Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 6

Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 6
6 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 I MORGUNBLAÐIÐ ft- ERLEIMT Hver ræður í Rússlandi? , # # Reuter BORIS Jeltsín ásamt bandarískum sérfræðingi sem skoðaði forsetann áður en tekin var ákvörðun um að hann gengist undir hjartaaðgerð. Víktor Anatolíj Alexander Tsjernomyrdín Tsjúbais. Lebed. Undirsátar Borís Jelts- íns Rússlandsforseta eru teknir að brýna kutana í þeirri hörðu valdabaráttu sem geis- ar austur í Moskvu. Asgeir Sverrisson segir frá mönnunum sem bíða hjarta- aðgerðar Jeltsíns með öndina í hálsinum. AMEÐAN Borís Jeltsín Rússlandsforseti býr sig undir erfiða hjarta- aðgerð eru undirsátar hans teknir að beijast um völdin innan Kremlarmúra. Jeltsín hefur að sönnu oft áður verið afskrifað- ur í rússneskum stjórnmálum en freistandi er að álykta sem svo að tekið sé að húma að kveldi í pólitísku lífi forsetans og að end- urkoma hans, verði á annað borð af henni, reynist stutt. Þrír hópar manna láta nú einkum til sín taka í Kreml og virðast tilbúnir til að beita fullri hörku í þeirri valdabar- áttu sem hafín er eina ferðina enn austur í Moskvu. Alexander Lebed, forseti ör- yggisráðs Rússlands, brosti sínu breiðasta er hann sótti ráðamenn í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) heim í fyrri viku. Um það bil sem Lebed lét fremur óljósar yfírlýsingar falla um samskipti Rússlands og NATO og fyrirhugaða stækkun banda- lagsins til austurs tóku fjendur hans í Moskvu að brýna kutana. Svo virðist sem mikilvægasta verkefnið nú sé að freista þess að einangra Lebed, sem náði lygi- legum árangri í forsetakosn- ingunum fyrr í ár og öðlast hefur stöðu þjóðhetju í hugum margra í Rússlandi. Rógsherferð gegn manninum með „malarröddina“ Hafín er skipulögð rógsherferð gegn Lebed í rússneskum fjölmiðl- um og má sú þróun heita merki- leg fyrir þær sakir að dagblöð og sjónvarpsstöðvar hafa fram til þessa almennt verið vinsamlegar í umQ'öllun sinni um manninn með „malarröddina." Því er haldið fram að óheft spilling þrífist í kringum Lebed, framganga hans í Tsjetsníju-deilunni hefur verið harkalega gagnrýnd og hershöfð- inginn fyrrverandi verið vændur um linkind og bleyðimennsku. Ljóst er að tilgangurinn er sá að koma höggi á Lebed og stuðnings- menn hans fyrir næstu forseta- kosningar. Þá hefur bandalag það sem Lebed gerði við Alexander Korz- hakov, fyrrum yfírmann lífvarða- sveita forsetans og drykkjufélaga Jeltsíns, mælst ákaflega illa fyrir. Korzhakov er talinn hættulegur maður og hann hræddust flestir er hann var í náðinni hjá Rúss- landsforseta. Því er haldið fram að Korzhakov hafí m.a. freistað þess að beita herforingja fjárkúg- unum og þótt slíkar fullyrðingar séu daglegt brauð í rússnesku stjórnmálalífi getur það skaðað mjög ímynd Lebeds að tengjast þessum manni. Valdahópurinn í kringum Lebed samanstendur af mönnum sem sameinast hafa um rússneska föðurlandshyggju og staða hans er einnig sterk innan hersins og meðal hergagnaframleiðenda. Hópurinn sem myndast hefur í kringum Víktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra á einkum hags- muna að gæta í tengslum við rekstur rússneskra stórfyrirtækja og margir þeirra hafa náð að maka krókinn hressilega