Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 17
mátti snerta neitt í eldhúsinu og
þetta stóra hús var alltaf fullt af
fólki. Þarna kom fólk til að láta spá
fyrir sér og svo lúserar, vesalingar,
fyllibyttur, klepparar og ídjótar.
Hún eldaði kjötsúpu í potti, sem
hefði dugað Afríkunegrum til að
sjóða trúboða í. Hún stögglaðist
mikið á því að hjálpa minnimáttar.
Sagði alltaf að það skipti ekki máli
hvort fólk væri skítakamarmokarar
eða bankastjórar, því allir væru
jafnir fyrir Guði og hún rak eigin-
lega ySÓsíal velfer" þarna á Holt-
inu. Eg man ekki eftir þeim degi
að húsið væri ekki troðfullt af fólki.
Miðað við normal heimili var
þarna alls konar óregla í gangi. Það
var tekið létt á að krakkamir skróp-
uðu í skólanum og enginn agi hjá
ömmu. Ef maður var þreyttur eða
illa fyrir kallaður skildi hún það vel
og fannst það þrældómur að vera
að reka börn upp eldsnemma á
morgnana til að fara í skóla. Hún
og afi voru hörkudugleg, en hún
rak þá pólitík að sjálf hefði hún
þrælað svo mikið að afkvæmin ættu
að hafa það þægilegt.
Amma talaði ekki vel um fólk,
kallaði það oft farísea og mannorðs-
þjófa og hafði fyrirlitningu á sumu
kvenfólki. Kvenfólk var allt mellur
í hennar augum. Hatur hennar á
kvenfólki stafaði kannski af því að
Halldór karlinn gaf henni eitthvert
tilefni til þess. Hann var stórglæsi-
legur framan af. í staðinn fyrir
sódómískur, kynvilltur, sagði hún
sódonískur. Hún vandaði ekki orð-
bragðið og þetta vom allt heimatil-
búin orð. Hún var fljót að afgreiða
fólk, stimpla það og krossfesta. Hún
var bitur, ofsalega bitur út í margt
og marga, en lífsbarátta hennar
hafði líka verið hörð.“
Sem Þórarinn Óskar rifjar upp
minningar um þá gömlu stendur
hann í eldhúsinu og eldar ljómandi
máltíð og hefur augun á tveimur
yngstu börnum sínum og Pálínu,
sem er á kvöldvakt sem sjúkraliði
þetta kvöld. „Amma sagði alltaf að
það væri ekki karlmannaverk að
hugsa um böm.
Dansmeyjar og drykkjupúkar
Halldór fisksali sá fyrir þessu
stóra heimili og amma hafði tekjur
af spádómunum, auk þess sem aðr-
ir drógu sitt í bú eftir getu. Iþrótta-
frömuðurinn átti sér þó aðra fortíð
og hafði áður verið drykkfelldur.
„Halldór mátti muna tímana
tvenna, því sem tólf ára laug hann
sig inn á norska kaupskipaflotann.
í fyrra stríði sigldi flotinn fyrir
Breta og hann var þrisvar á skipi,
sem var skotið í kaf. Þótt hann
væri ósyndur komst hann alltaf af.
Hann var í Arkangelsk þegar bylt-
ingin braust út í Rússlandi 1917,
hann sigldi á Kína - og endaði síð-
an á Jósefínu. Við mátum mikils
stundirnar á siðkvöldum þegar var
friður og hann sagði mér frá sigl-
ingum sínum. Þau amma voru alltaf
að tala um liðnar stundir og ég
hlustaði. Það var eitt sem einkenndi
allt þetta fólk: þeim var guðsgefin
náttúra að segja sögur. Þannig er
öll ætt Jósefínu og þaðan hef ég
frásagnargáfuna.
Halldór var rakið prúðmenni.
Gleðikonur kallaði hann alltaf dans-
meyjar. Ein siglingasaga hans var
frá Marseilles. „Það var nú staður,“
sagði hann alltaf „og þar var ég
að ganga um dokkurnar með ungri
og glæsilegri dansmey. Heldurðu
þá að ekki vippi sér fram arabi, sem
ætlar að taka dansmeyna. Ég tók
hann þá á klofbragði, henti hnífnum
og sagði: Pillaðu þér heim, Ijóti
arabi!“. Honum var illa við araba,
sagði að þeir gengju um í sængur-
fötum.
Það var sagt að drykkjupúki
drykki í gegnum hann, en svo einn
góðan veðurdag sá amma, amma
Lóló og vinkona Lólar að drykkju-
púkinn fór úr afa sofandi og í Bóbó,
sem þá var á fyrsta ári og lá í vöggu
í stofunni hjá afa. Afa dreymdi þá
að bróðir hans sagði: „Dóri bró.
