Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 37 virði. Þær vekja ijúfa gleði og eftir- væntingu en einnig sorg og söknuð. I minningunni er Rósa ávallt stóra duglega systir mín. Á erfiðum stundum var hún alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd, því er erfítt að sætta sig við að hún skuli vera dáin. Rósa bjó yfir miklum lífsþrótti og uppgjöf ekki til í hennar huga. Styrkur_hennar sýndi sig vei í veik- indum Ásgeirs, en hún studdi hann og hlúði að honum þó hún sjálf væri orðin veik. Á þessari stundu eru börnin þeirra Rósu og Ásgeirs mér einnig efst í huga. Kærleikur þeirra til for- eldra sinna er mikill. Ljúft var að fylgjast með hvað þau voru um- hyggjusöm og nærgætin við for- eldra sína í veikindum þeirra. Sorg þeirra er að vonum mikil og söknuð- urinn sár. Ég og fjölskylda mín sendum þeim okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Guð gefí þeim styrk inn í framtíðina. Elsa Jóhannesdóttir. Margar kærar minningar vakna, þegar ég kveð ömmu mína. Minnisstæðastar eru mér þær stundir, er ég svaf hjá henni. Við eyddum ekki tímanum í sjónvarp, heldur kúrðum okkur saman og spjölluðum okkur í svefn. Ömmu var flest vel gefið. Hún var fríð og glæsileg kona og mikil reisn yfír henni í allri framkomu. Oft horfði ég á hana dreymandi, þegar hún var að taka sig til á mannamót. Amma naut þess að punta sig og óskaði ég þess að ég líktist henni þegar ég stækkaði. Amma var lífsglöð og horfði ávallt fram á við. Aldrei sá ég ömmu sitja auðum höndum. Ef hún var ekki að hjálpa afa við bækurnar, þá var hún að pússa og punta heimilið eða hekla og sauma út. Það er til svo margt fallegt sem amma gerði í höndunum. Amma undi glöð við sitt hlut- skipti í lífínu. Hún átti fjölskyldu sem hún eiskaði og vakti yfir vel- ferð hennar, og þá sérstaklega okk- ur barnabörnunum, en daglega vildi hún fá fréttir af okkur. Amma og afi, sem dó í janúar sl., voru alltaf til staðar ef ég þurfti á að halda. Ég sakna þeirra mjög mikið. Með þessum kveðjuorðum vil ég minnast ömmu minnar, sem alla tíð var mér góð. Minningin um ömmu er björt og léttir mér eftirsjónina. Ég kveð þig, elsku amma mín, með sárum söknuði og þakklæti fyrir allt sem þú veittir mér og mun það ávallt geymast í hjarta mínu. Bergrós Kristín Jóhannesdóttir. Elsku amma. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum línum og þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Okkur leiddist aldrei, þvi við höfð- um alltaf nóg að gera, sauma, pijóna, hekla, lesa eða bara tala saman. Þú komst með mér á tón- leika og við fórum í leikhús. Þú hvattir mig alltaf til að vera dugleg að læra, að lesa mikið og læra ljóð. Þú baðst mig svo oft að lesa upp- hátt fyrir þig Ijóð og svo lærðum við þau saman. Ég gleymi aldrei jólafundunum hjá Húsmæðrafélag- inu og þegar ég var orðin nógu stór fékk ég að hjálpa til þegar félagið var með jólabasar. Það var svo fallegt heima hjá ykkur afa í Skeiðarvoginum og handavinnan þín alls staðar. Ég geymi í minningunni allar stundirn- ar sem þú sast heima hjá mér og saumaðir af kappi eftir að veikindin tóku sig upp aftur, því ekki vildir þú sitja og gera ekki neitt. Þá leyfð- ir þú hundinum mínum, honum Tíra, að sitja hjá þér. Þið urðuð bestu vinir, en þú hafðir verið hrædd við hunda í mörg ár. Þú varst ótrúlega dugleg og bjartsýn í veikindum þín- um og þú ætlaðir ekki að gefast upp. Elsku amma, það er svo stutt síðan afí dó. Þú saknaðir hans svo mikið. Nú eru þið saman á ný hjá Guði og ég veit að ykkur líður vel. Þín SVAVAR GESTS 1961 og 1962 voru einnig mjög vinsælar og þar naut öll hljóm- sveitin sín í söng og leik. Fyrstu plötur Hljómsveitar Svavars Gests voru gefnar út á þessum árum af ís- lenskum tónum, og voru þær mikið leiknar í útvarpi og seldust vel. Svavar var einlæg- ur aðdáandi Mitch Mill- er kórsins og þegar kom að þáttunum „Sunnudagskvöld með Svavari Gests“ árið + Svavar Gests fæddist í Reykjavík 17. júní 1926. Hann lést á Landspítaianum 1. september síðast- liðinn og fór