat hverrar heilsugæslu- stöðvar hvort hún gerir nýjan akst- urssamning við lækna. Einnig voru fastar greiðslur fyrir ungbarnaeftir- lit og mæðravernd metnar til launa- flokkahækkana. Mánaðarlaun lækna hækka mis- munandi mikið við þessar breytingar en þeir sem hafa mesta yfirvinnu eða standa flestar bakvaktir fá væntanlega meira í sinn hlut en aðrir. Þá hækka yfirvinnugreiðslur og vaktaálag við hækkun grunn- launa og réttindi í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins aukast með samsvarandi hætti. Samið var um þá breytingu að fela heilbrigðisráðuneytinu að ákveða framvegis vaktafyrirkomu- lag vegna gæsluvakta heilsugæslu- lækna, að höfðu samráði við stjórn viðkomandi heilsugæslustöðvar og héraðslæknis. í því felst að ráðu- neytið ákveður fjölda lækna á vakt, og hámarksfjölda gæsluvakta- stunda. Fram til þessa hefur þetta fyrirkomulag verið bundið í kjara- samningum lækna og ríkisins. Á ákvörðun ráðuneytisins að liggja fyrir í síðasta lagi 15. október. Nefnd falið að leysa launamál embættislækna Um það bil 30 embættislæknar sem starfa m.a. hjá Ríkisspítölum, Tryggingastofnun, Vinnueftirliti ríkisins, Rágjafar- og greiningar- stöðinni og fleiri stofnunum, og hafa tekið laun skv. kjarasamningi heilsugæslulækna, færast ekki und- ir úrskurð kjaranefndar eftir ára- mót. Eftir langar viðræður samn- inganefndanna á sáttafundinum í gær náðist sérstakt samkomulag vegna þessara lækna. Þar segir að fyrir áramót verði útfært með hvaða hætti skuli fella þessa lækna inn í þann kjarasamnings sem fyrir er við LÍ. Er sérstakri nefnd sem skipuð er einum frá hvorum aðila, LÍ og fjármálaráðherra, falið að útfæra þetta verkefni. Takist það ekki fyrir 1. desember skal ríkis- sáttasemjari tilnefna oddamann, sem kveður upp endanlegan úr- skurð um útfærsluna. Einnig varð samkomulag um að þegar nefnd um endurskoðun á stöð- um héraðs- og yfírlækna á heil- sugæslustöðvum, sem skipuð var 20. ágúst, hefur lokið störfum, skuli samstarfsnefnd þegar í stað hefja viðræður um breytta launaflokka- röðun. Takist henni það ekki innan tiltekins tíma skal ríkissáttasemjari tilnefna oddamann sem úrskurði endanlega um röðun. SAMKOMULAG hefur orðið um að færa launakjör heilsugæslu- lækna undir úrskurð kjara- nefndar frá 1. janúar næstkom- andi. Samkvæmt lögum um Kjaradóm og kjaranefnd geta þeir sem á annað borð eru komnir undir úrskurðarvald kjaranefndar ekki farið þaðan aftur og samið fyrir sig sjálfir. Kjaranefnd er þriggja manna nefnd sem var sett á fót með lögum árið 1992 þegar lögum um Kjaradóm var breytt. Kjara- nefnd úrskurðar um kjör allra embættismanna ríkisins að frá- töldum þeim sem Kjaradómur fjallar um. Þeir sem Kjaradóm- ur fjallar um eru ráðherrar, alþingismenn, dómarar, biskup, umboðsmaður Alþingis, um- boðsmaður barna, ríkissátta- semjari, ríkisendurskoðandi, ríkissaksóknari og forseti. Tekur fyrir mál þegar þurfa þykir Fjármálaráðherra tilnefnir einn mann í kjaranefnd en Kjaradómur tvo auk þess sem hann setur meginreglur um úrskurði nefndarinnar. í lögun- um um Kjaradóm og kjara- nefnd segir að talsmönnum þeirra stétta sem falli undir úrskurðarvald kjaranefndar svo og ráðuneytum vegna emb- ættismanna og stofnana skuli gefinn kostur á að leggja fram skriflegar eða munnlegar greinargerðir vegna þeirra mála sem séu til úrlausnar. Þá geti nefndin heimilað einstök- um embættismönnum að reifa mál sitt fyrir nefndinni. I lögum segir að eigi sjaldnar en árlega skuli Kjaradómur og kjaranefnd meta það hvort til- efni sé til breytinga á starfs- kjörum sem þeir ákveða. Kjara- nefnd á að taka mál til meðferð- ar þegar henni þykir þurfa og alltaf ef orðið hafa verulegar breytingar á þeim launum í þjóðfélaginu sem höfð eru til viðm iðunar eða á störfum þeirra sem úrskurðarvald nefndarinnar