Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR 23. sept - 7.olct., tvær vilcur - Golfperla Spánar. La Manga golfsvæðið ertalið eitt hið besta í Evrópu . Þar hefur Opna Spænska meistaramótið verið haldið tíu sinnum sem segir sitt um ágæti staðarins. Þrírstórglæsilegir 18 holu golfvellir á svæðinu og öll aðstaða eins og bestverður á kosið. Fararstjóri: Kjartan Pálsson. stgr. á mann,4saman í íbúð m/2 svefn- herbergjum. Innifalið er flug, gisting, akstur til og frá flugvelli ytra, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. ■ Cal CVa Mm ECIII ■ 49l710 Kr. Golf- og fjölskyidu- paradís! Frábærar aðstæður fyrir golf, en líka sannkallaður sælureitur fjölskyldunnar, skemmtigarðar og ótal önnur, spennandi tækifæri til afþreyingar. Leikið á golfvöllum við Orlando og svo í kringum Sarasota. Fararstjóri: Kjartan Pálsson. Frábær ferð á einstöku verði! 74650Kr. 91893 Kr. stgr. á mann, 4saman í íbúð m/3 svefnh. á Orlando, 2 svefnh. á Shorewalk. stgr. á mann, 2 saman í 2ja herb. íbúð í Orlando Shorewalk. lO. jan. Þriggja vilcna ferð Golf í framandi umhverfi! Töfrandi land, heillandi menning, gróðursælt umhverfi og ótrúlega ódýr golfaðstaða á gullfallegum golfvöllum. Og veörið bregst ekki, sólin skín upp á hvern dag. Fararstjóri: Kjartan Pálsson. la 152750Kr. Innifalið flug, gisting m/morgunverði, aksturtil og frá flugvelli ytra, íslensk st9r- á mann í tvíbýli fararstjórn og flugvallarskattar Sami/ininilerSir-Laiitlsýii _ Hnklmft: Auslurstræti 12' S. S691010 • Sfmbréf 652 7796 00 5691095 Telm 2241 • mnanlandsloröir S. 5691070 Hótel SOao »16 Hsoaloro . S. 562 2277 • Slmbrél 562 2460 Hafn»rfj6rt»: Baisrtrraijni 14 • S 565 1155 • SímOrít 565 5355 Keílavík: Halmigotu 35 - 5.421 3400 • Sím&lét 421 3490 Akram: BreíðaraOtu 1 • S 43t 3386 • SíinMI 43U195 Akorvyri: Ráðhústorgi 1 *S 462 7200 • Sfmbróí 461 1035 Vestmannaeyjan Vesimannabraul 38 • S 481 1271 • Símbréf 481 2792 TnT OATÍAS# (Mfjöröur: Hafrvarstrætí7*S.456 5390 Einnig umboöjmenn urn land allt euoocAoo Rómeó og Júlía í Sarajevó Á DAGSKRÁ alþjóðlegu dans- og leiklistarhátíðarinnar í Gautaborg, sem hófst 23. ágúst og stóð í átta daga, var meðal annars leikritið um örlög elskendanna Admiru Ismic og Bosko Brkic. Kristín Bjarnadóttir segir frá sýningunni. SVIÐIÐ er í rúst. Ekkert er heilt, nema sviðið á sviðinu, aflangur, upphækkaður pallur. Til hægri eitthvað sem minnir á brú og fyrir neðan hana dyngja, sem minnir á ruslahaug og við nánari athugun leifar af búslóð. Miðaldra maður kemur inn á sviðið frá vinstri, horf- ir í kringum sig eins og hann sé á gamalkunnum slóðum en eigi þó ekki von á öðru en að allt sé breytt. Hægt, í rannsakandi þönkum gengur hann að dyngjunni. Finnur þvælt rit, kannski handrit, kannski dagbók, og byijar að lesa í hljóði. Úr lesmálinu fæðast minningar. Þær birtast ljóslifandi á sviðinu, litla sviði Borgarleikhússins í Gautaborg, undir stjórn Jasenkos Selimovic. Hrottalegur veruleiki Hann byggir á eigin handriti og reynslu frá því hann flúði frá Sarajevó árið 1993. Tólf leikarar gæða rústirnar lífi og við færumst aftur í tímann. Ekki langt. Fjögur Rebecca Hayman og Shanti Roney í hlutverkum Bosko og Admiru. ár nægja. Árið 1992 var Bosnía- Hersegóvína viðurkennd sem sjálf- stætt ríki, en stríðið í gömlu Jú- góslóvaíu byijaði fyrr og hélt áfram hér. Króatískir Bosníubúar fengu aðstoð frá Króatíu, serb- neskir Bosníubúar frá Serbíu en Bosníubúar af ættum múslima stóðu uppi án „verndar". Slík greining, slíkar nafngiftir hópa, hljóma eins og út í hött þeg- ar við vitum að margar fjölskyld- ur, já heilu ættirnar, voru blandað- ar. Árin 