Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F orvarnargjald inn- heimt í fyrsta skipti 23 íslensk skip eru í Smugunni & ' íai' <i Bréf Fiskmarkaðar Suðurnesja til bæjarsljórnar Sandgerðis Vilja taka að sér rekstur hafnarinnar Ósló. Morgunblaðió. LÍTIL veiði í Smugunni hefur leitt til þess, að íslensku togurunum þar hefur fækkað verulega. Voru þeir 52 í ágústlok en eru nú ekki nema 23 að því er norska strandgæslan upplýsir. Mjög lítil veiði hefur verið í Smug- unni ef undan er skilið eitt og eitt skot og segir Lars Kjoren hjá strand- gæslunni, að íslensku skipunum hafi verið að fækka jafnt og þétt að und- anförnu. Eru þau nú aðeins 23 eins og fyrr segir auk fímm skipa, sem skráð eru í Sierra Leone og Panama. Aflinn hefur verið þetta eitt og upp í þijú tonn í hali, sem þykir ekki mikið, en 5. þ.m. var þorskafl- inn í Smugunni kominn í 24.000 tonn, sem er næstum það sama og á þessum tíma fyrir ári. FISKMARKAÐUR Suðurnesja er að kanna möguleika á að taka við rekstri hafnarinnar í Sandgerði. Ef samningar nást milli Fiskmarkaðs- ins og bæjarstjómar Sandgerðis verður Sandgerðishöfn fyrsta höfnin í íslensku bæjarfélagi sem er rekin af einkaaðilum. Að sögn Grétars Mar Jónssonar, formanns hafnarstjórnar, er málið enn á viðræðustigi en bæði hafnar- stjórn og bæjarstjórn eru tilbúnar að skoða tilboð Fiskmarkaðsins í rekst- urinn. „Ef það kemur til með að spara peninga í rekstri hafnarinnar og þjón- ustan helst svipuð eða eykst, erum við mjög spenntir fyrir því að skoða mögluleikann á því að einkavæða rekstur hafnarinnar. Þetta gæti auk- ið viðskipti við höfnina hér í Sand- gerði og jafnframt skilað meiri tekj- um til bæjarins. Ef af samningi verð- ur yrði hann væntanlega gerður til eins árs og þá til reynslu." Grétar segist ekki hafa trú á að um opið útboð á rekstri hafnarinnar yrði að ræða heldur myndu hafnar- yfirvöld gera forkönnun meðal þeirra sem vinna við höfnina og eiga mögu- leika á að samnýta starfsfólk. Aukin starfsemi í Sandgerði Fiskmarkaður Suðurnesja er að byggja nýtt hús við höfnina í sam- vinnu við Sandgerðisbæ undir starf- semi markaðsins. Logi Þormóðsson, stjórnarformað- ur Fiskmarkaðs Suðumesja, segir að ef fyrirtækið taki yfír rekstur Sand- gerðishafnar muni nýja húsið einnig vera nýtt undir starfsemi hafnarinnar og hafnarvogin m.a. flutt þangað. „Það liggur beint við að rekstur hafnarinnar og fiskmarkaðsins séu á sömu hendi og ekkert sem mælir á móti því að Fiskmarkaðurinn taki að sér rekstur hafnarinnar líkt og fram kemur í umsögn félagsmála- ráðuneytisins um málið. Fiskmark- aðurinn er þegar með starfsemi í Sandgerðishöfn. Viðræður eru enn á frumstigi og við erum að karina hvort þetta er hagkvæmt. Almennt er tekið vel í hugmyndina og ef okkur tekst að komast að samkomu- lagi munum við auka starfsemi fisk- markaðsins í Sandgerði. Frysti- geymslan í nýja húsinu yrði stækk- uð til þess að þar væri hægt að taka við afla frystiskipanna en hing- að til hefur Fiskmarkaðurinn ein- ungis afgreitt þau í Keflavík," seg- ir Logi. Morgunblaðið/Þorkell Flugvélum beint til Akureyrar