Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skipverjar á Kyndli gættu þess að rottur kæmust ekki um borð Óvenjumikið af rottum í Krossanesi TÖLUVERT er af rottum í Krossanesi og segjast menn sem rætt var við aldrei hafa séð ann- að eins af rottum og nú. Hreinn Tómasson slökkviliðsmaður var á vakt í Krossanesi í fyrrakvöld er verið var að dæla bensíni úr olíuskipinu Kyndli. Hann hefur verið vaktmaður í Krossanesi til fjölda ára og segist aldrei hafa orðið var við eins mikið af rott- um og nú og að þær hafi fjölgað sér jafnt og þétt í sumar. Skipverjarnir á Kyndli voru ekki á því að fá rottur um borð í skip sitt og auk þess að fylgj- ast með dælingunni, vöktuðu þeir landganginn og landfestar til að koma í veg fyrir að þessi ófögnuður kæmist um borð. Tryggvi Þórisson stýrimaður hefur komið í Krossanes í ein 12 ár og hann segist aldrei hafa orðið var við rottur þar fyrr en í sumar. Láta svæðið afskiptalaust Svanberg Þórðarson, mein- dýraeyðir bæjarins, segist hafa heyrt af því fyrir helgi að mikið sé af rottu í Krossanesi. Hins vegar hafi verksmiðjurnar í Krossanesi ráðið til sín mein- dýraeyði frá Húsavík og því hafi starfsmenn bæjarins látið svæðið afskipt og aðeins fylgst með fjörunni norður í Sandgerð- isbót. „Mér skildist á starfs- manni Krossanesverksmiðjunn- ar að ástandið væri með því versta sem þar þekktist. Við munum skoða þetta því við höf- um engan áhuga á að fá rottur með fjörunni inn í bæinn.“ Morgunblaðið/Kristján SKIPVERJARNIR á Kyndli, þeir Sigurbjörn Bernódusson háseti, t.v., og Tryggvi Þórisson stýrimaður voru ekki á því að fá rottur um borð í skip sitt og fylgdust því vel með landgangi og landfestum. Kettirnir í Krossanesi hafa verið drepnir og Svanberg seg- ist eiga erfitt með að skilja að það sé góð lausn. Ekki sé þó æskilegt að mikið sé af köttum á svæðinu. „Við höfum fylgst með svæðinu í kringum Krossa- nes til þessa og tekist bærilega að balda rottunum niðri þótt einstaka sinnum hafi sést þar ein og ein,“ sagði Svanberg. Verksmiðjurnar réðu einkaaðila Einar Sveinn Ólafsson, verk- smiðjustjóri fóðurverksmiðj- unnar Laxár í Krossanesi, segir að ekki séu neinar rottur í verk- smiðju fyrirtækisins en honum er kunnugt um að eitthvað sé af þeim í næsta nágrenni. Hann segir að meindýravörnum bæjarins hafi ekki tekist að halda rottunum niðri á svæðinu og því hafi verksmiðjurnar sameinast um að ráða Árna Loga Sigurbjörnsson, meina- dýraeyði á Húsavík, til að halda lóðum fyrirtækjanna hreinum. „Mér finnst það nú saga til næsta bæjar ef bærinn hættir að sinna sínu starfi af því að fyrir- tæki fá einkaaðila til að vinna fyrir sig verk sem menn töldu að bærinn ætti að sjá um. Árni Logi hefur aðeins verið að eitra á okkar lóðum og ef meindýra- | eyðir bæjarins fer ekki norðar en í Sandgerðisbót, er ekkert skrýtið að rotturnar nemi nýtt land,“ sagði Einar Sveinn.. Leita íylinn í vetur Árni Alfreðsson, vaktformað- ur í Krossanesi, segir ljóst að ástandið sé þannig að eitthvað i verði að gera og það fyrr en seinna. „Eg býð ekki í það þegar fer að kólnaþvíþáerviðbúið | að rotturnar leiti inn í ylinn í verksmiðjunni." Sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð skoða sameiningu Yrði öflugt sveitar- félag með sterka útgerð SAMSTARFSNEFND sveitarfé- laga við utanverðan Eyjafjörð heldur fund í næstu viku þar sem tekin verður ákvörðun um næstu skref varðandi hugsanlega sam- einingu sveitarfélaga á svæðinu. Nýlega var nefndarmönnum kynnt skýrsla sem Rekstur og ráðgjöf gerði en þar er um að ræða úttekt á hagkvæmni þess að sameina sveitarfélög við utanverðan fjörð- inn, en einnig er fjallað um sam- starf þeirra á milli. Sameining hagkvæm Sveitarfélögin 6 sem um ræðir eru Árskógshreppur, Hrísey, Svarfaðardalur, Dalvík, Ólafs- fjörður og Siglufjörður. í skýrsl- unni eru könnuð áhrif sameiningar á sveitarfélögin og er miðað við mismunandi útfærslur. Meðal ann- ars er velt upp möguleika á að sveitarfélögin syðst á svæðinu, Árskógshreppur, Svarfaðardalur og Dalvík mynduðu eitt sveitarfé- lag og þá eru athuguð áhrif _af því að bæta Hrísey við, síðan