tekur til. Samkvæmt meginreglum Kjaradóms um kjaranefnd skal kynna úrskurði kjaranefndar fyrir Kjaradómi áður en þeir eru kveðnir upp með formleg- ’1 um hætti. Enginn farið undan úrskurðarvaldi kjaranefndar Formaður kjaranefndar er Guðrún Zoéga. Með henni sitja í nefndinni Þorgeir Orlygsson og Stefán Svavarsson. Kjara- nefnd kemur reglulega sainan og liggja jafnan einhver mál á hennar borði. Starf í kjara- nefnd er launað og ákveður fjármálaráðherra þóknunina. „Við höfum úrskurðað um alla þá sem undir nefndina heyra. Við eigum að úrskurða hvaða aukastörf tilheyra aðal- starfi og hvaða störf beri að launa sérstaklega. Ef um slíkt er að ræða koma mál af því tagi alltaf til okkar. I þessu felstt.d. að ef embættismaður situr í nefnd úrskurðum við hvort nefndarstörfin tilheyri aðalstarfi hans eða ekki,“ sagði Guðrún. Ef kjaranefnd telur að nefndarstörfin tilheyri ekki aðalstarfi er þóknun fyrir nefndarstörfin ákveðin af öðr- , um, oftast af þóknananefnd ríkisins. Guðrún segir að þegar kjaranefnd komi saman til þess að ákvarða launakjör sé þau skoðuð í samhengi við annað, raðað sé I launaflokka og föst yfirvinna ákveðin. „Við festum launin. Þau eru eins og við ákveðum þau og ekkert um- fram,“ sagði Guðrún. Guðrún segir að engir hópar sem hafi verið settir undir úr- skurðarvald kjaranefndar hafi vikið undan valdi hennar og samið fyrir sig sjálfir. Hún seg- ir að einu sinni hafi reynt á þetta og sá aðili hafi síðan ósk- að þess á ný að komast undir úrskurðarvald kjaranefndar. Eftir að iögunum var breytt er þessi möguleiki ekki fyrir hendi lengur. SAMNINGAMENN FAGNA NYJUM KJARASAMNINGI LÆKNA Kjaranefnd festir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins * I samræmi við markmið Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar lækna Sigur fyrir lækna Halldór Ásgrímsson, starfandi heilbrigðisráðherra Heppileg lausn Friðrik Sophusson fj ármálaráðherra Samið innan marka „Ég er ánægður með samninginn. Hann er nokkurn veginn á Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar lækna, „Ég fagna því að þessir samningar skuli hafa náðst. Það hafði þeim nótum sem við höfum verið að gera við aðra launahópa. sagðist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að læknar yrðu að losna skapast alvarlegt ástand og margir óttuðust afleiðingar deilunnar. Hann er því í samræmi við þau meginmarkmið sem við lögðum K. m" undan því að þurfa að standa í kjarabaráttu vegna þess að sú \ Við sem héldum á málinu af hálfu ríkisins gátum aldrei skrifað upp með þegar samningaviðræðurnar hófust," sagði Gunnar Wmífí- rl barátta bitnaði á sjúklingum. undir samninga sem hækkuðu laun lækna umfram það sem aðrir w ** J)I Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Starfskjör heilsugæslulækna hafa verið að versna síðustu ár. m ~ V|: J höfðu samið um. Það hljóta allir að skilja,“ sagði Halldór Ásgríms- , * 1* „Það er okkar mat að þessi samningur leiði að meðaltali til • \r ' ' Það er afleiðing af því að við höfum ekki treyst okkur til þess að son, starfandi heilbrigðisráðherra. ^ 'Jlfp W ^ ” 7-8% hækkunar á launum lækna. Kostnaður ríkisins af samningn- fara út í nein átök vitandi að átök bitna fyrst og fremst á þeim „Ég held að það sé heppilegt fyrir alla aðila að kjaramál heilsu- jl um ræðst reyndar nokkuð af því hvernig heilbrigðisráðuneytið mummL sem síst skyldi. Við höfum einnig orðið varir við að heilsugæslan gæslulækna fari undir kjaranefnd. Það eru margvísleg rök sem JÉi ■ h útfærir samninginn vegna þess að í honum er vaktafyrirkomulagi á þéttbýlissvæðinu var að hrynja. Þetta tvennt leiddi til þess að LIL mæla með því vegna öryggishlutverks þessarar stéttar. Með sama Höt—<«> Æ lækna breytt. Sé miðað við óbreytta þjónustu verður kostnaðurinn við samninginn 7-8%, en síðan getur