Settu tappann í flöskuna" og upp
frá þessu drakk hann ekki, en sautj-
án árum síðar byijaði púkinn svo
að drekka í gegnum Bóbó.“
Amma Lóló var einkadóttir
Jósefínu og amma Agga. „Hún átti
fimm börn, öll með útlendingum -
„Á Holtinu var f jöl-
skyldan f ræg að
endemum og kon-
urnar kölluðu á
krakkana inn, þeg-
ar ég, f rændi Bóbós
og af komandi Jós-
ef ínu, birtist. Það
er annað en nó,
þegar f jölskyldan
er helsta skemmti-
ef ni þjóðarinnar."
hún lagði sitt til Sameinuðu þjóð-
anna - áður en hún hitti ameríska
trökkdræverinn og flutti með hon-
um til Ameríku 1949. Börnin sem
lifðu ól amma upp. Móðir mín er
elsta barn Lólóar og hana átti Lóló
sautján ára með Englendingi, sem
bar hið fræga nafn Kipling. I Amer-
íku eignaðist amma Lóló nokkur
böm, en missti líka börn. Ég veit
ekki hvort hún átti sjö, átta eða
níu börn. Eins og hún sagði sjálf
þá fæddust þau öll fyrir daga pill-
unnar. Amma Lóló er enn á lífi,
varð áttræð í fyrra. Hún er mann-
eskja sem má muna tímana tvenna.
Hún er eitt mesta hörkukvendi, sem
ég hef nokkurn tímann kynnst, en
alltaf er hún með smæl á vör.
„Home is where I hang my hat“
er hún vön að segja. Mér dettur oft
í hug lagið úr Monty Python mynd-
inni Life of Brian, þegar hún er
annars vegar: „Always look at the
bright side of life“.
Amma Lóló var með í myndinni,
því þótt hún byggi í Ameríku kom
hún stundum í heimsókn til að tékka
á sínum nánustu. Ég man alltaf
eftir US Mail pökkunum frá henni,
sem komu fullir af kábbojskóm,
kábbojfötum, Barbídúkkum og Elv-
isplötum. Ég var eins árs þegar hún
sendi mér fyrstu Elvisplötuna, He-
artbreak Hotel. Mín stórkostlega
amma sá til þess að upplýsa okkur
um hvað væri að gerast úti í hinum
stóra og mikla heirni."
Ameríka á Holtinu
Bóbó sonur ömmu Lólóar hét
kristilegu nafni Halldór Hostert.
„Við vorum öll kölluð einhveijum
indjánanöfnum eins og Laxness
segir frá í Atómstöðinni, Adda,
Bóbó, Dódó, Aggi.“ Bóbó er mikil
persóna í bókum Einars og var það
líka í lífí Þórarins Óskars. Faðirinn
á að hafa verið franskur, „en síðar
komumst við að því að nafnið er
sennilega frekar belgískt. Þegar
hann dó 1993, 53 ára gamall, kom
í blöðunum að fræg sagnapersóna
væri látin. Hann las aldrei bækurn-
ar, en fannst flott að láta skrifa
um sig bækur, því út á þær fékk
hann ókeypis brennivín og kogara."
í Rokksögu íslands eftir Gest
Guðmundsson er mynd af Bóbó,
tekin af Þórami Óskari. í kafla um
íslenska útlagarokkara er talað um
Bóbó á Holtinu og villta vini hans,
sem Einar Kárason hafi lýst í sögum
sínum. „Það var mikið um vestræn
áhrif á heimilinu. Ég og mín fjöl-
skylda stóðum alltaf með Elfísi, eins
og hann var kallaður á heimili
mínu,“ segir Þórarinn Óskar kím-
inn.
Þórarinn Óskar segir Bóbó lítið
hafa verið í fastri vinnu. „Hann
hlustaði á Elvis, horfði á kanasjón-
varpið, reykti kamel, lá upp í sófa
og slakaði á. Ef honum virkilega
leiddist þá átti hann það til að skella
GE ÞVOTTAVÉL 800 snúninqa kostar kr. 67.900.- TILBOÐ Kr. 54.900,-
GE ÞVOTTAVÉL 1000 snúninaa kostar kr. 74.500.- TILBOÐ Kr. 59.000.
GE ÞVOTTAVÉL 1200 snúninaa kostar kr. 79.900.- TILBOÐ Kr. 65.000.-
GE SAMB. ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI kostar kr. 103.000.- TILBOÐ Kr. 85,000,-
GE ÞURRKARI 3 kq kostar kr. 29.900.- TILBOÐ Kr. 25.900.-
GE ÞURRKARI 5 kq kostar kr. 43.000.- TILBOÐ Kr. 35,000,-
GE ÞURRKARI 5 kg kostar kr. 45.000.- TILBOÐ Kr. 37.000,-