1992 og 1993 voru milljón- ir á flótta „innanlands" og a.m.k. þrjú hundruð þúsund flúðu úr íandi. Jasenko dregur upp lifandi ÁKAFUR áhugamaður: Kaplan stjórnar flutningi á tónlist Mahlers víða um heim. Einstakur áhug’i GILBERT Kaplan er bandarískur milljónamæringur sem hefur mikið dálæti á tónlist Mahlers, sér í lagi 2. sinfóníunni, sem hann býr yfir svo mikilli þekkingu á, að hann hefur stjómað flutningi á henni um heim allan. Meðal annars á nýaf- staðinni tónlistarhátíð í Salzburg, en það hleypti svo illu blóði í hljóð- færaleikara Berlínarfílharmóníunn- ar að þeir pökkuðu hljóðfærunum niður og hættu við að koma fram á hátíðinni. Kaplan, sem er á sextugsaldri, hefur ekki aðeins stjórnað flutningi 2. sinfóníunnar á tónleikum, ein mest selda útgáfa hennar á geisla- plötu er undir hans stjóm. Nú er hægt að kaupa hana á CD- ROM diski með fleira efni um og eftir Mahler. Kaplan situr í stjóm nokkurra tónlistarhúsa, þar á meðal Carnegie Hall en þar á Berlínarsinfónan að leika á næstunni. Velta margir því fyrir sér hvemig endurfundunum verður háttað. En ekki er víst að Kaplan verði viðlátinn, því hann ferðast víða um heim til að stjórna 2. sinfóníunni, hefur m.a. farið til Finnlands, Kína, Japan, Rússlands, Ungveijalands og Venesúela. * Ainurgar ígrióti M BOKMENNTIR LjÓÖ í ERLI DÆGRANNA eftir Pétur Sumarliðason. Útgefandi: Gísli Ólafur Pétursson. Rvk. 1996 - 111 bls. FIMMTÁN árum eftir fráfall Péturs Sumarliðasonar er gefin út ljóðabók eftir hann, f erli dæg- ranna. Þessi útgáfa ber vott um mikla ræktarsemi við minningu hans. Guðrún Péturs- dóttir og Gísli Ólafur Pétursson bjuggu ljóð- in til prentunar eftir handritum Péturs af alúð'og vandvirkni. Kvæði Péturs em börn síns tíma. Þau einkennast af náttúm- ljóðrænu og róman- tískri lífssýn þar sem áhersla er lögð á sam- band manns við nátt- úru, samkennd og samúð með því sem líf- sandann dregur. Efni kvæðanna tengist oftast náttúru- sýn skáldsins, hvort sem verið er að ljalla um bemskustöðvar við Bolungarvík ellegar öræfín í Jökul- heimum þar sem Pétur starfaði við veðurathuganir. Raunar víkur skáldið sérstaklega að þessum tveimur meginskautum í ljóðheimi sínum í kvæðinu Tveir heimar: % veit nú ómar aldan úti við bláa strönd, en hér urgar áin í gijóti undan jökulrönd. Pétur Sumarliðason Þótt náttúran yfirgnæfi önnur yrkisefni í ljóðum Péturs er ekki laust við að gæti ýmissa andstæðna samtímans í kvæðum hans og birt- ast þær jafnt í efni og formi. Þann- ig þarf ekki lengi að skoða kvæðin til að greina átök þéttbýlis og nátt- úru, t.a.m. í kvæðinu Oræfaminn- ingu þar sem samlíðan með, þótt í einveru sé, er borin upp að hinum sára broddi „einmanans í byggð“. Jafnframt er vikið að samtímavið- burðum á borð við Víetnamstríðið og æskulýðsuppreisn ’68-kynslóð- arinnar sem Pétur lítur nokkuð já- kvæðum augum.: „Sem ljósið brýst / gegnum myrkrið / fara ný sann- indi / gegnum gamlar hefðir“. Eftirtektar- verð fínnst mér einnig ljóð Péturs um gildis- kreppu samtímans og einna best þeirra Ijóðið Orð: Það er undarlegt að sitja í byggð innan um allskonar fjölmæli og ívitnanir til mikilla hugsjóna, sem talið er sjálfsagt að enginn meini. En átaka gætir einn- ig í ljóðformi í kvæðum Péturs. Hann yrkir oft hefðbundið og er ágætur hagyrðingur en hon- um lætur líka vel að yrkja í lausu máli. Segja má því sem svo að hann hafi tekið nýjum tímum opnum huga þótt hann skynji einnig varas- ama boða á leið okkar inn í framtíð- ina. Kvæðaheimur hans er heild- stæður og sannfærandi og bókin á erindi til okkar. Skafti Þ. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.