Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ sér í byggingarvinnu og vann þá eins og berserkur, svo önnur eins handlagni hafði aldrei sést, en það stóð stutt. Á meðan sá fjölskyldan hann í dýrðarljóma með augum ömmu. Augu hennar voru alls stað- ar. Bóbó átti það líka til að sýna lit og ráða sig á togara. Þá var amma fljót að fara niður á höfn, taka allt hans hafurtask og pilla sínum uppáhaldsdreng heim. Hún vildi hafa allt sitt fólk hjá sér. Hún tók létt á því þótt hann kæmi með heilu skipshafnirnar heim, úttattóveraða jaxla, sem rifu í sundur símalínur, ef fisksalinn ætlaði að hringja á „löðregluna", eins og þau sögðu, því móðurbróðir minn var hátt skrifaður á vinsældarlistanum. í hennar augum var hann saklaus drengur, sem fé- lagamir skemmdu. Sú gamla stóð eins og dyravörður á næturklúbbi, þegar hann kom heim með félag- ana. Þeir sem gátu töfrað fram neftóbaksdós - neftóbakið tók hún í vörina - fengu að fara inn, en öðrum vísaði hún frá með skít og skömm. Þegar jafnvel benti til að menn myndu myrða hver annan leitaði hún á náðir nágrannanna í kennarablokkinni eftir að hafa hlaupið nokkra hringi í kringum húsið, æpandi eins og indjáni á hjáááálp og við hin skriðum út um glugga og göt til að forða okkur. Síðan tók strætið við Bóbó og loks Gunnarsholt. Hann var sam- bland af Elvis Presley, Marlon Brando og James Dean. Þótt hann væri ekki nema 23 ára þegar bítla- æðið skall á, var hann gjörsamlega staðnaður í Elvisi, Brando og Dean. Þótt hann upplifði einhveija mestu revúlúsjón sem lengi hafði orðið í tónlist, þá var hann alveg stökk í Elvisi.“ Pálína rifjar aðspurð upp fyrstu kynni sín af Bóbó, þegar hún var táningur. „Fyrst þegar ég sá hann fannst mér hann rósalega myndar- legur, eins og flestu kvenfólki fannst og þó var hann var orðinn tannlaus, þegar ég sá hann. Seinna flutti ég inn í húsið til Agga og þá varð ég hrædd við hann. Hann kom stundum og barði upp á með vini sína til að drekka." Þórarinn Óskar rifjar upp að ein- hveiju sinni eftir að þau Pálína höfðu eignast tvo elstu strákana sat Bóbó við drykkju á Þrastargötunni. Þegar Pálína fór niður til að biðja þá að hafa lægra leit Bóbó á hana um leið og hann sagði: „Heeei vú- man, heldurðu að þú sért eina kon- an í heiminum?" Þeim Þórarni Ósk- ari og Pálínu kemur saman um að eftir að Bóbó varð róni hafi þau náð betra sambandi við hann, því þá mildaðist hann. Verstur var hann við spáfólkið, segja þau. Þórarinn Óskar rifjar upp þegar Bóbó kom inn í litlu stofuna á Þrastargötunni, „og var í stuttu buxunum á Elvismátann frá 1956, alveg úr takt við tímann. Þar sátu þá stelpur og húsmæður og biðu eftir að láta spá fyrir sér. „Lúkking for tröbbol?" spurði hann þær. „A ég að girða nið’rum mig? Á ég að ...?“ eitthvað sem ekki er eftir haf- andi og svo gekk hann út. Þetta var absúrd. Það var ekki hægt að svara þessu.“ Móðurbræður Þórarins Óskars voru Bóbó og svo „Hinn“, eins og Elmer Róbert Daníels var alltaf kallaður. „Halldór var hans stoð og stytta, meðan Bóbó var uppáhald þeirrar gömlu. Elmer Róbert var lóner, sem átti sér fáa kunningja. Hann var reglusamur, sterkur sem naut og viðkvæmur eins og mar- svín. Hann var „dölarfullur“ eins og langmæðgur mínar sögðu. Það vissu fáir að hann var að læra flug og var búinn að ljúka sólóprófi, þegar hann fórst í flugslysi 21 árs að aldri. Hann var huldumaðurinn í fjölskyldunni. Eftir að hann dó og fólk fór að rannsaka hans hafurtask kom í ljós að hann hafði ort ljóð og dundað sér við að skrifa sögur um Basil fursta. Ef amma tók að sér böm eins og hún hafði gert, hún ól upp systk- ina- og barnaböm, þá voru þau annaðhvort sett út í horn, eða hafin upþ til skýjanna. Bóbó hóf hún upp til skýjanna, en fussaði á „Hinn“, sem var neðarlega á vinsældalistan- í FYRIRHEITNA landinu. Einar Kárason með „trökkdrævemum“ Carl Black og konu hans Shirley. Aggi tók myndina þegar þeir félagar fóm eins konar pílagrímsferð vestur um haf á slóðir ömmu Lólóar. „HINN“ eða flugmaðurinn Elmer Róbert með Agga frænda sinn eins árs. ÖMMURNAR — Jósefína spákona og