Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 56
vff <Q> AS/400 er... ..þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKIAVÍK, SÍMI S69 II00, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUBCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Heilsugæslulæknar ákveða að ráða sig ekki strax í fyrri stöður sínar Tryggt verði að allir læknar geti snúið aftur HEILSUGÆSLULÆKNAR ák'váðu á fundi sem lauk laust fyrir miðnætti í nðtt að sækja ekki um sín fyrri störf við heilsugæslustöðvar, a.m.k. fyrst í stað, fyrr en heilbrigðisyfirvöld hafa gefíð trygg- ingu fyrir því að allir læknar, sem sögðu upp stöð- um sínum, geti snúið aftur til sinna fyrri starfa. Nýr kjarasamningur milli heilsugæslulækna og ríkisins var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemj- ara kl. 18 í gær eftir 29 klukkustunda samfelldan samningafund. Starfsemi læknavaktarinnar í Reykjavík hófst Tiðdegis í gær og mun hún halda áfram en heim- ilislæknar ætla að koma saman kl. 10 í dag til að bera saman bækur sínar um hvernig staðið verður að umsóknum um fyrri stöður og hvenær skuli hefja störf, að sögn Katrínar Fjeldsted, for- manns Félags íslenskra heimilislækna. Heilbrigðisyfirvöld hafa litið á uppsagnir lækna sem einstaklingsuppsagnir en formlega séð eru það stjórnir heilsugæslustöðvanna sem annast endurráðningu lækna. Heilbrigðisráðuneyti mun ákveða vaktafyrirkomulag Kjarasamningurinn sem gerður var í gær gild- ir til 31. desember og kveður á um svipaðar launa- breytingar og ríkið hefur samið um við aðra hópa. Fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra gáfu jafnframt út yfirlýsingu þar sem því er lof- að að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir lagabreyt- ingu um að úrskurðir kjaranefndar taki til fast- ráðinna heilsugæslulækna í þjónustu ríkisins eft- ir áramót. „Það er okkar mat, að þessi samningur leiði að meðaltali til 7-8% hækkunar á launum lækna. Kostnaður ríkisins af samningnum ræðst reyndar nokkuð af því hvernig heilbrigðisráðuneytið út- færir samninginn vegna þess að í honum er vakta- fyrirkomulagi lækna breytt,“ sagði Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. í samningnum eru ýmsar fastar greiðslur til lækna felldar inn í launataxta og einnig var sam- ið um að fela heilbrigðisráðuneytinu að ákveða vaktafyrirkomulag gæsluvakta lækna utan dag- vinnutíma, en það hefur fram að þessu verið samningsatriði á milli lækna og ríkisins. Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninga- nefndar Læknafélags íslands, segir samkomulag- ið sigur fyrir lækna. Sagðist hann hafa verið þeirrar skoðunar lengi að læknar yrðu að losna undan því að þurfa að standa í kjarabaráttu vegna þess að sú barátta bitnaði á sjúklingum. ■ Kjaranefnd úrskurði/28-29 Annir hjá Lækna- vaktinni LÆKNAVAKTIN við Barónsstíg í Reykjavík tók til starfa að nýju síðdegis í gær. Starfsfólk sagði að mikið hefði verið að gera um kvöldið. Samúel J. Samúelsson læknir sinnti útköllum. Hann sagði að vaktin hefði farið rólega af stað en um sjöleytið hefðu hafist tölu- verðar annir. Skömmu fyrir mið- nætti hafði hann sent þrjá sjúk- linga á spítala eftir skoðun í heimahúsi. „Sjúklingarnir eru fegnir að fá aftur heimilislæknana. Sumir þeirra hafa beðið veikir í nokkra daga, ekki þó þannig að kæmi að sök. Ég er sjálfur ánægður með að vera kominn til starfa.“ Steinar S. Jónsson var fyrsti sjúklingur Læknavaktarinnar við Barónsstíg í gær. Hann var með hlustarverk og Páll Þor- geirsson læknir leit á meinið. íslenskar sjávarafurðir hf. Methagnaður á fyrri árshelmingi METHAGNAÐUR varð af rekstri íslenskra sjávarafurða og dóttur- fyrirtækja fyrstu sex mánuði árs- ins eða 201 milljón króna eftir skatta og var hann tvöfalt meiri en hagnaðurinn allt árið í fyrra, sem nam 101 miiljón. Þá nam hagnaður af reglulegri starfsemi 296 milljónum króna en allt árið í fyrra nam hann 132 milljónum. Velta samstæðunnar .