útför hans fram í kyrr- þey. Það er margs að minnast frá samstarfi og kynnum okkar Svavars Gests gegnum árin. Ég var að spila í Framsóknarhúsinu (sem síðar hét Glaum- bær) sumarið 1960 þegar mér bauðst að koma til liðs við Hljóm- sveit Svavars Gests um haustið. Svavari fannst það kostur að ráða í einum og sama manninum bæði píanista og útsetjara. Það má segja að þá hafí orðið straumhvörf í mínu lífi. Svavar hafði krækt í hinn sívin- sæla söngvara Ragnar Bjarnason og þama voru líka Örn Ármannsson gítarleikari, Reynir Jónasson harm- ónikuleikari og Gunnar Pálsson bassaleikari. Hljómsveitin spilaði þá í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll en var í Lido veturinn 1961 og 1962 og þar til í mars 1963 en þá fluttist hljómsveitin yfir á Hótel Sögu, Súlnasalinn, sem þá opnaði með dansleik Bændasamtakanna. Þarna spilaði hjómsveitin þar til í ágúst 1965, er Svavar ákvað að leggja hljómsveitina niður og snúa sér alfarið að hljómplötuútgáfu. í janúar 1961 byijaði Svavar einnig með þáttaröð hjá Ríkisútvarpinu sem bar nafnið Gettu betur. Þar spiluðum við ekki einungis og sung- um, heldur lékum líka. Svavar var að sjálfsögðu leikstjórinn. Miðnæt- urskemmtanir í Áusturbæjarbíói 1963 þá fékk hann til liðs við hljóm- sveitina 14 félaga úr Karlakómum Fóstbræðrum sem fengu nafnið „Fjórtán Fóstbræður" og var og er foringi þeirra Þorsteinn Helgason. Svavar sá um lagavalið, fimm lög í syrpu, ég um útsetningar. Vin- sældir urðu svo miklar að Svavar ákvað strax að Fjórtán Fóstbræður yrðu fast efni í þessum þáttum til loka og sungu þeir reyndar á fyrstu plötunum sem SG-hljómplötur gáfu út. Þetta varð upphaf að miklu og góðu samstarfi milli mín og Fóst- bræðra sem í raun stendur enn. Fleiri söngvarar en Ragnar Bjarna- son sungu með hljómsveitinni. Anna Vilhjálms og Berti Möller voru með um tíma, Helena Eyjólfs- dóttir, Finnur Eydal og Gunnar Ormslev komu við sögu líka. Ekki má gleyma Garðari Karlssyni gít- arleikara sem starfaði í hjómsveit- inni með miklum ágætum í fjögur ár. Síðan kom Ragnar Bjarnason aftur til liðs við hljómsveitina og með honum Elly Vilhjálms. Reynir Sigurðsson og Halldór Pálsson voru þá einnig komnir í hópinn. Síðar sagði Svavar að síðasta starfsár hljómsveitar sinnar hefði sennilega verið það besta á öllum hennar ferli. Svavar lagði alltaf mikið upp úr glaðlegri framkomu á sviði og rödduðum söng og það var ekki síst fyrir þetta sem hljóm- sveit hans naut gífurlegra vin- sælda. Hennar er enn minnst með blik í augum. Margar skemmtileg- ar ferðir fór Hjómsveit Svavars Gests út um landsbyggðina og væri að æra óstöðugan að fara að rifja þær allar upp, en þar fór Sva- var á kostum sem skemmtikraftur og hjómsveitarstjóri. En, eins og áður sagði, lagði Svavar hljóm- sveitina niður í ágústlok 1965 og fór alfarið út í hlómplötuútgáfu. Ég stofnaði mína eigin hjómsveit haustið 1965 og naut þar reynslu minnar frá árunum með Svavari og setti raddaður söngur að sjálf- sögðu svip sinn á þá hljómsveit. Við Svavar áttum þó áfram mikið saman að sælda, því margt var brallað í hljóðverinu og margar plöt- ur teknar upp, bæði með hlómsveit- um sem ég stóð fyrir og svo ýmis- legt sem Svavar átti frumkvæði að, s.s. Einsöngvarakvartettinn, Silfur- kórinn o.fl. o.fl. Báðir vorum við félagar í Lionsklúbbnum Ægi um árabil og er það starf Svavars kafli út af fýrir sig. Ekki má skilja svo við að ekki sé minnst á alla útvarps- þætti Svavars. Að öllum öðrum ólöstuðum hefur Svavari tekist manna best að setja saman þætti sem nánast allir hlustendur hafa haft gaman af. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fundum okkar Svavars bar saman fyrst og marga hildi höfum við háð á þessum tíma. Báðir stolt- ir og þijóskir; líka viðkvæmir sögðu konur okkar, en þeim Elly og Ingi- björgu tókst oft á undraverðan hátt að sameina okkur á nýjan leik og þá var aftur fallist í faðma. Ég minnist með mikilli ánægju í dag nokkurra kvölda er við Elly komum fram í Naustinu fyrir u.