Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
OLAFUR TRYGGVI
VILHJÁLMSSON
+ Ólafur TryggYÍ
Vilhjálmsson,
bifreiðastjóri,
fæddist í Hafnar-
firði 17. desember
1915. Hann lést á
heimili sínu, Ból-
stað í Garðabæ, 3.
septeber síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Bergsteinunn
Bergsteinsdóttir, f.
4.9. 1888 í Keflavík,
húsfreyja í Hafnar-
firði, d. 9.4. 1985,
og Vilhjálmur Guð-
mundsson, f. 24.9.
1876 í Hreiðri í Holtahreppi,
Rangárvallasýslu, verkamaður
í Hafnarfirði, d. 25.2. 1962.
Systkini Ólafs voru: Jóhann, f.
1907, Hallbera, f. 1907, Sigur-
bjartur, f. 1908, Siguijón, f.
1910, Ingimar, f. 1912, Guð-
björg, f. 1914, og Dórothea, f.
1924, og eru þau öll látin, en
eftir lifa Guðrún, f. 1917, Helgi,
f. 1918, og Magnús, f. 1926.
Hinn 27. mars 1948 kvæntist
Ólafur Helgu Guðmundsdóttur,
f. 4.7.1924 í Reykjavík, d. 25.10.
1992, húsmóðir í Garðabæ. For-
eldrar hennar voru María
Árnadóttir, f. 24.4. 1888, d.
11.1. 1981, og Guðmundur J.
Guðmundsson, f. 30.10. 1897,
d. 10.10. 1982. Ólafur og Helga
eignuðust sex börn og eru þau:
1) Guðmundur Tryggvi, f. 9.1.
1946, vörubílstjóri, kvæntur
Öldu Hauksdóttur og eiga þau
fjögur börn og fimm barna-
—>» börn. 2) Vilhjálmur Steinar, f.
29.10. 1947, húsasmiður,
kvæntur Soffíu Völu Tryggva-
dóttur, hann átti eina dóttur
fyrir hjónaband. 3)
María, skrifstofu-
maður, f. 20.11.
1948, gift Sveini
Jónssyni og eiga
þau tvö börn. 4)
Guðbjörg banka-
starfsmaður, f.
12.5. 1953, gift
Gunnari Á. Arnórs-
syni og eiga þau
þijú börn. 5) Logi,
íþróttakennari, f.
14.11. 1954, var
kvæntur Ingibjörgu
Ólöfu Andrésdótt-
ur, þau slitu sam-
vistir. Hann á þijú börn. 6) Ól-
afur Helgi, verkamaður, f.
22.11. 1968, hann er í sambúð
með Guðlaugu Ingvadóttur.
Ungur fór Ólafur að vinna
ýmis verkamanna- og sveita-
störf, en aðalstarfsvettvanjgur
hans var bifreiðaakstur. Arið
1946 stofnaði hann ásamt
nokkrum félögum sínum Nýju
bílstöðina í Hafnarfirði og var
fyrsti stjórnarformaður hennar
og starfaði þar sem leigubíl-
stjóri fram á níunda áratuginn.
Samhliða akstrinum vann hann
að ræktunarstörfum fyrir
Skógræktarfélag Hafnarfjarð-
ar sem hann var einn af stofn-
endum að árið 1946. Hann var
í stjórn þess frá upphafi og
formaður frá árinu 1965-1989.
Ólafur sat í stjórn Skógræktar-
félags Islands á árunum 1973-
1988. Einnig var hann félagi í
Rótarýklúbbnum Görðum og í
Framsóknarfélagi Garðabæjar.
Útför Ólafs fer fram frá Víd-
alínskirkju í Garðabæ í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þær eru ófár minningarnar um
afa sem koma upp í huga okkar á
þessari hinstu kveðjustund. Sértak-
lega eru okkur minnisstæðar ferð-
irnar sem við fórum með afa í skóg-
ræktina í „skógræktaijeppanum",
en það var eldgamall Willys sem
stakk verulega í stúf á götum bæj-
arins. Undantekningarlaust var
komið við í bakaríinu og keypt vín-
arbrauðslengja og „sítrón". Eftir
hefðbundin ræktunarstörf tók við
kaffitími og voru notaðar frum-
stæðar aðferðir að okkar mati við
skiptingu á sætabrauðinu, moldug-
ar tijáklippur, en þar sem við erum
sælkerar miklir létum við okkur
hafa það. Eftir á að hyggja sjáum
við hversu mikið honum var skemmt
yfir undrunar- og hneykslissvipnum
sem kom á andlit borgarbarnanna
við aðfarirnar. Það var einmitt í
þessum ferðum sem og ferðum fjöl-
skyldunnar um landið sem hann
kenndi okkur að njóta náttúrunnar
á sinn einstaka hátt, en hann var
mesti náttúruunnandi sem við höf-
um kynnst og kom hann auga á
fegurðina í öllu því sem fyrir augu
og eyru bar, allt frá fuglum til fjalla.