á undan- förnum árum umbrota og um- skipta. Hollusta og valdasýki Staða Tsjernomyrdíns í valda- baráttunni er mjög sterk. Vegna veikinda sinna hefur Jeltsín feng- ið honum mikil völd í hendur og samkvæmt stjórnarskránni tekur forsætisráðherrann við forseta- embættinu reynist „forsetinn um langan tíma ófær um að gegna skyldustörfum sínum“ eins og segir í 92. grein stjórnarskrárinn- ar. Raunar getur stjómarskráin ekki um það nákvæmlega hvenær þessar aðstæður teljast ríkjandi og því má heita öruggt að hat- rammar deilur munu hefjast reyn- ist Jeltsín ekki fær um að snúa á ný til starfa. Stjórnarskráin kveður enn- fremur á um að boðað skuli til forsetakosninga þremur mánuð- um eftir að starfandi forseti hefur lagt niður völd eða kvatt þennan heim. Valdabaráttan í Kreml nú um stundir er háð í þeim tilgangi að undirbúa slíkar kosningar. Tsjernomyrdín hefur heldur haldið sig til hlés enda var það hann sem hvatti Jeltsín til að gangast undir hjartaaðgerðina. Forsætisráðherrann hefur sýnt að hann er klókur stjórnmálamaður. Nái Jeltsín heilsu á ný, mun Tsjernomyrdín hafa sýnt honum fyllstu hollustu og ráðið honum heilt. Snúi forsetinn ekki aftur til starfa verður Tsjernomyrdín for- seti og getur undirbúið kosninga- baráttu sína í krafti yfirburða- stöðu þess embættis. Þá er Tsjemomyrdín að líkindum sá stjórnmálamaður sem Vestur- landabúar gætu best sætt sig við sem arftaka Jeltsíns, - enda æskja þeir þess jafnan að einhver kunnuglegur taki við stjórnar- taumunum - og sá stuðningur gæti reynst mikilvægur, líkt og í síðustu forsetakosningum er Jeltsín var endurkjörinn. Þriðji maðurinn En nú um stundir virðist sem þriðji maðurinn hafi náð yfírhönd- inni í baráttunni, hvað svo sem síðar verður. Sá heitir Anatolíj Tsjúbaís og er skrifstofustjóri for- setans. Tsjúbaís hefur tekist að nýta sér þetta mikilvæga embætti á undraskömmum tíma til að sölsa undir sig aukin völd. Tsjúbaís er ungur maður, aðeins 41 árs, en hefur mikla reynslu af þeirri stöð- ugu valdabaráttu sem fram fer í Kreml og hefur farið nokkra hringi með hinu pólitíska gæfu- hjóli. Tsjúbaís stjórnaði einkavæð- ingaráætluninni miklu árið 1992, sem lyktaði með efnahagslegum hörmungum og óðaverðbólgu. Tsjúbaís var um tíma sennilega hataðasti maðurinn í rússneskum stjómmálum en það var ekki fyrr en í janúar á þessu ári sem Jelts- ín forseti varð við kröfum stjóm- arandstöðunnar og gerði Tsjúbaís að taka pokann sinn. Tsjúbaís brást ekki við brott- rekstrinum með hefðbundunum yfirlýsingum um spillingu og mannvonsku forsetans. Þess í stað tók hann að vingast við áhrifa- mikla menn í rússneska fjölmiðla- heiminum og náði að vinna sér traust Tatjönu Díjatsjenko, dóttur Jeltsíns. Þau tvö náðu síðan að hreinsa til í herbúðum forsetans og gegndu-Iykilhlutverki í baráttu hans fyrir endurkjöri. Líklegt má heita að það sé Tsjúbaís sem stendur að baki herferðinni gegn Lebed og að hann nýti sér fjöl- miðlatengsl sín óspart í þessu skyni. Aðgangurinn að forsetanum Tsjúbaís hefur nú náð að skapa trúnaðarsamband við Jeltsín og skipulagshæfileikar hans þykja ótvíræðir. Framganga hans, sér- staklega á þessu ári, sýnir að hann er slægur stjórnmálamaður sem býr yfír yfírburða þekkingu á leikreglunum í Kreml og hefur mikið innsæi. Hann er á hinn bóginn maður