þ.b. þremur árum. Elly þá orðin veik, en enginn sem ekki vissi það gat greint það á henni eða söng hennar þessi kvöld. Þetta voru fyrstu og einu skiptin sem við Elly komum fram tvö ein og höfðum bæði sérstaklega gaman af. Hún var einstakleg^- sterkur persónuleiki og hennar er sárt saknað. Svavar missti mikið þegar hún dó, var eiginlega bara hálfur maður eftir og sjálfur orðinn það veikur sem raun bar vitni. Við hjónin minnumst margra skemmti- legra kvöldstunda með þeim Svav- ari og Elly á heimilum okkar beggja, með Lionsklúbbnum og víð- ar og það má með sanni segja að það var engin lognmolla yfír þeim samfundum. Það var mjög hlýtt á milli Ingibjargar konu minnar og Svavars og hún er þakklát í dag^ að hafa náð að þakka Svavari per- sónulega yndislega kveðju er hann sendi okkur með Bryndísi dóttur sinni í afmæli Ingibjargar 6. ágúst sl., þá orðinn helsjúkur og lagstur síðustu leguna. En Svavar stóð ekki einn í veikindum sínum eftir að Elly dó. Börn hans og Maríu, fyrri konu hans, Bryndís, Hjördís, Hörð- ur og Gunnar, ásamt sonum þeirra Ellyar, Mána og Nökkva, stóðu vörð um hann. Göður vinur hans og Lionsfélagi, Tómas Grétar Óla- son, létti honum líka margar stund- irnar og var það Svavari mikils virði. Svavar minn. Eins og ég áður sagði voru bæði skin og skúrir ^ okkar samskiptum, en alltaf stytti upp eftir demburnar og við stóðum sterkari eftir. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir samfylgdina og fyr- ir að hafa átt þess kost að fylgjast með þér og eiga með þér stundir þessa síðustu mánuði. Við Ingibjörg þökkum þér vináttu þína og biðjum góðan guð að gefa þér frið og góða heimkomu. Börnum Svavars, upp- eldisdóttur, tengdabörnum og barnabörnum vottum við innilega samúð okkar. Guð gefí ykkur styijo^ og æðruleysi. Guð blessi minningu hjónanna Ellyjar Vilhjálms og Svavars Gests. Magnús Ingimarsson. t Elskulegur eiginmaður minn, SKAFTI BENEDIKTSSON, Hraunkoti í Lóni, lauk jarðvist sinni hinn 9. september. Sigurlaug Árnadóttir. + Ástkær faðir okkar, JÓN JÓNSSON fyrrum bóndi, Varmadal, Kjalarnesi, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 11. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hins látna. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÓSKAR KARLSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudaginn 12. september, kl. 13.30. Friðrik S. Jónsson, Stefanía María Jónsdóttir, Þór Ólafsson og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS BJÖRGVIN JÓNSSON, Fífuhvammi 41, Kópavogi, andaðist í Landspítalanum að kvöldi 10. september. t Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi, SVERRIR RUNÓLFSSON, Safamýri 36, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 13. september kl. 13.30. Hervör Jónasdóttir, Hallgrímur Jónasson, Jónas Ragnar Helgason, Guðmundur Björgvin Helgason, Helgi Gunnar Helgason, Oddfrfður Helgadóttir, Björgvin Pétur Hallgrfmsson, (ris Björk Hafsteinsdóttir, Pála Hallgrímsdóttir Helgi Ágústsson, Ágústa Friðriksdóttir, Jóna Bára Jónsdóttir, Helga Jóna Benediktsdóttir, Fríða Pálsdóttir, David Costin, Sigríður Hallgrímsdóttir, Vilhjálmur Andri Einarsson, og barnabarnabörn. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra. Andrea Þorleifsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Jennifer Runólfsson, Diane Holland og barnabörn. t Systir okkar og mágkona, KATRI'N KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu hinn 10. september. Sigríður Kristjánsdóttir, Ragna Þ. Kristjánsdóttir, Ingveldur Guðmundsdóttír. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, PÉTURS ÓLAFSSONAR JOHNSON, sem lést í Virginíu Beach í Virginíu í Bandaríkjunum 2. ágúst sl. fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. september kl. 13.30. Blóma vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Margrét Þorbjörg Johnson, ThorÓlafur Johnson, Nikki Johnson, Guðrún Johnson, Pétur P. Johnson, Sigurborg Sigurbjarnadóttir, barnabörn og systkini. Hjördís Rós Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.