Heimili afa og ömmu í Bólstað
hefur skipað stóran sess í lífi okkar
allra barnabarnanna í gegnum tíð-
ina. Þar hefur verið miðstöð fjöl-
skyldunnar og oft var glatt á hjalla
þegar allir voru saman komnir við
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
Sendum
myndalista
MOSAIK
Hanmrshöfði 4 - Reykjavík
sími: 587 1960-fax: 587 1986
Minnismerki úr steini
Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
S. HELGAS0N HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 * SÍMI 557 6677
C
leik og störf jafnt innandyra sem
utan. Jólin með afa og ömmu voru
einstök og hverfa þau okkur aldrei
úr minni. Um hver jól fór afi með
barnabörnin til messu og fór hann
þar fremstur í flokki eins og
andapabbi með ungana sína.
Nú þegar þau eru bæði fallin frá
og þessi yndislegi tími okkar með
þeim liðinn er okkur efst í huga
þakklæti til þeirra fyrir allt sem þau
gáfu okkur. Við, fyrir hönd okkar
barnabarnanna, kveðjum afa með
þessum orðum í þeirri fullvissu að
nú líði honum vel í faðmi ömmu.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og alit hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
María, Sigrún og Kristín.
Vegfarendur sem leið eiga um
Hafnarfjarðarveg hafa án efa
margir veitt athygli að neðan við
veginn í byggðinni Garðabæ stend-
ur reisulegt ibúðarhús með glæsi-
legum tijágarði. Þessi staður og
snyrtilegt umhverfi hans nutu sín
einstaklega vel fyrr á árum þegar
byggðin var stijálli. Þetta er Ból-
staður í Garðabæ þar sem hjónin
Helga Guðmundsdóttir, sem látin
er fyrir nokkrum árum, og Ólafur
Vilhjálmsson bjuggu um 50 ára
skeið.
Aldinn maður hefur kvatt og
okkur samferðamennina setur
hljóða. Góðar minningar um
ánægjulega samfylgd til margra
ára rifjast upp. Ólafur hafði átt við
heilsuleysi að stríða um árabil og
þá er brotthvarf frá jarðvistinni
lausn.
Árið 1946 fluttu þau hjónin að
Bólstað í Garðahreppi eins og
byggðin hét þá. Þá var umhverfið
með öðrum hætti en nú er því þarna
var stijálbýli. Fyrir ofan Hafnar-
fjarðarveg voru býlin Hofsstaðir og
þar sem nú eru Flatir, Valgarður
og Steinsholt og Vífilsstaðir efst í
byggðinni og Hraunsholt og Lyngás
í suðri. Faðir Ólafs hafði fengið
landið þar sem Bólstaður stendur
nú að erfðafestu en hann hugðist
taka landið til ræktunar sem síðar
varð ekki af. Hann lét því syni _sín-
um eftir landið árið 1944. Árið
1946 hófst Ólafur handa við bygg-
ingu íbúðarhúss. Það var mikið í
ráðist fyrir efnalítið fólk, en með
hjálp góðra granna eins og Svein-
björns á Hofsstöðum, sem tilbúinn
var að leggja ungu hjónunum lið
og lánaði Ólafi m.a. hest og vagn
til þess að fjarlægja jarðveg úr
grunni hússins. Með bjartsýni og
dugnaði tókst Ólafi á stuttum tíma
að reisa myndarlegt tvílyft steinhús
sem enn í dag vitnar um dugnað
hans og myndarskap. Og þar
bjuggu þau hjónin allan sinn búskap
og komu upp hópi myndarlegra
barna. Um þátt Ólafs og áhuga
hans á að yrkja landið og skila því
bættu til þeirra er byggja það í
framtíðinni, að sjá holt og hæðir
skrýðast grænum ilmandi skógi,
ætla ég að aðrir reki nánar. Þar
var hann einstaklega ötull í starfi
og varði miklum tíma sínum og
mig grunar að hann hafi ekki alltaf
krafist daglauna að kveldi.
Það var mér sérstök ánægja að
hitta Ólaf á förnum vegi þegar
vorið var í nálægð og sólin farin
að skína og ylja móður jörð og þau
undur hafin sem gerast á hverju
vori þegar jörðin lifnar og allt fer
að gróa. Þarna var hann sólbrúnn
með sitt hlýja bros, fullur af áhuga
fyrir ræktunarstarfinu sem beið
hans á næstu vikum og mánuðum.
