Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Vilja yfir-
taka rekst-
urKÍ
KAUPFÉLAG Suðurnesja hef-
ur lýst yfir áhuga á að yfír-
taka rekstur Kaupfélags ís-
firðinga. Rekstur kaupfélags-
ins fyrir vestan hefur gengið
illa að undanförnu.
Guðjón Stefánsson, kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Suður-
nesja, sagði að áhugi væri fyr-
ir því að kaupa rekstur, búnað
og vörulager Kaupfélags ís-
firðinga. Hann vildi ekki gefa
upp í hveiju tilboð Kaupfélags
Suðumesja fælist. Aðeins að
svars væri að vænta fljótlega.
Guðjón sagði að ástæðan
fyrir því að gert væri tilboð í
reksturinn fælist í trú á því
að hægt væri að gera betur
en nú. Gert væri ráð fyrir að
bjóða góða þjónustu og gott
vöruúrval. Stefnt yrði að því
að vöruverð yrði lægra en nú.
Busarnir
sóttir í
eðalvögnum
BUSAR í Árbæjarskóla biðu
spenntir heima hjá sér í gær-
kvöldi eftir að vera sóttir á ár-
legt Rósaball. Hjá sumum renndu
eðalvagnar í hlað og prúðbúinn
eldri nemi af gagnstæðu kyni
steig út, bauð rós og sæti í lim-
ósínunni.
Þessi háttur hefur verið hafð-
ur á busavígslum í skólanum síð-
ustu ár og aðrar miður blíðlegar
aðfarir hafa látið undan síga.
Allir nýnemar eru sóttir heim til
sín og fá rós frá eldri nema.
Busunum er úthlutað handahófs-
kennt til eldri nema og enginn
hinna fyrrnefndu veit fyrr en á
síðustu stundu hver kemur að
sækja hann á Rósaballið. Ákveðn-
ar hefðir hafa skapast í kringum
dansleikinn og nemendur leggja
mikinn metnað í að hann takist
sem best, enda er hann fjölsótt-
asti dansleikur ársins í skólanum.
FRÉTTIR
Bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði um Miðbæ
Yilja ítarlega skýrslu
um stöðu bæjarsjóðs
FULLTRÚAR Alþýðubandalagsins
í bæjarstjórn Hafnaríjarðar, þeir
Lúðvík Geirsson og Magnús Jón
Árnason, fluttu tillögu þess efnis á
bæjarstjórnarfundi á þriðjudag að
tekin verði saman ítarleg skýrsla
um stöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar
vegna kaupa og lyfirtöku eigna í
svonefndu Miðbæjarhúsi. Var sam-
þykkt einróma að vísa tillögunni til
bæjarráðs.
Tillaga bæjarfulltrúanna var svo-
hljóðandi:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam-
þykkir að fela bæjarendurskoðanda
og skoðunarmönnum að taka sam-
an ítarlega skýrslu um stöðu bæjar-
sjóðs Hafnarfjarðar vegna kaupa
og yfirtöku eigna í svonefndu Mið-
bæjarhúsi og annarra fjárskuld-
bindinga og framlaga úr bæjarsjóði
vegna framkvæmda við umrætt hús
frá upphafi og á hvaða heimildum
og samþykktum þær byggjast. Gerð
verði ítarleg grein fýrir viðskiptum
bæjarsjóðs og Miðbæjar Hafnar-
fjarðar ehf. og annarra þeirra aðila,
stofnana og fyrirtækja sem komið
hafa að byggingar- og framkvæmd-
armálum Miðbæjarhússins.
I skýrslunni verði m.a. gerð ítar-
leg grein fyrir veittum ábyrgðum
og heildarfjárframlagi bæjarsjóðs
vegna byggingarinnar, lóðamála og
ytri frágangs á svæðinu. Tilurð
eignarhluta bæjarsjóðs í húsinu,
bókfærðum tekjum, veittum afslátt-
um og ívilnunum, áföllnum rekstr-
arkostnaði þar á meðal ýmiss konar
verkfræði- og lögfræðiráðgjöf og
fjármagnskostnaði bæjarsjóðs
vegna framkvæmdanna og yfírtöku
eigna bæði í miðbæ Hafnarfjarðar
og Reykjavíkur. Þá verði gerð grein
fyrir heildaráhrifum fjármögnunar
bæjarsjóðs vegna Miðbæjarhúss á
skuldastöðu og rekstur bæjarfé-
lagsins.
Þess er farið á leit að skýrslan
gefi greinargóða mynd af öllum
viðskiptum bæjarsjóðs og stofnana |
hans vegna framkvæmdamála í
miðbæ og reki á greinargóðan hátt
málavexti allt frá upphafi. Skýrsla
þessi verði lögð fyrir bæjarráð hið
fyrsta og eigi síðar en 1. desember
nk.
Morgunblaðið/Golli
ÞRJÁR námsmeyjar úr 10. bekk Árbæjarskóla standa hér með herramönnunum
úr 8. bekk sem þær sóttu heim á eðalvagni.
Meirihluti fallinn
í Borgarbyggð
Borgarnesi. Morgunblaðið.
MEIRIHLUTASAMSTARFI byijað væri á sparnaði ofan frá
Alþýðubandalagsins og Fram-
sóknarflokksins í Borgarbyggð er
lokið. „Ég ákvað að stíga það skref
í dag að slíta meirihlutasamstarfí
mínu við Framsóknarflokkinn“,
sagði Jenni R. Ólason fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Aðspurður um ástæður sagði
Jenni þær vera ágreining um leið-
ir til þess að spara fjármuni í
rekstri sveitarfélagsins. „Það hafa
býsna lengi staðið yfír harðar deil-
ur um þessi mál á bak við tjöld-
in“, sagði Jenni. Hann sagði að
þessar deilur hafi endað þannig
að í dag [í gær] hafi framsóknar-
menn ákveðið að leggja fram tvær
tillögur, aðra um spamað hjá
starfsfólki leikskólans Klettaborg-
ar í Borgarnesi en hin tillagan
hafi fjallað um að selja vélar
áhaldahússins og segja þar upp
tveimur starfsmönnum og semja
síðan við verktaka um þeirra störf.
