Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 15
Fyrir galleríið
TONLIST
Listasafn Kópavogs
KAMMERTÓNLEIKAR
Verk eftir Kuhlau, Mozart, Bach,
Liszt, Doppler, Schubert og Dvorák.
Guðrún Birgisdóttir, Martial Narde-
au, flautur; Peter Máté, pianó. Lista-
safni Kópavogs (Gerðarsafni), mið-
vikudaginn 9. október kl. 20:30.
SUNNAR í álfu þekkist máltæk-
ið „að leika fyrir galleríið“. Gallerí
er þar að vísu fremur í merking-
unni „síðri sæti“ en „myndlista-
safn“, en annars átti hvort tveggja
nokkurn veginn við um tónleika
ofangreindra þremenninga sl. mið-
vikudagskvöld. Tónleikarnir fóru
fram í véi lína og lita, og verkefnav-
alið var fislétt.
Undirritaður hefur áður orðið
uppvís að því að velta fyrir sér inn-
taki léttleikans í tónlist á prenti.
Tvenns konar misskilnings virðist
iðulega gæta; annars vegar, að létt
tónlist sé undantekningarlaust rýr
í roðinu og hins, að hún sé auðflutt-
ari en önnur.
Fyrra atriðið stóðst að hluta hvað
varðar efnisskrá, þvi „sígaunalög-
in“ Tveir gítarar og Svörtu augun
(sem maður hélt að væru rússnesk
þjóðlög) í lok tónleikanna mynduðu,
þrátt fyrir glæsilega spilamennsku,
óhjákvæmilega hádeyðu við það
sem meira hafði til brunns að bera,
jafnvel þótt sumt jaðraði við hljóm-
skálamúsík, eins og Minningar frá
Prag þeirra Doppler-bræðra. Hin
hégiljan, að auðvelt sé að leika létta
tónlist, stafar mest af galdri hins ,
frábæra flytjanda, sem kemur for-
sendulausum hlustanda til að halda
um stundarsakir að þessi kynngi-
kliðmýkt sé kálfskinn eitt.
Það mátti enda til sanns vegar
færa, að hljóðfæraleikur þremenn-
inganna náði svo til fullkomlega að
dylja hve mikla vinnu þarf til að
ná jafnmikilli fágun og samstillingu
og hér gat að heyra - þ.e.a.s. að
svo miklu leyti sem hin - því miður
- fremur glamrandi akústík Gerð-
arsafns leyfði.
Tónleikaskráin var afar upplýs-
ingasnauð. Verst var þó, að hvergi
var aukatekinn stafur um hvað
væri frumsamið fyrir flautu(r) og
hvað ekki; s.s. hvað væri útsett, og
'úr hveiju, né heldur hveijir útsetjar-
ar væru. Hafí flytjendur sjálfir átt
einhveija hönd í bagga, er það mis-
skilið lítillæti að láta það ekki koma
fram.
Danska tónskáldið Friedrich Ku-
hlau, eitt sinn þjórvinur Beethovens
og skotmark fyrir keðju hins síðar-
nefnda, „Kúhl, nicht lau“ (svalur,
ekki volgur), hefur lön^um verið í
uppáhaldi hjá norrænum flautuleik-
urum, enda reit hann á skammri
ævi ógrynni verka fyrir hljóðfærið
í ýmsum samsetningum. Það má
þvi léiða að líkum, að tríóið í G-dúr
Op. 119 hafi í raun og veru verið
samið fyrir áhöfn kvöldsins.
Þetta var létt og liðug góðborg-
aramúsík frá Biedermeyer-tíma,
trúlega hugsuð fyrir heimilismúsís-
eringu á betri bæjum, en þó vel
Galdramenning,
barnabækur og
listin að yrkja
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Háskóla íslands gengst fyrir nám-
skeiði um trú, töfra og særingar,
öðru um íslenskar barnabókmenntir
og þriðja námskeiðið er um listina
að yrkja.
Næstu fjögur mánudagskvöld verð-
ur námskeiðið um trú, töfra og sær-
ingar og verður leiðbeinandi Matthías
Viðar Sæmundsson dósent í íslensk-
um bókmenntum við HI. „íjallað
verður um íslenskt hugarfar á fyrri
öldum, samband galdurs og ljóðlistar,
vættatrú og hlutverk galdra í daglegu
lífi,“ segir m.a. í kynningu.
Barnabókmenntír
Næstu sex þriðjudagskvöld verður
námskeið um íslenskar barnabók-
menntir, þar sem leiðbeinandi verður
Silja Aðalsteinsdóttir bókmennta-
fræðingur. Einnig verða gestafyrir-
lestrar nokkurra íslenskra barna-
bókahöfunda.