Ól- afsfirði og loks Siglufirði. Niður- staðan virðist sú að sameining skili hagkvæmni sem eykst eftir því sem sveitarfélögin yrðu fleiri. Yrðu öll sveitarfélögin 6 sameinuð í eitt myndi verða til um 5 þúsund manna sveitarfélag. í flestum sveitarfélögunum hef- ur verið tekin ákvörðun um að halda áfram að skoða málið og var þannig samþykkt á bæjar- stjórnarfundum á Dalvík og Ólafs- fírði fyrr í vikunni að mæta til fundar næsta miðvikudag, 18. september, þar sem tekin verður ákvörðun um næstu skref í málinu. Sterk útgerð Þorsteinn Ásgeirsson forseti bæj- arstjómar í Ólafsfírði segir að á næstu dögum verði farið vel og vandlega yfir skýrsluna og í kjölfar- ið tekin raunhæf ákvörðun um framhaldið. „Það er íbúanna að taka endanlega afstöðu, þetta mál snýst bæði um tilfinningar og ijármuni. Það er meira en að segja það að sameina bæjarfélög," sagði Þor- steinn. Hann nefndi að ef Siglufjörð- ur ætti að vera með kæmi annað ekki til greina en jarðgöng milli byggðarlaganna. „Þetta yrði öflugt sveitarfélag með sterka útgerð, þannig að í því Ijósi gæti verið um skynsamlegan kost að ræða.“ Kristján Ólafsson forseti bæjar- stjórnar Dalvíkur segir bæjarfull- trúa á Dalvík samþykka því að halda undirbúningi málsins áfram. „Við viljum skoða alla möguleika sem eru í stöðunni. Þetta var hlut- laus úttekt og við lesum það út úr skýrslunni að hagkvæmt sé að sameina þessi sveitarfélög. Vissu- Iega kostar það óhemju undirbún- ingsvinnu og kynningu svo vel takist til, þannig að við munum flýta okkur hægt, en örugglega," sagði Kristján. „Það bendir allt til þess að hagkvæmt sé að stækka einingarnar og við erum þegar með mikið af samstarfsverkefnum og höfum með okkur samvinnu á ýmsum sviðum.“ Líflegt á Akureyrarflugvelli ÞAÐ var mikið um að vera á Akureyrarflugvelli í gærdag en þá lentu þar 6 flugvélar sem voru að koma frá útlöndum en gátu ekki lent á Kefla- víkurflugvelli vegna þoku. Reyndar lentu vélar frá útlöndum einnig á vellinum í fyrrakvöld af sömu ástæðum og sagði Bergþór Erlingsson umdæmisstjóri Flugleiða að mikill erill hefði ver- ið á vellinum vegna þokunnar syðra. Meðal ann- ars kom vél í sjúkraflugi við á Akureyrarvelli en hélt svo vestur um haf. Þá lentu tvær herþot- ur frá þýska hernum á vellinum en þær voru á leið til Þýskalands frá Kanada. Bergþór sagði að þetta væri í annað sinn svo menn best vissu að herþotur lentu á Akureyri. Þokan tafði einnig för kaffivélarinnar sem Akureyringar kalla, en hún komst ekki í loftið fyrr en undir kvöldmat, „og var eiginlega orðin hálfgerð eldavél," eins og umdæmisstjórinn orðaði það. Morgunblaðið/Kristján Morgunbiaðið/Kristján BRYNLEIFUR Hallsson mjólkurfræðingur með til- búið vöffludeig í 1 1 fernu. Tilbúið i » vöffludeig á markað TILBÚIÐ vöffludeig sem framleitt er hjá Mjólkursamlagi Norðfirðinga | í Neskaupstað kemur á markað í dag, fimmtudaginn 12. september. Mjólkursamlag KEA á Akureyri hef- t ur tekið vöffludeigið til dreifingar. Um er að ræða vöffludeig í 1 lítra fernum og er það tilbúið til bökunar og þannig nýstárleg vara á mark- aðnum. Vöffludeigið er kælivara og er neyslustimpill fyrst um sinn 15 dagar. Með reynslu af sölu og dreif- ingu vörunnar verður neyslustimpill- inn líklega til lengri tíma. Áhersla , er lögð á að um ferskvöru er að ræða og verður því að geyma hana í kæli og meðhöndla sem kælivöru. Leiðbeinandi smásöluverð á lítra- fernu af vöffludeigi er 295 kórnur. -----------» ♦ ♦----- Vel veið- ist á línu Grímscy. Morgunblaðið AFLABRÖGÐ við Grímsey hafa verið þokkalega góð í sumar og nú þessa ! fyrstu haustdaga hefur veiðst vel á línu. Aftur á móti hefur lítið aflast í snurvoð. Algengt er að aðkomubátar setji svip sinn á höfnina í Grímsey að sum- arlagi, að en nú í sumar brá svo við að næsta fátítt var að sjá hér aðkomu- báta. Þama hafa verið á ferðinni hand- færabátar sem sumir hafa komið langt að, en nú er ekki eftir neinu að slægj- ast hér við eyna á handfæri. Heimamenn gera út á milli 12 og 14 báta og er það svipaður fjöldi og verið hefur síðustu misseri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.