kostaðurinn verið meiri eða minni ef ráðuneyt- ið tekur ákvörðun um að auka eða minnka þjónustuna." Af hálfu samninganefndar ríkisins var lögð áhersla á að gera grundvallarbreyt- ingar á launagreiðslum til lækna með það að markmiði að einfalda launakerfí þeirra. Gunnar sagði að læknar hefðu hafnað því að fara út á þá braut. Hann sagði að bæði læknar og fulltrúar ríkisins hefðu unnið að tillögum sem miðuðu að einföldun launakerfís lækna. Ekki væri útilokað að þeirri vinnu yrði haldið áfram síðar. „Það er stefnt að því að gera heildstæðan kjarasamning við Læknafélag íslands vegna starfa lækna hjá ríkinu. Fjármálaráðherra hefur sent félaginu bréf þessa efnis. Það er okkar von að það takist að steypa þessu saman í einn kjarasamning fyrir næstu áramót. Ég vonast eftir að þessi kjarasamningur auðveldi okkur að ná því markmiði." læknar sögðu upp stöðum sínum. Okkur hefur tekist í góðri samvinnu við heilbrigðisráðuneytið að koma okkur niður á tillögur sem þýða að nú hefur ráðuneytið í fyrsta skipti mótaða stefnu í heilbrigðismálum utan sjúkrahúsa. Deila okkar við ríkið um kjörin lenti í ógöngum eins og flestir þekkja. Ég er hins vegar afskaplega ánægður með að stríðinu skyldi ljúka þannig að það eru gerðar ráðstafanir til þess að það verði ekki aftur stríð. Það er stóri sigurinn að mínu mati. Það kann að vera einhver óvissa fyrir lækna hvern- ig kjaranefnd fer með kjör þeirra, en óvissunni varðandi samningaferlið hefur ver- ið eytt.“ Gunnar Ingi sagðist ekki óttast þá ákvörðun lækna að gefa frá sér samnings- og verkfallsrétt. Þrátt fyrir að læknar hefðu haft samnings- og verkfallsrétt hefðu starfskjör heimilislækna versnað á síðustu árum. Hann sagðist treysta því að samn- ingurinn breyti þessari þróun. hætti og lögreglumenn og fleiri stéttir hafa ekki verkfallsrétt þá tel ég að það sé mjög margt sem mæli með því að það eigi heldur ekki við þessa grunneiningu í heilbrigðisþjónustunni.“ Sú spurning vaknar hvort fleiri stéttir komi ekki til með að óska eftir að fá að flytja kjaramál sín til kjaranefndar með sömu rökum og læknar. Halldór sagði að ekki væri endalaust hægt að auka verkefni nefndarinnar nema þá að breyta skipu- lagi hennar. „Ef stéttir sem sinna mikilvægustu öryggisþáttum af hálfu ríkisins vilja almennt hafa aðra skipan á kjaramálum sínum en er í dag þá er sjálfsagt að ræða það. Þessar stéttir geta hins vegar alls ekki reiknað með því að þannig muni kjör þeirra batna umfram það sem gerist með annarri skipan. Ég heid að læknar geri sér alveg grein fyrir því. Það er ekkert öruggt að þeir muni hækka við þessa nýju skipan. Þeir taka áhættu af því að lækka. Líklegast er að kjör þeirra muni eitthvað jafnast frá því sem nú er.“ „Það er ánægjuefni að þessari löngu deilu sé lokið. Það er sérstakt ánægju- efni að okkur skyldi takast að semja í þessari erfiðu kjaradeilu innan þeirra marka sem ríkið og aðrir hafa verið að semja um á þessu samningstíma- bili,“ sagði Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. „Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyr- ir því að lögunum um kjaranefnd verði breytt þannig að úrskurðir nefndar taki til þeirra heilsu- gæslulækna sem eru það að aðalstarfi. Eins og segir í lögum um kjaranefnd er henni ætlað að úrskurða um heildarkjör. Ég tel að ríkið geti veitt betri og trygg'ari heilsugæsluþjónustu eftir að heilsugæslulæknar hafa afsalað sér samnings- og verkfallsrétti." Friðrik sagði að ef litið væri til fyrri úrskurða kjara- nefndar mætti gera ráð fyrir að úrskurðir hennar um laun heilsugæslulækna leiddu til þess að kjör þeirra jöfn- uðust, þ.e. að kjör þeirra sem hæstar hafa tekjur í dag lækkuðu og aðrir hækkuðu. Hann sagðist telja að lækn- ar gerðu sér grein fyrir þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.