„Fjallað verður um hvenær fyrst
Soren Robert
Lund heldur
fyrirlestur
í Norræna
húsinu
DANSKI arkitektinn Soren Robert
Lund heldur fyrirlestur í Norræna
húsinu mánudaginn 14. október kl.
20 sem hann nefnir Milli innblásturs
og veruleika.
Soren Robert Lund er höfundur
hins nýja listasafns „Arken“ í Koge
í Danmörku sem var opnað í mars
sl. Þetta nýja nútimalistasafn hefur
vakið mikla athygli fyrir frumlegt
útlit og hönnun. Hann vann fyrstu
verðlaun í samkeppni um hönnun
listasafnsins sem haldin var árið
1988 og hefur hann hlotið fjölda
voru gefnar út bækur handa íslensk-
um börnum og hver var hugmynda-
fræði þeirra. Hvenær urðu til frum-
legar íslenskar barnabækur, hvernig
þróuðust þær og hvaða hugmyndir
gefa þær af landi og þjóð? Saga ís-
lenskra bamabókmennta til 1985
verður rakin og síðan verða teknar
fyrir barnabókmenntir frá síðustu tíu
árum,“ segir m.a. í kynningu.
Listin að yrkja
Næstu sjö miðvikudagskvöld verð-
ur námskeið um listina að yrkja.
Leiðbeinandi verður Þórður Helgason
bókmenntafræðingur og rithöfundur,
lektor í KHÍ.
Námskeiðið er ætlað þeim sem
hafa hug á að þjálfa sig í ljóðagerð.
Á námskeiðinu verður leitast við að
kynna sem flestar tegundir ljóða,
hefðbundin ljóð jafnt sem „nútíma-
ljóð“ og eiga nemendur að skila
frumsömdum ljóðum, sem verða
rædd í tímum
annarra viðurkenninga fyrir verk sín.
Þetta er annar fyrirlesturinn í röð-
inni „Tilbrigði við húsagerð" sem
Norræna húsið, Listasafn Reykjavík-
ur og Arkitektafélag Islands standa
sameiginlega að.
Fyrirlesturinn fer fram á dönsku.
Allir eru velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
samin, og eins og allt sem á eftir
kom skínandi vel leikin. Ef leitað
yrði í krók og kima mætti kannski
helzt fetta fingur í styrkbeitingu
píanistans, sem var fullvökur (eink-
um í neðri enda skalans) í lokaþætt-
inum, og gerði það yfirbragðið svo-
lítið órólegt. Hins vegar bar ekkert
á þeim agnúa það sem eftir var
kvölds.
Andante í C-dúr K 315 eftir
Mozart reyndist að vísu frumsamið
fyrir flautu og píanó (eða sembal),
eins og sjá mátti með því að fletta
upp í Köchelskrá. Guðrún Birgis-
dóttir og Peter Máté léku stykkið
mjög fallega, og þau Martial saman
án undirleiks „Badinerie“-lokaþátt-
inn úr 2. hljómsveitarsvítu Bachs í
h-moll; nú til dags eitt af þessum
óslítandi kynningarstefjum út-
varpsþátta. Þó áð leikið væri af
smitandi gáska, var hér samt kom-
ið út á varhugaverða braut hvað
umritunarstefnu varðar, því neðri
flauturöddin samanstóð af upp-
tínslubrotum ýmist úr fylgibassa-
rödd eða innröddum strengjasveit-
ar, og því músíklega hvorki fugl
né fískur.
Peter Máté lék Liebestraum
Liszts með glæsibrag stórsnillings,
og eftir hlé náðist hámark tónleik-
anna (í flutningi, ef ekki í inntaki)
í hinum heillandi og á köflum virtú-
ósu Minningum Doppler-bræðra frá
Prag. Sönglag Schuberts, Stánd-
chen, og píanóstykki Dvoráks, Hú-
moreska Op. 100 nr. 7, runnu og
ljúflega niður í kjölfarið.
Efnisskráin vakti óneitanlega þá
spumingu, hvort verkavalið fyrir
tvær flautur sé svo snautt, að grípa
þurfi til umritunar á verkum fyrir
önnur hljóðfæri. Á hinn bóginn er
mikill vandi að ljá margþvældu „al-
þýðlegu“ tónefni ferskleika, en
óhætt er að segja, að þeir þremenn-
ingar hafi þar haft erindi sem erfiði.
Ríkarður Ö. Pálsson
Gospel-
tónleikar í
Bústaða-
kirkju
GOSPELTÓNLEIKAR verða
haldnir í Bústaðakirkju dagana
15. og 16. október næstkomandi.
Slíkir tónleikar eru árlega í
kirkjunni og hluti af þeirri við-
leitni að kynna Islendingum
gospeltónlist.