Lóló. Myndimar em úr Ijós- myndabók Þórarins Innan handar, sem kom út hjá M&M 1989. um. Ég var líka ofarlega á vin- sældalistanum og bæði amma og afí dekruðu Við mig og sama gerðu móðurbræður mínir. Amma gaf heldur ekki öllum það sama að borða. Við Bóbó fengum kannski kótelettur með sósu, en hinir skyr- hræring. Kjötsúpan var elduð handa rónunum og öllum gestunum. Hversu galið sem fólkið mitt gat verið oft á tíðum þá eru þetta stolt- ir karakterar og seigir. Atvik, sem sett hefðu annað fólk út af sporinu og inn á geðdeild, gat þetta fólk þolað. Sérstaklega sigldi amma Lóló bara í gegnum allt með létt- leika og húmor.“ Sögurnar entust til frásagnar í þrjú ár En hvernig skyldi þá fjölskyldu- sagan í bókum Einars Kárasonar koma Þórarni Óskari fyrir sjónir? „Við skulum orða það svo að ef ég myndi skrá söguna núna myndi ég segja margt nákvæmlega eins og sagt er frá því í bókunum. Þetta er það sem ég pússla saman. Sann- leikurinn er bundinn við þann sem segir frá hveiju sinni og mín lýsing þarf ekki að vera rétt. Eg sagði frá því sem ég held að hafí átt sér stað og skálda svo í eyðurnar. Einar bætti svo við. í dag er ég svolítið búinn að gleyma hvað er satt og hvað skáldað og hvar ég skáldaði sjálfur.“ Pálína segir að sér finnist undarlegt að lesa bækumar, því þær séu eins og kómíska hliðin af því sem hún kynntist í fjölskyld- unni. „Það er skrýtið að lesa bæk- urnar, því ég hef heyrt Agga segja frá þessu öllu og sumt upplifði ég sjálf," segir hún. Um aðdraganda bókarinnar segir Þórarinn Óskar að löngu áður en hann kynntist Einari hafí hann oft sagt við Pálínu að þetta stöff yrði áð komast á blað. Þeir Einar kynnt- ust í Æfíngadeild kennaraskólans, en síðan skildu leiðir. Eftir að þau Pálína fluttu til Kaupmannahafnar 1979 hittust þeir aftur, því Pálína þekkti konu Einars. Þau Einar bjuggu þá í Kaupmannahöfn, en Þórarinn bjó með fjölskyldu sína í Árósum. „í gegnum Einar kynntist ég Pétri Erni Björnssyni arkitekt, sem bjó þá í Árósum og við tveir ætluð- um eiginlega að gera eitthvað úr þessu. Við Einar vorum alltaf að mata hver annan á sögum. Hann var þá að skrifa sína fyrstu skáld- sögu, Þetta eru asnar Guðjón, sem hann hafði sýnt mér og ég sagði honum að hann væri bara að fást við einhveija stúdentarómantík. „Ég skal segja þér sögur“, sagði ég. „Hættu nú þessum monkíbiss- ness.“ Mér fínnst reyndar þessi fyrsta bók hans mjög góð og þykir Einar mjög góður rithöfundur. Eftir Guðjón skellti hann sér í mínar sögur. Bæði sagði ég honum sögur og eins sendi ég honum frá- sagnir mínar á spólum, þar sem Pétur Örn var spyrillinn. Við höfð- um upphaflega reiknað með tveim- ur bókum, svona í stíl við The Rise and Fall fjölskyldunnar. Vorum að hugsa um einhvers konar ættar- sögu, en svo rann upp fyrir okkur að það var bara hallærislegt. Fjöl- skyldusaga mín var flóknari en svo að henni væri hægt að gera skil á þann hátt. Mér finnst hann hafa farið með sögurnar mínar á stór- kostlegan hátt. Einsi gjörlifði sig inn í þetta og ég skellti mér í gervi sögupersónanna. Við vorum á end- anum farnir að tala sama tungu- málið og slá um okkur með Elvis- frösum. Við helltum okkur í rann- sókn á þessu tímabili. í partíum hjá vinstri intelligensíunni var litið á okkur sem skrýtna menn. Árið 1982 fórum við í nokkurs konar píla- grímsferð til Bandaríkjanna, eigin- lega til að hitta fyrirmyndimar. Þegar Einar flutti heim vorið 1983 var ég löngu búinn að gefa grænt ljós á að hann kláraði verkið einn. Ég man hreint og beint ekki hvernig það kom til. Hann sendi mér handrit bókanna, sem ég las yfir og ég held hann hafi tekið til- lit til flestra athugasemda minna. Ég bjóst ekki við bók fyrr en árið eftir, en hann sat inni á Landsbóka- safni eins og trylltur maður og skrifaði og skrifaði, svo fyrsta bók- in kom út um haustið. Hann var kominn upp á sína Djöflaeyju og hefur unnið sig upp „from jack to a king“, unnið grimmt. Eftir að hann fluttist til Islands hélt hann alltaf áfram að hræra í mér og sagði mér að láta sig vita, ef mér dytti eitthvað í hug.