I þetta sinn, eins og svo oft áður,
hafði hann varið deginum uppi í
Heiðmörk við að huga að gróðri
og hlúa að honum. Mörgum vinum
veit ég að hann gaukaði að plöntum
úr garði sínum og gerði það sjálfum
sér og þiggjanda til gleði. Þannig
kom hann eitt vorkvöld til mín fyr-
ir nokkrum árum og færði mér
plöntur sem hann hafði komið á
legg og spurði mig með sinni með-
fæddu hógværð hvort ég vildi ekki
stinga þessum plöntum niður aust-
ur í sumarbústað og koma þeim
til fyrir sig. Þar er nú lundur sem
ber nafn hans og heitir Ólafslund-
ur.
Um nokkurt skeið starfaði Ólafur
hjá Jóhannesi Reykdal i Hafnar-
firði, þá stundaði hann um tíma
vörubílaakstur og síðan akstur
leigubifreiðar á Leigubifreiðastöð
Hafnarijarðar og síðar á Nýju bíl-
stöðinni sem hann stofnaði ásamt
fleirum og var hann formaður
stjórnar hennar um áraraðir. Mér
er kunnugt um það að Ólafur kom
sér einstaklega vel í þessu starfi
sem er á ýmsan hátt vandasamt
og krefst trúnaðar og samvisku-
semi.
Ólafur starfaði af miklum áhuga
með framsóknarmönnum í
Garðabæ. Hann sat í stjórn Fram-
sóknarfélags Garðabæjar í mörg
ár og var formaður þess um tíma.
Þá sat hann í nefndum á vegum
flokksins í bænum. Það var lær-
dómsríkt og gott að starfa með
Ólafi að félagsmálum. Hann hafði
aldrei hátt á fundum enda var hann
hóglátur og prúðmenni eins og áður
er getið, og hafði gott vald á skapi
sínu. Þegar ég hóf að starfa með
framsóknarmönnum í Garðabæ
þótti varla fundafært ef Ólafur á
Bólstað og hans elskulega kona
voru ekki mætt á fund. Þannig var
hann í huga mínum svo samgróinn
félaginu og félagið svo samgróið
honum. Hann var tillögugóður og
vildi félaginu sínu og flokknum vel.
Ég hygg að fleirum sé farið líkt og
mér að við höfum fundið hve Ólafur
var á margan hátt sérstakur maður
og minnisstæður þeim sem kynnt-
ust honum.
Nú þegar Ólafur er horfinn sjón-
um okkar er eins og skóginn hafi
grisjað. Að leiðarlokum vil ég þakka
honum samfylgdina og biðja niðjum
hans guðs blessunar.
Einar Geir Þorsteinsson.
Dagur var að kvöldi kominn og
þreyttur ferðalangur kvaddi þennan
heim.
Ólafs Vilhjálmssonar er mér
bæði ljúft og skylt að minnast.
Hann var formaður Skógræktarfé-
lags Hafnarfjarðar í áratugi og
heiðursfélagi þess síðustu árin,
enda var líf hans lengstum svo sam-
tvinnað félaginu að þar sem Ólafur
fór þar var Skógræktarfélagið með
í för. Vakinn og sofinn var hugur
hans bundinn málefnum félagsins;
áhrif þess og velferð var honum
fyrir öllu. Fyrir áhuga hans og
trygglyndi skulu honum nú - að
leiðarlokum - færðar innilegar
þakkir. Veit ég að allir, sem eitt-
hvað þekkja til starfsemi skógrækt-
arinnar í Hafnarfirði, munu af heil-
um hug geta tekið undir þær.
Persónulega flyt ég honum hug-
heilar þakkir fyrir samvinnuna
gegnum árin og fræðsluna sem
hann miðlaði mér af þekkingu sinni
og reynslu. Ég kom til starfa fyrir
félagið árið 1980 og í sjö ár sátum
við saman í stjórn þess. Allan þann
tíma, og raunar æ síðan, var sam-
starf okkar náið og bar hvergi
skugga á. Frá þeim árum er margs
að minnast og margt að þakka,
ekki síst árangursríks samstarfs
sem við áttum við unglingana í
gróðurræktinni.
Ólafur Vilhjálmsson á stóran og
ríkulegan þátt í þeirri uppbyggingu
gróðurs sem nú prýðir hæðirnar
ofan byggðarinnar í Hafnarfirði,
þar sem land var áður nakið og
gróðurvana. Trén, sem hann gróð-
ursetti og hlúði að, eru lifandi minn-
isvarðar um fórnfúst starf hans,
unnið við erfiðar aðstæður og löng-
um lítinn skilning.