FLUGUMFERÐ á Reylgavíkur- flugvelli varð fyrir nokkrum truflunum fyrri part dags í gær vegna þoku. Flugleiðavél frá Akureyri gerði tvær tilraunir til að komast til Reykjavíkur. í fyrri tilraun varð hún að snúa við til Akur- eyrar en í hinni síðari lenti hún í Keflavík. Vél frá Flugfélagi Norðurlands sem einnig var á leið frá Akureyri varð að snúa við og vél sem var að koma frá Narssarssuaq á Grænlandi hætti við að koma til Reykjavíkur og lenti á Akureyri. í gærkvöldi hafði þokunni nokkuð létt og flugumferð gekk eðlilega. Flugumferð hefur farið meira og minna úr skorðum und- anfarna daga vegna þokunnar en horfur voru taldar þokkalega góðar fyrir daginn í dag. Nemur 0,2 prómillum af bruna- bótamati FORVARNARGJALD er nú inn- heimt í fyrsta skipti með bruna- tryggingum fasteigna, en lög þar að lútandi voru samþykkt á Alþingi í vor og tóku gildi 1. júlí í sumar. Gjaldið nemur 0,2 prómillum af vátryggingaverðmæti bruna- tryggðra fasteigna í landinu og er gert ráð fyrir að það skili 400 millj- ónum króna í tekjur í svonefndan Forvarnasjóð sem tekið hefur við hlutverki Ofanflóðasjóðs. Ef miðað er við að brunabótamat fasteignar sé 10 milljónir króna þýðir þetta að forvarnargjald vegna þeirrar fasteignar nemur 2 þúsund krónum. Iðgjaid vegna brunatrygg- ingar þessarar sömu fasteignar myndi nema 1.400 krónum, en auk brunatryggingariðgjaldsins og for- varnargjaldsins greiða eigendur fasteigna viðlagatryggingargjald og umsýslugjald með brunatrygg- ingunni. Af fasteign sem er 10 milljónir að brunabótamati eru greiddar 3.200 krónur í viðlaga- tryggingu og 250 krónur í umsýslu- gjald. Greiðsla vegna brunatrygg- ingar í þessu tilviki nemur því 6.850 krónum. 10% álag á iðgjöld viðlagatryggingar Samkvæmt lögum sem samþykkt voru í vor fær Forvarnasjóður að auki á næstu fimm árum 38% af heildariðgjaldatekjum Viðlaga- tryggingar íslands, en 5% eftir það. Jafnframt er lagt sérstakt 10% aukaálag á iðgjöld viðlagatrygg- inga næstu fimm árin. Er gert ráð fyrir að tekjur Forvarnasjóðs vegna þessa geti numið 200 milljónum árlega. Að auki er gert ráð fyrir árlegu framlagi til sjóðsins á fjár- lögum í samræmi við fram- kvæmdaáætlun. Norrænir fangelsismálastj órar hittast á árlegum fundi í Reykjavík Refsingfin og mildin fari saman ÁRLEGUR fundur fangelsismála- stjóra á Norðurlöndum hófst á Hótel Sögu í Reykjavík í gærmorgun. Á fundinum er fjallað almennt um stöðu fangelsismála og þróun af- brota á Norðurlöndunum. Sérstak- lega er rætt um alnæmi og HIV- smit meðal fanga, erfiða fanga og fíkniefnaneytendur í fangelsum, öfgahópa og mótorhjólaklíkur og skipulagða alþjóðlega afbrotastarf- semi. Á blaðamannafundi sem efnt var til í gær vegna fundarins voru fang- elsismálastjórarnir meðal annars spurðir um helstu verkefni sem fang- elsismálayfirvöld í hveiju landi stæðu frammi fyrir nú. Flestir voru þeir á einu máli um að endurskoða þyrfti stjórnun og skipulag fangels- anna. Einnig töldu þeir brýnt að bæta menntun starfsmanna og að- búnað í fangelsunum. Auk þessara atriða er eitt af brýn- ustu verkefnum finnskra fangelsis- yfirvalda