“ „ Aldrei þýtt að senda þessa fjölskyldu í fjölskylduþerapíu" Það er auðvelt að sitja og skemmta sér undir frásögnum Agga, en þegar sagnatöfrunum sleppir leitar á spurning um hvem- ig hafi eiginlega verið að alast upp í þessari fjölskyldu. „Það var bæði gott og slæmt, ég mundi segja frek- ar gott, því afí og amma dekraðu við mig. Það er ljómi yfír fyrstu uppvaxtaráranum, fýrir utan þegar ég þurfti að flýja fýlliríið. Það verð- ur líka að líta á að þá lék allt í lyndi, velmegun í fjölskyldunni og eina sem skyggði á var fylliríið í frænda. Fallið kemur, þegar frændi minn Elmer Róbert Daníels fórst í flugslysi. Þá var ég níu ára. Meðan hann lifði var hann neðar- lega á vinsældarlistanum, en var tekinn í dýrlingatölu eftir að hann dó. Þá sáu allir hann í öðra ljósi og heil röð af börnum, sem fædd- ust seinna inn í fjölskylduna voru skýrð eftir honum. Þangað til hann dó hafði ég alltaf gengið með Jesú- mynd í vasanum. Eg reif hana eft- ir að hann dó, því mér fannst þá eitthvað bogið við þessa Jesútrú. Eftir að Elmer Róbert dó hrundi allt á ótrúlegan hátt. Fjölskyldan syrgði hann í fleiri mánuði og kon- ur gengu með svört sjöl um andlit- ið. Ekki alllöngu seinna urðum við að flytja úr gamla húsinu og afi tapaði stöðu sinni sem fisksali Grímsstaðaholtsins. Það era marg- ar kenningar uppi um af hveiju það skeði. Ég veit ekki hveiju ég á að trúa, en held bara að við höfum alla tíð verið sérfræðingar í að klúðra hlutunum. Það var bara lifað fýrir líðandi stund. Ef rætt var um af hveiju hlutirnir fóru ekki eins og þeir áttu að fara þá var forlögun- um bara kennt um. Allt var annað- hvort ákveðið af Jesú Kristi eða djöflinum. Það hefði aldrei þýtt að senda þessa fjölskyldu í fjölskyldu- þerapíu." Þegar Þórarinn Oskar er beðinn um að lýsa degi í gamla húsinu og var níu ára, er hann ekki lengi að draga upp slíka mynd. „Við skulum segja að það sé sumardagur. Allt veltur á hvort Bóbó frændi er edrú, timbraður eða að bursta skóna og á leið í bæinn. Nú er að hann bursta skóna og raular Elvislag. Segjum að það sé sól og gott veður. Ég fæ að sofa til hádegis, jabba svo út og fæ mér frískt loft. Úti á bletti ligg- ur Robbi, „hinn“, í sólbaði. Móðir mín er að hengja upp þvott og and- skotast út í Robba yfír því hvers konar andskotans vesalingur hann sé að að liggja í sólbaði þegar öll þjóðin sé að vinna. Amma mín Jó- sefína gengur um fussandi og svei- andi yfír mannorðsþjófum og faríse- um og á von á fólki í spádóm. Afí er jafnvel á leiðinni heim í hádegis- mat, blístrandi eitthvert harm- oníkulag, sem kemur mér í gott skap. Um kvöldið kemur Bóbó með vin- ina úr bænum, allt endar í slagsmál- um og símalínur eru slitnar í sund- ur. Eyvi frændi kemur á löggubíln- um til að hirða félaga Bóbós, sem höfðu gert sér glaðan dag. Amma Jósefína er búin að hlaupa tíu hringi í kringum húsið með indjánagargi og ég er flúinn með móður minni og systur út um Grímsstaðaholtið til að fá inni þar til rennur af kapp- anum. Þótt hann skapi alla vitleys- una þá bannar Jósefína að honum sé stungið inn, því þetta er allt fé- lögunum að kenna.“ Sagan endalausa N Bækur Einars Kárasonar um Holtarana og kamparana eru bráð- fyndnar og kvikmynd Friðriks Þórs hefur verið kölluð gamanmynd. En spurningin er hvort veruleiki Agga var nokkuð sérstaklega fyndinn. Þórarinn Oskar hvikar ekki frá því að Einar hafi farið fjarska vel með efnið. „Það voru miklu stærri mögu- leikar á að hann gæti klúðrað þessu. Þegar við unnum að þessu var húm- orinn alls ráðandi. Þetta átti aldrei að verða í anda Dostójefskýs, sem líklega hefði gert andlegu og sálar- legu hliðinni betri skil. Nú er mér orðið erfiðara að rifja þetta upp, önnur aspekt komin inn í myndina og ég tel mig hafa beðið ævilangan skaða á að hafa alist upp hjá þessu fólki, en það þýðir samt ekki að ég kenni því um eitt né neitt. Þetta fólk átti börn meðan það var sjálft börn. Húmorinn bjargaði mér og fleirum í íjölskyldunni. Ef við hefð- um ekki haft hann til að snúa á allt þá væri löngu búið að leggja Jp > > > I I ' I í t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.