*~Híim rúmum 16 milljörðum króna fyrstu sex mánuði þessa árs en um 20 milljörðum allt árið í fyrra. Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vera mjög ánægður með útkomuna og hina miklu veltu- aukningu á tímabilinu. „Megin- ástæðan fyrir þessari miklu aukn- ingu er framleiðsluaukning hjá framleiðendum ÍS. Það segir sína sögu að heildarframleiðsla frystra afurða hjá ÍS jókst úr 40 þúsund tonnum fyrstu átta mánuði ársins 1995 í 100 þúsund tonn fyrstu átta mánuði þessa árs. Aukningin nemur um 150% og hana má að mestu leyti þakka stórauknum umsvifum ÍS, bæði hér heima og sérstaklega í Rússlandi." Landvinnslan að gefast upp Benedikt segir að tilgangurinn með auknum umsvifum IS erlendis sé ekki síst sá að öðlast betri að- gang að bolfiski og styrkja sölunet fyrirtækisins. „Þessi viðleitni okkar er sérstaklega þýðingarmikil nú því bolfiskvinnslan í landi er að gefast upp. Ef sölusamtökin treystu ein- göngu á landvinnsluna til hráefnis- öflunar en leituðu ekki fanga er- lendis væri mikil hætta á því að íslendingar yrðu fyrir gífurlegum skaða á erlendum mörkuðum.“ ■ Hagnaður nam/Bl Morgunblaðið/Golli Frumvarpsdrög um eignarhald auðlinda í jörðu liggja fyrir Auðlindayfirráð fylgi sannaðri eign á landi Sveitarfélög við ut- anverðan Eyjafjörð Sameining í athugun SAMSTARFSNEFND sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörö heldur fund í næstu viku þar sem tekin verður ákvörðun um næstu skref varðandi hugsanlega sameiningu sveitarfé- laga á svæðinu. Sveitarfélögin 6 sem um ræðir eru Árskógshreppur, _Hrís- —ey, Svarfaðardalur, Dalvík, Ólafs- fjörður og Siglufjörður. Nýlega var nefndarmönnum kynnt úttekt á hagkvæmni þess að sameina sveitarfélög við utanverðan fjörðinn. Niðurstaðan virðist sú að sameining skili hagkvæmni sem eykst eftir því sem sveitarfélögin verða fieiri. —_______________________ ■ Yrði öflugt/13 Iðnaðarráðherra hefur fengið í hend- ur frumvarpsdrög um nýtingu og eignarhald auðlinda í jörðu. Drögin voru unnin af nefnd sem ráðherra skipaði á síðasta ári, en hún lauk störfum fyrir um mánuði síðan. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra staðfesti í gær að nefndin hefði lokið störfum og verið væri að skoða mál- ið í ráðuneytinu. Finnur vildi ekki upplýsa hver nið- urstaða nefndarinnar væri. En sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er í frumvarpsdrögunum gengið út frá því að eignarlandi fylgi eignar- réttur að auðlindum í jörðu en utan eignarlanda séu auðlindir eign ríkis- ins, nema aðrir geti sannað eignar- rétt sinn til þeirra. Tengt þjóðlendufrumvarpi Jafnframt er gengið út frá því að ríkið hafí víðtækar heimildir til að nýta auðlindirnar gegn því. að bætur komi fyrir tii landeigenda. Þá er miðað við að ríkið gefi út rannsóknar- leyfi og einnig leyfi til meiriháttar nýtingar á jarðefnum og jarðhita, jafnvel þótt landeigendur eigi í hlut. Iðnaðarráðherra segist gera sér vonir um að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi í vetur. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er mið- að við að frumvarpið verði lagt fram samhliða öðru frumvarpi sem verið er að vinna fyrir forsætisráðherra um ríkiseign á þjóðlendum, þ.e. svæðum sem aðrir geta ekki sannað eignarrétt sinn yfir þótt þeir kunni að eiga þar réttindi á borð við upp- rekstrarrétt. Verði þjóðlendufrum- varpið ekki lagt fram komi til greina að leggja fram frumvarp sem kveði á um virkjanarétt vatnsfalla. Ríkisstjórnir hafa á undanförnum áratugum nokkrum sinnum látið vinna frumvörp um eignarhald á auðlindum í jörðu en þau hafa ekki verið afgreidd á Alþingi. Einnig hafa þingmenn lagt fram slík frumvörp en þau hafa ekki fengið afgreiðsiu frekar en stjórnarfrumvörpin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.