Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 16

Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sagnauppsprettan Aggi og rangan á Djöflaeyjufyndninni Sögurnar að baki Djöflaeyjubóka Einars Kárasonar og kvik- myndarinnar eiga sér stoð í raunveruleikan- um. Sá sem sagði rithöf- undinum sögumar í upphafi er Þórarinn Óskar Þórarinsson. Sigrún Davíðsdóttir settist við skör sagna- mannsins Agga, sem nú ------7--------------- býr í Arósum, og heyrði bæði af réttu og röngu skemmtisagnanna. ÞAÐ hefðu hvorki orðið til bækur, leikrit né kvik- mynd, ef sögumar mínar hefðu ekki komið til,“ segir Þórarinn Óskar Þórarinsson, kallaður Aggi, þegar bryddað er upp á viðtali við hann í tilefni af fmmsýningu kvikmyndar Friðriks Þórs Friðrikssonar og Ein- ars Kárasonar, Djöflaeyjunni. Þór- arinn Óskar býr með fjölskyldu sinni í úthverfi Arósa í annari Dan- merkurvist sinni og starfar þar sem ljósmyndari. „Ég gerði ekki mikið annað í þijú ár en rifja upp sögur og segja Einari. Við annaðhvort hittumst eða töluðum saman í síma, en ég talaði líka inn á segulbands- spólur og sendi honum. Þetta var ekkert spjall yfir kaffibolla, heldur hörkuvinna. Löngu áður en ég hitti Einsa var ég sannfærður um að ég hefði efni í góða sögu. Strax sem krakki var ég sannfærður um að ég væri að upplifa eitthvað ,jún- íkt“. Lífið í gamla húsinu var ævin- týri líkast og ég fór snemma að taka myndir í „dokjúmentarí". Á sínum tíma hefði ég aldrei getað trúað að sögurnar gætu orðið að öllu því, sem þær eru í dag. Einar leysti verk sitt vel af hendi.“ Landafræðin er ein bytjunin á sögu Agga. Þegar við hittumst og vitum ekki almennilega hvar við eigum að byija, dregur Þórarinn Óskar fram loftmynd, tekna 1959 á vegum Landmælinganna af því sem þá var eftir af Thulekampinum eða Trípólíkampinum, eins og hann hét í reynd. Bretar byijuðu bygg- ingu bragganna, síðan tóku Banda- ríkjamenn við og hverfið teygði sig á endanum yfir Melana, Gríms- staðaholtið og niður í Skeijafjörð. Á loftmyndinni miðri er „gamla húsið“ í miðjunni, rammað inn á eina hlið af kennarablokkinni svo- kölluðu, en upphaflega stóð það í miðjum kampinum. Gamla húsið Við byijum á að ræða tilurð gamla hússins, sem langaamma Þórarins Óskars, Jósefína, og maður hennar, Halldór Sigurðsson, byggðu á sínum tíma. Langömmu sína kallar Þórar- inn Óskar ýmist þá gömlu eða ömmu, Halldór kallar hann afa. „Hann var þó í raun ekki afí minn, en ég kallaði hann alltaf afa. Hann var sjentilmaður og ég á honum mikið að þakka. Halldór Sigurðsson var físksali og íþróttafrömuður, því hann stofnaði Þrótt á sínum tíma.“ Ömmu sína kallar hann ömmu Lóló og þá er á hreinu hver er hvað. Ekki veit Þórarinn Óskar af hveiju húsið var alltaf kallað Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir SAGNAÞULURINN Aggi eða Þórarinn Óskar Þórarinsson á heimili sínu í Árósum. BÓBÓ á Gunnarsholti ásamt Agga og Einari Kárasyni sem þarna voru komnir til að heimsækja hann. „gamla húsið“, en þar fæddist hann 1955. Gömlu hjónin byggðu það, þegar Gunnar Thoroddsen var borg- arstjóri og byggingarleyfið fékkst hjá honum. „Gamla húsið var stór- vígi Sjálfstæðisflokksins. Sú gamla var spákona og hún sá það í spilun- um að fólki var betra að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn. Annars blasti opin gröfin við. Húsið var byggt fyrir daga skipulagsins, en þegar það var loks samþykkt vildu bæði nágrann- amir og borgaryfirvöld losna við húsið og allt var gert til að rífa það. Það var ekki beint vinsælt hjá nágrönnunum að amma kappkynti með kolum allan ársins hring. Þeg- ar fólkið í blokkinni lagði sig kannski út á svalir á sumardegi átti það á hættu að fá kolareykinn yfir sig.