að gera við gömul fang- elsi, sem meðal annars hafa verið gagnrýnd fyrir lélega hreinlætisað- stöðu. Einnig stendur fyrir dyrum að byggja nýtt fangelsi fyrir 150 fanga i Helsingfors, að sögn finnska fangelsismálastjórans, K.J. Láng. Breytt hlutverk fangavarða Bertel Österdahl, fangelsismála- stjóri í Svíþjóð, sagði frá góðri reynslu Svía af rafrænu eftirliti með dómþolum og samfélagsþjónustu í stað hefðbundinnar fangelsisvistar. Danski fangelsismálastjórinn, Christian Trenning, gerði breytt hlutverk fangavarða að umtalsefni. „Nú er það ekki lengur einungis fólgið í gæslu fanganna. Það snertir einnig og ekkert síður menntun og atvinnu fanganna," sagði hann. í Noregi er varið meira en einum milljarði norskra króna á ári til fangelsismála eða sem svarar rúm- um tíu milljörðum íslenskra króna. Fangelsismálastjórinn þar i landi, Erik Lund-Isaksen, sagði nauðsyn- legt að reyna að fá meira fyrir þá peninga. Til dæmis nefndi hann að allt of margir fangar kæmu aftur og aftur inn í fangelsin vegna end- 1 Hp 1 1 r Morgunblaðið/Golli NORRÆNU fangelsismálasljórarnir Erik Lund-Isaksen frá Noregi, Christian Tronning frá Dan- mörku, Haraldur Johannessen frá íslandi, Bertel Österdahl frá Svíþjóð og K.J. Láng frá Finnlandi. urtekinna brota. Því þyrfti að breyta. Nýtt fangelsi stærsta verkefnið Haraldur Johannessen fangelsis- málastjóri sagði íslensk fangelsis- málayfírvöld glíma við svipuð vanda- mál og starfsbræður hans tíunduðu. „Okkar stærsta verkefni á næstu árum er hinsvegar að byija á og ljúka við nýtt afplánunar- og gæsluvarð- haldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin sem nú situr við völd hefur Iýst því yfír að það sé á stefnu- skránni að reisa slíkt fangelsi. Með tilkomu nýs fangelsis verður unnt að fækka fangelsum hér á landi úr sex í þijú og það mun hafa mikla hagræð- ingu og sparnað í för með sér,“ sagði Haraldur. Hann sagðist álíta rekstur á fangelsi á margan hátt svipaðan og rekstur á stóru fyrirtæki, markm- iðið væri sem bestur rekstur fyrir sem minnsta peninga. Aðspurður um viðbrögð við um- mælum dómsmálaráðherra nýlega um nauðsyn harðari refsinga sagðist fangelsismálastjóri vera svipaðrar skoðunar og forseti Hæstaréttar. „Ég tel að hér þurfí að fara saman refsingin og mildin. Ég held að refs- ing í sjálfu sér leysi ekki allan vanda, við getum notað ýmis önnur úrræði í þeim efnum. Kannski má segja að það hljómi ankannalega, að fangels- ismálastjóri íslands sé ekki refsi- glaður maður en það segir margt um mína skoðun á þessu máli, að hátt í 30% af öllum þeim sem dæmd- ir eru til fangelsisvistar á íslandi afplána nú dóma sína utan veggja fangelsanna," sagði Haraldur. Hann kvaðst ekki telja það úr vegi að ræða fyrst hvort þörf væri á auknum refsingum og lengri dóm- um áður en farið yrði að reisa fang- elsi í stórum stíl. „Ég tel að refsilög okkar séu ágæt en þó mættu áhersl- ur sumstaðar vera með öðrum hætti. Eg tek til dæmis undir að það mætti dæma harðar fyrir brot gegn lífí og limum en fjármálabrot," sagði Har- aldur að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.