Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Dívan á alnetinu JUDITH GANS er frá Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum. Faðir hennar var í flughernum og ferðaðist Judith því og bjó víða um heim í æsku. Á þessum ferðum lærði hún nokkur tungumál, svo sem ítölsku, þýsku og frönsku, en það er skammt liðið síðan hún komst fyrst i kynni við íslensku, svo er hins vegar ekki að heyra á flutningi hennar á islenskum söng- lögum. Undirritaður verður til dæmis engra hnökra var á framburði þegar hún syngur fyrir hann Bí, bí og blaka. Skýringin á þessu er kannski sú að Judith kennir framburð og framsögn í ýmsum tungumálum við háskóla á heimaslóðum og er því flestum hnút- um kunnug í þeim fræðum. Judith er líka málgefin og það er reyndar aðalorsök þess að hún kynntist ís- lensku og íslenskum sönglögum. Samtalshópur á alnetinu „Jú, það er ansi skemmtileg saga á. bak við það hvemig ég komst í kynni við íslenska tónlist. Dag einn korn soriur minn mér í samþand við einhvern samtalshóp á alnetinu; hann vissi nefnilega eins og rétt var að ég hef gaman af því að tala. Mér leist nú ekki meira en svo á hugmynd- ina í fyrstu en síðan komst ég inn í hóp, sem kallaði sig Lipur og ljúfur, og samanstóð af fólki seiri vildi eiga fræðandi samskipti við hvert annað. í þessum hópi var maður sem kailaði sig Kaktus, skrifað með k-um, Hann vakti strax athygli mína því að í lýs- ingu á honum stóð að hann væri frá íslandi. Ég hef ailtaf haft áhuga á landafræði og vissi því vel af þessu landi. Fyrst í stað leit út fyrir að við ættum engin sameiginleg áhugamál en svo einn daginn stóð í hólfinu hans að hann væri að hlusta á kon- sert eftir Vivaldi. Ég rauk því til og sendi honum línu þar sem stóð að La Diva, sem er viðumefní mitt í þessum nethópi, myndi syngja fyrir hann kantötu eftir Vivaldi og þar með var múrinn rofinn.“ Judith segir að hún og Kaktus, sem Judith Gans heitir bandarísk sópransöng- kona sem komst í kynni við íslensk sönglög í gegnum alnetið. Þröst- ur Helgason spurði hana um tildrög þessa og komst um leið að því að íslenskan virðist liggja vel fyrir henni. reyndist heita Björn og vera kerinari í Hafnarfirði, hafi komist að því að þau áttu ýmislegt sameiginlegt en Judith er sjálf tungumála- og söng- kennari. „Áður en ég vissi af vorum við farin að skiptast á gjöfum. Ég sendi honum bók en hann sendi mér heilan kassa fuilan af dóti. í honum vom meðal annars upptökur með Kirkjukór Hafnarfjarðar sem ég varð algerlega bergnumin af. Ég hafði strax samband við hann aftur og spurði hvort það væm ekki til ein- hver íslensk einsöngslög. Hann svar- aði því auðvitað játandi og sendi mér geisladisk með Gunnari Guðbjöms- syni tenór sem ég kolféll fýrir. Mér þótti þessi tónlist æðisleg. Ég hafði samband við Gunnar í Frakklandi og bað hann að senda mér alla íslenska tónlist sem hann hefði sungið, sem hann og gerði. Þannig óf þetta upp á sig smám saman. Ég fór að reyna að læra þessa söngva og syngja þá fyrir vini og kunningja. Þegar ég var komin með nægilegt sjálfstraust hringdi ég í Jónas Ingimundarson, sagði honum söguna af kynnum mín- um af íslenskri tónlist á alnetinu og að mig langaði til að koma til íslands og syngja. Hann sagði mér bara að drífa mig og hér er ég komin.“ Rómantíkin og tungumálið heillar - En hvað er það við íslenska tónlist sem heillar? „Það væri ofureinföldun að segja að hún væri einfaldlega falleg. Eg er sjálf mjög rómantísk í anda og þótt íslensku sönglögin séu flest samin á þessari öld þá hafa þau mjög rómantískan blæ yfir sér. Þau eru líka mjög alþýðleg og áheyrileg. Textarnir eru líka iðulega mjög góðir en oft vill brenna við að þeir séu ekki nema meðalgóðir. Það er líka aðdáunarvert hversu vel tónlist- in á við textana. En útslagið gerir tungumálið sem mér þykir dásam- legt, það er svo fallegur hljómur í því.