“ Eftir langt samningaþóf fékk Halldór því framgengt að borgin fengi húsið, ef hann fengi annað hús í nágrenninu, því sú gamla gat ekki hugsað sér að flytja af Gríms- staðaholtinu. I staðinn fluttu þau á Þrastargötu 9, 150 m frá gamla húsinu. Þar fengu gömlu hjónin að búa sér að kostnaðarlausu og það stóð til 1979 að amma dó. Þórarinn Óskar bjó þá í húsinu með Pálínu konu sinni og tveimur sonum þeirra, en fengu það þá ekki til kaups. Síðar meir tókst það þó. „En af hveiju ég bý ekki þar enn vil ég ekki fara út í. Það eru bara forlög- in, óskrifaður kapítuli, sem sú gamla sá í spilunum. Ég leik mér enn að þessum gömlu frösum henn- ar.“ „Sú gamla“ „Sú gamla“, „amma“, sem hét Jósefína, leikur aðalhlutverkið í Djöflaeyjubókunum, en hún gerði það svo sannarlega líka í lífi barna- barnabarns síns og reyndar allra þeirra mörgu afkomenda sem um lengri eða skemmri tíma bjuggu í gamla húsinu. Einkabarn hennar var Lóló, sem síðan varð amma Lóló, og hana eignaðist hún áður en hún giftist Halldóri. Viðvera Jósefínu í Djöflaeyjubókunum eru ekki fyrstu spor hennar í bókmennt- unum, því í bréfum í Ljóra sálarínn- ar nefnir Þórbergur Þórðarson Jó- sefínu frá Nauthól, sem þá var rúm- lega tvítug, þótti óhemjufögur og var auk þess álitin göldrótt. Og í Við í Vesturbænum segir frá Jósef- ínu Nauthól, konu Dóra fisksala, sem kemur út og kallar: „Agge, Agge“. Þórarinn Óskar segir hana hafa hatað að vera kennd við Nauthól. í fjölskyldunni vissu allir að faðir hennar hafði átt Skildinganes í Skeijafirði, en sú saga gekk að hann hefði tapað því í pókerspili við Óla norska, Norðmann sem byggði mörg hús, til dæmis á Laugaveginum. „Eftir að hann var svikinn í viðskiptum varð hann að fara af sínu landi og fór þá vestur í Nauthólsvík, sem var langt frá mannabyggð og talið argandi draugabæli og álfabyggð allt í kring. Enginn vildi koma nálægt þessum stað í kringum aldamótin. Allt var ljóslaust, bara nokkrir torfbæir á stangli og milli víkurinn- ar og miðbæjarins var Vatnsmýrin, sem á þessum tíma gleypti fólk með húð og hári. Hóllinn við lækinn var að sögn ömmu mikil álfahöll og það var þarna á unglingsárunum að hún kemst í kynni við mystíkina. Hún sagðist hafa verið í stöðugu sam- bandi við álfana og trúði á stokk og steina. Hún var heittrúuð sú gamla, trúði bæði á himnaríki og helvíti og í hennar huga var stutt þar á milli. Amma var potturinn og pannan í fjölskyldulífinu. Hún var spákona og kvenskörungur. Sumir hafa lýst henni sem miðaldagaldrakonu. Ef það fæddist barn í fjölskyldunni vildi sú gamla ráða uppeldinu og hafði það mest í faðminum. Ég var í faðmi ömmu þar til ég var 24 ára og hún dó. Afi var dáinn töluvert áður. Þau voru mín stoð og stytta, sérstaklega hann Halldór Sigurðs- son fisksali og íþróttafrömuður. Amma var alltaf í slopp, hafði skræka og skerandi rödd, talaði hátt eins og öll þessi fjölskylda gerir. Það komst allt til skila sem hún sagði. Hún var flámælt, sagði kjet og smjer og notaði skrýtin orð. Þú getur rétt ímyndað þér að það lyftist brúnin á fyllibyttunum, þegar hún bauð þeim sjúss, en sjúss á hennar máli var djús, svo þeir urðu fyrir vonbrigðum með sjússinn hennar ömmu. Hún notað oft orð, sem hún misskildi „Viltu brauð með arkúlum og marmelaði", sem þýddi brauð með agúrkum og remúlaði. Sú gamla eldaði alltaf, enginn 1 > ) > i i I i i í i \ i i i l i b >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.