óvinsæll og hæpið má telja að breyting verði þar á þótt nokkrir fréttaskýrendur telji hugsanlegt að almenningur taki að flykkja sér um hann er frjáls- lynd efnahagsstefna hans tekur að skila árangri. Þar er að líkind- um um óskhyggju að ræða. í krafti embættis síns getur Tsjúbaís stjómað öllum aðgangi að forsetanum og það er hann sem ákveður hvaða plögg, skýrslur og skjöl fara inn á borð Jeltsíns þar sem hann dvelur á heilsuhæli og bíður hjartaaðgerðarinnar. Tsjernomyrdín hefur ekki sama aðgang að forsetanum og Lebed reyndi árangurslaust vikum saman að ná fundi Jeltsíns í ágústmánuði. Veikleiki Tsjúbaís felst á hinn bóginn í því að hann á allt sitt undir heilsulausum forseta og hann og hinir frjálslyndu skoðana- bræður hans eiga lítinn sem eng- an stuðning vísan í röðum al- mennings. Saman gætu þeir Tsjúbaís og Tsjernomyrdín á hinn bóginn reynst Lebed erfíðir and- stæðingar. Valdabaráttan í Kreml mun komast á nýtt stig á næstu vikum og mánuðum. Lyktir hennar munu reynast mjög mikilvægar fyrir þróunina í Rússlandi og samskipti austurs og vesturs og marka lok valdaferils Borís Jeltsíns. Þýskaland Gíslum sleppt úr banka Neuenstein. Reuter. VOPNAÐUR maður, sem hélt sex mönnum í gíslingu í þýskum banka í 14 klukkustundir, gaf sig á vald lögreglu í gær og sleppti gíslunum án þess að til átaka kæmi. Gíslana sakaði ekki. Lögreglan nafngreindi ekki manninn, en sagði að hann væri 25 ára Þjóðvetji, sem hefði verið dæmd- ur fyrir ýmsa glæpi, svo sem tilraun til fjárkúgunar. Hann var síðast lát- inn laus úr fangelsi í júlí. Maðurinn hafði hótað að myrða gíslana, þtjár konur og þijá karl- menn, ef ekki yrði greitt lausnar- gjald, fimm milljónir marka, rúmar 220 milljónir króna. Lögreglan telur að hann hafi ætlað að ræna bank- ann, sem er í Neuenstein, skammt frá Heidelberg, en mistekist og því gripið til þessa örþrifaráðs. Reuter Friðarákall í Belfast HUNDRUÐ kaþólikka og mótmæl- enda komu saman við ráðhúsið í Belfast á föstudag til að hvetja írska lýðveldisherinn (IRA) og hryðju- verkamenn úr röðum sambandssinna til að grípa ekki til frekari hermdar- verka og hefja þannig nýjan vítahring ofbeldis. Fólkið hélt á 3.000 pappírs- myndum sem áttu að tákna fóm- arlömb 25 ára átaka kaþólskra lýð- veldissinna, er vilja að Norður-írland sameinist írlandi, og mótmælenda sem vilja að landið verði áfram hluti af Bretlandi. Ræðumenn sögðust talsmenn „þögia meirihlutans“ sem vildi að deilan um framtíð Norður- írlands yrði leyst með friðsamlegum hætti. Fregnir herma að leiðtogar hermdarverkamanna úr röðum sam- bandssinna hyggist koma saman bráðlega til að ræða hvort þeir eigi að ijúfa tveggja ára vopnahlé sitt og hefna sprengjutilræðis IRA í breskri herstöð á Norður-írlandi á mánudag. -----♦ ♦ ♦--- Ráð að sofa í náttfötum LEIGUBÍLSTJÓRA í Árhus í Dan- mörku var brugðið þegar hann sá nakinn mann á gangi á götunum í nístingskulda að næturlagi nýlega, að sögn dagblaðsins Berlingske Tid- ende á föstudag. Lögreglumenn voru sendir á stað- inn og komust að því að maðurinn var hvorki drukkinn, undir áhrifum eiturlylja né genginn af göflunum en á hins vegar vanda til að ganga í svefni. Þeir óku manninum heim og ráðlögðu honum að sofa í náttföt- um hér eftir. » > » * ► i \ i þ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.