Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 20
20 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Umdeildar kenningar halda
því fram að ýmis manngerð
efni í umhverfinu leiði til
minnkandi sæðisframleiðslu
í körlum um heim allan,
skrifar Hugi Olafsson.
Islendingar ættu að leggja
hlustir við þessa umræðu:
Efnamengun af þessu tagi
finnst í auknum mæli í
úthöfunum og á norður-
slóðum og sums staðar er
sérstaklega varað við
fiskneyslu vegna hennar
ÞÚSUNDIR manna dóu eða fæddust vanskapaðir í Minamata í Japan á 6. áratugnum eftir að hafa neytt kvikasiifursmengaðs fisks.
Mengun af völdum „hormónaherma“ getur einnig valdið fósturskaða. Þessi kunna ljósmynd W.Eugene Smiths, Tomoko í baðinu, sýnir
hvar eitt fórnarlamba mengunarinnar er baðað af móður sinni.
H
eimsendir hefur
löngum verið
mannskepnunni
hugleikið við-
fangsefni, ekki
síst þegar líður
að tímamótum eins og árþúsunda-
skiptum. Það er enginn skortur á
ógnum sem steðja að mannkyninu,
frá kjamorkuvopnum til ýmiss kon-
ar umhverfisvanda á borð við eyð-
ingu ósonlagsins, veðurfarsbreyt-
ingar af mannavöldum eða hrika-
legar hungursneyðir í kjölfar of-
Qölgunar.
A undanfömum misserum hefur
athygli vísindamanna og ijölmiðla
beinst að nýrri ógn. Ýmis mann-
gerð efni hafa þann eiginleika að
líkja eftir virkni kvenhormónsins
estrógens og annarra lífrænna boð-
skiptaefna, sem getur ruglað lík-
amsstarfsemi lífvera í ríminu, ekki
síst kynlíf þeirra. Þar sem mikið
er af þessum efnum í umhverfinu
hafa fundist tilfelli um krókódíla
með uppdráttarsýki, tvíkynja fiska
og fleiri slík kynleg fyrirbæri, jafn-
vel hér við íslandsstrendur.
Hugsanlega eru þetta váboðar
verri tíðinda. Sumar rannsóknir
benda til þess að sæðisframleiðsla
hjá karlmönnum víða um heim
hafi minnkað á undanförnum ára-
tugum og margir vilja kenna um
aukinni efnamengun í umhverfinu
og fæðunni sem við neytum. Svart-
sýnustu spámennirnir boða að þessi
þróun haldi áfram og kunni að ná
því stigi að karlar verði upp til
hópa ófrjóir í ekki allt of fjarlægri
framtíð. Samkvæmt því er hér um
ógn við sjálfa karlmennskuna og
viðkomu mannkyns að ræða sem
þarf að bregðast við. Hugtakið
„náttúruvernd" öðlast nýja og víð-
tækari merkingu í þessu samhengi.
Nýleg bók sem boðar þessa
kenningu, „Stolin framtíð“, hefur
vakið nokkra athygli í Bandaríkj-
unum. A1 Gore varaforseti lofar
hana í inngangi og segir hana eiga
brýnt erindi við okkur þar sem hún
varði ekki minna efni en tilvist
komandi kynslóða. Sérfræðinga
greinir á um hve alvarlegt vanda-
mál er hér á ferðinni, en umræða
um „efni sem trufla innkirtlastarf-
semi“ — sem e.t.v. mætti nefna
hormónaherma á íslensku — verður
æ fyrirferðarmeiri í vísindatímarit-
um og á alþjóðaráðstefnum. Sú
umræða kemur okkur íslendingum
e.t.v. meira við en mörgum öðrum,
en það stafar m.a. af því að sum
þessarra efna hafa fundist í óvenju
miklum mæli á norðurheimskauts-
svæðinu og þau finnast einnig í
vaxandi mæli í úthöfunum.
Umræðan nú
er ekki í fyrsta
sinn sem meng-
un af völdum
manngerðra
efna kemst í
sviðsljósið. Árið
1962 sendi bandaríski líffræðing-
urinn Rachel Carson frá sér bókina
Raddir vorsins þagna, sem vakti
líklega meiri athygli en nokkur
önnur bók um umhverfismál fyrr
og síðar. Þar vakti hún athygli á
Þegar
raddir
vorsins
þögnuðu
mengun af völdum skordýraeiturs-
ins DDT og skyldra efna og áhrif-
um þeirra á dýr og menn.
DDT hélt að sönnu skordýrap-
lágum í skefjum — um hríð að
minnsta kosti, því mörgum tegund-
um tókst undraskjótt að aðlaga sig
efninu — en eitrið safnaðist fyrir
í fæðukeðjunni og olli því m.a. að
spörfuglar drápust sums staðar í
stórum hrönnum. Vorum við tilbúin
að fóma röddum vorsins til þess
að ná eilítilli uppskeruaukningu í
nokkur ár, spurði Carson. Og hveij-
ar yrðu langtímaafleiðingarnar af
eitrun umhverfisins fyrir tegund
sem er í efsta hlekk fæðukeðjunn-
ar: manninn?
Bók Carsons og rannsóknir vís-
indamanna urðu til þess að notkun
á DDT var bönnuð í Bandaríkjun-
um og flestum öðram vestrænum
iðnríkjum. Raddir vorsins fóru svo
smám saman að heyrast aftur á
ný þar sem þær höfðu hljóðnað í
bandarískum og evrópskum smá-
bæjum.