A tónleikunum á þriðjudags-
og miðvikudagskvöld koma fram
danska gospelsöngkonan Beb-
iane Böje ásamt hljómsveit sinni,
gospelsöngvaranum Claes Weg-
ener og kór Bústaðakirkju.
Sljórnandi er að venju Guðni Þ.
Guðmundsson organisti Bústaða-
kirkju. Gospelsöngkonan Beb-
iane Böje er vel þekkt í heima-
landi sínu og hefur víða haldið
tónleika.
DANSKA gospelsöngkonan
Bebiane Böje.
Hljómsveit hennar skipa;
Morten Rambsböl bassaleikari,
Morten Eriksen trommuleikari
og Peter Sörensen hljómborðs-
leikari.
Þetta er í fimmta sinn sem
gospeltónleikar eru haldnir í
Bústaðakirkju undir yfirskrift-
inni „Kirkjuleg sveifla".
Áður hafa komið fram íslensk-
ir tónlistarmenn og skemmst er
að minnast bandarísku gospel-
söngkonunnar Ettu Cameron.
A þriðjudagskvöld verða
tvennir tónleikar kl. 20 og 22 og
á miðvikudagskvöldið hefjast
tónleikarnir kl. 20.
Miðasala fer fram í Bústaða-
kirkju alla daga milli kl. 17 og 19.
Tno Romance
í Bessastaðahreppi
TRÍÓ Romance heldur tónleika
þriðjudagskvöldið 15. október kl.
20.30 í samkomusal iþróttahúss'
Bessastaðahrepps.
Tríóið er skipað Guðrúnu Birgis-
dóttur og Martial Nardeau flautu-
leikurum og Peter Máté píanóleik-
ara.
Hljóðfæraleikararnir í Tríó Rom-
ance eru nýkomnir úr tónleikaferða-
lagi um Evrópu og Bandaríkin, en
þau hlutu hvarvetna lof fyrir leik
sinn.
Á tónleikunum verður spilað á
þijár tegundir af flautum, þver-
flautu, piccoloflautu og altflautu.
Á efnisskránni er m.a. konsert
fyri piccolo eftir Vivaldi, sónata
eftir Poulenc, Humoreska eftir
Dvorak, verk eftir Karólínu Eiríks-
dóttur, Martial og fleiri. Einnig
verða leikin létt sígaunalög.
SIEMENS
Nýjar þvottavélar á ótrúlegu kynningarverði.
Fáðu þér eina!
Við bjóðum á næstu
vikum þessar tvær
glæsilegu Siemens
þvottavélar á sérstöku
kynningarverði sem
ekki verður endurtekið.
Nú er lag að gera
góð kaup.
• 11 grunnkerfi fyrir suðuþvott, mislitan þvott,
straufrítt og ullarþvott.
•Stiglaus stilling á þeytivinduhraða:
500 - 800 sn./mín. (WM 20850SN),
600-1000 sn./mín. (WM 21050SN).
• Vatnsborðshnappur.
• Skolstöðvunarhnappur.
• Hagkvæmnihnappur (e).
• Fíngangshnappur (aðeins á WM 21050SN).
• Sérstakt ullarkerfi.
• Frjálst hitaval frá köldu upp í 90° C.
• Ryðfrítt stál í belg og tromlu.
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 ■ Sími 511 3000
UMBOÐSMENN 0KKAR
Á LANDSBYGGÐINNI:
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgarnes:
Glitnir
Borgarf jördur:
Rafstofan Hvítárskála
Snæfellsbær:
-Blómsturvellir
Grundarf jörður:
Guðni Hallgrímsson
Stykkishólmur:
Skipavik
Búðardalur:
Ásubúð
ísaf jörður:
Póllinn
Hvammstangi:
Skjanni
Sauðárkrókur:
Rafsjá
Sigluf jörður:
Torgið
Akureyri:
Ljósgjafinn
Húsavík:
Öryggi
Vopnafjörður:
Rafmagnsv. Árna M.
Neskaupstaður:
Rafalda
Reyðarf jörður:
Rafvélaverkst. Árna E.
Egilsstaðir:
Sveinn Guðmundsson
Breiðdalsvík:
Stefán N. Stefánsson
Höfn í Hornafirði:
Króm og hvítt
Vík í Mýrdal:
Klakkur
Vestmannaeyjar:
Tréverk
Hvolsvöllur:
Rafmagnsverkst. KR
Hella:
Gilsá
Selfoss:
Árvirkinn
Grindavík:
Rafborg
Garður:
Raftækjav. Sig. Ingvarss.
Keflavík:
Ljósboginn
Hafnarf jörður:
Rafbúð Skúla,
Álfaskeiði