“ - Hefur þú reynt að læra ís- lensku? „Ég verð að vita hvað hvert orð í texta þýðir áður en ég get sungið það og því hef ég neyðst til að fara mjög nákvæmlega í gegnum ís- lensku sönglögin. Ég hef líka reynt að ná tökum á framburðinum. Á þessu hef ég yitanlega lært töluvert en ég hef ekki sótt tíma í íslensku. Ég stefni að því að læra íslensku betur.“ í fjarlægð er eftirlætið Judith heldur tvenna tónleika hér á landi í þessari viku; í kvöld kl. 20.30 syngur hún i Borgarneskirkju og á laugardaginn kl. 17 í Digranes- kirkju. A efnisskránni verða nokkrar af perlum íslenskra sönglaga en einnig sönglög eftir Schubert, Do- naudy, R. Strauss og fjórir negra- sálmar. Þegar Judith er spurð hvort hún eigi sér eitthvert uppáhald á meðal íslensku sönglaganna hugsar hún sig vandlega um og fer svo með fyrstu línurnar úr í fjarlægð eftir Karl 0. Runólfsson á nánast óaðfinnanlegri íslensku. „Þetta er sennilega eftir- lætið mitt en það er erfitt að gera upp á milli þessara laga.“ Morgunblaðíð/Kristinn „ÉG RAUK því til og sendi honum línu þar sem stóð að La Diva, sem er viðurnefni mitt í þessum nethópi, myndi syngja fyrir hann kantötu eftir Vivaldi og þar með var múrinn rofinn,“ segir Judith Gans um fyrstu kynni sín af íslenskri tónlist en með henni á myndinni er Jónas Ingimundarson. WATERSTONE’S-bókaverslanirnar og Channel 4 standa nú fyrir um- fangsmikilli könnun á því hvaða bækur sem skrifaðar hafa verið á þessari öld almenningi þyki mest til koma. Er ætlunin að taka saman lista yfir þær 100 bækur sem oftast eru nefndar, en kjörkassar eru í öllum 100 bókabúðum keðjunnar á Bret- landi. Eiga lestrarhestamir að nefna fimm bækur og gera grein fyrir í allt að 50 lína greinargerð, á hvern hátt besta bókin skari fram úr. Ekki er einungis verið að leita eftir áliti manna á skáldsögum, nefna má hvaða bækur sem er; barnabækur, matreiðslubækur og landabréfabæk- ur. Nú sýnir Channel 4 fimmtán þætti þar sem rithöfundar og annað þekkt Lesendur látaí sér heyra fólk gerir grein fyrir eftirlætisbókum sínum. En það sem mönnum þykir þó meira spennandi er að komast að því hvað almenningur vill. Listar yfir bestu bækur séu yfirleitt valdir af bókmenntagagnrýnendum og gefi afar takmarkaða mynd af smekk almennings. Á meðal þess sem menn eiga vona á að sjá á listanum eru bækur sem eru eða voru skyldulesn- ing I skóla og höfðu mikil áhrif á nemendur, svo sem „Bjargvætturinn í grasinu" „Catch 22“ og „1984“. Til gamans má geta þess að á lista yfír 10 bestu bækur aldarinnar að mati bókmenntaritstjóra bresku blaðanna var stórbók með verkum Samuels Becketts í fyrsta sæti, „Ód- ysseifur“ eftir James Joyce í öðru sæti og „La Récherche du Temps Perdu“ eftir Marcel Proust í því þríðja. Þá koma „Catch 22“ eftir Joseph Heller, „Félagi Napóleon" eftir George Orwell, „Flugnahöfðing- inn“ eftir William Golding, „Lucky Jim“ eftir Kingsley Amis, „Hundrað ára einsemd" eftir Gabriel Garcia Marquez, „The Rainbow" eftir D.H. Lawrence og „Lolita" Vladimirs Na- bokovs. Morgunblaðið/Golli „ÞAÐ MÁ líta á þessi verk sem framhald af því sem ég hef verið að gera undanfarin ár“, segir Hulda Hákon sem opnar sýningu í Galleríi Ingólfsstræti 8 í dag. Myndast við að vera góð ÉG ER að myndast við að vera góð“, segir Hulda Hákon sem i dag opnar sýningu á nýjum lágmyndum í Galleríi Ingólfsstræti 8. „Það má líta á þessi verk sem framhald af því sem ég hef verið að gera undan- farin ár. Þetta eru annars vegar lágmyndir án texta og hins vegar með texta unnar í gifs og tré; texta- myndirnar minna á myndir sem margir hafa uppi á heimilum sínum og stendur á Drottinn blessi heimil- ið. Þetta eru textar sem hvetja fólk, segja því hvað það er fallegt og gáfað. Þetta eru svona myndir sem fólk vill samsama sig við að ég held. Þó fer það eftir hveijum og einum áhorfanda hvernig textinn orkar á hann.