Sagan er þar með ekki öll. DDT
er enn í notkun víða um heim, eink-
um í hitabeltislöndum. Á þeim stöð-
um sem notkun DDT er bönnuð
finnst efnið einnig enn í ríkum
mæli í umhverfinu, þar sem það
brotnar mjög hægt niður: Helming-
unartími þess er um 50 ár. Efna-
mengun er ekki fyrir bí þó að DDT
og nokkur önnur efnasambönd
hafí verið bönnuð í vestrænum
löndum. Þannig má nefna að heild-
arframleiðsla svokallaðra PCB-
efna — sem voru m.a. mikið notuð
í rafmagnstæki og teljast mjög ei-
trað — er áætluð yfir ein milljón
tonna. Nær þriðjungur af þessu
magni hefur borist út í umhverfið
og um 97% af því í hafið.
Sá flokkur efna sem DDT og
PCB teljast til hafa verið kölluð
þrávirk lífræn efni á íslensku, en
með orðinu „þrávirk" er vísað til
þess að þau brotna seint niður í
náttúranni. Þessi manngerðu efni
era flest klórkolefnissambönd, sem
leysast illa í vatni, en vel í fítu.
Þess vegna er erfitt að finna þau
í mælanlegu magni í sjó, en þau
fínnast hins vegar yfírleitt í lifur
og öðrum fituríkum vefjum lífvera
— því meir sem ofar dregur í
fæðukeðjunni. Þrávirk lífræn efni
eru flest nokkuð rokgjörn, sem
veldur því að þau geta borist lang-
ar leiðir í loftinu, en falla til jarðar
— eða sjávar — þegar kólnar. Þetta
skýrir væntanlega hvers vegna
mengunarefni frá iðnaði og skor-
dýraeitur frá hitabeltislöndum
finnast í svo miklum mæli sums
staðar á norðurslóðum: Þau berast
í norður með ríkjandi vindáttum
eða Golfstraumnum og finna sér
svo endanlega samastað í feitum
sel á Beringssundi eða hvítabimi á
Svalbarða. Sumir hafa jafnvel látið
í ljós ótta um að hátt hlutfall meng-
unarefna í hvítabjörnum, sem eru
efsti hlekkurinn i fæðukeðjunni á
norðurhjara heimsins, kunni að
ógna tilvist tegundarinnar.
Það er reyndar vandfundinn sá
blettur á jörðinni þar sem ekki er
að finna nein þrávirk lífræn efni.
Þau finnast í haftyrðlum í Grímsey
jafnt sem holræsarottum í New
York. Líklegast fyrirfinnast þau í
einhverju magni í hvetju einasta
mannsbarni á jörðinni og þau ber-
ast frá móður til afkvæmis.
Rachel Carson
Tvíkynja
fiskar og
kvenlegir
krókódílar
benti einkum á
krabbameins-
i valdandi áhrif
' DDT, þegar hún
________________[ reyndi að út-
skýra hvaða ógn
heilsu manna stafaði af efninu. Það
er hins vegar tiltölulega nýlega
sem menn fóru verulega að gefa
því gaum hvaða áhrif manngerð
efni hafa á starfsemi innkirtla og
boðskiptakerfi lífvera.
Hormónar eru sendiboðar líkam-
ans. Hinir þekktustu eru líklega
adrenalín, sem skipar hjarta og
vöðvum að vinna hraðar þegar
hættu ber að höndum, og kynhorm-
ónarnir estrógen og testósterón,
sem halda fólki við efnið þegar
kemur að viðhaldi tegundarinnar.
í náttúrunni er að finna fjölmörg
efni sem líkja eftir virkni hormóna
á borð við estrógen. Slíka náttúra-
lega hormónaherma er m.a. að
finna í grasi og fleiri plöntum og
eru þeir hluti af eins konar eitur-
hernaði jurtanna gegn grasbítum.
Dýrin þróa hins vegar smám saman
með sér varnir gegn hveiju nýju
efni og þannig kemst á ógnaijafn-
vægi í vopnakapphlaupi hinnar
darwinísku lífsbaráttu.
Margir vísindamenn hafa bent á
að slíka náttúrulega hormóna-
herma sé að finna í mun ríkara
mæli í flestu því sem við leggjum
okkur til munns en manngerð
mengunarefni. Á móti er bent á
að dýr hafa haft milljónir ára til
að þróa með sér varnir gegn slíkum
efnum. Nú hafa hins vegar yfir
50 manngerð efni verið skilgreind
sem hormónahermar, þ. á m.
mörg þrávirk lífræn efni á borð
við DDT og PCB. Hvað gerist þeg-
ar hanastéli af nýjum efnasam-
böndum með óþekkta virkni er allt
í einu hellt í stóram skömmtum út
í umhverfið?
Svarið er m.a. að fínna í Apopka-
vatni í Flórída, þar sem mikið
magn spilliefna frá landbúnaði og
iðnaði hefur safnast fyrir. Þar þjást
karlkyns krókódílar af uppdráttar-
sýki, sem telja má víst að stafi af
mengunarefnum sem líkja eftir
virkni kvenhormóna. Slíkrar upp-
dráttarsýki hefur líka orðið vart
hjá otrum í Washington-ríki í
Bandarikjunum og í enskum ám
og vötnum hafa karlkyns fiskar
breyst í tvíkynja og ófijóa einstakl-
inga.
Það þarf reyndar ekki að leita
langt út fyrir landsteinana til að
finna dæmi um viðlíka tilvik. Rann-
sóknir á vegum Líffræðistofnunar
háskólans hafa leitt í ljós að meng-
un af völdum skipamálningar hefur
valdið vansköpun í nákuðungum
við sunnanverðan Faxaflóa, eink-
um í grennd við höfuðborgarsvæð-
ið. Þar lýsir vansköpunin sér í því
að kvenkynið myndar karlkyns
kynfæri og endar með að dýrin
V
i
I
t
»
!
I
I
i
t
I
I
t
i
g
I
I
I
I
I
I
I
J|
;