Kvaðst Jenni ekki vera á móti
sparnaði en ætíð hafa lagt til að
en ekki neðan frá. Hann kvaðst
hafa þverskallast við og neitað að
þessi leið yrði farin. Sagði Jenni
að framsóknarmenn hefðu brotið
málefnasamninginn með þessum
tillögum. Hann léti þá ekki valta
yfir sig og því hefði hann stigið
þetta skref.
Nýr meirlhlutimyndaður
á næstu dögum?
Þar sem tillagan um sparnaðinn
í rekstri leikskólans var samþykkt
með því að sjálfstæðismenn sátu i
hjá og tillagan um áhaldahúsið var
samþykkt með atkvæðum fram- I
sóknar- og sjálfstæðismanna, j
gegn atkvæðum fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins og Alþýðuflokksins,
þykir líklegra að framsóknarmenn
og sjálfstæðismenn reyni að hefja
meirihlutaviðræður en að fram-
sókn fái alþýðuflokksfulltrúann til
liðs við sig.
Ekki náðist í Guðmund Guð-
marsson, forseta bæjarstjórnar, í
gærkvöldi vegna þessa máls.
Verkalýðsleiðtogar fara yfir breytingar á vinnulöggjöfinni
Samningar í aukn-
um mæli á starfs-
greinagrundvelli
Morgunblaðið/Ásdfs
FORYSTUMENN verkalýðsfélaga funduðu með lögfræðingum
Alþýðusambands íslands í gær um hvað þær breytingar sem
gerðar voru á vinnulöggiöfinni í vor hefðu í för með sér.
MAGNÚS L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur, segir að sér sýnist að þær
breytingar sem gerðar voru á
vinnulöggjöfinni í vor muni verða
til þess að kjarasamningar muni
í auknum mæli færast á starfs-
greinagrundvöll og jafnvel í það
form að samningar verði gerðir
við einstök stærri fyrirtæki.
Forystumenn verkalýðsfélaga
fóru í gær með lögfræðingum Al-
þýðusambands íslands yfir það
hvað þær breytingar sem gerðar
voru á vinnulöggjöfinni í vor þýddu
og hveiju þær breyttu varðandi
gerð samninga og annað sem því
tengist, en kjarasamningar eru
lausir nú um áramótin. Magnús
sagði í samtali við Morgunblaðið
að í framhaldinu myndu menn
hverfa hver til síns heima og kynna
niðurstöðuna á stjórnarfundum.
Fara ofan í það í smáatriðum hvað
þessar breytingar þýddu og hvaða
skref ætti að taka næst.
Miklar breytingar
Magnús sagði að sú vinnulög-
gjöf sem samþykkt var á Alþingi
í vor hefði rniklar breytingar í för
með sér. Til dæmis þyrftu menn
að byija á því að ná samningum
við vinnuveitendur um gerð við-
ræðuáætlunar og hún þyrfti að
liggja fyrir tíu vikum áður en
samningar rynnu sitt skeið á enda.
Búast mætti við að VR óskaði
eftir viðræðum við vinnuveitendur
um viðræðuformið fljótlega vegna
þessara tímamarka.
Magnús sagði að sér sýndist að
í kjölfar þessara breytinga á
vinnulöggjöfinni muni kjarasamn-
ingar í auknum mæli færast á
starfsgreinagrundvöll og jafnvel í
það form að samningar verði gerð-
ir við einstök stærri fyrirtæki.
Hann sagði ennfremur að þessa
dagana væri verið að funda með
starfsgreinafulltrúum VR og fara
yfír hvaða leiðir væri vænlegast
að fara í komandi samningum og
hann gerði ráð fyrir að eftir um
hálfan mánuð yrðu línurnar farnar
að skýrast í þeim efnum.
Bensín
hækkar
OLÍUFÉLÖGIN hækkuðu í gær verð i
á bensíni og gasolíu um 90 aura lítr-
ann og tonnið af svartolíu um 500
krónur vegna hækkandi verðs á al- j
þjóðlegum olíumörkuðum að undan-
fömu. Almennt verð á 95 oktana
bensíni hækkar úr 75,10 kr. í 76 kr.
lítrinn, en frá því verði er svo veittur
afsláttur vegna sjálfsafgreiðslu.
Almennt verð á gasolíu til skipa
hækkar úr 23,50 kr. í 24,40 kr.,
gasolía á bíla hækkar úr 28,50 kr.
í 29,40 kr. og verð skipagasolíu fer
úr 19,30 kr. í 20,20 kr.
Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj-
ungs hf., segir að verð á olíu á heims-
markaði hafí farið hækkandi að und-
anförnu af þremur ástæðum. í fyrsta
lagi sé komið fram á hið hefðbundna
hækkunartímabil, þ.e.a.s. haustið,
þegar olíuverð hækki að jafnaði
vegna aukinnar notkunar.
I öðru lagi hafi átök brotist út á
ný á Persaflóasvæðinu. í þriðja lagi
hafi ekki gengið eftir væntingar um i
að írakar fái að setja töluvert magn
af hráolíu á markað. írakar hafi ver-
ið búnir að fá heimild til að hefja
sölu á olíu, en það virðist hafa geng-
ið til baka.