“ Hulda nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands og School of Visual Arts í New York. Hún á að baki nær annan tug einkasýninga víða um heim, auk fjölda samsýn- inga. Þekktir eru skúlptúrar og lág- myndir Huldu, svo sem eldarnir sem loguðu á minnisstæðri sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum. Ingólfsstræti 8 er opið frá klukk- an 14-18 miðvikudaga til sunnu- daga. Lokað er mánudaga og þriðjudaga. Metnaðarfullir tónleikar TÓNLIST Listasafn Sigu rjóns SÖNGLÖG Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópr- an og Jónas Ingimundarson píanó- leikari. Þriðjudaginn 10. september 1996. METNAÐARFULL var ekki að- eins efnisskrá tónleikanna heldur og allur flutningurinn, því ekki er auðleikið að skila þremur „laga- flokkum“ á einum og sömu tónleik- unum, og þar að auki lítt þekktum lögum, annars meisturum sönglags- ins, þeim Schubert, Brahms og Grieg. En Ingveldur er vaxandi söngkona og skildi eftir mörg falleg augnablik. Raddmyndun hennar er þó enn á einhveijum þeim nótum sem undirritaður kannast ekki við og leiðir þessi raddbeiting til að tónninn er ekki alltaf hreinn, þrátt fyrir góðar tónlistargáfur Ingveld- ar. Svo merkilegt sem það er, að best nýtir Ingveldur röddina í mezzo, eða frekar veikum söng, þ.e. í þeim raddstyrk sem söngvur- um venjulegast reynist erfiðastur og þar á Ingveldur marga sérlega fallega hluta til, en svo verður rödd- in gjarnan nokkuð sér í sterkum söng. Sjálfsagt á Ingveldur ennþá betur heima á óperusviðinu en í ljóðasöng, því þar njóta sín ágætir leikhæfileikar Ingveldar. í fyrsta lagi Schuberts, Ganymed, sýndi hún strax fallegan mezzó-söng, en þeg- ar tók að reyna meira á röddina, eins og í næsta lagi, Der König in Thule, fór að bera örlítið á óhreinni tónmyndun. Þrátt fyrir rétta hugs- un í næstu Schubert-lögunum, kviknaði ekki fyllilega á þeim. Sel- igkeit varð dálítið þunglamalegt hjá þeim báðum Jónasi og Ingveldi, Du bist die Ruh á að geta fengið ennþá meiri ró og látleysi og Die junge Nonne náði ekki fluginu í forspilinu og missti þar með af lestinni. Víst er virðingarvert að kynna manni ljóð sem sjaldan eru flutt og svo held ég að hljóti að vera um Stúlkuljóðin eftir Brahms, en meira að segja jafnyndislegu tónskáldi og Brahms geta orðið mislagðar hend- ur, a.m.k. skildu þessi fjögur ljóð ekki eftir nein afgerandi áhrif. Haugtussa op. 67 eftir E. Grieg stóð upp úr í flutningi Ingveldar á tónleikunum og þar naut Jónas sín einnig í arpeggíum og léttum lækj- arnið. Annars mátti hægri fótur Jónasar ekki vera miklu bundnari pedalanum en reyndin var í litlum listasafnssalnum og var Jónas reyndar á mörkunum að vera ekki of sterkur á stundum. En í þessum skemmtilega lagaflokki, sem Grieg skrifaði u.þ.b. tólf árum fyrir dauða sinn, gerðu þau Ingveldur og Jónas margt eftirminnilegt og kannski stóð upp úr meðferðin á næstsíð- asta laginu, Vond dag. Ingveldi er óskað til hamingju með tónleikana og þær framfarir sem hún sýndi, en gott er að muna að metnaður má ekki koma fram sem metnaður í neinum listflutningi. Ragnar Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.