Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 17 NEYTENDUR LENGJA má í beltum sem þessum og auðvelt að krækja krókunum í hliðar innkaupakerrunnar. Spennið börnin í innkaupakörfuna ÞVÍ miður kannast starfsfólk á bráðamóttökum hérlendis við að taka á móti bömum sem hafa dott- ið úr innkaupagrindum þegar þau hafa verið í verslunarleiðangri með fullorðnum. „Fallið er rosalega hátt fyrir lítil börn og oft eru hörð stein- gólf í verslunum," segir Herdís Storgaard barnaslysavarnafulltrúi Slysavarnafélags íslands. „Börnin sem komið er með á bráðamóttöku hafa oft hlotið höfuðskaða og kannski fengið heilahristing." Hún segir að niðurstöður breskra rannsókna leiði í ljós að oftast séu börnin að reyna að klifra upp úr körfunni eða standa upp þegar for- eldrarnir snúa í þau baki. Herdís segir mikilvægt að börnin sitji einungis þar sem sérstaklega er gert ráð fyrir og þau séu þar fest með belti. „Það er hægt að nota belti úr kerru eða vagni eða hafa bara með sér belti.“ Herdís segir að til séu á markaðnum sérstök barnavagna- beisli sem hægt sé að lengja í og þá er auðvelt að krækja krókunum í hliðarnar á innkaupakerrunni. Þá eru í sumum verslunum inn- kaupavagnar með sérstökum barnastólum. Körfum ekki haldið nægilega við Herdís segir að hægt sé að rekja slys til þess að körfum er ekki hald- ið við sem skyldi, hjólin eru t.d. skökk og þá þarf að ýta grindunum með átaki. „Það er nauðsynlegt að halda hjólum á innkaupagrindum við, hreinsa þau reglulega og passa að þau virki rétt, því dæmi eru um að kerrurnar hafi oltið vegna þess að þau eru ekki í lagi.“ Alvarlegustu slysin segir hún að verði þegar inn- kaupakörfurnar fara um koll. Slíkt getur t.d. komið fyrir þegar verið er að keyra yfirfullar körfur út á plan. Þær kollvarpast þá þegar komið er að hindrunum eins og eru víða þar sem körfurnar eru geymd- ar úti eða þar sem inngangur er fyrir fatlaða. Slíkar hindranir eða aðkeyrslur fyrir hjólastóla þurfa að vera alveg rétt hannaðar, sléttar og engir kantar." Stórar úthafsrækjur, GLÆNÝ BÁTAÝSA OG STÓRLÚÐUSTEIK. FISKBÚÐIN HÖFÐABAKKA 1 - GULLINBRÚ - SÍMI 587 5070 er stærsta póstverslun í Evrópu KYNNTU ÞÉR ÁSTÆÐUNA NÝR 1100 BLS. LISTI FYRIR HAUSTIÐ 0G VETURINN Nýjasta tíska fyrir alla fjölskylduna, búsáhöld, gjafavara, heimilisvara leik- föng, allt sem heimilið þarf. Frá Quelle færðu þýska gæðavöru sem er þekkt fyrir endingu og mjög hagstætt verð. Notaðu 4 Quelle og hatðu tímatil að njóta fl^ÉjlF lítsins ■ Listinn kostar 600 kr. í verslun okkar. ■ Með fyrstu pöntun úr listanum færðu hálsmen með ekta gull-gyllingu ■ Þú færð sendan stóran skemmtilegan jólalista í október ■ Kynntu þér um leið úrval sérlista frá Quelle L I S T A KAUP \ fiuelle VERSLUNARHÚSIÐ DALVEGI2 - KÓPAVOGI SfMI 564 2000 kjarni málsins! .vOG/®, ftlarvíkt Fnt$ Góterodsmos, Barnamatur framleiddur úr lífrænum hráefnum ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.