Ég kveð Ólaf Vilhjálmsson með
virðingu og þakklátum huga. Minn-
ingu hans verður best á lofti haldið
með ótrauðu starfi í þágu skóg-
ræktar og uppgræðslu gróðurvana
lands. Honum og ástvinum hans
öllum bið ég guðsblessunar.
Hólmfríður Finnbogadóttir.
Kveðja frá Skógræktar-
félagi Islands
Ólafur Vilhjálmsson átti skóg-
ræktarhugsjónina að leiðarljósi og
lét til sín taka á þeim vettvangi
alla sína starfsævi. Hann var
lengstum í forystusveit skógrækt-
arfólks í heimabæ sínum, Hafnar-
firði, og með góðu fordæmi efldi
hann áhuga jafnt hinna yngri sem
eldri á málstað skógræktar. Hafn-
arfjörður og umhverfi bæjarins bera
honum og skógræktarstarfi hans
fagurt vitni.
Ólafur átti sæti í stjórn Skóg-
ræktarfélags íslands á árunum
1973-88. Þar beitti hann sér fyrir
þeim málefnum sem komu öllum
aðildarfélögunum að góðu gagni,
var farsæll og ósérhlífinn ræktunar-
maður sem lengi verður minnst í
hópi skógræktarmanna.
Við sendum aðstandendum Ólafs
Vilhjálmssonar innilegar samúðar-
kveðjur vegna fráfalls hans.
F.h. Skógræktarfélags íslands,
Hulda Valtýsdóttir.
Kveðja frá Skógræktar-
félagi Garðabæjar
í dag kveðjum við kæran félaga,
Ólaf Vilhjálmsson frá Bólstað í
Garðabæ, með hlýhug. Óli Villa,
eins og hann var ætíð nefndur í
vinahópi, var til margra ára formað-
ur í Skógræktarfélagi Hafnarfjarð-
ar, sem seinna varð Skógræktarfé-
lag Hafnarfjarðar og Garðabæjar.
Áhugi hans á að fegra umhverfi
sitt og efla skógrækt var óþrjót-
andi. Um það ber gleggstan vott
hinn fagri og gróskumikli garður
og hávaxni skógarlundur við Hafn-
arijarðarveginn umhverfis Bólstað,
þar sem hann bjó ásamt konu sinni,
Helgu Guðmundsdóttur, sem Iátin
er fyrir nokkrum árum. Hér átti
Ólafur margar góðar stundir við
græðireitina, þar sem hann fékkst
aðallega við að rækta greni og furu-
tegundir með ágætum árangri.
Þangað var gott að sækja ráð, sem
hann var óspar á að gefa, og fylgdu
þá oft nokkrar plöntur í kaupbæti.
Ólafur var fróður maður og hafði
ánægju af að ræða áhugamál sín.
Þegar íbúum í Garðabæ fjölgaði
og áhugi almennings á skógrækt
glæddist, varð Ólafi á Bólstað ljóst,
að sá áhugi yrði best virkjaður með
því að stofna sérstakt skógræktar-
félag í Garðabæ. Það varð svo fyrir
hans forgöngu, að leitað var eftir
spildu hjá Ríkisspítöiunum, úr landi
Vífilsstaða, fyrir áhugafólk um
skógrækt og að fengnum góðum
reit í Smalaholti við Vífilsstaðavatn
veitti hann okkur Garðbæingum
ómetanlega aðstoð við undirbúning
að stofnun skógræktarfélags.
Stofnfundur Skógræktarfélags
Garðabæjar var haldinn haustið
1988. Félagið hefur úthlutað rækt-
unarspildum til einstaklinga og fé-
lagasamtaka í Garðabæ í Smala-
holti og öðrum þeim svæðum, sem
það nú hefur fengið til umráða, og
sjást þess nú þegar merki, að þar
muni vaxa fagur skógur. „Ólafs-
lundur" í spildu Rótarýklúbbs
Garðabæjar ber þar af, en þar vaxa
nú úr grasi tré, sem komin eru úr
garðinum að Bólstað og Óli Villa
gaf og plantaði ásamt félögum sín-
um í Rótarýklúbbnum.
Okkur í Skógræktarfélagi Garða-
Brúðhjón
Allur borðbiínaður - Glæsiley gjdfdvara Briíðarhjóna listar
%Q/wX\\Á VERSLUNIN
Latigavegi 52, s. 562 4244.